Morgunblaðið - 30.01.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.1964, Blaðsíða 20
20 MOPr.uNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. jan. 1964 G A VI N H Q L T: 44 ÍZKUSÝNING Andlitið á henni var dálítið rauðleitt, en andardrátturinn virt ist vera í lagi. Litli maðurinn lokaði svefnherbergisdyrunum, til þess að gasið kæmist ekki þangað inn. Hann tók um úln- liðinn á stúíkunni og smellti svo með tönnunum, og að mér fannst, ánægjulega. Eins og bíl- stjórinn, virtist hann vita, hvað gera skyldi. Hann hafði tekið ofan af rúminu og þegar ég lagði hana niður, reif hann af henni skóna. Breiðið þið nógu vel ofan á hana, sagði hann. Ég skal ná í hitaflöskur. Ég hrúgaði ábreiðunum yfir hana. Svo fann ég kápur,í fata- skáp og bætti þeim ofan á. Bílstjórinn kom inn. — i>etta ætlar að ganga, sagði hann. — Hún lítur ekki út uppá það versta. Ég hef séð svo mörg svona tilfelli i loftárásunum, að þið megið trúa mér iil, að hún sleppur. — Þakka þér fyrir hjálpina, sagði ég. — Minnstu ekki á það, sagði hnan. Hún verður orðin gáð í fyrramálið. Þetta var ekki svo sérlega mikið gas. Mest fýlan. Eins og þessi kápa var breidd yfir áhaldið, hlýtur mest af því að hafa farið upp reykháfinn. Og glugginn var heldur ekki alveg aftur. Það er því líkast, sem hún hafi búið sér til tjaid úr kápunni, en síðan velt sér út úr því. Hefur séð sig um hönd á síðustu stundu. Þær gera það margar. Eins og hún lá á gólf- inu, hefur hún ekki fengið mik- ið gas ofan í sig, en það var ekki verra að við skyldum koma í tæka tíð. Hvernig datt þér það í hug? — Bara hugboð, sagði ég. — Þetta kvenfólk! sagði hann og röddin lýsti meiri hryggð en fyrirlitningu. — Allar koibilað- ar á taugum. Maður veit aldrei, hverju þær finna upp á næst. Ég man eftir einu tilfelli í Pim- lico fyrir ekki meira én einni viku. — Látum Pimlico eiga sig, ef þér væri sama, sagði ég. — Því þá það. Hvað er at- hugavert við Pimlico? — Það gerir mig bara tauga- óstyrkan. — Ég hefði nú ekki trú.að, að þú værir neitt bilaður á taugum, eftir útliti að ^dæma. Á ég að bíða með bílinn, eða verðurðu hérna eftir? — Bíða, sagði ég. — Ég þarf að komast í Dallysstræti. — Allt í lagi. Ég bíð þá fyrir utan. Læknirinn kom og gamlá kon- an másandi á eftir honum. Mað- urinn með yfirskeggið kom með þrjár hitaflöskur. Læknirinn hrósaði honum. — Ég sé, að þér hafið ekki gleymt loftárásarnám- skeiðinu, Symes. Svo þetta er unga stúlkan. Guð minn góður. En andardrátturinn virðist vera í lagi. Við þurfum vist ekki að hafa mikið fyrir henni. Þér kom uzt að henni í tæka tíð, Symes. Aumingja stúlkubjáninn. Hún sér eftir þessu á morgun. Jæja, við verðum að hafa auga með henni. Ég bölvaði, en þó ekki hátt. Bara við sjálfan mig. Næturloftið var svalt og hress andi. Ég gekk að gasofninum og lyfti upp kápunni. Einhverjum dagblöðum hafði verið troðið í loftrásina, en bara ‘ekki nógu þétt. Ég gekk að dyrunum og sá lykilinn að innanverðu. Ég fór uin allt og opnaði hverja skúffu með hanzika á hendinni. Þar var ekkért úr lagi fært, að því er séð varð. í svefnherberg- inu virtist ailt vera í röð og reglu. Gamla konan kom inn, þegar ég var að taka af mér