Morgunblaðið - 22.02.1964, Blaðsíða 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 22. febr. 1964
Ég undirritaður þakka gjafir og allan hlýhug, sem
mér var sýndur á áttræðisafmælisdaginn og bið Guð að
blessa ykkur alia, vinir mínir.
Jóhann M. Einarsson.
Hjartans þakkir til allra þeirra mörgu vina og vanda-
manna, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum,
skeytum og hlýjum handtökum á 50 ára afmæli mínu
3. febrúar sL — Sérstaklega þakka ég póstmönnum i
Reykjavík fyrir rausnargjöf.
Hjalti Signrjónsson.
Iðnfyrirtæki óskast
Vil kaupa gott en ekki mjög stórt iðnfyrirtæki. —
Einnig kæmi til greina stofnun fyrirtækis, með
áhugasömum kvenmanni, sem helzt hefði þekk-
ingu á að taka upp snið og sníða. — Hef vél til
að „decorera“ með barnafatnað og fleira. Önnur
iðngrein kemur til greina. Tilboð sendist afgr. MbL
merkt: „Iðn — 9282“.
Kranabílar
3 kranabílar til sölu.
ca- 4—5 tonna, 6—8 tonna og 20—25 tonna.
Einnig stór jarðýta. Upplýsingar í símum 34033 og
34333 næstu daga.
TrésmíSaverkslæði
í nágrenni Reykjavíkur sem er að hefja starfsemi
sína getur tekið eldhúsinnréttingar nú þegar til af-
greiðslu. Eingöngu fagmenn. Vönduð vinna. —
Viðskiptavinir leggi nafn og heimilisfang til afgr.
Mbl. fyrir miðvikudag nk., merkt: „Húsgagna-
smiður — 9278“.
H eildsölufyrirtœki
óskar eftir að ráða ungan, reglusaman
mann í sölumennsku og skrifstofustjórn
strax. Tilboð merkt: „9279“ sendist afgr.
Mbl.
Vélsmiðir
Tveir vanir vélsmiðir óskast.
Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan hf.
Reykjavík.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför
ARNÞRÚÐAR LILJU GUNNBJÖRNSDÓTTUR
Þorbjörn Guðfinnsson,
Oddrún Jóhannsdóttir, Gunnbjörn Egilsson,
Jóhanna Gunnbjörnsdóttir, Jakob Jakobsson,
Marta Pétursdóttir, Guðfinnur Þorbjörnsson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
SIGURÁSTAR i fSDÓTTUR
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Bára Ólafsdóttir.
— Fiskifræðingarnir
Framhald. af bls. 11
því er séð verður lagt. í hendur j
fiskimálastj óra.
Hvar er að finna skýringu á
þessu fiskimálastjóri góður?
Líklega álitið nóg að skýra
Fiskiþinginu frá öllum aðgerðum
fiskimálastjóra í þessum efnum,
í því trausti að fiskifulltrúarnir
skýri svo öllum almenningi frá
því raunverulega, sem gerst
befur. Er hér vissulega um það
mál að ræða, sem alla N-lsfirð-
inga varðar um og vilja fyigjast
með. Hví ekki ag birta allar
niðurstöður, sem þetta varða í
riti Fiskifélagsins, biaðsins Ægis.
sem gera má ráð fyrir að allir
útvegsmenn Og margir sjomenn
kaupi og lesi.
Það er annars ótrúlegt (en
satt) að helztu ráðamenn þjóð-
arinnar skuli með oddi og egg
ganga fram í því að uppræta og
gjöreyða helztu uppeldisstoðv-
um ungfisks á ísafjarðardjúpi
•og innfjörðum þess.
Því miður er aldt útlit fyrir
að sömu stefnu verði haldið
fram, hvað aðra firði snertir
kring um landið, eða hvað
vakir fyrir þeim mönnuxn, sem
á ári hverju gera út leiðangra
kringum landið til þess að Ieita
að nýjum rækjumiðum og kosta
til þess ógrynni fjár, þegar rækj-
an er að þrjóta faér í ísafjarð-
ardjúpi og Arnarfirði, eíns og
rækjuveiðimenn hér halda fram.
