Morgunblaðið - 30.10.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.10.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. okt. 1963 Hafnargarffurinn, sem brotnaði í Grindavík í flóðinu um fyrri helgi. (Ljósm. Hilmar Helgason). 20-30 metra kaíli brotn- aði úr hafnargarðimim Trytycfja að jarðir haidist í ábúð Frétfir frá Grmdavík GRINDAVÍK, 26. okt. — Þeg- ar flóðbylgjan gekk hér á land um síðustu helgi, brotn- aði 20—30 metra langur kafli úr hafnargarðinum hér í Grindavík. Álíka langur kafli er mjög siginn og sprung inn. Þetta er mesta flóð, sem hér hefur orðið í 30 ár. Gekk sjór allt upp á götur þorps- ins. MIKLAR FRAMKVÆMDIR Hér hefur verið mikil vinna í sumar, enda var humar- veiði góð, og miklar fram- kvæmdir voru hér. Vegir voru lagðir, og grjóti ekið í hafn- argarð, sem er 350—400 metr- ar á lengd. Á að dæla sandi upp úr höfninni inn fyrir garðinn og gera þar bryggj,- UNDIRBÚNINGUR UNDIR SÍLDVEIÐAR Hjá Fiskimjöli og lýsi h.f. hefur verið unnið að undir- búningi síldar- og vetrarver- tíðar. Lýsisgeymir, sem tek- ur 600 tonn af lýsi, var byggð ur, og einnig mjölskemma, sem rúmar 1.600 tonn af mjöli. Fengin hefur verið ný, sjálfvirk vog, og bætt við skilvindu. Er nú allt tilbúið til þess að taka á móti síld. Bátar hafa lítið getað far- ið út vegna veðurs og ekki komizt á miðin .nema Hrafn Sveinbjarnarson III, sem hef- ur fengið 2,700 tunnur af stórri og feitri síld í 4 eða 5 ferðum. Síldin hefur öll far- ið í frystingu. 19 ÍBÚÐARHÚS f SMÍÐUM Hér er verið að byggja mik- ið, en mjög háir framkvæmd- um, hve erfitt er að útvega iðnaðarmenn. T.d. eru 19 íbúð arhús nú í smíðum, og búið er að grafa fyrir fleirum. Byggð var ein hæð ofan á Hraðfrystihús Grindavíkur. Þar verða íbúðir starfsfólks og mötuneyti. Þetta er um 900 fermetra gólfflötur. Þá er verið að stækka íbúðir hjá Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða um 150 fermetra. TVÆR KJÖRBÚÐIR f SMÍÐUM Einnig er Verið að setja hér upp tvær kjörbúðir. Önnur er við Eikabúð, 250 fermetr- ar, og hin hjá Kaupfélagi Suð- urnesja, um 300 fermetrar. SLYS Þegar verið var að rífa vinnupalla utan af Hrað- frystihúsi Grindavikur á mánudag, vildi svo illa til, að töluvert stykki hrundi úr þeim. Með því duttu tveir menn, Jón Einarsson, verk- stjóri, sem meiddist á brjósti, og Haraldur Haraldsson, sem meiddist á baki og læri. Báð- ir hafa legið rúmfastir síðan, en eru nú á batavegi og líður sæmilega. Báðir eru þeir bú- settir hér. — G.Þ. FJÓRIR þingmenn ^esturlands- kjördæmis, þeir Halldór E. Sig- urðsson, Sigurður Ágústsson, Jón Árnason og Ásgeir Bjarna- son hafa lagt fram í Samein- uðu Þingi, þingsályktunartitiögu um ráðstafanir til að tryggja, að hlunnindajarðir haldist í ábúð, og athugun á því, hvers vegna góðar bújarðir fari í eyði. Til- Iagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að skipa þriggja manna nefnd og sé hún þannig skipuð, að búnaðarmálastjóri og landnámsstjóri" séu sjálfkjörnir, en landbúnaðarráðherra skipi þriðja nefndarmanninn án til- nefningar. Verkefni nefndarinnar séu: 1) Að kynna sér ástæður fyr- ir því, að jarSir fara í eyði, og sé einkum athugað, að hve miklu leyti þær fara i eyði vegna þess, að einstakir menn kaupi þær eða sleppi ekki eignarrétti sínum af þeim vegna laxveiði eða annarra hlunninda. •2) Að safna gögnum um áhrif slíkrar þróunar á land- búnað annarra þjóða og ráð- stafanir þeirra þjóða til varnar gegn henni. 