Morgunblaðið - 22.02.1964, Blaðsíða 13
r taugardagur 25. t'ehr. 1964
MORCUNBLAÐIÐ
13
EFTIR stjórnarbyltinguna í
eyríkinu Zanzibar í síðasta
mánuði hafa um 4 þús-
und eyjarskeggjar flúið land,
flestir þeirra til Tanganyika.
Eru þetta aðallega Arabar og
aðrir menn ættaðir frá Asíu,
en lítil vinátta er milli þeirra
og annarra.íbúa Zanzibar.
Zanzibar hlaut sjálfstæði 9.
desember s.l., og gaetti þá
strax nokkurrar óánægju með
skipan mála. Þótti blökku-
mönnum, sem eru þarna í
miklum meirihluta, Aröbum
fengin of mikil völd. Af 304
þúsund íbúum eru 242 þús-
'A ■■■■■
■•; ■
•J. - * í
**- ,>* ******
*
'ÍÍH.
Flóttamenn frá Zanzibar koma til Dar es Salaam í Tanganyika.
Kynþáttadeilur á Zanzibar
Sendifulltrúum vísað ur landi
und blökkumenn, en 42 þús.
und Arabar ,og um 18 þús-
und Indverjar. Sögðu tals-
menn blökkumanna að ekki
væri nóg að Bretar hættu
gæzlustjórn á eyjunum, held-
ur þyrfti að leysa íbúana und-
an stjórn Araba og soldáns
þeirra.
Fór svo að soldáninn hélt
ekki völdum nema í einn mán
uð, en var þá hrakinn úr
landi eftir byltinguna.
Þegar sjálfstæði eyríkisins
var staðfest í desember, varð
Zanzibar eitt af brezku Sam-
veldislöndunum, og minnst
þeirra allra, aðeins 2.640 fer-
km. Eftir byltinguna var hins
vegar ekki ákveðið hvort land
ið yrði áfram í Samveldinu.
VIÐURKENNA EKKI
STJÓRNINA.
Ýms ríki viðurkenndu fljót-
lega nýju byltingarstjórnina
á Zanzibar, en þeirra á meðal
voru hvorki Bandaríkin né
Bretland. Leiddist byltingar-
stjórninni þófið, og tilkynntií
stjórnum þessara tveggja
landa ,að ef viðurkenning
fengizt ekki, yrði sendifull-
trúum ríkjanna vísað úr landi.
Þegar hér var komið sendi
J ohnson, Bandaríkj af or seti,
þá Frank Carlucci, sérfræðing
í Afríkumálum við utanríikis-
ráðuneytið, og William C.
Leonhardt, sendiherra í Tanga
nyika, til Zanzibar til við-
ræðna við Abeid Karume for-
seta og stjórn hans 'um mál-
ið. Talið var að nokkuð hafi
miðað í samkomulagsátt og
viðurkenning væri á næsta
leiti. En Zanzibar-stjórn hafði
gefið Bandaríkjunum og Bret
landi ákveðinn frest til að
viðurkenna byltingarstjórnina
og sá frestur rann út á fimmtu
dag án þess að samningar
hafi tekizt. Tilkynnti þá Ab-
dul Rahman Babu, utanríkis-
ráðherra að frekari frestur
væri ekki veittur, sendifulltrú
arnir yrðu að fara.
Lauk þar með viðræðum
að sinni, og héldu sendifull-
trúarnir frá Zanzibar á
fimmtudag ásamt þeim Carl-
ucci og Leonhardt. Þennan
sama dag hafði Duncan Sand-
ys, samveldismálaráðherra
Breta, skýrt frá því í þinginu
að verið væri að kanna af-
stöðu annarra Samveldisríkja
til viðurkenningarinnar.
★
Ekki er vitað hvað næst
verður. En Babu, utanríkisráð
herra, sagði að viðræðunum
loknum á fimmtudag, að sendi
fulltrúarnir væru velkomnir
aftur til eyjarinnar, strax og
viðurkenning er fengin.