— Ég held að forsjálum bænd-
um „yrði ekki um sel“ ef leyft
væri „Pétri og Páli“ að ganga
í hagann og drepa nýfædd eða
hálfvaxin unglömb undan
ánum. Hvað yrðj þá um stofn-
inn? Við höfum nokkra reynslu
í þessu.
Allt bendir til þess að botn-
inn geti áður en varir dottið úr
reekjuveiðunum hér við Djúp
og ber ekki að sýta það. Við
Djúpmenn vitum að allir inn-
in Vébjarnamúps og Óshóla eru
tæmdir öllu fiskungviði, þar sem
það áður hélst og óx upp í friði
til viðhalds fiskistofninum. Við
vitum að allt „skark“ rækju-
trollsins eftir mararbotni fjarð-
anna i hart nær 30 ár hefur
valdið miklu raski og breyting-
um frá því sem áður var. Við
vitum að hverskonar sjávargróð-
ur á botninum er lífgjafi ung-
viðisins, jafnframt því, sem hann
veitti seiðunilm vörn fyrir mörg-
um hættum. Við vitum ekki
hvort nokkurntíma muni gróa
um þau sár. sem rækjuveiða-
trollið hefir valdið á botni fjarð-
anna í fjölda ára tímabili.
Við vonum að það geti orðið
einungis við algera friðun fram-
vegis á okkar friðsælu og þýð-
ingarmiklu uppeldisstöðvum,
áður en rækjuveiðarnar komu
til sögunnar. Við vonum að
innan skamms tíjna komist sú
friðun á, sem nauðsynleg er og
að móðir náttúru gefist aftur
friður til að fylla upp í skörðin,
sem fyrir skammsýni mannanna
hafa verið höggvin í fiskirækt
okkar á þýðingarmiklum upp-
eldisstöðvum og veiðistöðvum.
Góðir menn. Gætið varhuga
við að láta þegjandi viðgang-
ast að hlevna rækjuveiðatrollun-
um inn á fjörðinn ykkar. hvar
sem hann er við landið, þó
rækja kunni að fyrirfynnast
þar. Hafið það fyrir satt að
rækjan er uppáhalds fæ»a fvrst
og fremst þorksins, okkar aðal-
nytjafiskins. o<? fái hún (ræki-
an) að vera í friðj þar sem nú
er til á fjörðunum, má nokkurn-
veginn eiga það vist, ef fiski-
ganga kemur á þær slóðir. þá
staðnæmist hún þar fremur en
ella. Þetta vitum við sem stund-
að höíum fiskveiðar við ísafjarð-
ardjúp, gjörla. Takið ekki mark
á þeim fráleitu kenningu sumra
rækjuveiðimanna, að fiskurinn
„sé hræddur vi» rækjuna" og
flýji hana. Þeta er hin mesta
villukenning.
Jón Jónsson segir í grein sinni:
„Það má í rauninni segja, að
okkur berj siðferðisleg skylda
til þess að nýta til fulls þau
veiðisvæði. sem eru undir okk-
ar edgin lögsögu og aðrar þjóðir
fá ekki að nota". — Tiltölulega
fátt fólk hér í béraðinu, svo að
segja eingöngu í Isafjarðarkaup-
stað hefur haft nokkra atvinnu,
á stundum vegi.a rækjuveið-
anna.
Gróði fyrir þjóðarbúið af veið-
unum má heita hverfandi. en
óhætt að segja mjög skamm-
góður og dýrkeyptur gróðL
Viðurkenndar uppeldisstöðv-
ar ungfisks hér við Djúpið
hafa verið gjöreyðilagðar og
enginn veit hvort eða hvenær
þær koma ag gagni aftur sem
slíkar. Óhætt að segja hundruð
milljóna hverskonar fiskseiða
hefir verið tortímt og engum
komið að gapni vepna SDell-
virkja rækiutrollsins grunnt og
djúpt i Djúpinu.
