Morgunblaðið - 22.02.1964, Blaðsíða 1
24 síðuT
51. árgangur
44. tbl. — Laugardagur 22. febrúar 1964
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Páll konungur.
Konstantín krónprins.
Kafbátar á Spáni í stað eld-
flauga í Tyrklandi og Ítalíu
Tilræði
við Inönu
Madrid, London, 21. febr.
— ÍJTB-AP —
FLOTAMÁLARÁÐUNEYTI
Bandaríkjanna skýrði frá því
í dag, að kafbátar búnir Pol-
aris-eldflaugum, sem að und-
anförnu hafa haft heimahöfn
Grikkjakonungur gengst
undir hœttulegan skurð
Var mjög máttfarinn í gær-
kvöldi — Konstantín ríkisstjóri
Aþenu, 21. febrúar
— NTB-AP —
P Á L L Grikkjakonungur
gekkst í morgun undir
hættulegan uppskurð, en
læknar segja að hann hafi
heppnazt vel og líðan kon-
ungs sé góð eftir atvikum,
þótt hann sé mjög mátt-
farinn.
Konstantin krónprins,
sem er 23 ára, hefur verið
útnefndur ríkisstjóri í
veikindaforföilum föður
síns.
Grikkjakonungur var skor-
inn upp vegna þarmaþrengsla,
sem stöfuðu af gömlu maga-
sári. Hann var á skurðarborð-
inu í fjórar klukkustundir og
á meðan bárust engar fregnir
af líðan hans. Mikill ótti greip
þegna konungs vegna óviss-
unnar og héldu margir, að
hann vaeri látinn. Beðið var
fyrir konungi í mörgum kirkj-
um.
Gríski læknirinn Alexander
Manos framkvæmdi upp-
skurðinn, en viðstaddir voru
auk hans þrír grískir og tveir
brezkir læknar. Að aðgerðinni
iokinni gáfu þeir út sameigin-
lega tilkynningu, þar sem
sagði, að uppskurðurinn hefði
verið hættulegur, en hann
hefði gengið vel og væri líðan
konungs góð eftir atvikum,
þótt hann væri mjög máttfar-
inn.
Einn læknanna, Grikkinn
Tsamboulas, sagði fréttamönn
um, sem biðu fyrir utan höll-
ina þar sem aðgerðin fór
fram, að konungurinn hefði
kysst konu sína og börn, þegar
hann vaknaði etfir uppskurð-
inn.
Öll börn Páls konungs, Kon
stantín, írena og Sophia, voru
saman komin í höllinni með-
an á uppskurðinum stóð og
auk þeirra tengdasonur hans,
Juan Carlos. Sophia og Juan
Carlos búa á Spáni, en komu
til Aþenu fyrir nokkrum dög-
um. Frá því var skýrt í dag,
að Anna María Danaprinsessa,
unnusta Konstantíns krón-
prins, væri á leið til Aþenu
frá Sviss, en þar stundar hún
nám í kvennaskóla.
í Holy Loch í Skotlandi, verði
nú fluttir til Rota á Spáni. Er
haft eftir áreiðanlegum heim-
ildum að kafbátar þessir eigi
að koma í stað bandarísku
eldflauganna, sem nýlega
voru fluttar frá Tyrklandi og
Ítalíu.
Ekki hefur verið tilkynnt hvort
leggja eigi niður kafbátahöfnina
í Holy Loch, en þar hafa t.d. haft
heimahöfn Polaris-kafbátarnir
þrír, sem eru á Miðjarðarhafi á
vegum Atlantshafsbandalagsins,
en skýrt var frá því, að allir kaf-
bátarnir í Rota yrðu undir stjórn
Bandaríkjamanna.
Spænska stjórnin hefur ekki
viljað staðfesta fregnirnar um
kafbátahöfnina í Rota, og það
hefur vakið athygli að tilkynn-
ingin um hana kom stuttu eftir
að Bandaríkjamenn höfðu bent
Spánarstjórn á, að ekki væri ó-
sennilegt að dregið yrði úr efna-
hagsaðstoð við Spánverja vegna
þess að þeir verzluðu við Kúbu.
Blöð í Madrid ræddu þetta í dag
og sögðu m.a., að aðstoð Banda-
ríkjamanna við .Spánverja væri
aðeins borgun fyrir herstöðvar
þeirra í landinu. Yrði aðstoðin
minnkuð, hlyti stjórn Spánar að
endurskoða samningana um her-
stöðvarnar.
Bandarískir verkfræðingar hófu
í dag undirbúning opnunar kaf-
bátahafnarinnar í Rota, sem er
nálægt Cadiz, og í dag lagði
birgðaskipið „Proteus", sem ver-
ið hefur í Holy Loch á stað þang-
að. —
Ml
Glenn fær
verðlaun
Valley Forge, 21. febr.
(NTB).
BANDARÍSKA geimfaran-
um John Glenn voru í dag
veitt Washingtonverðlaunin,
en þau nema um 200 þús. ísl.
kr. Það er einkafélagsskapur,
sem nefnist Bandaríska Frið-
arstofnunin, er verðlaunin
veitir og segir í veitingaskjal
imu, að Glenn hafi hlotið þau
fyrir föðurlandsást sína, sem
hann hafi sýnt í verki öðrum
til eftirbreytni.
