Morgunblaðið - 22.02.1964, Blaðsíða 20
20
MOKGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 22. febr. 1964
fiFl/ZABETtf FeQRASZT:
— Gæti hann ekki verið í
skúrnum?
— Eg hef aldrei vitað Lester
nenna að setja bilinn inn í skúr
iran á ævi sinni. Hann lét alltaf
Gargiulo gera það. Eg held, að
einhver annar hafi ekið honum
heim.
— Svo að hér er þá enginn
bíll núna. Það var slæmt.
— Hversvegna er það slæmt?
— Vegna þess, að bíllaus getur
maður ekki komið líkinu af sér.
Rétt sem snöggvast fannst
Riuth þetta skynsamlega mælt.
Hún hafði verið að segja eitt
hvað svipað við sjálfa sig^, síð-
ustu mínúturnar. Það var ekki
hægt að koma Lester út úr hús
inu, og hafa engarr bíl. En svo
áttaði hún sig allt í einu á því,
hve furðulegt það var, að Steph
en skyldi hafa sagt þetta sama.
— En þú ætlar þó ekki að
. . . Hún þagnaði, því að það
var alveg auðséð af svipnum á
honum, áð einmitt þetta hafði
hann í hyggju.
Hann var að horfa á líkið,
hugsandi, rétt eins og hann væri
að áætla þunga þess.
— En ég get ekki farið og
opnað.
— Það ættirðu samt að gera.
Hún leit snöggt við og horfði
á hann, eins og hún tryði ekki
sínum eigin eyrum.
— .Farðu, sagði hann og ýtti
við henni. — Farðu og vittu hver
það er, og reyndu að losna við
hann.
— En ef mér tekst það ekki?
— Þú verður einhvernveginn
að geta það.
— En ef ég get það ekki, og
þeir koma inn? Þá finna þeir
þig hérna.
Hann leit út til gluggans. —
Já, sagði hann, — en það er ekk
ert undanfæri.
Enda þótt hún væri mjög hik-
andi, lét hún undan þessari á-
kvörðun hans, þótt hún hefði
enga trú á henni. Þegar hún gekk
út að framdyrunum, gekk Step
hen með henni út að setustofu
dyrunum, og er hún var komin
gegn um þær, lokaði hann á eft
ir henni.
Þegar Ruth var orðin ein í for
stofunni gekk hún að dyrunum
og opnaði þær. Frammi fyrir
henni stóðu tveir lögreglumenn.
Þetta voru ungir menn í grá-
grænum einkennisbúningi. Ann-
ar var kringluleitur og feitlag-
inn og unglingslegur. Hinn var
dökkur á brún og brá með leiftr
andi augu. Það var hann, sem
tók til máls:
— Frú Ballard?
— Nei. svaraði Ruth. á sinni
stirðu ítölsku. — Hér er engin
frú Bailard. Hvern viljið pið
hitta?
— Við viljum . . . Maðurinn
hikaði. Enda þótt Ruth væri að
horfa á hann gegn um þoku-
móðu skelfingarinnar, þá varð
henni strax ljóst, að framkoma
hans var vingjarnleg — jafnvel
áhyggjufull. — Eg er hræddur
um að við höfum slæmar fréttir
að færa. Það snertir hr. Ballard.
Eruð þér nokkuð skyld honum?
— Nei, svaraði Ruth. — Eg
vinn hérna. Hefur nokkuð komið
fyrir hr. Ballard?
Hún heyrði sjálfa sig koma
með þessa spurningu og var stein
hissa á, að geta komið henni út
fyrir varirnar. En svar lögreglu
mannsins þurrkaði út allt, sem
hún kynni að hafa verið t að
hugsa:
— Já, okkur þykir leitt að
þurfa að tilkynna yður, að lík
hr. Balards hefur fundizt í um
það bil tveggja kílómeira fjar
lægð héðan, á veginum upp í
fjöllin. Hann virðist hafa orðið
fyrir bíl. Hann hlýtur að hafa
beðið bana þegar í stað. Okkur
þykir mjög leitt að . . .
Hann komst ekki Jengra. í
þessu vettvangi var eins og ungu
mennirnir tveir hyrfu í myrkur.
Ruth hneig niður á gólfið í öng
vitL
V.
Hún raknaði við snögglega og
var þá þegar með fullri með
vitund. Eða það fannst henni
Samt áttaði hún sig ekki á því,
hvar hún væri. Hún lá á legu-
bekk, en þegar hún opnaði aug-
un, vissi hún ekki, hvar hún var
niður komin. En með því að
liggja kyrr, án þess að opna aug
— Það verður ekki hjá því
komizt að fá bíl, sagði hann. Af
einhverjum ástæðum sagði hann
þetta í hvíslingum. — Við verð
um einhvernveginn að ná í bíl,
en væri ekki bezt að bíða þang
að. til dimmt er orðið. Þú ert
viss um, að þau hjónin ryðjist
ekki inn á okkur?