hanzk- ann. Hún var meinleysisleg og góðl^g, en hleypti samt brúnum við mér. Hún sagði: — Það er allt í lagi með síúlkuna, eða verður það að minnsta kosti, þegar hún er búin að sofa út. Þér getið þakkað guði að þér skylduð koma í .tæka tíð, ungi maður. Þér hljótið að hafa farið eitthvað illa með hana, úr því að hún reyndi að fremja sjálfsmorð. Og þessi glaða og ágæta stúlka!; Ég verð að segja. að annað eins og þetta hefur aldrei gerzt fyrr í mínu húsi! Ég leit á hana með alvörusvip. — Þér munuð vera frú Barnes? >— Rétt er það. Þér voruð hérna hjá ungfrú Dutton fyrr í kvöld, var ekki svo? — Já. Hvernig vissuð þér það? — Það vildi svo til, að ég sá ykkur bæði saman, þegar þið komuð inn. — Urðuð þér varar við-,. að nokkur kæmi, eftir að ég fór? — Ég veit ekki, hvenær þér fóruð. Enginn annar hefur kom- ið, að því ég bezt veit. Ég er ekki vön að njósna um leigj- endurna mína. Þeir, sem ég treysti ekki, fá ekki hér inni. Þetta er heiðvirt hús. — Gott og vel, sagði ég. — Ég verð farinn eftir eina eða tvær mínútur. — Ég hefði haldið, að þér vilduð vera kyrr og sættast við þessa indælu stúlku. Hvað aétli hún haldi, þegar hún vaknar og sér, að þér eruð hér ekki? Hvað viljið þér, að hún geri? Skrúfa aftur frá gasinu og ljúka verk- inu? Þér hafið gert hana ólukku lega, ungi maður! Þér verið að vera kyrr og friðmælast við hana. Ég skal útvega yður her- bergi niðri og svo, þegar hún vaknar. . . . — Frú Barnes, sagði ég. — Mér finnst þessi móðurlega um- hyggja yðar fyrir stúlkunni vera — Nei, þér eruð ekki að trufla mig, betrra forstjóri. lofsverð. Mér líkar vel við yður, frú Barnes. Ég held, að þér séuð góð kona, og í alla staði virð- ingarverð, og enginn gæti óskað sér betri húsmóður. En ég þarf bara að biðja yður um eitt, frú Barnes. í guðs bænum, þegið þér! Hún gapti og varð orðlaus af undrun. Það var eins og hún ætlaði að missa jafnvægið og hallaði sér upp við borðið, til þess að detta ekki. En ég var eitthvað upplagður til að öskra og nú öskraði ég til hennar: — Snertið ekki þetta borð, og ekkert hér inni. Þér tor- tryggið mig, svo að þér skuluð gæta alis, sem hér er, en í guðs bænum snertið þér ekki neitt! — Ég? í mínu eigin húsi? — Þetta er hæð ungfrú Dutt- on og hún á húsgögnin. Enginn má snerta við neinu fyrr en lög- reglan gefur leyfi til þess. — Lögreglan! Já, ég verð víst. . . . Hvað eruð þér að gera? Ég var á fjórum fótum við dyrnar og var að skoða hölduna á lyklinum gegn um stækkun- argler. Svo lagðist ég aftur á hné og athugaði borðin í gólfinu. Ég JUMBO og SPORI -þf— — — Teiknari: J. MORA — „Komið, prófessor! Áfram, Spori!“ hrópaði Jumbo, „því fer 'fjarri að yið séum öruggir hérna, þó skriðan sé búin. Óvinir okkar eru alveg á hælunum á okkur þó við sjáum þá ekki.“ — „Já, en ég verð þó að minnsta kosti að gera ein- hverjar athuganir á fyrirbærinu“, sagði Mökkur og var tæplega á því að fara strax. „Til þess höfum við engan tíma núna“, svaraði Jumbo ákveðinn. — „Við verðum að komast leiðar okkar og það á stundinni. Ég held þér séuð á rangri leið, Spori. En hvað haldið þér, prófessor?“ „Ja, ég held ég myndi fara áfram yfir fjallið .... nema við gætum stytt okkur leið gegnum skóginn“, svaraði Mökkur. „Og þó .... það skyldi þó aldrei vera fljót héma?