„Sjaldan er góð vísa of oft
kveðinn".
Svo segir gamalt máltækL
Enda þótt ég í blaðagreinum
áður um rækjuveiðar í ísa-
fjarðardjúpi o. fl. hafi oft vitn-
að í skýrslur dr. Bjarna Sæ-
mundssonar frá árinu 1908 um
fiskirannsóknir í ísafiarðar-
dþipi og viðar, þykir mér rétrt
að taka hér upp nokkug úr
þessum skýrslum til glöggvunar
þeim, sem virðast meta lítils,
að því er séð verður, nefndar
skýrslur og umsögn þessa merka
vísindamanns um margt þessu
máli viðkomandi, sem rætt er
um hér að framan.
Ég byrja þá á lýsingu vísinda-
mannsins á veiðarfærum þeim,
sem hann notaði við rannsókn-
imar hér á innfjörðum Djúps-
ins:
„1. Lítil þéttriðuð botnvarna
(hleravarpa) til þess að draga á
eftir vélbát, lengdin á botnteini
24 fet. möskvavídd V4. og %.
þuml. hlerarnir 11x55 cm.“
„2 Varpa með sekk s. n. ála-
varpa til þess að draga að landi
með handafli, 25 faðma löng,
möskvavídd 0«—1.1 cm. Dráttar
strengur 55 faðmar.
Lýsingu á öðrum veiðarfær-
um. sem fiskifræðingurinn hafði
með sér tel ég óþarft að taka hér
upp, var það síldarvarpa úr
grisnum dúk notuð við yfirborð
sjávar. tveir netháfar og botn-
skafa til að veiða allskonar botn-
dýr (skelfisk o. fl.)
Mér gafst færi á að skoða
þessi smágerðu veiðarfæri fiski-
fræðinesins. sem helzt mátti
Jíkja við barnaleikföng saman-
Jxirið við rækjutrollið. sem fast
að 30 árum tiefir verið dregið
eftir botni ísafjarðardjúps og
innfjarða þess. Við skulum nú
heyra um aflabrögðin hjá fiski-
fræðingnum í þessar smágerðu
fyrst-töldu 'vörpur hans, hlera-
vörpuna og álavörpuna, sem var
landnót dregin með handafJi:
„í Hestfirði var afJinn i 4 drátt
um 139 þorskar og 249 ufsar. auk
8 annara fiskitegunda 32 af tölu.
Stærð þorsksins 3,7-24 em.
í Skötufirði í 10 dráttum 266
þorskar og 270 ufsa auk 7 ann-
ara fiskitegunda 31 að tölu.
Stærð þorsksins 2,8-33 cm.
f Mjóafir®i í 8 dráttum 294
Fundarboð
Aðalfundur samtaka um hitaveitu í Arnarnesi verð-
ur haldinn í Nausti uppi, kl. 4 föstudaginn 28. febr.
næstkomandi.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Onnur mál.
STJÓRNIN.
þorskar og 273 ufsar auk 5 ann-
ara fisktegunda. Stærð þorsks-
ins_ 2,8-5,1 cm.
í Reykjarfirði í 2 dráttum
4045 þorskar og 13 ufsar auk
annara fisktegunda. Stærð þorks
ins 3.0-13 cm.
í ísafirði í 10 dráttum 2680
þorskar og 345 ufsar auk 135
annara fisktegunda. Stærð þorks
ins 13-18 cm.
Ég held nú, að aí uppgefnum
afla dr. B. Sæm. hér að framan
þurfi Jóni fiskifræðing ekki að
verða skotaskuld úr þvi að
reiJtna út, hver mundi seiðaafli
aJlra rækjuveiðabátanna geta
hafa orðið í þeirra stóru vörpur
öll þau ár, sem rækjuveiðar hafa
verið stundaðar hér 1 Djúpinu
og innfjörðum þess.
