Morgunblaðið - 30.10.1963, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvifcudagur 30. okt. 1963
■4
Fl ugbjörgun ars veitin
fœr nýjan beitabíl
Varnarliðið afhenti hann í gær9
til afnota um ótakmarkaðan tíma
SÍÐDEGIS í gær bættist
Flugbjörgunarsveitinni nýr
beltabílll, og er það sá þriðji,
sem sveitin fær til umráða.
Það er varnarliðið, sem af-
hent hefur. bílinn til afnota
og umráða, um ótakmarkaðan
tíma.
Fréttamönnum gafst í gær
kostur á að líta farkosti Flug-
björgunarsveitarinnar. Skýrði
Sigurður Þorsteinsson, formaður
hennar, frá því, að sveitin hefði
nú yfir að ráða þremur bílum,
og þremur beltisbílum. Einn
þeirra síðarnefndu er nú stað-
settur nyrðra, einn hefur verið í
Reykjavík um nokkurt skeið, en
þeim þriðja, sem sveitin nú
fékk, er enn óráðstafað. Kemur
til greina, að því, er Sigurður
sagði' að hann verði staðsettur
á Hellu, Skógarhólum eða Vík,
en á öllum þessum stöðum eru
starfandi sveitir.
Viðstaddir afhendingu í gær
voru, auk fornlanns, starfsmenn
sveitarinnar, og fyrir hönd varn
arliðsins: Colonel og frú Leland
F. McGowan, Commander og frú
Ben Sparks, Comm. og frú Her-
man Buergey, Comm. og frú Ric
hard Grey, *Lieutenant (Kiss)
Clair Brou, auk fjögurra blaða-
manna varnarliðsins og ljós-
myndara.
Kópavogur
FUNDUR verður haldinn í Sjálf-
stæðisfélagi Kópavogs fimmtu-
daginn 31. okt. kl. 20.30 í Sjálf-
stæðishúsi Kópavogs. — Fundar-
efni: Bæjarmál. Málshefjandi Sig
urður Helgason, hæjarstjórnar-
fulltrúi. Sjáifstæðisfólk, fjöl-
mennið á fundinn.
Gatnagrerðariælci
keypt tyrir 5 milij.
Vikan 25 ára
-- ■
BORGARRÁÐ samiþyfcfcti í gær,
að heimila borgarverkfræðingi
að léita kaupa á nýjuim tækjum
tíl gatnagerðar. Kaupin munu
gerð í Bandaríkjunuim varið
til þeirra 5 milljónum króna.
Keypt verður ný niðurlagn-
ingarvél, nýr hefiil, búinn raf-
eindatækjum og kantsteypuvóL.
Reykjavíku rborg hafði að láni
tid reynshi í sumar svipuð tæki
fná Aðal'verktökuim, sem hafa
nutað þau á KeflavíkurflugveliL
Sigurður Bjarna
son f ormaður
utanrkismála-
nefndar
Á FUNDI utanríkismálanefnd-
ar Alþingis í gær var Sigurður
Bjarnason kosinn formaður
nefndarinnar, og Emil Jónsson
fundarskrifarL
f FVRRINÓTT var brotizt inn
í verzlunina Herraföt, Hafnar-
stræti 3 hér í horg, og þaðan
stolið talsverðu af fatnaði og
500 krónum í peningum. Nokkru
eftir að innbrot þetta var fram-
Ið handtók lögreglan tvo menn
fyrir að brjóta rúðu í húsi við
Barónsstíg, og við yfirheyrslur
hjá rannsóknarlögreglunni i gær
Bussneskt gull
Paaús, 20. obt NTB.
RÚSSNESK flngvél kom «1
Parísar í dag með 10,720 kíló af
gnlii — nálægt 500 milljónum
íslenzkra króna að verðmæti. —
Gullið var flutt til franska póst
bankans í brynvörðum bilum,
nndir vernd franskra lögreglu-
manna vopnnðum vélbyssum.
Ekki er fuHrvíst, hver .loka-
édDvörðunarstaður gullsins er, en
sumir telja, að æblunin sé að
fiyt'ja það til London og selja
það þar, og nota andvirðið til að
greiða með hinar miklu hveiti-
birgðir, sem Sovétríkin hafa
keypt í Kanada og munu vænt-
anlega kaupa í Bandaríkj unum.
Mun fjárveiting til þessara
tækjakaupa verða tekin inn á
fj ánhagsáaetl un næsta árs-
Sogði frú úrús-
inni ú vnkt-
mnnninn
SAMKVÆMT upplýsingum frá
bæjarfógetanum í Kópavogi var
pilti þeim, sem tekinn var fyrir
árásina á gamla manninn um
borð í Reykjafossi, sleppt úr
haldi í gær, þar sem málið er svo
til fullrannsakað.
Sakborningurinn kvaðst ekk-
ert muna hvað'gerzt hafi á þeim
tíma sem árásin var gerð, vegna
ofneyzlu áfengis.
Samkvæmt vitnisburði fólks,
sem hitti hann skömmu eftir
árásina, skýrði hann frá því, að
hann hafi slegið vaktmanninn á
Reykjafossi.
viðurkenndu þeir einnig innbrot
ið í Herraföt.
Þjófarnir lögðu talsvert að sér
við innbrot þetta. Er rannsókn-
arlögreglan gerði athuganir sín-
ar á staðnum í gærmorgun kom
í ljós að þjófamir hafa fyrst
brotist inn í verkstæði Glugga
h.f. sem þarna er í bakhúsL Háfa
þeir farið upp á skúra frá
Tryggvagötu, þaðan inn um
glugga á gafli rishæðar hússins,
síðan í gegnum húsið og út um
dyr, sem liggja inn í port að
húsabaki. Bakhliðargluggi Herra
fata liggur að portinu, en port-
ið sjálft er læst. Inn um þenn-
an glugga fóru þjófamir, og
stálu þama frökkum, jökkum,
skóm, vestum, hönzkum og ein-
um hatti, alls fyrir 13,697 kr.
svo og 500 kr. í skiptimynt úr
kassa.
