Morgunblaðið - 05.02.1964, Qupperneq 17
Miðvikudagur 5. febr. 1964
MORGUNBLADIÐ
17
Þórður Jónsson, látrum:
.Reykingabann í félagsheimiium'
Einar Sveinbjörnsson og Olav Kielland
Kielland stjórnar
Sinfóníuhljómsveitinni
Einar Sveinbjörnsson einleikari
Á ÖFTUSTU síðu Morgunblaðs-
ins 21. jan. síðastliðinn var grein
sem vakti athygli mína, vil ég því
ræða hana nokkuð, og mín sjónar
mið varðandi hana.
Fyrirsögn greinarinnar var:
„Tillaga landlæknis: Reykinga-
bann í félagsheimilum og samsv.
stofnunum".
Aðalefni greinarinnar var sím-
tal sem Morgunblaðið átti við
Sigurð Sigurðsson landlækni, út
af hættu þeirri er tóbaksreyking-
ar skapa þeim er þær iðka. Og
einnig um tillögur þær, þar að
lútandi sem landlæknir sendi rík-
isstjórninni fyrir meir en ári,
svo sem kunnugt er.
í samtali þessu virðist land-
læknir hafa lagt aðaláherzlu á að
mælast til þess við ríkisstjórnina,
að koma á reykingabanni í fé-
lagsheimilum, og samsvarandi
stofnunum, eins og hin stórletr-
aða fyrirsögn greinarinnar ber
með sér.
Hér finnst mér veigamesta at-
riðið, í 6 liða tillögum landlæknis
til rikisstjórnarinnar, vera gert
að því veigamesta, og þessvegna
ræði ég það aðallega.
Ég hef uríl nokkur ár haft lítils-
háttar með félagsheimili að gera,
og er því ekki með öllu ókunnur
rekstri þeirra. Mér verður því á
að hugsa til þess, með hvaða
hætti ætti að framkvæma rætt
bann, ef ríkisstjórnin færi að
„tillögu landlæknis“, sem ekki er
óeðlilegt að hún geri.
Þegar lög um félagsheimili voru
sett og reglur samkv. þeim, þá er
þar meðal annars það ákvæði, að
ekki má veita, eða neyta áfengis
innan veggja félagsheimilanna.
Öllum landsmönnum er kunn-
ugt, hvernig í heild hefur tekizt
að framfylgja því banni. Margir
hafa haft tilhneigingu til þess í
ræðu og riti, að kasta steinum að
eigendum og stjórnendum félags-
heimilanna, á þann veg, að þeir
geri ekkert til að halda áfenginu
frá félagsheimilinu, eða til að
halda þar uppi reglu og velsæmi,
aðeins sé hugsað um að ná í sem
mestan gróða. Þetta er þó svo
rangt og ómaklegt sem frekast
má vera.
Ég svara því hilclaust fyrir
hönd allra sem með félagsheim-
ili hafa að gera, að þeir mundu
mikið vilja til vinna, að losna við
áfengið og það sem því fylgir frá
félagsheimilunum, en þeir ráða
ekki við það, við þær aðstæður
sem ríkja í okkar þjóðfélagi í
þessum málum, og alþjóð er
einnig kunnugt um.
Við úti um land, erum I vand-
ræðum að fá nokkurn mann til
löggæzlu á okkar samkomum,
sem ekki er óeðlilegt, því ef ein-
hver maður er með ölæði og uppi
stand, þá er ekkert hægt af hon-
um að gera, svo um hann fari,
svo vel sem lög gera ráð fyrir.
Við höfum enga lögreglubíla til
taks, og við höfum ekkert fanga-
hús nær okkur hérna sunnan til
á Vestfjörðum, en á ísafirði, svo
er sennilega víðar. Löggæzlu-
mennirnir verða því að vera með
óróasegginn eða seggina í hönd-
unum, helzt þar til af honum
rennur víman, slíkt vill enginn
gera.
Þegar svona er ástatt, þá ættu
flestir að geta getið sér þess til,
hvaða áhrif það mundi hafa, ef
einn eða tveir löggæzlumenn
ættu að fara að vísa frá inngangi,
fjölda fullorðinna manna eða
unglinga, sem væru undir áhrif-
um áfengis. Það verður því oftast
svo, að sá kostur er valinn að
reyna að láta samkomuna fara
fram, með menningarbrag, þrátt
fyrir áfengið, sem venjulega
tekst vonum fremur, en reglurn-
ar um notkun félagsheimila eru
samt sem áður brotnar.
Félagsheimilasjóður greiðir allt
að 40% byggingarkostnaðar fé-
lagsheimilanna, ef fé er fyrir
hendi. Hin 60% eru venjulega svo
þungur- baggi á húsunum, að
skemmtanahald er þeim ill nauð-
syn, ef ekki annað.
