Morgunblaðið - 05.02.1964, Side 13
Miðvikudagur 5. febr. 1964
MORGUNBLADID
13
Refstaður
í átta hundruð manna héraði
Rabbat við Pál á Refstað um
áhugamál Vopufirðinga
— Þú ert náttúrlega kominn
liingað til höfuðborgarinnar til
að ná í lækni — eða prest?
— Nei, hvorugt, svarar Páll
Metúsalemsson, bóndi á Refstað
í Vopnafirði, þegar ég átti tal
við hann fyrir helgina. „Ég kom
aðallega til að leita fyrir mér
imeð kaupfélagsst.íóra. Guðjón
Ólafsson, sem verið hefur fyrir
Ikaupfélaginu hjá okkur undan-
farin 4 ár, lætur af störfum nú
í vetur. Hann flytur til Akra-
ness. Okkur vantar líka lækni og
prest. Læknirinn á Þórshöfn —
Friðrik á Þórshöfn, — er settur
til að þjóna héraðinu í vetur.
Hann kemur vikulega til Vopna-
fjarðar og lætur i té þjónustu
sína. Það er 2—3 tíma ferð á bil
Ihingað norðan af Þórshöfn, ef
færð er sæmileg.
Sóknarpresturinn á Skeggja-
etöðum, sr. Sigmar Torfason er
eettur til að þjóna Hofspresta-
(kalli. Hann á muh skemmri veg
Ihingað að sækja heldur en lækn
irinn. Það er ekki nema klukku-
stundar ferð heiman frá honurn
suður yfir Sandvíkurbeiði til
V opnafj arðarkauptúns.
— Hvað er margt fólk í Vopna-
fjarðarhreppi núna?
— Það eru víst alveg um' 800
fnanns, þar af rúmur helmingur
í kauptúninu. Fólkinu er alltaf að
fjölga. Árið 1951 voru 300 íbúar.
— Fjölgar þeim „á kostnað“
Bveitarinnar?
— Já, að nokkru. Suanir koma
að vísu lengra að. Aðrir flytj-
ast þangað úr sveitinni.
— Leggjast þá jarðir í eyði?
— í Selárdal eru 3 jarðir auð-
Br, Lýtingsstaðir, Leifsstaðir og
Áslaugarstaðir. Bnn fremur Þor-
brandsstaðir í Hofsárdal.
— Eru þesasr jarðir einkaeign?
' — Já, allar. En ég hef heyrt
að a.m.k. sumar þeirra verði seld
ar Reykvíkingum. Þeir ætla að
rækta lax í ánum.
— Vildi hreppurinn ekki kaupa
þær?
— Nei, hann hafnaði því. Hann
stendur nú í mörgum fjárfrek-
um framkvæmdum. Svo á hann
jarðir ofar í sveitinni. Þær eru
notaðar sem afréttur.
— Að hvaða verkefnum er
hreppsfélagið að vinna núna?
— Þau eru mörg. Það er nú
verið að ljúka við byggingu lækn
isbústaðar. Ég fullyrði, að það
þarf enginn að forðast Vopna-
fjarðarlæknishérað í framtíðinni
vegna þess að húsakosturinn sé
elæmur. Svo er skólabygging í
undirbúningi í þorpinu. Það er
búið að teikna hann og talsvert
fé er til í sjóði. Árið 1962 lagði
6Íldarverksmiðjan, sem er eign
Ihreppsins, fram hálfa milljón kr.
til skólahússins. Svo kemur fram
lag ríkisins. A fjárlögurium í ár
munu vera áætlaoar hátt í 700
þús. kr. til Vopnafjarðarskóla.
— Þessi skóli er bara fyrir
þorpið?
— Já. Sveitin hefur sinn heima
Vistarskóla á Torfastöðuim.
— Fleiri framkvæmlir?
— Já, vatnsveitan fyrir þorp-
ið. Það er mjög fjárfrekt verk,
enda má ekki horfa í kostnað-
inn, þegar um það er að ræða,
að ná í gott neyzluvatn.