[1)1
Bifreiðatjón
og tjónbætur
• r'
Einar Asmundsson skrifar um
bifreiðamdl sitt
VEGNA blaðaskrifa sem nú
undanfarið hafa orðið um
bifreiðaákeyrslur lögreglubíls,
snem/ma á síðastliðnu ári og
tjónabætur, tel ég rétt að segja
sögu málsins í aðalatriðum.
★
m
í marzmánuði síðastliðið ár,
1963, vildi það til að ein af bifreið
um lögreglunnar keyrði með ofsa
hraða á bifreiðina R—13535, þar
sem hún stóð á stæði fyrir utan
húsið Hverfisgötu 42. Bifreiðin R
—13586 stórskemmdist þar em
hún kastaðist lengdir sínar og
stöðvaðist eða klemmdist upp að
húsinu, sem þó varð til þess að
mennirnir í lögreglubílnum slös-
uðust lítið eitt. Hefði óefað orð-
ið þarna stórslys á mönnunum í
lögreglubílnum, sem þá hefði lent
ó, eða farið inn um stóran búðar-
glugga. Bifreiðin var fjarlægð,
sennilega af lögreglunni eða fyr-
ir hennar tilstilli. Síðan hefi ég
ekki séð eða haft neitt með bif-
reiðina að gjöra.
Daginn eftir að þetta slys vildi
til, hringdi lögreglustjóri til min
og um leið og hann baðst afsök-
unar á þessu óhappi og tjóni sem
hér hafði orðið, þá taldi hann að
sjálfsögðu myndi lögreglustjóra-
embættið sjá svo um að tjónið
yrði að fullu bætt.
Nokkrum dögum eftir ákeyrzl-
una mætti ég hjá umferðadóm-
stólnum út af þessu máli og gaf
(þar skýrslu um hvað ég vissi um
málið og um leið er þar skráð
hvaða bótakröfur ég gjöri, sem
efnislega eru þær, að bifreiðin
verði greidd á því verði sem hún
hefði verið seljanleg fyrir tjónið
að álitd tveggja bifreiðasölu-
manna, og væri þá tekið tillit il
aldiurs, (tveggja ára) og kíló-
metrafjölda í keyrzlu. Auk þessa
dagpeninga í þann tíma þar til
ég gæti aflað mér annarrar bif-
reiðar af ekki lakari gerð en sú
sem eyðilögð var.
Strax eftir eyðileggingu bifreið
arinnar fól ég einum af' þekkt-
ustu hæstaréttamálafærslumönn
um borgarinnar að semja og ná
samikomulagi um tjónið við tjón-
valdana og tryggingafélag þeirra
en þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir frá hans hendi munu þeir efcki
hafa verið við mælandi um nein-
ar bætur. En þar sem ég hefi
ekki trú á að þetta mál eins og
það er tilkomið yrði af tjónvald-
anurn gert að dómsstólamáli, þá
hefi ég nú beðið í nær heilt ár
eftir samkomulagstillöguim, en án
árangurs.
Fljótlega eftir eyðileggingu bif-
reiðarinnar gjörði ég pöntun á
bifreið af svipaðri gerð hjó um-
boði Mercedes Benz hér á landi
og fékkst loforð um afgreiðslu-
tíma sem yrði ekki undir þremur
mánuðum.
Ég þurfti að fara til útlanda í
júnímánuði og í endaðan júní fór
ég til Stuttgart og tók á móti bif
reiðinni þar sem hún var skrá-
sett á þýzkt tollnúmer. Ég keyrði
bifreiðina til Kaupmannaihafnar
Og setti hana þar í skip til flutn-
engin breyting orðin um bóta-
ings heim.