— Það þætti mér ólíklegt. En
við getum ekki gert þetta, Ste
phen. Þú mátt það ekki. Eg leyfi
þér bað ekki.
—- Dettur þér nokkuð betra i
hug?
— Lögreglan . . .
— Ætlarðu að fara til lögregl
unnar með þessa sögu þína, eins
og hún er?
— Því ekki það? En hún fékk
nú samt ákafan hjartslátt. — Að
minnsta kosti mátt þú ekkj
blanda þér í þetta. Það er þér
óviðkomandi. Og ég leyfi það
alls ekki!
— Það er göfugt af þér. Og af
mér, að vera að hanga hérna. Við
eru tvær ágætismanneskjur í
miklum vanda staddar. Og samt
þurfum víð að ná í bíl. Mér þætti
gaman að vita . . .
Honum hafði dottið ráð í hug.
En Ruth fékk aldrei að vita,
hvað það var, því að einmitt í
þessu bili var barið að dyrum.
Skelfingin greip þau bæði.
Þau færðu sig ósjálfrátt nær
hvort öðru. Aftur var barið.
— Hver er þetta? hvíslaði
hann að henni.
— Það veit ég ekki
— Alls ekki?
— Nei.
— Þéir hafa getað heyrt til
okkar út um gluggann. Þeir
geta vitað, að við erum hérna.
BYLTINGIN
RUSSLANDI 1917
ALAN MOOREHEAD
valdamiklir aðilar höfðu áhuga
á þessum ráðahag. — Þýzkalands
keisari var honum ekki andvíg-
ur, Viktoría drottning gat vel
hugsað sér að sjá dótturdóttur
sína í hásæti Rússlands, og Alex
ander III hafði látið segjast við
bænir sonar síns. í aprílmánuði
1894 komu Þýzkalandskeisari,
Viktoría drottning, ungu hjóna
leysin sjálf og fleiri skyldmenni
saman í Coburg í Þýzkalandi til
að ráðgast um, hvað hægt væri
að gera í málinu.
Það má fyigjast með gangi
þess eftir dagbókum Nikulás-
ar. Hann skrifar 17. apríl: „Guð
minn . . . hvílíkur dagur! Hún
(Alix) var fallegri en nokkru
sinni áður, en afskaplega döpur
í bragði. Þau létu okkur ein og
. . . við töluðum saman til klukk
an tólf, en án nokkurs árangurs
. . . hún er enn ófús að taka
nýja trú. Veslings stúlkan, hún
grét einhver ósköp. En við vor-
um rólegri þegar við skildum".
En Viktoría drottning var nú
ekki lanTbið að leika sér við, og
áður en þrír dagar voru liðnir,
hafði stúlkan látið undan.
„Dásamlegur, ógleymanlegur
dagur í lífi mínu“, skrifar Niku
lás í dagbókina, 20. apríl, „trú
lofunardagur minn og hinnar
elskuðu, dásamlegu Alix“ —
(Nenaglyadmaya — rússneska
orðið fyrir dásamlegur eða að-
dáunarverður, má einnig leggja
út: „Eg fæ mig aldrei fullsadd
an af að horfa á hana“). “ . . .
Ó, guð, hvílíkt bjarg hefur olt
ið af herðum mínum . . . Allan
daginn hef ég gengið eins og í
þoku, án þess að vita, hvað fyrir
mig hefur komið. Vilhjálmur
(Þýzkalandskeisari) sat í næsta
sal og beið, ásamt frændunum
og frænkunum þangað til við
höfðum lokið samtalinu. Eg gekk
með Alix beint til drottningar-
innar (Viktoríu) . . . og öll fjöl-
skvldan varð beinlínis yfir sig
hrifin“.
í bréfi til móður sinnar segir
hann: „Heimurinn kring um mig
er orðinn gjörbreyttur; nátt.úr-
an, mannkynið . . . allt — allt
er svo elskulegt og glaðlegt“.
Líklega hafa þetta verið beztu
ævistundir Nikulásar. Viktoria
drottning sendi hann í snatri til
Englands, svo að hann gæti ver
ið dálítið lengur í félagsskap Al-
ix — þau fóru í skógarferð til
Walton við Temsá — og svo
voru gerðar áætlanir um brúð-
kaupið. Og það fór fram fyrr
en þau höfðu búizt við. Alexand
er III hafði veikzt í Livadiu,
gósSi sínu á Krím, og haustið
1894 hafði honum hríðversnað.