Hverju sveitarfélagi er nauð-
synlegt að hafa einhver húsa-
kynni fyrir íbúa sveitarinnar til
mannfunda, og mannfagnaðar
þegar með þarf, og einmitt það,
er eitt aðalhlutverk félagsheimila
fámennra sveita, og svo það, að
veita félagsmálastarfsemi hverr-
ar sveitar húsaskjól. Hlutverk fé-
lagsheimilanna er því margþætt,
og þau nauðsynleg menningar-
þjóðfélagi, við okkar aðstöðu.
Það má benda á, þó engin af-
sökun sé félagsheimilunum, að
áfengi er víðar um hönd haft á
samkomum en í þeim, og staðir
eins og Þjórsárdalur og aðrir slík-
ir eru þeim óviðkomandi, en á
þessum stöðum mun einnig vera
reykt.
En þannig hefur farið með
bannið það. Eiga nú félagsheimil-
in að fá annað bann, við sömu að-
stæður. Ef svo verður, sé ég ekki
fram á annað en það fari á sömu
leið, þar verður reykt eftir sem
áður. Ég mundi telja líklegra til
árangurs, að óska eftir því, með
áberandi auglýsingum í húsunum
að ekki væri reykt. Bann á bann
ofan, án þess að nokkur mögu-
leiki sé til þess að framfylgja því
banni, ættum við íslendingar að
vera búnir að fá nokkra reynslu
af.
Það vill svo til, að fáum dögum
áður en Morgunblaðið birti „til-
lögu landlæknis", að hinn þekkti
„Velvakandi" sama blaðs, kom á
framfæri umkvörtun frá kunn-
ingja sínum sem var í Tónabíói,
til að sjá þar merka mynd.
Hann kvartaði yfir því, að þeg-
ar sýning stóð sem hæst, tóku
fjórir piltar að reykja fyrir aftan
hann, sem honum líkaði að von-
um illa, svo hann benti þeim á, að
bannað væri að reykja meðan á
sýningu stæði.
Viðbrögðin voru þau hjá pilt-
um þessum, að því er Velvakandi
hefur eftir kunningja sínum, að
eftir það blésu þeir reyknum sem
mest að vitum mannsins, en ekki
nóg með það, heldur áréttuðu pilt
arnir með því, þegar út var kom-
ið og maðurinn seztur undir stýri
á bíl sínum, að hrækja þá í andlit
hans.
Mundu nú ekki viðbrögð pilta
þessara hafa verið svipuð, ef þeir
hefðu verið staddir í félagsheim-
ili úti á landi, ekki er ólíklegt að
gera ráð fyrir því. En hversu
mörgum sinnum miklu auðveld-
ara, á ekki að vera að kveða nið-
ur svo yfirgengilegan ruddaskap,
eins og þarna -kemur fram, í
sjáfri höfuðborginni, heldur en í
félagsheimilum, í afskekktum
sveitum landsins, ef fyrir kæmu.
Það er að segja, ef' á að gera það
með valdi. Samanb. það, er sagt
var frá í blöðunum sama dag og
umrædd umkvörtun var birt. Að
Hótel Saga hafi beðið um lög-
reglu, til að vera til taks fyrir
utan þegar samkomu lauk þar í
húsi okkar bænda, og fékk þegar
tvo bílfarmá en sá hópur lögreglu
manna var vart kominn á stað-
inn, þegar þeir kölluðu um tal-
stöð, eftir öllu tiltæku liði stöðv-
arinnar sér til aðstoðar.
Þetta er ekki svona auðvelt úti
á landi, að ná til sterkrar lög-
gæzlu. Okkar viðbrögð verða því
oftast þau, að komast hjá árekstr-
um og átökum í lengstu lög, og
má hver lá okkur sem vill. Okkar
sterkasta vopn er að reyna að fá
siðgæðiskennd hvers samkomu-
gests í lið með okkur, en ekki
með valdi. En, eru þá félagsheim-
ilin þeir staðirnir, þar sem ungl-
ingarnir taka flestir sinn fyrsta
reyk? Ég neita því.
Skoðanakönnun sem fram fór,
ekki alls fyrir löngu, meðal nem-
enda 16—-17 ára í skólum Reykja-
víkur, komst að eftirfarandi nið-
urstöðu: í 10 ára bekkjum, er 10.
hver drengur byrjaður að reykja,
en aðeins tæplega 2 af hverjum
100 stúlkum. í 12 ára bekkjum
reykir 7. hver drengur og 16.
hver stúlka. Þessu segir Morgun-
blaðið frá 19. jan. sl. ásamt sam-
tölum sem blaðið átti við marga
unglinga um reykingar þeirra, og
styðja þau samtöl þessa skoðana-
könnun, sem nokkuð réttar upp-
lýsingar. Blaðið hefur einnig eftir
krökkunum, að helztu reykinga-
staðir þeirra séu salerni skól-
anna, „sjoppurnar" og stræti borg
arinnar.
