Morgunblaðið - 30.01.1964, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.01.1964, Qupperneq 17
Fimmtudagur 30. jan. 1^4 M3PGUNRIAOID 17 Magnús Hákonarson IVtinning Fæddur 9. maí 1899. Dáinn 24. nóv. 1963. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. SKYNDILEGA og óvænt barst hingað andlátsfregn þessa mæta manns. Á síðasta sumri var hann hér á meðal okkar gömlu sveit- unganna glaður og reifur að vanda, léttur í máli og fylgdist með því er fram fór í gömlu sveitinni sinni og gladdist yfir öllu því, er til framfara horfði og stefndi að bættri aðstöðu fólksins við störf sín. Þó hann væri fluttur fyrir a,ll- mörgum árum til annarra at- vinnuhátta, tel ég víst, að hugur hans hafi jafnan fylgzt vel með öllu starfi er hann vann að í uppvexti sínum, búnaði og rækt- un og öllu því, er sveitinni við kom. Sá strengur var sterkur í fari hans og var vissulega óbrot- inn til hins síðasta. Magnús var fæddur á Reyk- hólum í Barðastrandarsýslu S. maí 1899, sonur merkishjónanna Hákonar Magnús3onar og Arn- dísar Bjarnadóttur, er um all- mörg ár sátu hið fornfræga höf- uðból, með rausn og inannhylli. Góð uppeldisáhrif hefir hið fjöl- breytta og umsvifamikla athafna líf, sem búsýslu fylgdi þar, haft á uppvaxandi fólk, sem ólst upp með þvL enda heimilið jafnaij mjög fjölmennt og umsvifamikið, er hagnýtt voru hin fjölþættu hlunnindi þessa forna höfuðbóls, til lands og sjávar, sem útheimti mikið starf og oft áhættusamt við að nota og nýta hið víðlenda eyja gagn, sem þessu gamla höfuðbóli fylgdi. Þar ólst hann upp í fjöl- mennum og tápmiklum systkina- hóp og ‘oft mörgu öðru fólki, er jafnan þurfti til starfa þar. Ung- ur fór hann til Noregs og dvaldi þar í nokkur ár, eftir að hann hafði stundað nám við búnaðar- skólann á Hvanneyri. Vann hann í Noregi að ýmsum verklegum störfum í búnaði og öðru er laut að verkstjórn o. fl. sem hann taldi sig hafa haft mikið gagn af. Fljótlega eftir áð hann kom heim fluttist hann vestur að Djúpi og hafði þá nýlega kvænzt eftirlif- andi eiginkonu, Ingunni Jónás- dóttur frá Borg í Reykhólasveit, hinni ágtæustu og myndarlegustu konu. Hófu þau búskap í Reykjar firði árið 1931 og ^iófust þá kynni okkar. Ekki varð búskapur þeirra langur þar. Hann fluttist eftir nokkur ár að Vogum hér í sveit og síðar í Bolungarvík að Ósi og síðan í Hnífsdal, en til Reykja- víkur fluttust þau hjón fyrir 15 árum og áttu þar heimili til ævi- loka við ýms störf og nú allmörg síðustu árin fastiír starfsmaður hjá Eimskip í Reykjavík. Magnús var vel búinn fjöl- þættum hæfileikum og tók að sér og vann að ýmsum störfum, er öll fóru honum vel úr hendi, enda útheimti starf þeirra hjóna mikið starf og árvekni við upp- eldi fjölmenns barnahóps er þau áttu, og studdu þau börn sín vel til manndóms og menningar. Þau áttu 7 börn og eru 6 þeirra á lífi, flest uppkomin, en eitt í æsku ennþá, allt myndarlegt og vel menntað fólk. Við hér minnumst heimilis þeirra hjóna í mikilli nálægð, alltaf var þar gleði og góður andi yfir vötnunum, höndin alltaf framrétt til hjálpax og aðstoðar ef með þurfti og sambýlið allt, sérstaklega án'ægjulegt og eftir- minnilegt, heimili þeirra búið þeim beztu dyggðum í öllu fari. Samvinna og allt samstarf með miklum ágætum. Við hrukkum við er helfregnin barst. Má sjálf- sagt telja slíkar tilfinningar til þroskaleysis, því það hlutskipti bíður vor allra og gerir oft eng- in boð á undan sér. Við nágrann- arnir og aðrir er náin kynni höfðu af hinum horfna sæmd- armanni þökkum honum samleið arspöljn og biðjum honum bless- unar á hinu nýja tilverustigi. Konunni hans blessaðri og börn- um þeirra biðjum við allrar bless unar um ókomna framtíð. — Þessi fáu og fátæklegu orð eru aðeins kveðju- og þakkarorð. Guð blessi minningu þessa góða manns. Páll Pálsson. Ragnar Bjarkan deildarstjóri - Kveðja Sigurjón Halldórsson IHinniíig ’63 F. 4.3. 