Morgunblaðið - 30.10.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.1963, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 30. okt. 1963 MORGU N BLAÐIÐ 17 að auglýsing i stærsta og útbreiddasta blaðmu borgar sig bezt. ATLAS KÆLISKAPAR, 3 stærðir Crystaí Kiny Hann er konunglegur! ★ glæsilegur útlits A hagkvæmasta innréttingin stórt hraðfrystihólf með „þriggja þrepa“ froststill- ingu ★ 5 heilar hillur og græn- metisskúffa ★ í hurðinni er eggjahilla, stórt hólf fyrir smjör og ost og 3 flöskuhillur, sem m.a rúma háar pottflöskur A segullæsing ★ sjálfvirk þíðing ilr færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun A innbyggingarmöguleikar ATLAS FRYSTIKISTUR, 2 stærðir Kæliskápar leysa geymsíuþörf heimilisins frá degi til dags, eu frystikista opnar nýja möguleika. Þér getið aflað matvælanna, þegar verðið er lægst og gæðin bezt, og ATLAS frystikistan sér um að halda þeim óskertum mán- uðum saman. Þannig sparið þér fé, tíma og fyrirhöfn og getið boðið heimilisfólkinu fjölbreytt góðmeti allt árið. ATLAS GÆÐI OG 5 ÁRA ÁBYRGÐ Lang hagstæðasta verðið! Sendum uni allt land. BAHCO LOFTRÆSAR fyrir stór og smá húsakynni skapa hreinlæti og vellíðan heima og á vinnustað. — Margar stærðir, m. a. BAHCO SILENT [kHPJ með innbyggðum rofa og lokunarbúnaöi úr ryðfríu stáli. Hentar mjög víða og er auð- veld í uppsetningu: lóðrétt, lárétt, í horn, í rúðu o. s. frv. BAHCO 'barikett ELDHUSVIFTA með skermi, fitusium, inn- byggðum rofa, stilli og ljósi, BAHCO er sænsk gæðavara BAIICO E R BEZT! Sendum um allt land. O. KORME RUPHAMfEM ;; Simi 12606 - Suðurgotu 10 - RcykJAvik Abeins SHEAFFER’S býður yður öryggisklemmuna. — Ýtið á hana einu sinni og ritoddur- inn kemur fram, ýtið á hana aftur og ritoddurinn hverfur. Þér getið aldrei fest þennan penna í vasa yðar með rit- oddinn í skrifstöðu. Það varn- ar því að þér fáið blek í föt yðar. Biðjið um Sheaffer’s kúlupenna í næstu ritfanga- verzlun. SHEAFFER5 KOWME RU P-HAMSEM Simi 12606 - Suðurgöai 10 Rcykjavik SHEAFFER’S umboðið á íslandi: Egill' Cnttormsson Vonarstræti 4. — Sími 14j89. — Thor Thors Fraimihald af bls. 13. að þeir skyldu inna framlag sitt af hendi einnig fyrir liðinn tíma, ef samkomulag næðist um önnur fjármálaatriði, sem enn eru óút- kljáð varðandi ráðstafanir á eignum Belgíu í Kongó. Ráð- herrann kvaðst vona að unnt yrði að finna lausn á nýlendu- málum Afríku, sérstaklega varð- andi port tgölsku nýlendurnar Angola og Mozambique, og lagði áherzlu á, að ákvarðanir S.Þ. þyrftu að vera skýrt markaðar en einnig hóflegar og viturlegar. Frelsi allra Afríkuríkja blasti nu við og sjálfstæði þeirra, því að ekki væri unnt að stöðva þróun- ina við landamæri Angola. Um alþjóðamál kvað M. Spaak, að friðsamleg sambúð ætti ekki að- eins að vera á milli NATO-ríkj- anna og Varsjáríkjanna, heldur yrði þessi andi að ríkja meðal allra þjóða heimsins, og sérstak- lega minntist hann _ á sambúð Arabaríkjanna og ísraels. Það vakti sérstaka athygli þegar M. Spaak sagði, að það væri hrylli- legt og ófyrirgefanlegt að hindra Khrushchev, forsætisráðherra Sovétríkjanna, í