Er rúðubrjótamir á Baróns-
stíg voru yfirheyrðir, kom á dag-
inn að þeir voru báðir gamlir
kunningjar lögreglunnar, annar
laus af Litla Hrauni fyrir viku.
Voru þeir klæddir að heldri
manna hætti, og þótti það ekki
einleikið. Játuðu þeir á sig inn-
brotið, og sitja nú í tugthúsinu.
f GÆR áttn fréttamenn fund
með forráðamönnum Vikunnar
í tilefni af því, að hinn 17. nóvem
ber fyrir 25 árum kom blaðið
út í fyrsta sinni. Afmæli blaðs-
ins er hátíðlegt haldið með 90
síðna afmælisriti, * sem hefur
m.a. að geyma fagurlega prent-
aðar myndir af Jóhannesi
Kjarval, þar sem hann stendur
úti í náttúrunnl og málar. Á
fundinum með fréttagnönnum
voru, auk blaðamanna Vikunn-
ar, Gísli Kristjánsson, núverandi
ritstjóri hennar og Sigurpáll
Jónsson, en viðstaddur var auk
þeirra Sigurður Benediktsson,
stofnandi og fyrsti ritstjóri Vik-
unnar. Sigurður sagðist hafa
vitað, að hann væri nú orðinn
nokkuð gamlaður „en aldrei hef
ég orðið eins áþreifanlega var
við það og i dag“, bætti hann
við.
Af efni af m ælisbl aðsi ns má
geta samtals við Jóhannes. Nor-
dal, Jóhann Hannesson og Gísla
Halldórsson og er þar fjallað um
„lífið á ísíandi eftir 25 ár“.
Helztu niðurstöður þeirra þr«>-
menninganna eru þessar: 2V4
frídagur 1 viku, þyrlur og einka-
flugvélar í almennri notkun.
mjólk ef til vill flutt í plast-
leiðslum, tvær Þjórsárvirkjanir
fullgerðar, heyþurrkun óháð
veðri, aukið þéttbýli á suðvestur
landi, íbúar Reykjavíkur 150—
200 þúsund, úthverfin við Lækj-
erbotna og Mosfell, alheimssjón-
varp á hverju heimili, trúar-
félögum fjölgar, efnishyggjan
víkur um set og takmörkun barn-
eigna víðast nema á íslandi.
Þá er greinin: Análl Vikunn-
ar 1938—1963 þar sem drepið
er á sögu blaðsins, samtal við
Sigurð Benediktsson, fyrsta rit-
stjóra Vikunnar: Blöðin búa til
menn. Smásaga eftir Stefán Jóns-
son, ritihöfund: Halli á Krossi.
grein eftir Sigurð Hreiðar um
M.A. kvartettinn, smásaga eftir
Kristján Jóns9on, lögfræðing:
Svipur samferðamanns. Greinin:
Einn dagur í undirheimum, eft-
'ir G.K., „Á næturgöngu með
Gideon og Hausern“, eftir sr.
Sigurð Einarsson í Holti og
Bjamdýr á Héraðssöndum, eftir
Ólaf Sigurðsson.
Ritstjórar Vikunnar, auk Sig-'
urðar Benediktssonar og Gísla
Sigurðssonar hafa verið: Jón H.
Guðmundsson, sem ritstýrði blað-
inu í 12 ár, Gísli J. Astþórsson
og Jökull Jakobsson.
Þess má að lokum geta, að
afmælisblað Vikunnar kemur út
n.k. fimmtudag.
Stálu fötum fyrir
13,700 krónur
— og klæddu sig upp —
Sitja nu í tugthúsinu
Óánœgðir með dönsku-
kunnáttu Islendinga
Einkaskeyti til Mbl.
frá Khöfn.
ÍSLANDSDAG-
S K R Á danska útvarps-
ins I gærkvöldi fær mis-
jafna dóma í dönsku blöð-
unum. Mörg eru þau þeirr-
ar skoðunar, að Torkil
Kemp, sem fyrir dag-
skránni stóð, hafi lagt allt
of mikla áherzlu á þurr-
ar staðreyndir og hafi það
gert dagskrána þunga í
vöfum.
Blöðin gagnrýna einnig
dönskukunnáttu íslendinga.
„Danskan er þrátt fyrir allt
erlend tunga, sem þeir eiga
svo erfitt með að tala, að
danskir hlustendur verða að
leggja sig alla fram til að fylgj
ast með“, skrifar Politiken
m.a. Nefnir blaðið jafnframt,
að menntamálaráðherrann
hafi talað bezt dönsku þeirra
Islendinga er fram komu í
dagskránnL
Gagnrýnendur segja, að
bezti hluti dagskárinnar hafi
verið erindi Bent Kodhs, rit-
stjóra Kristeligt Dagblad.
Nefndist það „Er Danmörk
að fjarlægjast ísland“ og
gagnrýnir Koch þar dönsk
yfirvöld fyrir það m.a. að
gera of lítið til að bæta tungu-
mála- og menningarmála-
tenslin við fslendinga, sem
þrátt fyrir allt séu eina þjóð
veraldar, er kenni dönsku
fyrst erlendra tungumála i
skólum landsins. „Við gæt-
um ekki sem skyldi ábyrgðar
okkar í þessu máli“, sagði
Koch og hvatti til aukinna
styrkveitinga og bókagjafa til
Islendinga.