1902 — D. 9.12. Hinn 20. desember s.l. var til mioldar borinn hér í Reykjavík Sigurjón Halldórsson frá Traðar gerði á Húsavík. Sigurjón lézt hinn 9. sama mánaðar á ríkis- spítalanum í Kaupmanmailiöfn, ©n þangað vdr hahn fluttur í skyndi eftir að hann kenndi sér meiins að miorgni hins 21. nóv., þá ný- kcminn á vinnustað. Við hijónin vorum nágrannar Sigurjóns og fjötskyldu hans um nokkurra ára skeið, meðan hann bjó að Dílum í Kópavogi, og þang að sóttum við hann heim síðast þegar fundum okkar bar saman. Sízt grunaði okkur þá, að það yrði í síðasta sinni er við sæjum hann. Þegar við kvödum hann þennan umrædda dag, fylgdi hann okkur úr hlaði, svo sem venja hans var, og kvaddi oklkur með þessum orðum: „Við sjáumst svo næst á Laufásveginum“. En Sigurjón var um þær mumdir að ganga frá sölu á húseigm sinni, Dílum, og flytja búferlum til Reykjavíkur. Aldrei auðnaðist okkur að heimsæikja Sigurjón og hans ágætu konu á hinu nýja heimili þeirra í Reykjavík, en ekki viljum við láta hjá líða að minnást Sigurjóns með fáeinum fátæklegum orðum sem örlítinn þakklætisvott fyrir margháttaða vinsemd og fjölmargar ánægju- stundir á heimili hans. Þess má geta hér, að hús okkar Sigurjóns voru utan við aðalbyggð Kópa- vogskaupstaðar, en skammt á mhli þeirra. Við hjórún vorum flutt í Kópavog nokkru á undan Sigurjóni og hans fjölskyldu og vissum ekki hvaða fólk við mynd um fá til nábýlis að Dílum, en eins og fyrr er sagt fluttist þamg að slikt sæmdarfólk, að á betra var etoki kosið. Sigurjón helgaði ævistarf sitt vélum og vélaviðgerðum og var manna snjallastur á því sviði. Fyrst og fremst vann hann við bifreiðaviðgerðir, en hin síðari árin var hann starfsmaður Vita- málaskriifstofunnar og var þá mikinn hluta ársins við hafnar- framikvæmidir víðs vegar um land. Stjórnaði hann þar stór- virkum vinnuvélum. óhætt er að segja, og tel ég ekki of djúpt tekið í árina, að gæti Sigurjón ekki gert við vél eða verkfæri, sem úr lagi var gengið, þá gerðu aðrir það ekki. Kvæntur var Sigurjón Sigríði Friðriksdóttur frá Gröf í Vest- mannaeyjum og eignuðust þau 7 drengi og 4 stúlkur, sem öll eru á líifi. Oft hefur án efa verið erfitt að sjá svo stóru heimili farborða, en með hina dugmiklu konu sér við hlið stóð Sigurjón hvergi einn og sameiginlega lán- aðist þeim að koma börnum sín- um á legg. Nú, þegar Sigurjón er allur, finnum við æ betur hve mikið er í það varið að kynnast slíkum mönnum á lífsleiðinm, og skilj- um vel að mikill harmur er kveð inn eftirlifandi konu hans, börn- um og barnabörnum og vottum þeim innilegiístu hluttekningu. Maðurinn er fallinn, en minning- in lifir. Matthías Þ. Guðmundsson. Nú legg ég angun aftur, ó, guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka; þinn engil, s.vo ég sofi rótt. | ÞANNIG kvað Sveinbjörn Egils- son, og þ e 11 a sálmavers hafði Guðmundur Sveinbjörns- son stundum yfir og þótti mikið til koma, og þá sagði hann: svona hefði enginn getað kveðið nema Sveinbjörn. En því segi ég þetta, að G. Sveinbj örnsson var þá ráðuneytisstjóri, er Ragn- ar Bjarkan gerðist starfsmaður í ráðuneytinu, og var því hjá góðuim að vera. Fæddur var Ragnar Bjarkan hinn 10. marz 1910 í Reykjavíik, og voru foreldrar hans þau Böðvar Jónsson Bjarkan, síðar yfirdómslögmaður á Akureyri og kona hans frú Kristín Jónsdóttir. Hann varð stúdent frá Akureyr- arskóla 1930 og cand. juris frá Háskóla íslands 1934. Er. sikipað- ur var hann fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá 1. ágúst 1935. Hefur hann gegnt fulltrúastarfinu óslitið síðan þar til er hann fyrir tveimur árum var skipaður deildarstjórr í sama ráðuneyti. Hinn 20/11 1936 kvæntist Ragnar Bjarkan Sigrúnu óskars- dóttur Lárussonar kaupm. Lúð- vígssonar, og varð þeim fjögur'ra barna auðið, en þau hjónin skildu samvistir fyrir allmörgum árum. Börn þeirra Ragnars og Sigrúnar eru þessi: Inger, gift Jólhanni E. Björnssyni, Anna, gift Bjarna Konráðssyni, og Kristín og Jóna, ógiftar. Eitt barn átti Ragnar Bjarkan utan hjónabands eftir að hjónin skildu, Þórunni að nafni, sem nú er tæpra 8 ára. Það er