“ „Eða kanske járnbraut?" urraði Spori kaldhæðnislega. KALLI KUREKI ~Xr~ -Xr~ Teiknari; FRED HARMAN — Þú hefur. bitið mig, sparkað í mig og dröslað mér til ......... og nú hefurðu brotið vatnskrúsina! Ég ætti að skjóta þig, -í nafni mann- kynsins ails. — En ég held nú annars að það sé ekki eyðandi á þig skoti. Þú drepst sennilega innan skamms ........ úr þorsta......og ég líka. Jæja, en ekki finnnm við neitt vatn með því að standa hér á snakki! Og leita skulum við, þangað til við dettum dauð niður! Svona, komdu bér úr sporunum! sá manninn með yfirskeggið horfa á mig utan af stigagatmu, svo að ég stóð upp til að tala við hann. — Á hvaða hæð búið þér, hr. Symes? •—Næstu hér fyrir neðan, ef það kemur yður nokkuð við, sagði hann. Allir voru á móti mér. Ég var heitrofi og níðingur. Um alJa borgina voru ungar stúlkur a,3 skrúfa frá gasinu, út af honum Ritzy Tyler. Þær vildu heldur deyja en lifa án mín. — Hlustið þér nú á, hr. Symes. Við skulum segja, að ég hafi áhuga á þessu máli af því að ég var hér uppi hjá ungfrú Dutton, fyrr í kvöld. Þér skylduð ekki hafa heyrt þegar ég fór? — Jú, það fór einhver niður og steig þungt til jarðar. — Stendur heima, sagði ég. — Eg er nokkur hávaðamaður. Get ið þér sagt mér, hvort nokkur annar gestur kom til ungfrú Dutton? — Mér fannst ég heyra bjöll- una hringja einu sinni. Það hefur verið nokkru áður en þér ruddust inn og þutuð upp stig- anna. Symes var ofurlítið farinn að mýkjast, og virtist vera far inn að ráða í, hvað um væri að vera. Frú Barnes leit á okkur á vixl og skildi ekki neitt i neinu. — Eg heyri nú ekki mikið úr bakherberginu mínu, bætti Sym- es við. — Ungfrú Dutton sér venju- lega svo um, að gestir hennar geri ekkí neinn hávaða. Hún er mjög nærgætinn stúlka. — Svo að þér heyrðuð ekkert nema dyrabjölluna? Engan ganga um stigana, eða manna- mál? SHlItvarpiö 7.00 12.00 13:00 14:00 15:00 17:40 18:00 18:20 18:30 18:50 19:30 20:00 20:50 21:15 22:00 22:10 22:20 22:40 23:10 23:40 Fimmtudagur 30. janúar Morgunútvarp Hádegisútvarp ,,Á frívaktinni", sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). „Við sem heima sitjum'V Lúðvílc Kristjánsson rithöfundur flytup erindi uhi Halldóru frá Elliða, Síðdegisútvarp Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. Fyrir yngstu hlustendurna (Berg þóra Gústafsdóttir og Sigríður Gunnlaugsdóttir). Veðurfregnir Þingfréttir. — Tónleikar. Tilkynningar. Fréttir. Dagskrá Sambands bindindis. félaga í skólum: a) Ávarp flytur Haukur ísfeld formaður sambandsins. b) Blandað efm frá Gagnfræða* skóla Akráness, þ.á.m. leik* þáttur, söngur og hljóðfæra- leikur. íslenzkir tónlistarmenn flytja kammertónverk eftir Johannea Brahms; 1. þáttur: Egill Jónsson og Arni Kristjánsson leika són- ötu í Es-dúr fyrir klarínettu og píanó op. 120 nr. 2. Raddir skálda^ Verk eftir Ármann Kr. Einars- son og Jón Helgason. Fréttir og veðurfregnir. Lestur Passíusálma (4) Kvöldsagan: „Óli frá Skuld** eftir Stefán Jónsson; VI. (Höf- undur les). Djassþáttur (Jón Múli Árnason) Skákþáttur (Sveinn Kristinsson) Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.