Morgunblaðið - 13.03.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.03.1964, Blaðsíða 8
MORGUNBIAÐIÐ i Föstudagur 13. marz 1964 Loftferðalögin komin frá nefnd — kjör verkfræðing a og jarðræktarlagafrumvarpið komið til efri deildar — tvær þingsályktunartillögur samþykktar — um ið nað í kauptúnum og kaupstöðum — um aukinn stuðning við innlendar skipasmíðar. v • FUNDIR voru í gær i sameinuðu þingi og báðum deildum. í sameinuðu þingi voru sam- þykktar og afgreiddar tvær þingsályktunartillögur, um efl- ingu skipasmíða og um iðnrekst- ur í kaupstöðum og kauptúnum. Þá voru þingsályktunartillögurn- ar um almennan lífeyrissjóð, um fræðslu og listaverkamiðstöðvar og um embætti lögsögumanns vísað til síðari umræðu og nefnd- ar. f efri deild hafði Ingólfur Jóns- son, ráðherra, framsögu fyrir frumvörpunum um lausn kjara- deilu verkfræðinga og jarðrækt- arlög. f neðri deild hafði Sigurður Bjarnason framsögu fyrir nefnd- aráliti um loftferðalagafrumvarp- 'ið. Frumvörpin um lóðakaup í Hveragerði og breytingu á lög- um um atvinnu við siglingar voru afgreidd til 2. umræðu og nefnda. Frumvarpið um eyðingu refa og minka var afgreitt frá deild- inni sem lög. Þá talaði Einar Ol- geirsson fyrir frumvarpi sínu um áætlunarráð ríkisins. Var það í stórum dráttum sama ræðan og þingmaðurinn flutti í fyrir- spurnatíma í gær um fólksflótta af Vestfjörðum. LOFTFERÐALAGAFRUM- VARPIÐ KOMIÐ FRÁ NEFND Sigurður Bjarnason hafði fram sögu fyrir áliti samgöngumála- nefndar um frumvarp ríkis- stjórnarinnar tll laga um loft- ferðir. Frumvarp þetta er mjög ítarlegt, vandlega undirbúið og er í 190 greinum. Fylgir því ná- kvæm greinargerð. f framsögu- ræðu sinni sagði Sigurður m.a.: » Herra forseti! Loftferðir eru nú svo ríkur þáttur í samgöngumálum þjóð- anna að brýna nauðsyn ber til, að um þær, og allt er að þeim lýtur gildi lög og reglur, til sköp- unar fyllsta hugsanlegs öryggis. Einnig hér á fslandi eru loftferðir orðnar þýðingarmikill þáttur samgöngumálanna. Við íslending- ar höldum nú uppi víðtæku á- ætlunarflugi inn anlands til ómet anlegs hagræðis fyrir landsmenn alla. Jafnframt halda 2 íslenzk flugfélög, Flug- félag íslands og áætlunarferðum Flugfélagið aðal lega milli fslands og Evrópulanda en Loftleiðir bæði til Evrópu og N-Ameríku. Flugsamgöngurnar hafa þannig algerlega rofið ein- angrun fslands og fært landið í þjóðbraut á alþjóða samgöngu- leiðum. Það má vera okkur fslending- um mikið fagnaðarefni að við höf um síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk eignazt glæsilega sveit ungra flugmanna, sem tryggja þjóðinni nú ekki aðeins fullkomnar og ör- uggar samgöngur innanlands og á milli landa, heldur hafa þeir orðið landi sínu og þjóð til sóma víða um heim fyrir dugmikla og örugga flugstjórn. Millilanda- flugið er orðið að merkilegum þætti í íslenzku atvinnulífi. Þá gerði Sigurður grein fyrir tildrögum frumvarpsins og und- irbúningi. Er frumvarpið samið af Gizuri Bergsteinssyni, hæsta- réttardómara, en það er sniðið eftir norrænum lögum og alþjóða reglum. Samgöngunefnd hefði haldið fjölmarga fundi um málið og leitað umsagnar ýmissa aðila, sem allir væru á einu máli um það, að frumvarpið marki merki- legt