Morgunblaðið - 29.10.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. okt. 1963 JMtogtiidMfofrifr Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastj óri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. ÍTtbreiðslustjóri: Sverrir^Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakiU. STÖNDUM VÖRÐ UM VIÐREISNINA Ekkert samkomulag á IATA ráðsteínunni Fargjaldalækkuninni vísað til nefndar Salzburg, Austurríki, 28. október (AP). FARGJALDARÁÐ- S T E F N U Alþjóðasam- taka flugfélaga (IATA), hefur enn verið frestað um óákveðinn tíma eftir fimm daga umræður í Salzburg um lækkuð far- gjöld á leiðunum yfir Atl- antshaf. Ekki náðist sam- komulag á ráðstefnunni, og var sérstök nefnd skip- uð til að reyna að finna lausn á deiluatriðum. Fundarstjóri á raðstefnunni var Joaöhim von Franken- berg, fiulliltnii þýzka flugfél- agsins Lufúhansa. Skýrði hann srvo fra að funduim loknum á sunnudag að full- trúar flestra flugtfélaganna hafi verið fylgjandi mestu far gjaldalækkun í sögu flugfél- aganna. Hinsvegar hafi full- 'trúar þriggja flugfélaga hind- rað það að þessi læikkuðu fargjöld kæmu strax til fram- fcvæimda. En samfevæmt regl um IATA verða allar breyt- ingar á fargjöldum að hljóta samiþyfefci allra aðildarfélag- anna. Tvö félögin, Air Lingus á írlandi og E1 A1 í ísrael, halda fast við sérstök far- gjöld í hópferðuim, en þriðja fólagið, Trans-Canada, óskaði eftir meiri fargjaldalæikkun en fyrirhuguð vax-. Ekki hefur verið ákveðið bvenær rað- stefnunni verður haldið áfram né heldur var fargjalda nefndinni gefinn ákveðinn frestur til að skiila álitL Ekkert neyðarástand Von Frankenberg sagði að ekki hafi verig talið nauðsyn legt að setja ákveðin fcímatak irxörk, því ekki hafi verið um neibt neyðarástand að ræða. „Ef svo hefði verið, hefðum við reynt að knýja fram sam- ninga á raðstefnunni. En við (hötfum frest til 1. apríl 1964 að ákveða endanlega fargjöldin“. Að ráðstefnunni lokinni var gefin út svohljóðandi yfirlýs- ing: „Fargjaldaráðstetfnu IATA í Salzburg var frestað í dag, og skipuð var sérstök nefnd til að kanna nánar möguleika á samikomulagi xxm lækkuð fargjöld, sem komi til fram- kvæmida á leiðunum yfir Norður-AtlantShatfið hinn 1. apríl 1064. í tillögu, sem átti fyilgi að fagna á raðstefnunni, er gert ráð fyrir eftirfarandi: 1. Fargjald á fyrsta farrými á leiðinni New York-London, aðra leiðina, verði 400 dollar- ar (í stað 475 eins og nú.er). 2. Sérsfcök „sparnaðaríar- gjöld" aðra leiðina New York London verði 210 dollarar flesta mánuði ársins, en 25ö á mesta annatímanum (í stað 263 dollara allit árið nú). 3. Lækkuð fargjöld fram og til baka fyrir 21 dags ferð, kosti farseðiMinn 300 dollara mestan hluta áxsins (nú 350 dollara flyrir vetranmiánuð- ina). 4. Lágmarkstaxtar verði ákveðnir fyrir leiguflug.“ Öll vilja lækkun Eins ~og fyrr greinir náðist ekki samkomulag vegna ágreinings þriggja flugfélaga, Air Lingxxs, E1 A1 og TCA. Sagði von Frankenberg hins vegar að mjög hafi miðað í samkomulagsátt og ljóst væri . að öll aðildarfélög IATA vildu fá að bjóðá farþegum sínum lækkuð fargjöld á þessari flugleið. Þá skýrði Frankenberg frá því að í sérstöku fargjalda- nefndinni væru fulltrúar allra þeirra flugfélaga, sem halda uppi ferðum yfir Norð- ur-Atlantshafið og Mið-Atl- antshafið, og væri það hlut- verk nefndarinnar að leita að laxxsn á deiluimálunum. En þau stafa aðallega af sérhags- munuim félaga eins og Air Lingus og E1 Al, sem byggja mikið á hópferðum. Nefndar- menn munu aðallega hafa samband sín á milli um síma og ritsíma. Kvaðst hann von- góður um að lausn fyndist „því fyrr því betra“. Þetta var