viðleitni hans til að koma á friðsamlegu sam- starfi í heiminum. Eins og kunn- ekkert heimaland vegna þess, að Arabaríkin, sem hafa nóg landflæmi og nægilegt verkefni, hafa af pólitískum ástæðum ekki viljað veita viðtöku þessu ætt- fólki sínu. Alvarlegasta hlið máls ins eru þó hótanir Araba um tortímingu ísraels. Þá munu fjárhagsmálin og tækniaðstoð við einstakar þjóðir, einkum þaer, sem eru skemmra á veg komnar á þróunarbraut- inni, verða eitt af hinum jákvæð ustu viðfangsefnum þessa þings. Þar hafa ýmsar stofnanir S.Þ., svo sem tækniaðstoðin og hinn sérstaki sjóður, unnið stórfeng- legt hlutverk á undanförnum ár- um, en hér veltur mest á því, hvað ríkin vilja leggja af mörk- um í þessu skyni’, svo að Sam- íinuðu þjóðirnar megi öðlast afi Eitt af erfiðustu viðfangsefn- um þessa þings eru fjármál stofn unarinnar sjálfrar. öngþveitið og vandræðin í fjármálum stafa að- allega af því, að margar þjóðir hafa færzt undan því að greiða framlög sín, bæði til varnar liðs Sameinuðu þjóðanna í ná- lægum Austurlöndum og til varnarliðsins í Kongó. Ógoldin framlög til varnarliðsins í ná- lægum Austurlöndum námu hinn 30. september nú í ár sam- tals um 35 milljn dollara, og ugt er, er M. Spaak fyrrverandi | langstærsti skuldarinn eru So forstjóri NATO-samtakanna. j yétríkin með rúmlega 15.6 millj. Ráðherrann lauk máli sinu dollara. Samtals skulduðu öll með því að segja, að nú væri I kommúnistaríkin þennan dag SIGRÚN SVEINSSON MIR löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi í þýzku. Sími 1-11-71. framundan hið stóra augnablik, hið mikla tækifæri til þess að koma í framkvæmd þeim hug- sjónum, að stofnun okkar gæti í sannleika orðið sameinaðar þjóð- ir, sameinaðar undir merki hug- sjóna alþjóðlegs réttlætis, skiln- ings og bræðralags mannanna. Þessu tækifæri mættum við ekki glata. Allsherjarþingið hefur nú af- greitt í bili málið um gæzlu mannréttinda í Suður-Vietnam. Þar hafa Búddatrúarmenn talið sig vera ofsótta af forseta og ríkisstjórn landsins, og tókst alls- herjarþinginu að ná algeru sam- komulagi um það, að* taka boði ríkisstjórnar Suður-Vietnam um, að rannsóknarnefnd S.Þ. skyldi kynna sér þessi mál á staðnum. Forseti allsherjarþingsins hefur nú útnefnt nefnd, og skipa hana þrjú Asíuríki, þar af tvö, sem aðhyllast Búddatrú, tvö riki frá Afríku og tvö frá Latnesku Ameríku, sem eru kaþólskrar trúar. Nefnd þessi á að skila á- liti sínu til þessa ^llsherjarþings og verður þá málið rætt að nýju. jSTú eru nefndir allsherjarþings ins teknar til starfa, og munu þær fjalla um hin einstöku vandamál. Pólitíska nefndin fær afvopnunarmálin erfn einu sinni til meðferðar, og virðist mér það einasta skynsamlega, sem þetta þing geti gjört sé að vísa málinu í heild til 18-ríkja nefnd- arinnar, sefn fjallað hefur um afvopnunarmálin undanfarin ár, og haft bækistöðvar sínar í Genf. Að sjálfsögðu rhun þessi nefnd, þar sem stórveldin eiga sæti á- samt 8 svokölluðum óháðum ríkjum, fylgja nú eftir fast og örugglega þeirri friðsamlegu stefnu, sem nú hefur nýlega komið fram í alþjóðamálum. Auk samkomulagsins um