Alþýðublaðið - 13.07.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.07.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 :: :: Vanti yður bifreið, þá gjörið svo vel að hringja í síma 716 eða 880. :: :: Fisksöluskúrarnir. í annað sinn hefir nú orðið að hætta við smíði þeirra, vegna fyrirhyggju- ieysis bæjarstjórnar og meinsemi útlends peningavalds. Höepfner Þrafðist fógetaúrskurðar um það að verkið yrði stöðvað og setti tryggingu. Er nú úrsukrðurinn fallinn og verkinu hætt. Þykkir ekki ósennilegt, að bæjarstjórnin °g Höepfner stangist enn um nokk- ur ár, en bærinn búi við það ó- fera fisksölutorg, sem hann nú hefir. Yilliendur eru nú farnar að halda til á Tjörninni með unga sína. Vonandi fá þær að vera þar f friði fyrir fuglaféndum. Skipakomur. 1 gærkvöld kom Polarstjernen, fjórsigld skonnorta, *neð ýmsar vörur til kaupmanna. í morgun kom mótorskonnortan Eros með vörur til Sambands fs). samvinnufélaga. Yeiðrið í dag. Vestm.eyjar . . . A, hiti io,o. Reykjavík ísafjörður . . Akureyri . . Grímsstaðir . Seyðistjörður hórsh., Færeyjar Stóru stafirnir logn, hiti 11,7. logn, hiti 14,9. logn, hiti 9,0. logn, hiti 13 o. logn, hiti 7,6. logn, hiti 10,2. merkja áttina. Loftvog stöðug, hæst fyrir norð- an land, sem bendir á norðaust- læga átt. Stilt veður. PiDg amerísjíra verkamanna Þing Allsherjar verkamannafé- lagsins í Ameríku »American Federation of Labour*, stóð yfir •un miðjan júní í Montreal. Margt bar þar á góma. Gompers forseti flutti hverja ræðuna eftir aðra, er vakið hafa mikla eftirtekt. Gm stefnu verkamanna komst hann þannig að orði: »Fjörutíu ®ra barátta og sigur hefir kent °ss hvaða leið vér eigum að fara. Kröfur þær, sem verkamenn gera á hendur vinnuveitendum og þjóð- ^laginu í heild sinni, er fyrir starf og þjónustu er verkamenn í. O. G. T. Fyrst um sinn verða fwndir að falla niður í öll- um stúkunum, vegna viðgerðar á G.-T.-húsinu. Húsneíndin. hafa af hendi leyst og gert hafa mögulegar þær framfarir, sem orðnar eru. Án þeirra verka hefði menning öll staðið í stað og fram- farir orðið engar. Verkamennirnir krefjast betri og meiri lífsþæginda, og þeim bera þau. Vér skoðum eigi Iífið nú orðið sem þeir, er hálfbognir standa, beininga biðja og á ölmusu lifa, heldur sem menn, er krefjast réttlátra launa, sem þeim með sanngirni bera. Gæta viljum vér þess, þó, að kröfur vorar séu hóflegar og rétt- látar og að verkin séu verðug launannac. Eitt af því, sem þingið hefir með höndum, er að koma á sam- tökum meðal allra verkamanna um heim allan, til þess að koma í veg fyrir blóðsúthellingar og stríð. Hkr. Hr. Otto Bárðarson (yngri), son- ur Sigurðar Bárðarsonar læknis í Blaine, Wash., sem flestir landanna í Ameríku þekkja af lækningum hans í Winnipeg og nú í Blaine, er orðinn afburða glímumaður (Champion wrestler) Washington rjkisins. Hann stundar nám við háskólann í Seattle. Af 9000 stúd„ sem stunduðu nám við skólann í vetur, stóðst hann enginn f glímu- samkepninni. Þá sendi skólinn hann á móti Portland og Pulman skólunum og fór á sömu leið, að hann lagði þá alla, svo að Was- hington ríkið sendi hann á móti Oregon ríkinu og vann hann þar sigurinn og heiðurinn. — Hann er hamslaus kappsmaður, eins og faðir hans, með það sem hann hefir tekið fyrir. Otto er 21 árs gamall. J. H. (Hkr. »6/6) Kaupakona óskast á fyr- irmyndarheimili f Árnessýslu. Uppl. á Vitastíg 16. Kartöflur og laukur ódýrast í Kaupfélagi Reykjavíkur (Gamla bankanum) Verzlunin »Hlíf“ á Hverfisgötu 56 A, sími 503 selur: 12 tegundir af góðu, fínu Kaffibrauði, 3 teg- af Sirius suðusúkkulaði, Kakao og Sukkulade sælgæti, Kreyns vindla, góða og ódýra, Reyktóbak, Nef- tóbak, skorið og óskorið, Skólp- föturnar alþektu, Vatnsfötur, email- leraðar Ausur, Steikarpönnur, Borð- hnífa, Alumineum gaífla, Matskeié- ar og Teskeiðar, afar ódýrt. Vasa- hnífa, Starfhnífa og skæri, Kaupið nú þar, sem ódýrast er. lítlenðar jréttir. 24 klubknstandir í lofti. Frönsku flugmennirnir Boussou- trot og Bernard hafa nýlega sett nýtt met í þolflugi; það er að segja, þeir hafa flogið viðstöðulaust f 24 klst. 19 mín. og 7 sek„ e» það hafði enginn gert áður. Peir meta »persónufrelsið« lítils þar! 1 gildi eru nú lög í Bandaríkj- unum, er banna öll veðmál í sam- bandi við knattleiki, og í vald: þeirra laga voru um 30 manns teknir fastir í maí í Chicago, er höfðu efnt til veðmála út af knatt- leiknum milli Philadelphíu og Chicago knattleikafélaganna. Þeim myndi víst þykja gengid nærri „persónufrelsinu" andbann- ingunum hérna, ef þeir flyttu til Ameríku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.