Alþýðublaðið - 13.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.07.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Grefið tít af Alþýðuflokknum. 1920 Þriðjudaginn 13. júlí 157. tölubl. Yalnx jiú sem sefnr! Allir tala um dýrtíðina og það ekki að ástæðulausu, en þó stend- ur kaup almennra verkamanna enn við sama. Aðrir verkamenn t. d. trésmiðir, múrarar o. fl. hafa fengið kaup sitt hækkað orðalaust -— eða orðalítið — því skildu þá ekki allir verkamenn fá kaup sitt hækkað hlutfallslega eftir dýrtíð- inni? Eg ætla ekki í þetta sinn að fara út í einstaka liði dýrtíð- arinnar, enda er öllum almenningi kunnugt um slíkt, — en það er bein áskorun frá mér og fjölda annara verkamanna til stjórnar verkmannafélagsins »Dagsbtún« að heíjast handa þegar f stað. 'Xalla saman fund og krefjast 'hækkunar á kaupi. Verkamaður. €mi! Watiers vestur-islenzkur listamaður. I Heimskringlu, 16. júaf s. I., er grein, eftir G. T. Johnson, um íslenzkan mann, er heitir Emil “Walters. Hann er sagður einhver cfnilegasti listmálari vestan hafs ©g hefir auk þess fengist við guli- og silfur-Iistsmíði. Nýlega hefir þessi ungi landi vor — sem er fæddur í Amerfku — getið sér ágætan orðstýr sem list- málari og hlotið heiðursstyrk frá einni helstu listasíofnun Bandaríkj- anna, „The Lous C. Tififany FoundatiOn". Heiðursstyrkurinn nemur sem svarar 12 þús. kr., eftir núverandi gengi dollars, og mun hann eigi lítið létta undir með listamanninum, sem til þessa hefir orðið að berjast áfram við lítil efni. Emil hefir áður hlotið viður- kenningu. Árið 1917 fékk hann 50 dolíara verðlaun fyrir gull- og siifursmíði, og í íyrra hiaut hann tvenn verðlaun, er til samans námu 210 dollurum, fyrir mynd sína „Uppskeran". Er okkur, hérna megin hafsins, eigi síður gleðiefni þegar einhver landi vor vestan hafs getur sér frægðar. Okkur fiust við f raun og veru eiga hvert bein í þeim, þó þeir séu ýceddir erlendis. I. Mikið hefir verið ritað rætt um dýrtíðina, Blöðin flytja daglega greinar, er snerta hana að ein- hverju leyti, og hvar sem tveir eða þrír menn eru samankomnir, berst talið altaf að því sama — dýrtíðinni. Það er heídur ekki svo undar- Iegt, þó hún sé ofarlega í hugum manna, þar sem það er erfiðasta viðfaagsefnið nú á þessu síðustum og verstu tímum, ekki sízt hjá aiþýðunni. Það lýtur heldur ekki út fyrir að þessu oki létti af f bráðina, Altaf hækka nauðsynja- vörur í verði, næstum daglega. Þó kaupgjald hafi verið að smá- hækka, þá hefir það ávalt verið hlutfallslega miklu lægra en vöru- verð, miðað við kaupgjald og vöruverð fyrir stríðið, t. d. 1914. Kaupbreyting hefir ætíð orðið langt á eftir verðbreytingu. Þegar atvinnurekendur hafa ver- ið að hnitmiða kaupgjalpið niður, þá hefir aldrei — þó undarlegt megi virðast — verið tekið neitt tillit til fatnaðar eða skófatnaðar, sem hefir þó hækkað í verði, hlutfalls- Iega meira en flestar aðrar nauð- synjavörur. Það væri þó full ástæða til þess, að taka það til greina, þvf það er vitanlegt, að allir sem vinna stritvinnu eyða hálfu meira í skófatnað og annan fatnað, en aðrar stéttir manna, enda er vfst klæðnaður fátækra fjölskyldumanna af skornum skamti, og það ber ósjaldan við, að menn veikist ein- mitt af þeirri ástæðu — klæðleysi. Ef þeir góðu menn, sem altaf eru að tönlast á því, hvað kaup verkamanna sé hátt, viidu íáta svo lítið að athuga fatabirgðir og búsáhöld sumra fjölskyldumanna, þá gæfist þeim á að líta. Bent hefir verið á ýmislegt, sem gæti orðið til þess að draga úr dýrtíðinni. Sumt af því er gott, sumt gagnslaust, en fátt hefir ver- ið framkvæmt, síst á réttan hátt.. Flest, sem gert hefir verið í þvf efni, er kák og hálfverk, og heíir ekki orðið að neinu liði; eins og t. d. verðlagsnefndin sæla. Hún hefði getað gert mikið gagn, ef hún hefði mátt gera eitthvað til að halda vöruverði niðri. Þegar það kom fyrir, að hún setti há- marksverð á einhverja vörutegund, var það óðara afnumið. Eg vissi til þess, að hún gerði sér þ6 mikið far um að kynna sér ýmis- legt þar að lútandi, og var þvt ekki neitt handahófsverk, eins og sumir héldu fram. Eitt af þvf, sem bent hefir verið á, er sparsemi; að spara sem mest til að draga úr útgjöldunum. Jú, það er gott og blessað, þar sem það getur átt við, og til era fjölmargir menn, sem eyða tugum og jafnvel hundruðum þúsunda að óþörfu, til þess að svala nautna- fýsn sinni og margskonar hégóma- girni. En það getur alls ekki átt við fátækustu stéttina, verkamenn- ina. Tékjurnar skamta útgjöldin. Þeir hafa engan eyrir afgangs tif þess að spara. Þeir hafa ekki nærri nógar tekjur til þess, að þeir geti látið sér líða sæmilega vel. Alt er af skornum skamti. Hvergi er hægt að draga úr út- gjöldunum. Þeir lifa á hinni ódýr- ustu og lélegustu fæðu, hafa ekki ráð á að kaupa nægilegan fatnað handa sér og sínum; borga afar- háa húsaleigu fyrir auvirðilegustu íbúðir sem hægt er að hugsa sér. Af opinberum gjöldum borga þeir fullkomlega sinn skerf, miðað við

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.