Morgunblaðið - 22.02.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ r Laugardagur 22. febr. 1964 Unnið að bættri aðstöðu í höfninni Bryggjuiengd nú 3 kílómetrar — umræður um hafnarmál í horgarstjórn Á borgarstjórnarfundinum s.I. fimmtudag skýrði Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, frá því, að bryggjulengd í höfninni sé nú um 3 kílómetrar. Aukningin frá árslokum 1955 sé um hálfur kilómeter í fiskibátabry L^jum eirgöngu. Þetta kom fram í utnræðum um tillögu Guðmund- ar Vigfússonar, þar sem hann leggur til, að hafnarstjórn sé falið að láta hefja nauðsynleg- an undirbúning að aukningu bryggjurýmLs í höfninni. t framsöguræðu sinni taldi Guðmundur nauðsynlegt að bæta afgreiðsluskilyrði fiski- skipaflotans í vesturhluta hafn- arinnar. Þá þurfi að kanna, — hvort ekki sé tímabært að rýma athafnasvæði slippfélaganna og sjá þeim fyrir aðstöðu á öðrum stað. UNNIÐ AÐ BÆTTRI AÐSTÖÐU í HÖFNINNI. Geir borgarstjóri kvaðst vera sammála flutningsmanni tillög- unnar um það, að auka þyrfti bryggjurými, einkum í vestur- höfninni. í vetur hefði verið unnið að bryggjugerð við norðurgarðinn. Gert væri nú ráð fyrir nýrri bryggju út af Faxaverksmiðj- unni í fjárhagsáætlun hafnar- innar. I>á væru nokkrir mögu- leikar til bryggjusmíði í krikan- um við Fiskiðjuverið, en fram- kvæmdir þar strönduðu þó á skipasmíðastöðinni. í>að væri ranglt hjá tillögu- manni, að ekki hefði verið unnið ötullega að þessum málum. Það væri þröng á þingi, að vísu, en fiskibátum hefði fjölgað ört og einnig aðkomubátum, sem legðu upp hér í Reykjavík. — Borgaryfirvöldin hefðu mikinn hug á því að auka bryggjurýmið í vesturhöfninni. ATHAFNASVÆÐI SLIPPFÉLAGANNA. Um aðstöðu slippfélaganna, sagði borgarstjóri, að hafnar- stjórn hefði ekki viljað fram- lengja lóðarsamning við skipa- smíðastöð D. Þ. Þá muni einnig hægt að kanna, hvort flytja þurfi athafnasvígði Slippfélags- ins, þegar lóðasamningur sá rennur út innan skamms. í sam- bandi við athuganir á nýju hafn arstæði væri athugað um at- hafnasvæði skipabygginga og viðgerðarskipa í borginni. Borgarstjóri lagði til, að til- lögu Guðmundar yrði vísað til umsagnar hafnarstjórnar o@ kæmi málið þá síðar til kasta borgarstjórnar að fenginni um- sögn ef með þyrfti. Tillögumaður kvaðst ekki vera á móti því að vísa málinu ÚTFLUTNINGUR Maður, sem er vanur útflutningsverzlun óskast til starfs nú þegar. — Reglusemi og gott kaup. — Til- boð, merkt: „Deildarstjóri — 9280“ sendist afgr. Mbl. RÉTT INGAV ERKF ÆRI Verð kr. 3,573.-— — Ennfremur fyrirliggjandi — TOPPLYKLASETT TOPPLYKLASKÖFT TOPPLYKLASKRÖLL STAKIR TOPPAR STJÖRNULYKLASETT OPNIR LYKLAR VATNSPUMPUTENGUR FLATTENGUR VENTLASLÍPITÆKI KÓNARAR 3/16” — 5/8” HRINGJAKLEMMUR RÖRSKERAR VERKFÆRASKÁPAR Lougavegi 178 Sími 38000 Geir Hallgrímsson. til hafnarstjómar, en hefði þó fremur kosið afgreiðslu borgar- stjórnar. Tilgangi sínum væri þó náð, því að hann hefði einkum haft í huga að koma hreyfingu á málið. Aðrir ræðumenn voru Þórir Kr. Þórðarson og Björn Guð- mundsson. Tillögunni var síðan vísað samhljóða til umsagnar hafnarstjórnar. Á borgarstjómarfundinum s.l. fimmtudag var framtíð Reykia- víkurfbarvallar tekin á dagskrá að beiðni Alfreðs Gíslasonar. í nmræðum um málið sapði Geir Hallerímsson, borgarstjóri ma., að ekki væri nóg að við- staðsetningu flugvallarins og urkenna ýmsa örðugleika af krefiast þess, að völlurinn verði lagður niður. Það yrði jafn- framt að leysa vandamálið um flugþjónustu við Reykiavík. einkum innanlandsflug. Unnið hefði verið ötullega að rannsókn um þessa máls, en endanleg lausn hefði ekki fengizt enn. En stefna borgaryfirvaldanna hlvt- ur að verða mótuð, þegar heild- arskipulíp borgarinnar verður afgreitt í sumar. Útlit er fyrir, að Reykiavíkurflugvöllur verði áfram nýttur vegna flugþjón- ustunnar, a.m.k. fyrir innanlands flug og það millilandaflug, sem notast