Væri ekki líklegra til árangurs,
ef bann á að vera aðalbjargráðið,
að beita því einnig í barnaskól-
unum, eins og í félagsheimilun-
um, nú, kannske er bannað að
reykja í barnaskólum Reykjavík-
ur, eins og í Tónabíói, en hvers
vegna er banninu ekki fram-
fylgt, á stað þar sem ekki þarf
nema veiía hendi til að fá fleiri
bílfarma af löggæzlumönnum á
staðinn? Ætli það sé ekki það, að
þeir sem húsráðin hafa, finni það
betur en margir aðrir, að það er
ekki hægt að framfylgja banni á
þessu sviði, nema að vissu marki,
þó börn eigi í hlut, án þess að
misbjóða sínu eigin siðgæði, en
það er sama og afsala sér valdi.
Mín skoðun er sú, að sterkasta
vopnið í baráttunni við áfengi og
tóbak, sé að finna í fyrsta lið til-
lagna landlæknis, sem sé fræðsla
og svo bindindisstarfsemi í skól-
um landsins, hvort sem þeir eru
í Reykjavík eða uppi í sveit,
barnaskóli eða menntaskóli.
En, en sem komið er, fer ákaf-
lega litið fyrir slikri fræðslu, að
því er séð verði, hana ber því að
auka, og nota til þess þá auglýs-
inga- og kennslutækni sem við
höfum yfir að ráða. Slík fræðileg
herferð mundi gefa mun meiri
árangur gegn áfengi og tóbaki,
heldur en lokun allra félagsheim-
ila úti um byggðir landsins.
Látrum, 27. 1. 1964
Þórður Jónsson.
BLAÐAMENN voru í gær boð-
aðir á fund stjórnar Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, en þar kynnti
Arni Kristjánsson hljómsveitar-
stjórann, Olav Kielland, og ein-
leikarann Einar Sveimbjörnsson.
Árni sagði, að óþarft væri.
raunar að kynna Kielland fyrir
íslendingum, því að hann hefði
komið hingað oft áður og stjórn
að hljómsveitinni.
Hann væri raunar fóstri henn-
ar, því að það hefði verið hann,
sem í fyrstu byggði hana upp.
Væru 13 ár síðan hann kom hér
í fyrsta skipti.
Árni kynnti eim.ig einleikar-
ann, Einar Sveinbjörnsson, sem
léki nú einleik í Sibeliusarkon-
sertinum. Hann hefði alls leikið
einleik með hljómsveitinni hér i
Reykjavík þrisvar sinnuim.
Olav Kielland er mjög sterkur
persónuleiki, skemmtilegur með
afbrigðum og kann sjóð af sög-
um af tónlistarmönnum og músik
lífi og runnu þær yfir viðstadda
eins og stórfljót, öllum til óbland
innar ánægju.
Hann sagðist hafa flogið yfir
Atlantshafið 12—14 sinnum, og
munaði engu, að hann gæti tek-
ið að sér að stjórna flugvélinni,
svo vel þekkti haim leiðina.
Bezt þætti honurn þó að ferð-
ast með Kristjáni skipstjóra á
Gullfossi, en það yrði ekki á allt
kosið.
Hann minntist með ánægju
skipta sinna við íslenzka tón-
listarmenn, og miáski sérstaklega
á 13. norrænu tónlistarhátíðinni,
sem haldinn var hér í Reykja-
vík.
Kielland hefur áður stjórnað
2. sinfóníu Brahms hér í Reykja-
vík. Hefði hann haldið, að hann
gæti ekki lengur fundið neitt
nýtt í henni, eins og alltaf væiri
hægt í verkum Beethovens og
Mozart, en nú hefði hann fundið
smávegis nýtt, að vísu ekki mik
ið, en þó eitthvað, sem kæmi á
óvart.
Hann ræddi Karneval í París
eftir Svendsen, og sagði það
vera erfitt verk. Hann vildi gjarn
an vera með Svendsen i París á
Montmartre, í góðu skapi, því að
Svendsen væri þannig maður.
Hann sagði skemmtilega sögu frá
hjónabandi Svendsen, þegar kona
hans gerðist svo afbrýðissöm útí
tónverk hans, að hi' n tók sig til
og brenndi nokkrum hluta
þeirra!
Olav Kielland sagðist haifa
stjómað öllum sinfónium Beet-
hovens nema þeirri 9., en sem
kunnugt er skrifaði Beethoven
9 sinfóniur alls.
Gunnar Guðm-undsson fram-
kvæmdastjóri skýrði að lokum
frá þvi, að þetta væru 9. hljóm-
leikar hljómsveitarinnar, og þeir
1. í seinni hlutanum.
Hljómleikarni-r verða í Há-
skólabíói fimmtudaginn 6. febr.
og hefjast þeir kl. 21.
Skemmtifundur
fyrir félaga og gesti verður haldinn í Sigtúni
fimmtudagin 6. febr. kl. 20,30.
Til skemmtunar:
Einsöngur: Guðmundur Jónsson.
Listdans: Elisabeth Hodgshon.
Gamanþáttur: Karl Guðm. og Leo Munro.
Savanatríóið syngur. — Dans.
STJÓRNIN.
Sendisveinn
óskast á ritstjórnarskrifstofu vora.
Vinnutími kl. 6 — 11 e. h.