3) Að semja frumvarp til laga, sem tryggi það, svo sem auðið er, að kojnið sé í veg fyr- ir slíka þróun. í sambandi við undirbúning að lagafrumvarpi skal nefndin athuga eftirfarandi: 1) Hvort ekki sé eðlilegt, að jarðakaupasjóður ríkisins sé skyldaður til að kaupa slíkar jarðir, ef ekki fæst kaupandi, sem tryggir^það, að þær séu I ábúð, og þá sé kveðið á í lög- um. um þessi jarðakaup jarða- kaupsjóðs. 2) Hvort ekki sé jafnframt eðillegt, að jarðakaupasjóður selji þessar jarðir aftur, þegar ábúandi fæst. 3) Hvort ekki sé eðlilegt og réttmætt, þar til lög þau taka gildi, er hér u«n ræðir, að gera eig endum þeirra laxveiðijarða, sem í eyði eru og síðar verða, að greiða til sveitarsjóða viðkom- andi sveitarfélaga skatt, sem svarar meðalútsvari af viðkom- andi jörð siðustu þrjú árin, sem hún var í byggð, þó með þeim hlutfallslegu breytingum, sem orðið hgfa á útsvari til hækkun- ar eða lækk,unar í sveitarfélag- inw á því tímabili. Höfðingleg gjöf 22. OKTÓBER 1963 voru mér afhentar táu þúsund krónur að gjöf til Blindravinafélags ís- lands, sem verja slkal tiil segul- bands kaupa. Gefendur óska ekM nafna sinna gétið. Fyrir þessa höfðinglegu gjöí vil ég senda þessum örlátu gef- endum mínar innilegustu þakk- ir. Blindravinafclag íslands Þórsteinn Björnsson. Akureyrarbær heiðrar Egil Þórláksson Kvöldvökuútgáfan gef ur út 3 bækur í haust NÚ í HAUST gefur Kvöldvöku- útgáfan á. Akureyri út eftir- greindar bækur: Skáldkonur fyrri alda, II. bindi, eftir frú Guðrúnu P. Helgadóttur, skólastjóra. í þessari bók eru meðal ann- ars þættir um Ljósavatnssystur, Steinunni í Höfn, Maddömuna á Prestbakka, Látra-Björgu og Vatnsenda-Rósu. Margt nýtt kemur fram í bók þessari um ævi og skáldskap þessara kvenna. Því gleymi ég aldrei II. bindi. — í þessa bók rita 19 menn og konur þætti um eftirminnilega atburði úr lífi þeirra, þar á með- al Sigúrður Nordal, prófessor, Guðmundur skáld Böðvarsson, Guðrún frá Lundi, Egill Jónas- son, Húsavík, Ólafur Jónsson ráðunautur, séra Sveinn Víking- ur o. fl. íslenzkar ljósmæður, II. bindi. — í þessari bók birtast þættir um 29 ljósmæður hvarvetna að af landinu. Sumir þættirnir eru ritaðir af ljósmæðrunum sjálf- um. Þar 'segir frá mannúðar- og líkarstarfi ljósmæðranna og æv- intýralegum ferðalögum á sjó og landi við hin erfiðustu skilyrði. Víða bregður fyrir lærdómsrík- um myndum af þjóðlífinu, eins og það var um og eftir síðustu aldamót og fram á síðustu ára- tugina. Frá Brauðskálanum Langholtsvegi 126. Seljum út I bæ köld borð, smurt brauð og snittur. Sími 37940. Akureyri, 26. okt. Á SÍÐASTA fundi sínum sam- Verðlagning landbúnað- arvara Yfirlýsing