Þá má nefna mjólkurstöð kaup
félagsins, sem tók til starfa í
haust. Hún er til húsa á efri
hæð í kaupfélagsbyggingunni.
Langflestir bændur sveitarinnar
selja mjóik til stöðvarinnar. Hún
fær 800—1000 lítra á dag. En það
er ekki flutt nema annan hvern
dag. Það eru hagkvæmari vinnu
brögð meðan mjólkin er ekki
meiri en þetta.
Páll Metúsalemsson.
— Selst þessi mjólk í þorpinu?
— Á sumrin er hún oft lítil.
Þá hefur þurft að flytja mjólik
frá Akureyri í stórum stíl. Nú
er unnið úr henni að nokkru,
hvernig sem gengur nú að selja
smjörið þegar þar að kemur.
— Samgöngurnar eru náttúr-
lega mál málanna hjá ykkur í
Vopnafirði eins og annars stað-
ar úti á landsbyggðinni?
— Já, samgöngurnar og raf-
magnið. Kannsfce það sé bezt að
minnast á raímagnið fyrst. 1
þorpinu er stór dieselrafstöð,
enda er þar mikil orkuþörf í sam
bandi við síldariðnaðirin á sumr-
in. Þaðan mun eiga að leiða raf-
orku um sveitina. Eftir henni
bíða menn og „finnst hver stund
in leið og löng“ þangað til ljós-
in koma. Þess vegna halda menn
að sér höndum með að koma upp
einkastöðvum, end;_ þótt það sé
kleift með þeim lánuim sem raf-
orkusjóður veitir. (Hér má, inn
an sviga geta þess, að nú munu
lánaðar 28 þús. kr. út á 4 kw.
díselstöð, sem kostar 40—45 þús.
kr. Talað hefur verið um að
hæfcka þetta lán upp í 100%, —
þannig að menn fái lánað allt
vélarverðið og þurfi ekki að
legglja út annað en fyrir tækjum,
leiðslum o.s.frv. Sé um vatnsafl-
stöð að ræða, eru lánaðir 2/3
kostnaðar allt upp í 130 þús.
kr. til 20 ára. Þessu er skotið
hér inn í til þess að sýna hvaða
stuðning það opinbera veitir ein
stakling'um, sem brjótast í því að
afla sér rafmagnsins á eigin spýt
ur, unz orka frá ríkisrafveitun-
um nær til þeirra).
— Eru ekki vatnsaflstöðvar í
Vopnafirði?
— Bara þrjár — allar litlar,
sín fyrir hvern bæ. Einhverjar
mælingar munu hafa verið gerð-
ar við stærri fallvötn, en mér er
ókunnugt um hvaða árangur þær
hafa borið. Og ekki munu hafa
verið gerðar neinar áætla-nir um
stærri virkjanir. En hvernig sem
þetta verður í framtíðinni, þá
er það víst, að rafmagnsmálið
er aðkallandi úrlausnarefni fyr-
ir sveitirnar í Vopnafirði. Þess
er að vænta að þar verði stefn-
an mörkuð sem fyrst, svo að fólk
ið viti á hverju það á von og
einstaklingar haldi ekki að sér
höndum með nauðsýnlegar fram-
kvæmdir.
— Og svo eru það samgöng-
urnar?.
— Já, vitanlega eru þær mifcils
verðar bæði innanhéraðs og út
úr héraði, á láði og legi og lofti.
— Um héraðið er vegakerfið
alltaf að batna. Hver hlutur
verður eftir hinum nýju vega-
lögum er enn óráðin gáta. Það
sem er mest aðkallandi nú er
brú á Hofsá hjá Þorbrandsstöð-
um, sem gerir mögulega hring-
keyrslu um austursveitina. Vonir
standa til að sú brú komi á þessu
ári.
Flugið er mikilvægur þáttur í
samgöngum okkar Vopnfirðinga.