framhaldsráð- stefna IATA um fargjöldin, en þeirri fyrri lauk 20. sept- ember s.l. Sagði von Franken- berg að þótt ekki hafi náðst endanlegt samkomulag, hafi málum mjög miðað í rétta átt og ágreiningsatriðum fækkað verulega. Cíðustu mánuði hafa stjórn- ^ arandstæðingar ákaft kraf- izt þess, að gerðar yrðu ráð- stafanir til að stemma stigu við frekari víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags. Þeir hafa sagt, að ekki væri ein- ungis nauðsynlegt að spyrna við fótum, heldur þyrfti að byrja að feta niður á við. Ríkisstjórnin hefur nú boð- að það, að hún muni gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hindra verðbólguþróun, en þá bregður svo við, að stjórnarandstæðingar hverfa á samri stundu frá eigin yfir- lýsingum og ráðast fyrirfram á þær aðgerðir, sem nægt geti til að stöðva þróunina í átt til ofþenslu. Stjórnarandstæðingar hafa raunar frá upphafi barizt gegn viðreinsarráðstöfunum, bæði í heild og einstökum þáttum viðreisnarinnar. Hins vegar hafa landsmenn nú kynnzt þessari stjórnarstefnu í meira en þrjú ár, og í sumar kváðu þeir upp dóm sinn um þessa stefnu. Flokksráð Sjálfstæðisflokks ins hefur sent frá sér stutta yfirlýsingu, þar sem heitið er á alla landsmenn að veita at- beina sinn til þess að ráðstaf- anir, sem gera þarf til að tryggja viðreisnina, beri til- ætlaðan árangur. Því miður virðast stjómar- andstæðingar ekki ætla að taka ábyrga afstöðu nú frem- ur en fyrri daginn, en þeim mun einbeittari verður stuðn- ingur þess yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar,^ sem ekki vill fórna því, sem á- unnizt hefur — sem ekki vill á ný fá hér höftin, nefnda- farganið og uppbæturnar sam hliða allri þeirri spillingu, sem því fylgir. HVERNIG Á AÐ FRAMKVÆMA MEIRA ? Síðan viðreisnarráðstafan- irnar fóru að bera tilætlaðan árangur hefur framkvæmda- hugur verið svo mikill í mönn um, að hvarvetna hefur skort vinnuafl, verkefnin eru ótæm andi og allir vilja hraða fram- kvæmdum sínum. Þetta hefur að sjálfsögðu átt ríkan þátt í því, að erfitt hefur verið að stemma stigu við stöðugum hækkunum. Þetta er að vísu ekki aðeins íslenzkt fyrirbæri, þó að hinu sé ekki að neita, að hér hafa hækkanimar að undanförnu orðið alltof miklar. En þrátt fyrir hinar gífur- legu framkvæmdir, þá segir formaður Framsóknarflokks- ins nú, að auka eigi fram- kvæmdir, ekki sízt íbúðabygg ingar. Auðvitað vilja bæði einstaklingar og þjóðin í heild eignast sem mest af mann- virkjum'ekki sízt íbúðum, en spurningin er bara um það, hvernig eigi að auka þessar framkvæmdir, þegar hvergi er vinnuafl að fá. Yæri fróð- legt að heyra svar Eysteins Jónssonar við þeirri spurn- ingu. VERÐ- BÓLGUSTEFNAN ITm stefnu þá, sem Fram- ^ sóknarflokkurinn nú boð- ar í efnahagsmálum, ef stefnu skyldi kalla, er í stuttu máli hægt að segja að hún sé verð- bólugstefna. Framsóknarfor- ingjarnir segja, að auka eigi framkvæmdir, þegar hvergi er vinnuafl að fá og fram- kvæmdahugur svo mikill að víða horfir til vandræða og byggingar verða mun dýrari en þær þyrftu að vera, vegna þess að fjármagn og vinnuafl nýtist illa. Fr amsóknarf oring j arnir segja raunar í öðru orðinu, að hér sé ofþensla, en í hinu orð- inu segja þeir, að stórauka eigi útlán, lækka vexti og yfir leitt opna allar flóðgáttir fyr- ir peninga. Hvorki þeim né öðrum dettur í hug að slíkar ráðstaf- anir gætu orðið til þess að draga úr þenslu. Allir vita, að þær væru vísasti vegurinn til þess að kippa stoðunum und- an viðreisninni, og það er ein- mitt það, sem Framsóknar- menn keppa að, ekki vegna þess að þeir viti ekki, að s*dp- uð stjórnarstefna og hér hef- ur verið síðustu