ekki ofsagt að við, seFt störfuðum með Ragmari Bjarkan í ráðuneytinu, söknum hans og vitum að þar eigum við á bak að sjá góðum og samvizkusömum starfsmanni og góðum félaga, Sigríður Jónsdóttir Minning . Fædd 21. áigúst 1877. Dáin 22. janúar 1964. ♦ HINN 22. þ.m- andaðist á Lands- spítalum Sigríður Jónsdóttir til heimilis á Njálsgötu 83 hér í borg, og fer útför hennar fram frá Fossvogskirkju í dag. - Sigriður var fædd í Drangshlíð ardal undir Eyjafjöllum 21. ágúst 1877. Foreldrar hennar voru Jón Guðnaundsson Jónssonar í Drángshlíðardal og kona hans Vilborg Jónsdóttir Þórðarsonar á Eyvindarmúla í Fljótshlíð en kona hans og móðir Vilborgar var Steinunn yngst af sex dætr- úm séra Auðuns Jónssonar síð- ast prests að Stóruvöllum á Landi, sem drukknaði í Ytri Rangá 1817 'aðeins -47 ára að aldri. En afkomendur þeirra systra eru mjög margir um Suð- urland og Borgarfjörð. Á fyrsta ári fluttist Sigríður með foreldrtim sínum að Berja- nesi og óist hún þar upp, þaðan flúttist hún með foreldrum sín- um að Núpakoti í sömu sveit. Um aldamótin gerðist merkasti atburðurinn í æfi Sigríðar. Hún kynntist ungum manni Hirti Fél- steð kennara og eignaðist með honum dótur sem hún skírði Lilju og síðan varð yndi hennar og félagi til æfiloka. 1908 missti Sigríður föður sinn en þær mæðgur dvöldu enn um sinn þar eystra hjá Steinunni systur sinni og Ólafi manni henn ar, fyrst í Núpakoti en síðan í Eyvindarhólum. Árið 1921 fluttist Sigríður með dóttur sinni til Reykjavíkur, hún harmaði jafnan að hafa ekkt hlotið meiri bóklegrar fræðslu en þá var títt í sveitinni, og með þessari ráðabreytni hugðist hún hjálpa dóttur sinni til nokk- urra mennta, sem henni tókst með aðstoð föður þennar. Sigríður var greind kona og bókhneigð svo sem hún átti kyn til og las mikið meðan sjón og kraftar leyfðu. Hreinlæti og snyrtimennska var einkenni hennar og bar áilt sem hún vann þess glöggt vitni. Hreinlynd var hún trygg og vinföst- Hin fagra og svipmikla Eyja.fjallasveit var hennar óskaland, og heimsótti hún oft sveitina sína og vinina Þar eystra, og eftir að kjarkur og máttur veiklaðist, ,sá dóttir hénnar um að þær ferðix lgggð- ust. ekki niður. Mörg síðustu ár æfinnar var Sigríður þrotin að heilsu og kröftum, og þá gerðist hin gamia fagra saga að dóttirin annaðist hana með sömu umhyggju sem hún naut hjá móður sinni í æsku. * * * Fæðing og dauði, þessir dag- legu atburðir eru alltaf stórar stundir fyrir þá sem næstir standa, og þjámngin oftast föru- nautur þeirra. Og þótt það sé ekki vonum fyr að svo gömul og lasburða móðir kveðji heim- inn, verður það fiestum minnis- stæður dagur er þeir fylgja góðri móður til grafar og koma að rúminu hennar auðu að kvöldi þess sama dags- — B. sem nú er horfinn á bezta aldri yfir móðúna miklu. Við vissum heldur ekki hvernig dauðs. hans bar að höndum því hann mætti honum einn, svo sem hann og var hinn síðasta hluta ævi sinn- ar. Um leið og hið ljúfa veis, se<m er í upphafi þessara orða, er lagt sem lítið blóm að leiði þínu, vill sá,'er þetta ritar þakka þér fyrir samfylgdina á lífsleiðinni, frá því er við mættumst fyrst í anddyri Stjórnarráðshússins 1. ágúst 1935 og fram á þann dag er þú kvaddir þenna heim. Allur var sá ævidagur þinn einkennd- ur af alúð og samvizkusemi um að leysa sem bezt af h'endi störf þau, sem þér voru falin, og allan annan vanda manna í millL Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég börnum þínuan í sárri sorg, og öðrurn vanda- mönnum. J. ó. G. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglvsa Morgnnblaðinu en öðrum blöðum. Hjólbarðaviðgerðir og sala. Rafgeymahieðsla og sala. — Opið á kvöldin frá kl. 19—23. laugard. og sunnud. kl. 13-23.. Hjólbarðastöðin Sigtúni 57. Sími 38315. Húsgagnaverzlunin Einir Hverfisgötu 50 — sími 18830. Eins manns sófar, sófaborð, sófasett. Tveggja manna sóf- ar, stakir 3ja sæta sófar. — Svefnbekkir; 3ja og 4ra skúffu kommóður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.