spor í loftferðalöggjöf þjóð- arinnar. Þessir aðilar og nefndin gerðu þó nokkrar breytingartil- lögur. Helztu breytingartillögurnar eru þær, að flugmálaráðherra sé skylt að skipa rannsóknarnefnd kunnáttumanna, ef flugslys verð- ur og manntjón. Þá komi inn í frumvarpið á- kvæði um að áhafnir og flugum- ferðarstjórar megi ekki neita víns 18 klst. áður en störf eru hafin. Með framlögðum breytingar- tillögum sagði Sigurður nefndina einróma leggja til að frumvarp- inu svo breyttu verði vísað til 3. umræðu og það samþykkt. Um þetta mál tóku einnig til máls þeir Sigurvin Einarsson og Einar Olgeirsson. Wti RÆPUR KJARADEILA VERKFRÆÐINGA í efri deild mælti Ingólfur Jóns son, ráðherra, fyrir frumvarpinu um kjaradeilu verkfræðinga. — Mál þetta er komið frá neðri deild. Ráðherr- ann sagði hér vera um að ræða staðfestingu á bráðabirgðalög- unum frá í sum- ar og rakti nauð- syn þess, að gripið var til þeirr- ar löggjafar. Alfreð Gíslason gagnrýndi frumvarpið harðlega og sagði það sína hug ríkisstjórnarinnar til launþega. Væri það árás á samn- ingsfrelsið og vanmat á störfum verkfræðinga, sem óðum flýðu land. Ingólfur Jónsson svaraði þing- manninum nokkrum orðum. — Kvað hann ræðu hans hafa verið rakalaus stóryrði, sem nú væru sem betur fer að verða sjaldgæf í þingsölum. Þá hefði þingmann- inum láðst með öllu að finna orð- um sínum stað. Bráðabirgðalögin hefðu verið gefin út eftir langt verkfall og þegar útséð var um, að samning- ar myndu ekki takast. Hefði legið við stöðvun allra verklegra fram- kvæmda af þessum sökum og það á bezta tíma ársins. Almenningur hefði fagnað bráðabirgðalögun- urtl, sem komu í veg fyrir ó- fremdarástand. Það hefði verið hagsmunir verkamanna og ann- arra lágt launaðra, að atvinna félli ekki niður og væri það því rétt hjá þingmanninum, að ríkis- stjórnin hefði sýnt hug sinn til þessara stétta, sem sízt máttu úr missa. Ríkisstjórnin hefði éinnig sýnt störfum verkfræðinga viðurkenn ingu með lögunum. Viðurkennt að ekki væri án þeirra verið, enda hefði þá stefnt í algjört ó- efni. Verkfræðingar mættu hins- vegar ekki skammta sér önnur og betri kjör, en sambærilegar stéttir, og setja þannig launakerf ið úr skorðum. SAMÞYKKTAR ÞINGSÁLYKTANIR f gær voru samþykktar tvær þingsályktunartillögur. Tillaga Matthíasar Bjarnasonar um að tryggð verði eðlileg stofn- lán til innlendra skipabyggin^i og stefnt verði að því, að fiski- bátafloti landsmanna verði í vax- andi mæli smíðaður hérlendis. Hin var þingsályktunartillaga þeirra Björns Pálssonar, Gunnars Gíslasonar og Benedikts Grön- dals um að fimm manna nefnd verðd fálið að athuga, hvað hægt sé að gera til þess að auka iðnað í þeim kaupstöðum og kauptún- um, þar sem atvinna er ónóg. Þá var frumvarpið um eyðingu refa og minka samþykkt sem lög frá neðri deild í gær. Verður því eitrun í eyðingarskyni bönnuð til reynslu í 5 ár, ef það má verða til þess að bjarga íslenzka ernin- um. Loftleiðir, uppi við umheiminn; fslendingar meta manngildið meira N.K. sunnudag frá kl. 14 — 17 verður haldinn í Iðnskólanum í Reykjavik níundi almenni starfsfræðsludagurinn. Þar veita 300 leiðbeinendur upplýsingar um rúmlega 180 starfsgreina og stofnanir skóla og