bann gegn atómsprengingum, eru Bandaríkin ; og Sovétríkin um það bil að ná samkomulagi um bann gegn því að senda atóm- vopn upp í himingeiminn. Það yrði þá enn nýtt skref á hinni löngu og erfiðu leið til fulls samkomulags um algera og al- menna afvopnun, sem- er eitt af mestu hugsjónamálum mann- kynsins. Hin sérstaka pólitíska nefnd mun nú á ný fá deilumál ísra- els og Arabaríkjanna til athug- unar, en ekki horfir vænlegar enn í þeim málum en áður frá því að Ísraelsríki var stofnsett. Aðalvknöamálið á þessu sviði eru örlög rúmlega einnar mill- jónar- flóttamanna, sem talið er að vilji leita til sinna fyrri heim- kynna, en það telur ísrael hættu legt öryggi landsins og hefur þetta fólk því lifað á stuðningi Sameinuðu þjóðanna og á sér meir en tuttugu og eina milljón dollara en Kína átti einnig ó- greitt um 4V2 milljón dollara, Argentína rúmlega $ 900,000, Mexico nær $600,000 og Perú um $100.000. Það má búast við að Suður-Ameríkuríkin reyni að greiða framlög sín, en kommún- istaríkin neita ennþá að leggja nokkuð af mörkum, þar sem þau telja aðgerðir þessar ólöglegar og kostnað við þær þessvegna sér óviðkomandi. Sama gildir um framlög til varnarliðsins í Kongó. Þar skulda Sovétríkin um 37 milljónir dollara. Einnig hefur Frakkland neitað að greiða framlag sitt, en skuld þess er nú orðin um $16,150,000, og þar næst kemur Kína með 6Vz millj. dollara skuld. Belgía átti þá ógreitt um 3,2 millj. doll- ara, en eins og ég gat um áðan, mutlHBelgía nú semja um greiðslu á þessu framlagi sínu að fengn- um frádrætti á þeim kröfum, sem Belgir telja sig eiga á hend- ur Sameinuðu þjóðunum. Sam- tals voru ógreiddir til friðarráð- stafanna ú Kongó um síðustu mán aðarmót um $99,500,000. Það gef ur að skilja, að einhver verður að greiða þessa nær því 135 millj. dollara, sem Sameinuðu þjóðirnar vantar samtals til að ljúka skuldum sínum. Það er einnig annað vandamál í þessu sambandi. Alþjóðdómstóllinn hef ur úrskurðað að framlög til þess- ara friðarráðstafana eigi að greið ast af öllum þjóðum samtak- anna, eins og önnur útgjöld Sam einuðu þjóðanna. Nú er svo á- kveðið í sjálfum sáttmála Sam- einuðu þjóðanna, að það land, sem skuldar meir en framlag sitt um tveggja ára skeið, skuli glata atkvæðisrétti sínum. Ef So’vétríkin, Frakkland og aðrir hafa ekki goldið þessi lögmætu framlög sín í ársbyrjun 1964, kemur að því, að kveða verður upp dóm um það, hvort þessi tvö stórveldi *og öll hin ríkin skuli glata atkvæðisrétti sínum. Það er augljóst mál til hverra vandræða mundi draga, ef slík niðurstaða yrði óhjákvæmileg, því þessi ákvörðun mundi geta jafngilt dauðadómi yfir samtök- um þjóðanna. Það virðist næsta óhugsandi, að ef stórveldin eru nú að semja um friðsamlega lausn vandamálanna, þá verði ekki einnig samið um að halda lífinu fjárhagslega í samtökum Sameinuðu þjóðanna, því hvert skal leita að vettvangi til við- ræðna allra þjóða, þegar búið er að kyrkja Sameinuðu þjóð- irnar fjárhagslega? Því verður að treysta í lengstu lög, að þessi helgasta von og öflugasta vopn mannkynsins í heild til að tryggja friðsamlega samvinnu