Bjartsýni á samkomulag
um friðarsveif á Kýpur
Talið að Öryggisráðið sambykki til-
lögur U Thants eftir nokkra daga
Ankara 21. febrúar.
(NTB-AP).
í DAG var gerð tilraun til
þess að ráða forsætisráðherra
Tyrklands, Ismet Inönu, af
dögum, en stjórnmálafrétta-
ritarar fullyrða, að tilræðið
hafi ekki staðið í sambandi
við Kýpurmálið. Tilræðismað-
urinn hefur verið handtekinn
og segist hann hafa haft í
hyggju að ráða Inönu af dög-
um frá því að byltingin var
gerð gegn Menderes, forsætis-
ráðherra og stjórn hans 1960.
Það var herinn, sem gerði bylt
inguna, en skömmu eftir hana
tók Inönu við embætti for-
sætisráðherra. Hann er nú 80
ára gamall.
Tilræðismaðuirinn skaut á
Inönu á þriggja til fjögurra
metra færi, en hitti ekki. For- /
sætisráðherrann var á leið til J
þings, er þetta gerðist o.g þing |
menn fögnuðu honum ákaft
þegar hann gekk inn í þing-
húsið heill á húfi. Þrjáir kúlur
úr byssu tilræðismannsins
fundust í bifreið forsætisráð-
herrans.
Lögreglan í Ankara segiir,
að tilræðismaðurinn, Mesut
Suna, sé rafvirki frá Mið-
Tyrklandi. Hafi hann komið
til Ankara fyrir nokkrum
dögum. Suna segist hafa vilj-
að ráða Inönu af dögum frá
því að hann settist í forsætis-
ráðherrastól 1960. Segist hann
hafa verið tryggur fylgismað-
ur Menderes fyrrv. forsætis-
ráðherra, en þó ekki flokks-
bundinn.
Framhald á bls. 23.
Nicosia, London,
New York 21. febr. NTB
• HAFT var eftir árélðanleg-
um heimildum í New York í
kvöld, að. sennilegt væri að
samkomulag um friðarsveit á
Johnson næsta mark
Los Angeles, 21. febr. (AP)
LÖGREGLAN í Los Angeles
handtók í dag tvo unga menn,
sem eru meðlimir í samtök-
um nazista í Bandaríkjunum.
Mennirnir voru handteknir
eftir að í bifreið þeirra hafði
fundizt hlaðinn riffill, mynd
af Johnson forseta Bandaríkj-
anna. sem á stóð: „Næsta skot
mark“, og tugir eintaka af
tímariti nazista í Bandaríkj-
unum.
Lögreglan fékk grum urn að
mennirnir væru ekki venjuleg-
ir vegtfarendur, er hún sá byssu
í bifreið þeirra, sem stöðvazt
hafði vegna umferðartruflunar.
Við nánari rannsókn fundust,
sem áður segir, mörg eintök af
tímariti nazista í Bandaríkjun-
um og stór mynd af Johnson for-
seta. Hringur var dreginn utan
um höfuð forsetans og á mynd-
Lnni stóð: „Næsta skotmark.“
Mál mannanna tveggja er nú í
rannsókn. Johnson forseti heim-
sótti Los Angeles í gær.
Kýpur næðist i Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna í byrjun
næstu viku. Yrði samkomulagið
byggt á tillögum U Thants fram-
kvæmdastjóra SÞ.
• Fundi Öryggisráðsins um
Kýpurmálið, sem hefjast átti i
kvöld hefur verið frestað til
mánudags, en U Thant ræðir nú
tillögu sína við fulltrúa hinna
ýmsu ríkja. Herma fregnir að
henni hafi verið vel tekið, og
Sovétríkin muni ekki greiða
atkvæði gegn henni.
1 tillögu U Thants er, eins og
fyrr segir, gert ráð fyrir 10 þús.
manna friðarsveit á Kýpur og
verði starfstími hennar á eyj-
unni þrír mánuðir, en unnt að
framlengja hann etf nauðsyn
krefur. Einnig leggur U Thant
til, að skipaður verði hlutlaus
sáttasemjari í deilum Grikkja
og Tyrkja á Kýpur og Samein-
uðu þjóðirnar taki að sér að
vernda sjálfstæði eyjarinnar.
Ekki er vitað hvort Kýpur-
stjórn er hlynnt tillögum U
Framihald á bls. 23.
30 til 40 dýnamit-
hvellhettum stoliö
ásamt meðfylgjandi rafmagns-
kveikjuþráðum — mikil
slysahætta
f GÆR gerðist það við ný-
byggingu á Skólavörðu-
holti að 30—40 dýnamit-
hvellhettum var stolið á
meðan þeir, sem við bygg-
inguna vinna, voru í mat.
Talið er að börn eða ungl-
ingar hafi verið þarna að
verki, og stafar af þessu
mikil slysahætta. Skemmst
er þess að minnast að slík
hvellhetta sprakk í munni
drengs á Bústaðavegi, með
þeim afleiðingum að and-
lit hans stórskaddaðist. —
Sprengikraftur í hvellhett-
um þessum er mjög mikill.
Hér var um að ræða ný-
byggingu þá, sem verið er
■að reisa við Iðnskólann. —
Voru starfsmenn að snæða
Framh. á bls. 23