Við höfum flugvöll, sem er ágæt
lega staðsettur sunnan við fjarð-
arbotninn. En hann er frefcar lág
ur og 'þyrfti að hækka hann upp
til þess að hann leggðist ekki
undir snjó og klaka, kennske
þegar verst gegnir. Björn Páls-
son heldur uppi áætlunarferðum
hingað — eina ferð í viku allan
ársins hring. Svo er sjúkraflug-
ið hingað stundað jöfnum hönd-
um frá Reykjavík af Birni, og
frá Akureyri af Tryggva Helga
syni. Um síldveiðitímann eru
flugferðir hingað mjög tíðar.
Um samgöngurnar á landi, að
og frá héraði, er það að ségja,
að áætlunarferðir eru hingað frá
Akureyri annan hvern dag allt
sumarið. Vörubílar koma hingað
oft í viku alltaf 1 gar fært er,
það er bæði fljótara og þægilegra
að fá vöruna land /eginn heldur
en sjóleiðina. Vanti mann ein-
hvern hlut getur hann verið kom
inn frá Reykjavík eða Akureyri
með bílnum strax daginn eftir.
— Eru menn þá hættir að nota
skipin?
— Nei, sei, sei, nei. Það væri
nú of mikið sagt. En þegar sam-
göngunum í lofti og á landi hef-
ur fleygt jafn mikið fram og við
vitum, þá er engin furða að fólk
ið taki þær ferðir fram vfir sjó-
inn. Eg hygg, að strandferðaskip-
in hafi oft ákaflega fáa farþega
— nema þá skemmtiferðafólk í
hringferð á sumrin — og vöru-
flutningarnir hljóta að minnka
mikið líka þegar þessir stóru og
burðarmiklu bílar eru ekfci neima
20 klukkustundir að aka alla leið
sunnan úr Reykjavík og austur
á Vopnafjörð.
— Hvað viltu svo segja að
lokum?
. — Ekki annað en leggja á-
herzlu á þetta tvennt: Það þarf
skjótar og ákveðnar aðgerðir í
rafmagnsmálunum og það þarf
að veita yngri bændum aufcna
aðstoð til að þeir geti stækkað
búin sem allra fyrst.
G.Br.
Styrkir til sumar-
námskeiðs
ÞÝZK stjórnarvöld bjóða fram
tvo styrki handa íslenzkum stú-
dentum eða kandidötum til að
sækja þriggja til fjögurra vikna
sumarnámskeið við háskóla í
Sambandslýðveldinu Þýzkalandi
á sumri komanda. Hver styrkur
nemur 500 þýzkum mörkum, en
auk þess fá styrkþegar 580 mörk
til greiðslu ferðakosnaðar. Um-
sæfcjendur skuli eigi vera yngri
en 20 ára og að öðru jöfriu eigi
eldri en 30 ára.
Námskeið þau, sem hér um
ræðir, eru haldin við ýmsa þýzka
háskóla og eingöngu ætluð út-
lendingum. Fjalla þau um mis-
munandi efni varðandi þýzfca
tungu, menningu, listir, efnahags
mál o.fl. Þess skal getið, að ung-
um hljómlistarmönnum, sem
styrk hljóta, gefst kostur á að
sækja hljómlistarhátíðir í stað
námskeiða.
Skrá um námSkeiðin, sem um
er að velja, og nánari upplýsing-
ar um þau, fást í menntamá'la-
ráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu
við Lækjartorg. Þar fást og sér-
stök umsóknareyðublöð, og skal
umsóknum, ásamt tilsfcildum
fylgigögnum, komið til ráðuneyt
isins eigi síðar en 25. febrúar n.k.
(Frá Menntamálaráðuneytinu).
Nguyen Khanh,
hershöfðingi, sem tekið
hefur völdin í S.-Vietnam
í HÓPI ÞEIRRA hershöfð-
ingja í S-Vietnarr., sem þekkt-
ir eru fyrir leikni í póker, er
Nguyen Khanh. Fyrir nokkru
er spilamennskan stóð hvað
hæst, er hann sagður hafa
unnið um 50.000 (ísl) krónur
af öðrum hershöfðinga, sem
nokkuð hefur komið við sögu
í vetur, Ton That Dinh.
í fyrri viku fékk Khanh
aftur góð spil á höndina, og
þá tók hann völdin í S-Viet-
nam. Hann vék félaga sinum,
Dinn, frá völdum, lét fang-
elsa hann, ásamt þremur öðr-
um, fyrrverandi ráðan-önnum.