NeL Jón hefur velt stærra
hlassi en þvi. '
Um, Skútufjörð sem er lang
dýpstur allra innfjarða Djúpsins
og sem einu sinni var allra
fjarða fiskisælastur, segir Dr.
Bjarni eftir að hafa kynnst fiski-
lífinu þar: „Fjörðurinn er þannig
að verða merkilegur fjörður fyr-
ir fiskiveiðar við Djúpið. Hnísur
og hrefnur sá ég á firðinum og I
haust er leið höfðu verið þar
marear hre^Dur og iafnveJ r' kr
ir stærri hvalir er voru þar
lengi.“
Fiskirannsóknir Dr. Bjama Sae
mundssonar þetta ár 1908 taka
og til Breiðafjarðar og Húna-
flóa og innfjarða þeirra. í þess-
ari skýrslu segir meðal annars:
„Þorska og ufsaseiðin dvelja
svo í fjörðunum fyrstu 2 árin og
að minnsta kosti að nokkru leiti
3. árið, svo það má finna seiði
á 1. 2. og 3. ári saman eins og
sjá má á aflaskýrslu hér að fram-
an. Þó varð ég aðeins var við
eldri seiði en veturgömul, (l.fl.)
í ísafjarðardjúpi, einungis þorsk-
seiði. En þau fást oft á veiðar-
, færi fjarðarbúa (þyrslingur),
(við ísafjarðardjúp bútungur) og
og smáuísi." „Má af því ráða. að
þorskurinn, að minnsta kosti fer
ekki úr fjörðunum fyrr en hann
er orðinn tvændur (II. fl.).“ ..í
haust (1908) var mikill þyrslings
afli við Mið- og inndjúpið, býst
ég við að það hafi verið fiskur
sem í fyrsta sinn hefur. verið að
leita til hafs á 3. eða 4. hausti.**
„Firðirnir eru bví griðarstaðir
þar sem seiðin vaxa upp í friðl
fyrir eftirsókn mannanna og má
það heita heppni þar, sem botn-
vörpuveiðamar sem stundaðar
era á gotstöðunum úti fyrir
jnega yfirleitt teljxst hættnlegar
fyrir alla þá ungfiska er lifa við
botninn.“
Glöggt yfirlit yfir aflann er
að finna á öllum þeim svæðum
er dr. Bjami rannsakaði á um-
getnu sumri. Þar segir ,hann
meðal annars: „Af yfirliti þessu
sést áð flestar fisktegundir feng-
ust í ísafjarðardjúpi en fæstar
á Breiðafirði."
Dr. Bjarni Sæmundsson var
þekktur fyrir á rannsóknarferð-
um sinum, að vera spurull um
allt það sem fiski og fiskveiðum
kom við. t sjávarþorpunum hér
við Djúpið gerði hann sér far
um að kynnast sjómönnunum,
tala við þá og spyrjast fyrir um
hitt og annað, sem að starfi
þeirra laut. Ekki stóð heldur á
honum að fræða þá. væri hann
spurður um eitthvað sem varð-
aði fiskinn og fiskveiðaraar.
Hafði hann af mörgu að taka
í þeim efnum. Dr. Bjami vissi
hvað hann var að gera þegar
hann réði Einar Þorsteinsson
bónda á Eyri í Skötufirði til þess
að flytja sig milJi fjarða hér 1
Djúpinu, þar sem hann var þaul-
kunnugur, og auk þess sérstak-
lega glöggur maður á allt. sem
kom fiski og fiskiveiðum við. Gat
Einar til dæmis frætt dr. Bjarna
um hvar aðaldvalarstaðir smá-
fisksins (bútungsins) voru hér
í Djúpinu, fór Einar með hann
á þessi mið sem þeir gátu veitt
sér fisk í soðið, sem þeir gerðu
sér svo gott af, þó ekki væri 1
jafnvistlegum salarkynnum og
núverandi fiskifræðingar eiga
við að búa á rannsóknaríerðum
Enginn vafi er á því að rækju-
og dragnótaveiðar hafa oft heft
Framhald á bls. 15.