árin sé heppi legust fyrir þjóðina, heldur af hinu, að þeir gera sér grein fyrir því, að í ráðherrastólana komast þeir ekki meðan við- reisnin er traust. Þess vegna vilja þeir koma á algerri upplausn í efnahagsmálum. — Þannig halda þeir að þeim geti tekizt að þröngva sér inn í ríkis- stjórn. En stjórnarflokkarnir hafa lýst því yfir, að þeir séu staðráðnir í því að láta við- reiSnina ekki misheppnast og þess vegna geta áform Fram- sóknarforingjanna ekki tek- izt. Fyrir því mun verða séð. Sinfóníu- tónleikar ERLING Blöndal Bengtson var einleikari á tónleikxxm Sinfóníu- hljómsveitar íslands í samkomu- 'húsi Háskólans sl. fimmtudag og flutti okkur að þessu sinni verk, sem aldrei áður hefir heyrzt hér, konsert fyrir celló og hljómsveit, op. 107, eftir Dmitri Shosta- kovich. Verkið er áheyrilegt og blæbrigðaríkt en ekki stórfeng- legt eða nýstárlegt. Hlutverk ein- leikarans er mjög mikið og kröfuhart en gefur honum líka mörg tækifæri til að láta að sér kveða og sýna list sína frá ýms- um hliðum. Má fullyrða, að Erl- ing Blöndal Bengtson lét þau ekki fara fram hjá sér. Leikur hans var — eins og jafnan áður — með glæsilegum -snilldarbrag, og þetta verk verða minnis- stætt fremur meðferðarinnar en sjálfs sín vegna. Forleikur að óperunni „Ruslan og Ludmila“ eftir Glinka var skemmtilegur „upptaktur“ að cellókonsertinum, en erfitt er fyrir þá, sem naumast þekkja Glinka nema af þessu og fáeinum öðrum smærri verkum, að átta sig á pví, hfcernig hann hefir unn ið sér nafnið „faðir rússneskrar tónlistax", svo allþjóðlegt og „órússneskt“ seui svipmót hans er hér. Stjórnandinn, Proinnsias o’Du- inn, leiddi hljómsveitina gegn um forleikinn með lífi og fjöri, og mikla festu og nákvæmni sýndi hann í samleiknum í konsertinxxm. En mest reyndi á hann í fyrstu sinfóníu Brahms, sem var síðasta viðfangsefnið á þessari myndarlegu efnisskrá. í henni bjó mikil spenna, kannske meiri og öpinskárri dramatísk spenna en Braihms er beinlínis eiginleg. Og einhvernveginn ERLING Blöndal Bengtsson og Árni Kristjánsson halda tón- leika fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins í kvöld og annað kvöld kl. 7 í Austurbæjarbíói. Á efnisskánni eru þessi verk: Sónata í a-moll eftir Schubert, Sónata eftir Debussy, Sónata í F-dúr op. 99, eftir Brahms og auk þess leikur Erling einleiks- svítu í G-dúr fyrir celló eftir Joh. Seb. Bach. Þetta verða átt- undu tónleikar fyrir styrktarfé- laga Tónlistarfélagsins á þessu árL Síðastl. sunnudag héldu þe'ir Erling og Árni tónleika á Sel- fossi við mikla hrifningu og í finnst áiheyrandanum hraðavalið í sumxjm þáttunum benda til þess, að o’Duinn muni vera tals- vert léttari á sér en Brahms var nokkurn tíma. En verkið var skýrt mótað, og yfir flutningnum var sá ferski blær, sem virðist vera höfuðkostxxr þessa unga stjórnanda. Sem sagt, líklega ekki alveg „egta“ en engu að síð- ur mjög skemmtilegur Brahms og í heild einkar ánægjulegir tónleikar. Jón Þórarinsson. gærmorgun fóru þeir til Akur- eyrar og ætluðu að spila þar I gærkvöldi. Eftir tónleikana hér í Reykjavík fara þeir til Akraness og spila þar á fimmtu- dagskvöld, en á föstudag heldur Erling heimleiðis til Kaupmanna hafnar. Á síðustu tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar lék Erling cellókonsert eftir Sjostakovits. Var honum þar ákaft fagnað. enda er Erling í hópi allra beztu cellóleikara, sem nú eru uppL Á tónleikunum á þriðjudags- kvöld vígir Árni Kristjánsson nýjan flygil, sem Tónlistafélag ið hefur fengið frá Bösendorfer verksmiðjunni í Vínarborg. Tónleikar Tón- listarfélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.