Morgunblaðið - 29.10.1963, Blaðsíða 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. okt. 1963
Eg þakka innilega hlýjar kveðjur og góðar gjafir á
áttræðisafmæli mínu 25. okt. sl.
Guðbjörg Jónsdóttir, Eskihlið 31, Rvk.
Innilegar þakkir færi ég vinum mínum og vanda-
mönnum nær og fjær, sem minntust mín með skeytum,
heimsóknum og gjöfum á 70 ára afmæli mínu. Lifið heiL
Eyjólfur Sveinsson.
Víng lös
Allar stærðir
Ný sending komin
Jön Sipmundsson
Skort^ripovttrzUtn
7 •
„ -sa^ur ^ripur
tii yndiA
er œ
Vanar saumastúlkur
óskast nú þegar.
T O L E D O
Fishersundi.
Skriístofumaður
€
óskast strax að stóru fyrirtæki. Tilboð,
merkt: „Skrifstofumaður — 3928“ sendist
afgr. Mbl. fyrir 5. nóv.
,t,
Móðir mín
VILHELMÍNA VILHJÁLMSDÓTTIR
andaðist í Landsspítalanum 27. þ.m.
Fyrir hönd aðstandenda.
Sigriður Steindórsdóttir
Ástkær móðir og tengdamóðir okkar
ÁSA J. NORÐFJÖRÐ
andaðist í Landakotsspítala hinn 26. þessa mánaðar.
Hilmar Norðfjörð, Stella Norðfjörð,
Agnar Norðfjörð, Ingibjörg Norðfjörð,
Anna Norðfjörð, Óskar Guðmundsson,
Axel Norðfjörð, Gunnar Norðfjörð,
Wilhelm Norðfjörð, Guðrún Noröfjörð.
Jarðarför mannsins míns
GUÐMUNDAR GÍSLASONAR
frá Bóndhól,
fer fram frá Borgarkirkju á Mýrum miðvikudaginn
30. okt. kl. 2 e.h.
Guðfinna Einarsdóttir.
Bróðir okkar,
BJÖRN SNORRASON
Bókbindari,
lézt að heimili sínu Mallagade 21, Kaupmannahöfn
9. október. Jarðarförin hefur farið fram.
Guðrún Snorradóttir,
Zóphónias Snorrason.
— Minning
Framh. af bls. 6
Kjartan, lögregluþjónn, giftur
Þóru Jónsdóttur, Þeirsteinn Rút-
ur og Valgerður, gift Mr. John
Wilfred Gott, kaupsýslumanni í
Grimsby.
Bjarni bjó í fyrstu á Búðum
eftir að hann fluttist vestur, en
frá Búðum fluttist hann að Arn-
arstapa og bjó þar um mörg ár.
Á Snæfellsnesi voru um þessar
.mundir hinir mestu þjóðhagar,
svo sem Bjarni Þorkelsson, skipa-
smiður, Alexander Valetínusson
í Ólafsvík og Gísli Kristjánsson
í Skógarnesi, frændi Bjarna og
afkomandi þjóðhagans Bórðar á
Laxárbakka. Bjami samdi sig að
háttum þessara manna og smíð-
aði það, sem mest var nauðsyn
fyrir, hann smíðaði m. a. nokþra
fiskibáta þau ár, sem hann bjó
á Stapa. Hann stundaði einnig
sjéróðra og var formaður í marg-
ar vertíðir og mikill aflamaður.
Allt, sem Bjami smíðaði, þótti
vandað og traust, í smíðum var
hann sjálfmenntaður, en sú
menntun hefir reynzt haldgóð
þeim, sem hafa þegið hagleiks-
gjöfina í vöggugjöf og fylgt henni
eftir með sífelldri leit í því að
fullkomna sig og þjálfa. Bjarni
og Þórunn bjuggu síðast vestra
á Litlu-Hnausum á Breiðuvík, en
þaðan fluttu þau til Hafnarfjarð-
ar 1926. Um 1930 festu þau kaup
á húsi við Laugaveginn og bjuggu
þar síðan. Hér í bæ stundaði
Bjarni ýmsar smíðar. Hann var
fenginn til að smiða stigahand-
riðin í Þjóðleikhúsið, en hann
smíðaði mörg handriðin í nýbygg
ingar um þessar mundir. Bjarni
smiðaði og ýmsa gripi í kirkjur
og mun hann hafa gert 7 skímar-
fonta, sem varðveittir eru í kirkj-
um víða um landið. Bjami var
maður mjög hugkvæmur, hann
smíðaði rennibekkinn sinn sjálf-
ur, keypti til hans ýmsa hluti, en
byggði hann siðan upp. í þessum
bekk var hægt að leysa af hendi
fjölbreyttara rennsli en ella hefði
verið hægt í venjulegum bekk.
