Alþýðublaðið - 13.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.07.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhusinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangad eða í Gutenberg í síðasta iagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að lcoma i blaðið. gjaldþol. Þeir eru sem sagt neydd- Ir til þess, að spara við sig meira ea góðu hófi gegnir, af því tekj- urnar hrökkva ekki fyrir allra nauðsynlegustu útgjöldunum. Alt sparnaðarhjal nær því hvergi nærri þeim. En hin áhrifamiklu! auð- valdsblöð ættu að fá svo mikiu áorkað hjá stuðningsmönnum sín- um, að þeir spari ögn við sig af óþarfanum, sem hangir utan á þeim og hrúgast upp í kringum þá. Þá hefðu þau þó einu sinni unnið þarft verk. En hvað ætli svo sem þau geti? H. forsetaefii republikana i Bandaríkjunum. Það ætlaði að ganga lítið betur fyrir republikum í Bandaríkjunum að koma sér saman um forsetaefni við næstu kosningar, en íslenzk- um þingm. að sjóða saman stjórn hér. Loksins tókst þeim það þó, og heitir sá er hnossið hlaut Warren G. Harding þingmaður frá Ohio, eins og sagt var í skeyti til blaðsins fyrir nokkru. Ekki kom Harding til orða íyr en liðið var á fundinn, er stóð í fulla viku, og fékk hann þá strax allmikið fylgi og var loks kjörinn forseta- efni með 695 atkv. af 984. Harding þessi er blaðstjóri í bænum Marion í Ohio og lítt kunnur maður. Þingm. hefir hann verið síðan 1914. Margir undu illa málalokum þessum, og þótti eigi einleikið að sem næst ger óþektur maður skyldi vera útnefndur í þessa stöðu. Hann er lítt mentaður en allmikill fjársýslu- maður, fremur afturhaldssamur í skoðunum og í engu meira en meðalmaður. Þykjast tnargir sjá að þar hafi >maskina« flokksins sxið yfirtökunum og áreiðanlega hafi eigi um almenningsvilja verið að ræða. Til varaforseta var útnefndur Calvin Coolidge ríkisstjóri í Mas- sachusetts, valinkunnur vitsmuna- og hæfileikamaður. Ætlaði »ma- skínan< að reyna að bola honum frá útnefningunni og koma að í hans stað Irvine L. Lenroot þingm. frá Wisconsin, en tókst það ekki. Eigi er þó Coolidge vinsælda- maður síðan í verkfallinu mikla í fyrra í Boston. Þótti verkamönn- um hann harðdrægur i skiftum, og hefir allsherjarþingverkamanna, er nú stendur yfir í Montreal, lýst vantrausti sínu á honum sem varaforsetaefni. ílla hefir þeim og getist að stefnuskrá Republikka, er samþykt var, og hefir Samuel Gompers, forseti hinna sameinuðu verkamannafélaga £ Ameríku, lýst því yfir að hún væri verkamönn- um fjandsamleg í alla staði. Byrjar Republikkum eigi vel ef þeir hafa alla verkamenn landsins á móti sér. (Að nokkru úr Hkr.), Vestur-3slen dingar. Leikfélag hafa íslendingar í Winnipeg stofnað í vor. Tilgangur þess ér að leggja rækt við íslenzka leiklist og vanda sem mest til þeirra sjónieika, er sýndir verða undir forystu þess. Lénharðnr fógeti eftir E. H. Kvaran, var leikinn í vor meðal Vesturíslendinga. Fálkunnm, er sigur unnu í hockeyleiknum á Olympiuleikunum í vor, hefir hvarvetna verið tekið með kostum og kynjum í Kanada. Meðal annars tók Winnipegbær á móti þeim á járnbrautarstöðinni, er þeir komu heim, og hélt þeim veglega veizlu, þar sem þeim voru afhent vönduð gullúr sem heiðurs- gjöf frá bænum. Hafa landar vorir vestan hafs vaxið stórum í augum ánnara þjóðflokka þar í landi, vegna hins fræga sigurs Fálkanna. Manitoba háskólinn. 33 landar hafa lokið prófinu við hann nú í vor. í heimspekisdeild 19. Vann þar ein stúlka, Sigurbjörg Stefáns- dóttir, tvo gullpeninga við prófin^. annan fyrir ensku, en hinn fyrir frönsku, og útskrifaðist hún með’ hæstu einkun í nýju málunum er gefin hefir verið um langt skeið. Jón Helgason fékk 40 dala verð- laun fyrir íslenzku kunnáttu og heiðursskjal fyrir stjörnufræði. Jón Straumfjörð fékk 40 dala verð- laun í efnafræði og heiðursskjal f latínu. í lagadeild lauk Jórunn Hinriks- son Líndal prófi með ágætis eink- unn, er það því nær eins dæmi að svo há einkunn fáist í lögum við skólann og í þetta sinn var Jórunn ein er hlaut hnossið. Tveir piltar tóku og próf. Þrír piltar tóku próf í verkfræðingadeild. Sjö í læknadeild og einn tók próf fc hússtjórnarfræði við landbúnaðar- deild. Uffl daginn gg veginn. Afli er nú töluverður á opn» báta hér. Selja sumir fiskimenn- irnir fisk sinn beint til neytend- anna á 25 aura pundið. Nýstárleg sjón bar fyrir augw þeirra, er gengu niðr að höfn 6 gærkvöldi. 9 menn úr knattspyrnu- félaginu Fram voru að reyna t annað skifti kappróðrarbát er þeir hafa nýlega fengið frá Englandi. Þótti mörgum sjómanninum ræð- urunum, sem eru 8 auk stýri- manns, takast all klaufalega að' handleika árarnar og sögðu, að- þeir myndu vanari Melunum en Ægi. Væri ekki óviturlegt af þess- um áhugasömu fþróttamönnum að læra áralagið á öðrum bát og æfa sig dálítið í samtökum, áður en þeir fara að nota „OrminR langa“. Skonnert „IngolP danskt her- skip kom til Fáskrúðsfjarðar 8; þ. m., að þv£ er sfmfregn frá kap- tajn Nörregaard hermir. ■ \ Hljómleikar þeirra Dóru og Haraldar Sigurðssonar f gærkveldi,. voru ekki sfðri en hinir fyrri. í kvöld verða síðustu hljómleikar þeirra t bráð, en vonandi fá bæjarbúar að hiýða á þau aftur, áður en þaia fara utan í haust.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.