frá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga varðandi úr- skurð yfirdóms á verðlagningu landbúnaðarafurða verðlagsárið 1963—1964. Stjórn Búnaðarsaimibands Suð- ur-Þingeyiniga lýsir óénægju sinni yfir nýföllnum úrskurði yfirdóms á verðlagningu land- búnaðarvara, fyrir verðlagsárið 1963—1964, sera getur engan véginn tryggt bændum fulilt framleiðslukostnaðarverð bú- vara, svo sem lög ákveða, þrátt fyrir þá viðurkenningu, sem nú faefur fengizt á því, að laun bænda hafi verið skert á undan förnuim árum með rangri verð- skráningu. Sérstaklega telur stjórnin úrskurð yfirnefndar um takmörkun á verðtilfærslu kjöts og mjólkur, gegn einrúma til- lögum bænda, algjörlega óvið- unandi. • Hinsvegar lýsir stjórn B.S.S.Þ. stuðningi við stefnu stjórnar Stéttarsambandsins í verðlagsmál um landbúnaðarins, en vill leggja álherzlu á hvort ekki sé fært að krefjast opin'berrar rétt arrannsóknar á því hvort úr skurður yfirdóms brjóti ekki í bág við þáu ákvæði Framleiðslu ráðslaganna, er tryggja átlu bændum samibærileg laun við aðrar stéttir í landinu, þar sem augljóst er að nokkrir kostnað- arliðir við búreksturinn, hafa verið áaetlaðir óeðlilega lágir. Fari nú rannsókn fram og í ljós komi að kjör bænda hafi verið skert með gerðardómi, verði þess krafist af ríkinu að það bæti bændastéttinni að fullu sannanlegt tjón. Árnesi 15/10 1963 Stjórn Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga þykkti bæjarstjórn Akureyrar f einu hljóði svofellda tiílögu frá fræðstwráði: „Fræðsluráð Akureyrar leggur einróma til við bæjarstjórn Ak- ureyrar að Agli Þorlákssyni verði veitt 50 þús. króna heið- urslaun úr bæjarsjóði Akureyr- ar fyrir frábært og óeigingjarnt starf um margra ára skeið i þágu yngstu borgara bæjarins.** Egill Þorláksson lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akuréyri 1907 og kennaraprófi 1910 og hefir stundað kennslustörf óslit- ið síðan. Hann var kenari í Bárð- ardal til 1916, barakennari á Húsavík til 1939, en fluttist til Akureyrar og gerðist kennari við Barnaskólann. 1949 réðst hann til Gagnfræðaskóla Akureyrar og starfaði við hann til ársins 1959 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Nú um nokkurra ára skeið hefir Egill rekið smá- barnaskóla á heimili sínu og hafa færri enn vildu komið til hán» börum sínum til lestrarnáms. Egill er annálaður lestrar- og skrirftakennari og elskaður og virtur af öllum, sem honum kynnast fyrir mannkosti og ljúf- mennsku. Mun það sannmæll allra, sem til hans þekkja, að hann sé vel að þessum heiðurs- launum kominn. Sv. P. Skipta þau með sér? New York, 26. okit. — NTB í GÆR, föstudag, tókst ekki að s'kipa í það sæti Öryggis- ráðsins, sem nú er autt. Stóðu þó miklar umræður um mál- ið, og greidd varu atkvæði. Tvö lönd komu helzt tii greina, Tékikóslóvakía og Mal aysia, en hvorugt fékk þau 75 atkvæði, sem tilskilin eru. Er síðast fréttist, á laugar- dag, voru uppi raddir um, að nauðsynilegt kynni að verða, að löndin tvö skiptu með sér setutímanum, tveimur árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.