Þegar bifreiðin kom heim var
greiðslur vegna eyðilagða bílsins,
og þar sem ég átti óumdeilanlega
verðmæti hans inni hjá lögreglu-
embættinu auk dagpeninga vegna
afnotamissis, þá fól ég lögfræð-
ingi mínum að skrifa bréf til
dómsmálaráðuneytisins þar sem
farið var þess á leit við það að
það leyfði vegna þessara sérstöku
málavaxta, að nýi bíllinn mætti
keyrast á tollnúmeri þar til tjón-
ið yrði bætt og fengi til þess sam-
þykki tollyfirvalda. Þó þessari
málaleitan væri ekki svarað bréf
lega, þá hafði ég ástæðu til að
halda að viðkomandi aðilar hafi
álitið að hér væri farið fram á
svo sanngjarna ósk að þeir hafi
ekki talið að hægt væri að synja,
og viljað bæta þar að litlu leyti
fyrir þá vanrækslu sem lögreglu-
stjóraembættið sýndi í þessu
máli.
í því tilfelli að bifreið fró þeim
fyrirtækjum sem ég veiti for-
stöðu hefði valdið tilsvarandi
tjóni. þá hefði ég talið að sú
skylda hvíldi á mér að sjó um að
tjónið yrði bætt að fullu. Ef við-
komandi tryggingafélag hefði
ebki getað staðið við sínar kuld-
bindingar að öllu eða einhverju
leyti, þá hefðu mín fyrirtæki tal
ið sér sóma síns vegna skylt að
bæta tjónið að fullu, eða beita
sér fýrir samkomulagi í málinu,
þar sem við hefðum ebki talið
okkur hafa efni á öðru gagnvart
því mörgu ágæta fólki sem ég
hefi hér samstarf með um rekst-
ur fyrirtækisins „stofnunarinn-
ar“, og svo þeim þúsundum af
góðum viðskiptamönnum sem
eiga við okkur hagstæð við-
skipti sem verða að byggjast á
gagnkvæmu trausti en ekki á
refjum og klækjum.
Þetta sjónarmið mun áreiðan-
lega ekki eiga við mín fyrirtæki
ein. Þetta hlýtur að vera starfs-
aðferð allra þeirra fyrirtækja og
stofnana, bæði í opinberum- og í
einkarekstri, sem leitast við að
gjöra rétt Og þola eklti að gjöra
öðrum órétt.
Að Iögreglustjóraemibættið sé í
hópi þeirra fyrirtækja og stofn-
ana sem hafa þær sérstæðu starfs
aðferðir að það hirðir ekiki um
þó að það valdi stórtjóni án þess
að það sé gjört nokkuð frá þess
hendi að bæta tjónið, eða leita
samkomulags um tjónbætur.
Þetta er mál út af fyrir sig sem
varðar ekki þetta mál einungis,
en sú almenna athygli sem þetta
mál hefur vakið er áreiðanlega í
og með um þessar sérstæðu starfs
aðferðir þessarar mikilvægu
stofnunar.
Innan þessarar stofnunar er
mér kunnugt um að starfa bæði
í hærri og lægri stöðum margir
vel starfhæfir og greindir menn,
sem leitast við að gjöra skyldu
sina í hvívetna, þrátt fyrir þau
stóru mistök sem hér haia átt
sér sitað.
Seinnihluta janúarmánaðar síð
astliðinn var bifreiðin R—13535
lögð hér fyrir utan húsið við
stöðvamæli.
Nokkrum dögum seinna koma
stefnuvottar með bréf frá Vá-
tryggingafélaginu h.f. og segjast
eiga að færa mér lyklana að
bílnum.
Ég neitaði að taka við lyklun-
um með þeim ummælum að ég
teldi það mikið vafamál hvort
bifreiðin væri í minni eign leng-
ur.
Vátryggingafélagið h.f. virð-
it þarna hafa talið sig vera að
bæta tjónið sem varð fyrir tæpu
ári síðan. Bifreiðin MB 220 SE
sem var ákeyrð, var að áliti bif-
reiðasölumanna seljanleg á kr.
320—350 þúsund, var metin af
bifreiðaviðgjörðamönnum á kr.
300 þúsund.
Sú bifreið, sem Vátrygginga-
félagið h.f. lagði hér fyrir utan,
er að áliti bifreiðasölumanna
seljanleg nú fyrir 200—210 þús-
und, var metin af viðgjörða-
mönnum á kr. 240 þúsund. Með
öðrum orðum, bifreiðin sem var
að verðmæti fyrir nærri ári síð-
an (við skulum nefna lægstu töl
urnar) kr. 300 þúsund, ætla þeir
að bæta í dag með bifreið sem
er að verðmæti kr. 200 þúsund.
