Alþýðublaðið - 13.07.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.07.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ H.Í. Mm ræður nokkrar stúlkur til síldarvinnu á Reykjarfirði næst komandi síldarútgerðartímabil. — Upplýsingar því viðvíkjandi á skrifstofu félagsins á Yesturgötu 5. Reykjavík 12. júlí 1920. Hi. Bgg'ert Ólafsson. Gerilsneyddur rjómi frá Mjólkurfélagi Borgarfjarðar fæst nu hér aftur daglega á solustöð- um Mjóikurféiags Rtykjavíkur. Verð á V2 fl. sem inniheldur 23% feiti kr. 1,50 pr. fl. (iumhaid). Verð á r/z fl. sem inniheldur 27°/o feiti kr. 1,80 pr. fl. (innihald). Borið saman við verð á útlendum rjóma sem inaiheidur 9 — io°/o feiti og kostar pr. 1/2 fl. kr. 1,35, er þessi rjómi ódýr. Ættu þvf allir að nota þennan rjóma hvort heidur sem er f mat, f kaffi, eða sem þeytirióma. Feitari rjóminn er sérstaklega góður fyrir bakara. Reynið og þá munið þér sannfærast. Virðingárfylst Mjólkurfélag Reykjavíkur. Síló arvmna. Nokkrar stúlkur ræð eg til síldarvinnu á Siglufirði. Verða að fara með »Rán« fyrir næstu helgi. Reykjavík, 13. júlí 1920. díjartan cffionraðsson. Á skrifstofu »Viðskiftafélagsins« Aðalstræti 8 aðeins frá kl. 8—0 e. m. ioli koimnpr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). „Þekti hún þig þá?“ spurði litli Jerry. „Já, vissulega". „Er hún unnustan þín?“ Rósa þaggaði aftur niðri f hon- um, en þau hlógu, og Jessie stokk- roðnaði. „Það er nú leyndarmál", sagði Hallur, „þú mátt engum segja þaðl“ „Eg get nú þagað, skal eg segja þér“, sagði litli Jerry, og rétt á eftir bætti hann við íbygg- inn: „Maður lærir það, þegar maður vinnur f Nofðurdalnum". „Já, þar hefir þú á réttu að standa, litli Jerry", sagði Hallur. „Pabbi er jafnaðarmaður", sagði Jerry, og vegna þess, að eitt leiðir af öðru, bætti- hann við: „og hann er ljósberi". „Hvað er ljósberi?" spurði Jessie, „segðu mér það“. „Veistu það ekki einu sinni!" kallaði litli Jerry, sem aldrei hafði rekið sig á aðra eins fávísi. „Nei“, svaraði Jessie, „segðu mér það“. L'tli Jerry fór nú- að útskýra fyrir þessari fávfsu konu námu- vinnuna, og Hallur horfði ájessie og sá, að hún skemti sér og tók eftir. Þvf næst kom hann drengsa til þess, að tala um vigtarsvikin, um verkstjórana, sem þurfti að múta og kræktu í fé hvar sem þeir gátu, um búðir félagsins með rándýra varningnum, um leigu- kumbalda þeirra og námumennina. „Þetta verður þú að vita", lauk hann alvarlegur máli sínu, „fyrst þú ert unnusta Joe“. XXII. Þannig spjölluðu þau fram og aftur. Jessie var hrifin af litla í- talska námu-snáðanum, en datt þó í hug, að hann myndi, þegar hann yrði fullorðinn, verða alveg eins ruddalegur og luralegur og hinir kolanámuverkamennirnir, er þau höfðu mætt á götunni. Hvað skyldi það vera, sem gerði al- múgamenn svona afskræmda, þeg- ar þeir eltust? Það hlaut að vera merki þess, að þeir væru lélegri en hærri stéttirnar. Það gat ekki verið ómaksins vert, að eyða tíma og kröftum til þess að reyna að gera menn úr þeim, þvert ofan í náttúrunal Hún skyldi svei því fá Hall til að viðurkenna það, á heimleiðinni! Rósa var nú búinn að gefa hvítvoðungnum að sjúga, og hún og Jessie voru í mestu makindum að masa saman um krakkana og svörtu augun í þeim, þegar alt í einu heyrðist hávaði úti fyrir, svo Hallur og Rósa þutu á fætur. Jessie sá, að Hallur reif opnar dyrnar og hann kallaði út: „Hvað er að?“ Kvenmannsrödd svaraði: „Þeir hafa fundið Rafferty". „Liíandir" „Það veit enginn". „Hvar?" AiþbE. kosfar i kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ölafur Friðriksson. Prentsmiöjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.