Bjami var heiðraðux af Tré-
smiðafélagi Reykjavíkur 1961, og
heyrt hef ég, að félagið hafi hug
á því að fá renni'bekkinn og
geyma hann á safni, ásamt til-
heyrandi verkfærum.
Bjami var mikill þrekmaður
og hafði mikla krafta á yngri ár-
um og mun hafa líkzt afa sínum,
séra Þorkeli á Staðastað, en séra
Þorkell var kallaður Golíat, þeg-
ar hann var í skóla. Bjami var
íríður sýnum, ljós og bjartur
yfirlitum, og kraftalegur. Lund-
in var létt, hann var spaugsamur
og hnyttinn í svörum. Hann var
víða heima, enda lesið mikið um
dagana og sérstaklega var honum
tiltækur hverskonar alþýðufróð-
leikur. Bjarni var söngelskur og
hafði góða söngrödd og spilaði
á harmóníum, en á það hafði
hann lært í föðurhúsum
Bjami eignaðist nokkur syst-
kin, og af þeim eru á lifi: Matt-
hildur, gift Guðbrandi Magnús-
syni, fyrrv. forstjóra, og Ragn-
heiður, ekkja Hallsteins Karls-
sonar frá Húsavík.
Bjarni andaðist á Landakots-
spítala 2. sept. síðasthðinn. Með
honum er genginn einn af þess-
um gömlu og góðu hagleiks-
mönnum, sem leysa verk sín af
hendi í kyrrþey. Hann var leit-
andi sál, sífellt vakandi fyrir
einu og öðru, sem hann sá 1
náttúrunni. Hann var mög næm-
ur fyrir þvi góða, sem hann fann
í fari samtíðarmanna sinna, og
hið fagra og góða elskaði hann,
hvar sem það birtist.
Slikra manna er gott að minn-
ast.
Ágúst Sigurmundsson.
Stúlka
Rösk stúlka óskast í bókaverzlun hálfan eða allan
daginn nú þegar. Málakunnátta nauðsynleg. Um-
sóknir er tilgreini aldur menntun, fyrri störf og
kaupkröfu sendist í pósthólf 124.
Innheimta
Félag íslenzkra hljómlistarmanna óskar eftir rösk-
um manni til að innheimta félagsgjöld. UppL 4
hljóðfæraverzlun Poul Bernburg, Vitastíg.
F. í. H.
VOLVO
BOLINDER
MUNKTEL
Volvo-Penta dieselvélar fást í eftirtöldum stæroum
MD 1 — 6 ha — 1 cyl — 130 kg, MD 38 42—56 ha 3 cyL
jg — 33—68 ha — 4 cyl — 250 kg. MD 27 —-83 ha — 6 cyL
47 — 42—83 ha — 6 cyl —1 880 kg. MD 67 — 59—103 ha — 6 cyl — 1000 kg.
V.D 96 — 89—175 ha — 6 cyl — 1200 kg, MTD 96 — 200 ha — 6 cyl — 1300 kg.
Tveggja véla samstæða 300 kg 400 ha, þriggja véla samstæða 600 ha.
BOLINDER -MUNKTELL- Dieselvélar fást i eftirtöldum stærðum:
56 ha — 3 cyl, 68,5 ha — 4 cyL
EOLINDER — MUNKTELL ER VOLVO — FRAMLEIÐSLA.
VOLVO — PENTA og BOLINDER — MUNKTELL dieselvélar eru fyrir löngo
orðnar þekktar hér á landi fyrir sparneytni og öryggi Allar nánari upplýs-
ingar hjá umboðinu, sem veitir yður aðstoð við vai á skrúfustærð og aöra
tæknilega pjónustu.
NAR ASGEIRSSON H.F.
Suðurlandsbraut 16 Reykjavík — Sími 35200.