Þeir, sem til þekkja, segja,
að Khanh sé ekki síður leik-
inn stjórnmálamaður en fjár-
hættuspilari. Þótt undirferli
og baktjaldamakfc séu langt
frá þvi að vera óþekkt fyrir-
bæri, þá kom valdataka
Khanh mjög á óvart.
Þeir voru reyndar ekfci
margir í höfuðborginrii, sem
gerðu sér grein fyrir því, að
Khamh var kominn til Saigon,
frá Hue, en þar hafði hann
haft á höndum stjórn fót-
gönguliðsins.
Rhamh er fæddur í bænum
Tra Vinh, í S-Vietnam, 8.
nóvember 1927. Hann er því
áratug yngri, en þeir menn,
sem hann vék frá völdum.
Khanh lauk námi í herskól-
anum í Dalant árið 1950. Síð
an nam hann frekari herstjórn
arlist í Hanoi, sem áður var
aðalvirkisbær Frakka í Indó-
kína, en er nú höfuðborg N-
Vietnam.
Khanih hélt síðan, eins og
mjög margir félagar hans, til
framlhaldsnáms, bæði í Frakk
landi og Bandaríkjunum.
Hann gekfc í skóla fyrir fót-
göguliða í Frafcklandi, en nam
herstjórn í Bandarífcjunum.
Khanh gekfc í nýlenduher
Frafcka 1954, og hafði þá liðs-
foringjatign. Það var árið,
sem Frakkar héldu burt frá
Indókína. Er S-Vietnam varð
sjálfstætt ríki, gekk Khanh í
þjónustu Ngo Dinh Diem,
forseta, sem velt var úr sessi
í byltingunni í nóvember sl.
Er forsetinn sendi Khan til að
bæla niður trúarbragðaofsókn
ir, þá gekfc hann að því starfi,
ásamt Duong Van Minh, hers-
höfðingja, sem réð lögum og
lofum í S-Vietnam undan-
farna þrjá mánuði.
1955 varð Khan yfirmáður
herráðs Minih, og 1960 varð
hann hershöfðingi. Khan er
giftur, og tveggja barna faðir.
Khanh tók þátt í nóvember
byltingunni, gegn Diem, för-
seta. Þremur árum áður hafði
Khanh þó barizt með forsetan
um. er fallihlífaliðar reyndu
að tafca völdin í landinu. Þá
lagði Khanh líf sitt i hættu,
er hann ók inn í garð forseta-
hallarinnar, sem þá var undir
Skothríð.
Sá, sem Khan'h átti þá fvrst
og fremst í höggi við, var for-
ingi fallhlífarliðanna. Nguyen
Chanh Thi. Þeir tveir sneru
nú bökurn saman, er Minh var
vikið frá.
Enn hefur engin staðfesting
Nguyen Khanh.
fengizt á því, bvernig Khanh
rnuni takast í baráttunni við
kommúnista. Margir, sem
hafa umgengizt hann, segja,
að erfitt sé að ráða nokkuð
af fasi hans, og komi hann
stundum þanniig fyrir sjónir,
að telja mætti hann tækifæris
sinna.
Er erlendir sendifulltrúar
í Saigon telja þó,- að Khanh
kunni að reynasf vel, og bent
hefur verið á, í því sambandi,
að þær herdeildir, sem hann
stjórnar, eru í hópi þeirra
bezt öguðu, í öllu landinu. Þá
er það rífcjandi skoðun, að
megi nofckuð af því .marka,
hvernig Khanh undirbjó bylt-
inguna, þá ætti honum að geta
tekizt að skipuleggja vel sófcn
ina gegn kommúnistum.
Hins vegar segja margir,
sem bölsýnari eru, að Khanh
eigi eftir að vinna fylgi .meiri
hluta hers landsins, og því sé
sú hætta fyrir hendi, að hon-
um verði velt úr sessi. Nú er
a.m.k. meira undir því komið,
hvernig hann heldur á spilun
um, en nokkru sinni fyrr.