Auk þess tjónbætur vegna bif-
reiðamissis í 300 daga, 400.00 kr.
pr. dag, 120 þúsund. Sem sagt
tjón að upphæð kr. 430 þúsund
er krafizt að bæta af tjónvald-
anum með 200 þúsundum eða
ca. 45% af tjóninu. 55% er ætl-
azt til af Vátryggingafélaginu
og tjónvaldanum að eiga að
falla í hlut bifreiðaeigandans að
greiða. Nú má sjálfsagt segja að
það er hver blindur í inni „sök“,
og það sé í þessu tilfelli. Ég ætti
að sjálfsögðu’að skilja það að
ég er skyldur til að taka á mig
meir en helming tjónsins. Það
eru til menn sem hafa gefið mér
þetta í skyn, en þeir eru sann-
arlega fáir, en ég held að þrátt
fyrir allt þá sé réttlætiskennd
og dómgreind almennings svo
mikil að hann muni vera næst-
um einróma á mínu máli og ann
arra, sem hlotið hafa slíkt tjón
að mér beri fullar bætuy þar
sem ég eigi enga söik í þessu
máli.
Við skulum hugsa akkur að í
stað bílsins hefði það verið mað
ur sem varð fyrii ákeyrzlunni.
Hann hefði stórslasast, bein-
brotnað með meiru. Hann hefði
legið á sjúkrahúsi í 9-10 mán-
uði og fengið þar allar nauð-.
synlegar læknisaðgerðir og
hjúkrun, sem tryggingarnar
hefðu að sjálfsögðu greitt, en
neitað um allar frekari tjón-
bætur meðal annars á því að
þeir hefðu vottorð í höndunwm
(matsvottorð) um að maðurinn
væri ekki í lakara ástandi en
fyrir slysið. Ég bið læknana af-
sökunar á samanburðinum.
Það er rétt að geta þess, að
þegar það var orðið sýnt að
það sé ekki hægt að neyða mig
til að taka á móti marg-umget-
inni bifreið sem tjónfbætur, þá
læifur lögreglustjóraembættið
taka þýzka tollnúmerið af bílnum
sem ég keypti fyrir þann sem
eyðilagðist, og um getur hér að
framan, svoleiðis, að þó Vátrygg
ingafélagið eigi formælendur
fáa í þessu máli, þá er að ekki
algjörlega munaðarlaus einstæð
ingur þar sem það virðist eiga
svo mikilvægan aðila að.
Einar Asmundssoo
— SUS-s/ðon
Framh. af bls. 17
Björnsson, auglýsingateiknari,
fjallar um blöð og tímarit, sem
út eru gefin af aðildarsambönd-
um Æ.S.f. Síðan skiptast þátttak-
endur í umræðuhópa, er taka fyr
ir einstök vandamál.
Síðari ráðstefnan fjallar um
Ferðalög unga fólksins og verður
haldin á sama stað laugardaginn
14. marz kl. 13,30. Framsögu hafa
Helga Kristinsdóttir, varaform.
Æ.S.Í., og ræðir um ferðalög inn-
anlands, og Hörður Sigurgestsson,
stud. oecon., er fjallar um utan-
ferðir. Að öðru leyti verður sú
ráðstefna með sama sniði.
Félagsmálanámskeið
Almennt félagsmálanámskeið
var haldið 8.—9. febrúar sl. Ann-
að slíkt námskeið er fyrirhugað
7.—8. marz og fer fram í Háskóla
íslands. Verða þar flutt erindi og
leiðbeiningar um ýmsa hagnýta
þætti, ræðumennsku, fundar-
sköp og fundarstjórn, reiknings-
hald áhugamannafélaga og notk-
un sýningartækja.
Upplýsingar um þessar ráð-
stefnur gefa stjórnir aðildarsam-
bandanna og Æ.S.Í.