þjóðanna, verði ekki drepin af fjárhagslegum ástæðum og sam- tökin lögð í rústir. Hvað ætti þá að taka við í alheimsmálum? Eitt af hinum þýðingarmiklu vandamálum þessa þings er að bæta vin'nubrögð þingsins, eink- um að komast hjá svo miklu mál þófi sem hér hefur tíðkazt. Það hefur orðið æ ljósara eftir því sem þjóðunum hefur fjölgað innan samtakanna, að miklum tíma er á glæ kastað með al- gjörlega þýðingarlausum ræðu- höldum, sem engan tilgang virð ast geta haft nema í áróðurs- skyni, bæði á alþjóða vettvangi og eins í heimalandinu. Þetta vandamál he^pr verið rannsakað af hendi hinna sérfróðu manna og fellur nú í hlut þessa þings að finna skynsamlegar úrbætur. Ég vil ekki Ijúka máli mínu án þess að láta þess getið hversu almennra vinsælda og trausts for stjóri Sameinuðu þjóðanna, U Thant, nýtur hjá öllum sann- gj.örnum og hugsandi mönnum. Hann hefur á tveggja ára starfs- ferli sínum sýnt mikla vitsmuni, sanngirni, sjálfstæði og þraut- seigju. Það var vandfyllt skarð- ið, þegar Dag Hammarskjöld féll frá, en það virðist hafa ver- ið lán hinna Sameinuðu þjóða að til var m.aður með hæfileik- um og skapgerð U Thant, til þess að taka þetta geysi vanda- mikla og örlagaríka starf í sín- ar hendur. Það fer einnig vel á því, að nú þegar Asíu- og Afríku ríkin hafa meiri hluta atkvæða í samtökunum, að það skuli vera Asíumaður, sem skipar hinn æðsta sess í þjónustu samtak- anna. Eins og ég gat um áðan verða efnahagsmál þjóðanna ein þýð- ingarmestu viðfangsefni þessa allsherjarþings. Á þessu máli eru tvær hliðar, önnur er hugsjón- in að hjálpa í tæknilegri þróun og veita fjárhagslega aðstoð, þeim þjóðum, sem nú eru á eftir tímanum á sviði framfara og menningar. Hin hliðin er fjár- málahliðin og snýr að hinum efnaðri þjóðum. Þar veltur allt á því hversu mikið þær, bæði hin- ar ríkustu þjóðir og aðrar, sem lifa við bjargálnir, geta látið af mörkum renna til hinna fátæk- ari. En það er og verður eitt af hættulegustu málefnum í heim- inum, ef svo fer, að ríku þjóð- irnar verða stöðugt ríkari, en vandræðin og fátæktin aukast hjá þeim, sgm nú eiga við verst kjör að búa. Eins og mismunur- inn á milli mannanna barna inn an hvers þjóðfélags er stöðugt viðsjárverðasta vandamálið og orsökin óánægju og jafnvel ill- inda, eins er mismunurinn á milli þjóðanna á lífskjörum þeirra ekki viðunandi og verður ekki þolaður til langframa 1 þessari vorri veröld, sem nú er orðin ein, með útsýn yfir allar jarðir. Það verður að jafna kjör- in millj þjóðanna og hinum fá- tæku v<rður að hjálpa til bjarg- álna. ísler ,:ku sendinefndinni er það fyllilega Ijóst, að við og þjóð vor getum engu bjargi lyft, en viljum af veikum mætti reyna að ljá hverju góðu og farsælvi máli lið, og leitast við að beina athöfnum og aðgjörðum Samein- uðu þjóðanna inn á jákvæðar <*g heillavænlegar brautir til að tryggja frið í heiminum og far- sæld þjóðanna. Til sölu af sérstökum ástæðmn veitingastaður í fullum gangi í nágrenni Reykjavíkur. Tilb. sendist afgr. Mbl. merkt: „H. N. F. — 3937“ fyrir 4. nóv. n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.