Hann var ekki nema fimmtug
ur, en hann hafði hlotið inmmrtis
meiðsl í járnbrautarslysinu við
Borki, sex árum áður, og hann
hafði ekki svo mikla trú á lækn
um, að hann færi að ráðum
þeirra.
Alix var kölluð frá Englandi,
af skyndingi, til að hitta tengda
föður sinn tilvonandi, áður en
það yrði um seinan, og hin opin
bera trúlofunarathöfn fór fram
í svefnsal keisarans, fáum dögum
fyrir dauða hans, 1. nóvember.
Fimm vikum síðár, meðan enn
var hirðsorg, fór hjónavígslan
fram. Nikulás var þá tuttugu og
sex ára, en kona hans tuttugu
og tveggja.
Hún skrifaði í dagbók manns
síns (sem nú var orðin sameign
þeirra, eins og allt annað); —
„Aldrei hefði ég getað trúað, að
svona sæla gæti verið til á jarð
ríki, svona einingarkennd með
tveim dauðlegum mannverum.
Eg elska þig — þessi þrjú orð
fela í sér líf mitt“. Og tveim
dögum síðar skrifar hún enn:
„Enginn aðskilnaður framar.
Loks sameinuð, tengd ævilangt,
og þegar þessu lífi Ner lokið,
hittumst við aftur annars heims,
JUMBO
SPORI
MORA
„Viljið þér gjöra svo vel að koma
hingað niður til okkar, prófessor
Mókkur,“ hrópaði Jumbo reiðilega."
I>ér hljótið að geta sofið á jörðinni
eins og við hinir. Hvers konar bama-
sicapur er þetta eiginlega? Þér ættuð
nú að vera vaxinn upp úr slíku!“
En prófessorinn virti hann ekki
viðlits. Hann sveif bara um þama
uppi milli trjágreinanna og anzaði
ekki einu orði.
„Góðan daginn" heyrðist allt í einu
sagt að baki Spora og vísifingri var
potað nokkuð hastarlega í öxl hon-
um. Spori snerist á hæli og horfði
dauðhræddur á tvo vopnaða indíána.
— „Hvað — hvað viljið þið?“ spurði
hann. „Við viljum gjaman vita hvað
þið hafið gert við kofann okkar“.
til að vera saman um alla eilífð.
Eg er þín, þín“.
Þarna voru ofmiklar tilfinning
ar til að geta haft hemil á, og of
mikil reynsluleysi og æsingur.
Ef vel hefði verið, hefði þarna
verið ákjósanlegast, að allt hefði
farið eins og í einhverri skáld-
sögu eftir Marie Corelli (og Alix
las þær af miklum áhuga) — að
sagan hefði átt að enda á þessum
áherzluríka tón og ungu hjónin
hefðu átt að hverfa í meðai-
mennskuna og hversdagsleikann
í einhverju litlu sveitaríki eins
og Hessen. Hvorugt þeirra hefði
verið maður tjl að hafa í hendi
sér hið gífurlega einræðisvald í
rússneska ríkinu, jafnvel þótt
þau hefði verið ein síns liðs og
ógæfusöm. Nikulás var hræddur
við það, en kona hans hafði eng
an tima til að sinna því — fyrir
henni skipti það eitt máli að geta
verið hjá honum.
Og því var það, að næstum frá
sjálfum brúðkaupsdeginum að
telja sleppti hún sér út í þessa
löngu röð duttlunga og hrifning
ar í einkalífi sínu, sem að lokum
átti eins mikinn þátt í því og
hvert annað einstakt atriði, að
koma af stað byltingunni í Rúss
landi. Þessi gjörbreyting á litlu
bláeygu prinsessunni Alix í kon
una, sem hún varð seinna, er á
sinn hátt jafn ótrúleg og óvænt
og breyting púpu í fiðrildi, en
hefur þó það til síns ágætis að
vera sjálfri sér samkvæm. Hún
átti sér ekki nema tvö áhugamál
í lífinu: Nikulás og trúarbrögðin
og lengst af voru þessi tvö áhuga
mál samtvinnuð í huga hennar.
Hin unga keisarafrú tileinkaði
sér hina nýju, grísk-íkaþólsku
trú með allri þeirri hrifningu og
sannfæringu þess, sem hefur
skipt um trú eftir hræðilega
innri baráttu. Sú staðreynd sjálf
að hún hafði streitzt á móti breyt
ingunni af svo miklum áhuga í
fyrstunni, gerði uppgjöf hennar
ennþá algerari að lokum. Húra
var fædd innilega trúhneigð, og
nú skeði það dásamlega, að grísk
kaþólska kirkjan átti svörin við
öllum spurningum hennar. ’ Á
sama hátt og ást hennar á Niku
lási, var trúhneigð hennar ein-
beitt og alger, og frá þessari
stundu var hún rússneskari en
nokkur Rússi í trúariðkunum sin
um.