eetur við völlinn óstækk- aðan. Ör talkniþróun í flugmál- um getur í framtíðinni auðveld- að mjög lausn þessa vanda- máls. Alfreð Gíslason hóf umræðurn ar um þetta mál. Hann flutti langa ræðu, þar 9em hann kvaðst rekja alla sögu þessa máls. Bæjarstjórn hefði mót~ mælt flugvallargerðinni 1940 og enn 1946. Síðan hefði lítið verið giert til þess að loka flugvellin- um, sem væri borginni til mikils ama. — Hann sagði nefndir og sér- fræðinga hafa unnið skelegg- tega að málinu og ekki virtust borgaryfirvöldin hafa mikinn ahuga á því að koma flugvell- inum brott, en það væri nauð- synlegt hið fyrsta vegna hættu, hávaða og væri völlurinn borg- inni fjötur um fót í byggjingar- máluim. Ræðumaður nefndi ekki flug- þjónustuna við borgina, né til- lögur um lausn þess vanda, ef völlurinn yrði lagður niður. í lok máls síns las hann upp mikið skjal um afstöðu sína til flug- vallarmálsins og óskaði bókunar á því. Var það í stórum dráttum endurtekning á ræðu þeirri, — sem hann hafði lokið við að flytja. TRYGGJA VERÐUR FULLNÆGJANDI FLUGÞÍÓNUSTU VIÐ BORGINA. Geir borgarstjóri kvaddi sér hljóðs að lokinni ræðu Alfreðs. Hann sagði, að ef hin langa og raunar tvítekna ræða væri kruf- in til mergjar kæmi það í ljós, að efni hennar væri eingöngu sú skoðun, að æskilefjt vaari að leggja flugvöllinn niður. — Það væri auðvitað réttur borgarfull- trúans að hafa þá skoðun, en honum hefði þó með öllu láðst að greina frá tillögum sínum um flugþjónustuna við borgina. Hin neikvæða skoðun, að leggja völl inn niður, er ekki hið eina, sem skiftir okkur máli, sagði borgar stjóri, heldur einnig hið já- kvæða, hvernig verður flugþjón ustunni við Reykjavík fullnægt, ef völlurinn yrði aflagiður. Hið síðarnefnda væri raunar aðal- atriði þessa máls, Borgarstjóri rakti síðan sögu flugvallarins í stuttu máli. Hann hefði verið gerður, þrátt fyrir mótmæli bæjarstjórnar á sínum tíma. Síðan hefði gildi flugsins fyrir borgina vaxið mjög og orð ið svo snar þáttur, að mál þetta verði ekki leyst, án þess að tryggja um leið fullnægjandi flugþjónustu fyrir borgina. — Það væri skoðun sérfræðinga, að Reykjavíkurflugvöllur væri nú svo þýðingiarmikill fyrir borg- ina að gera verði ráð fyrir hon- um næstu 20 ár a.m.k. fyrir innanlandsflug, nema til komi annar völlur, eigi miklu fjær en á Álftanesi. Erum við reiðubú- in til þess að samþykkja nú slík ar framkvæmdir og meðfylgj- andi skaittlagningu. ÝTARLEGAR RANNSÓKNIR OG TÆKNI AUÐVELDA LAUSN MÁLSINS. Stefna okkar í þessu máli ætti því að vera sú, að innanlands- flugið við Reykjavík geti farið um völlinn í náinni framtíð. — Ekki sé leyft að stækka völlinn, enda stefni þróunin í þá átt, að flugvélar þær, sem annast milli- landaflug fari um Keflavíkur- flugvöll, sem er of fjarri fyrir innanlandsflugið. Ör þróun flug- mála, t. d. lóðrétt flugtak o. fl- geta auðveldað mjög lausn þessa vanda í framtíðinni. Einnig ýtar legar rannsóknir og álitsgerðir, sem unnið hefur verið að. Ef til þess kemur að hægt verður að loka Reykjavíkurflugvelli, sagði borgarstjóri að lokum, þá fær borgin þar mikilvægt svæði, sem getur komið sér vel þegar önn- ur svæði hafa verið nýtt. Lady Baden Powell 75 ára í DAG, 22. febrúar, verður Lady Baden Powell, alheimsforingi kvenskáta 75 ára. Lady Baden Powell hefur þrisvar heimsótt íslenzka skáta, síðast 1962, þegar haldið var upp á 50 ára afmæli skátahreyfing- arinnar á íslandi. Lady Baden Powell var kona Lord Baden Powell of Gilwell, sem var stofnandi skátahreyfing arinnar. Lady Baden Powell hefur frá fyrstu tíð helgað starfskrafta sína skátahreyfingunni og enn í dag er hún á stöðugum ferða- lögum að heimsækja skáta í hin- um ýmsu löndum, þar sem skát ar eru starfandi. Skátar um all- an heim minnast í dag þeirra hjóna, en Lord Baden Powell var einnig fæddur 22. íebrúar. (Frá BÍSj,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.