vinnustaði. Einnig verða sýndar fræðslumyndir í kvikmyndasal Iðnskólans á vegum fræðsludeildar landbún- aðarins. Einn liður í starfsfræðslunni er heimsókn á vinnustaði og verða aðgöngumiðgr afhentir hjá fulltrúum hinna ýmsu - starfsgreina, en farið verður með strætisvögnum frá Iðn- skólanum. Á ýmsum þessara staða eru fræðslusýningar og er það nokkur nýlunda. Fjöldi fólks aðstoðar við und- irbúning og framkvæmd starfs- fræðsludagsins og er allt þeirra starf unnið án endurgjalds. Meðal sjálfboðaliða eru nemend uc úr lærdómsdeild Verzlunar- skólans og úr Gagnfræðaskóla Kópavogs. Stöðugt fjölgar starfsgreinum þeim, sem kynntar eru á hin- um almennu starfsfræðsludög- um. í ár eru 23 starfsgreinar kynntar þar 1 fyrsta sinn og 34 starfsgreinar sem ekki voru kynntar sl. ár eiga þar nú full- trúa. Þessa fjölgun er m. a. að rekja til almennrar fjölgunar starfsgreina í þjóðfélaginu, auk- ins áhuga unglinganna sjálfra og ennfremur til þess að starfs- fræðsludagur sjávarútvegsins fellur nú undir hinn almenna starfsfræðsludag. Nokkrir skólar hafa nú tekið upp starfskynningu m. a. gagn fræðaskólinn á Akranesi og Gagnfræðaskólinn í Kópavogi og undirbúningur er hafinn að starfskynningu á vegum ýmissa skóla í Reykjavík. í ljós hefur komið, að nemendur sem notið hafa starfskynningar í skólum sínum verður miklu meira úr starfsfræðsludeginum en ella. Starfsfræðsludagar hafa nú verið haldnir í Reykjavík í níu ár og voru kynntar 67 starfs- greinar fyrsta árið, en í ár verða þær rúmlega 180. „Áhugi unglinganna á hinum ýmsu starfsgreinum er mis- jafn og breytilegjur frá ári til árs“ sagði Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur, í viðtali við blaðamenn á fimmtudag. „Sum ar starfsgreinar njóta stundar- hylli — eru tízkufyrirbæri — aðrar eru oftast við það sama, m. a. er áhugi á landbúnaði og sjávarútvegi alltaf mjög svip- aður.“ „Yfirleitt spegla spurningar unglinganna ákaflega mikið það sem um er rætt á heimilum þeirra“ sagði sálfræðingturinn" og það er orðið áberandi, að nú spyrja unglingarnir nær alltaf fyrst: „Hvað er kaupið“, áður en forvitnast er um námstíma, vinnutíma, og kjör almennt. Aðspurður sagði Ólafur að lokum, að hann teldi litlar líkur á því, að hæfnisparóf yrðu tekin upp hér á landi svo nokkru næmi. f íslenzku þjóðfélagi væri hæfni manna ekki einráð um val þeirra í störf, heldur kæmu ekki síður til álita aðrir eiginleikar. „íslendingar líta að öðru jöfnu síður á próf og tæknilega kunnáttu" sagði Ólafur,“ en meta manninn sjálfan því meira. Manngildið ræður meiru um val í starf hér en annars staðar.“ Síldarverðið SIGURÐUR Pétursson og Tryggvi Helgason gera eftirfar- andi athugasemdir: Með úrskurði meirihluta yfir nefndar (þ.e. oddamanns og beggja fulltrúa kaupenda) um verð á síld til frystingar og verð á síld og loðnu til bræðslu yfir tímabilið 1. marz til 15. júní, þ.á. er eingöngu metinn eða áætlaður kostnaður við framleiðsluna i landi og fastur kostnaður vinnslustöðvanna. Hinsrvegar er ekki að neinu leyti tekið tillit til hins stöðugt vaxandi kostnaðar við að draga aflann að landi. Frá því. að verð á síld fyrir þetta sama tímabil á s.l. ári, var ákveðið, hefur útflutnings verð afurðanna hækkað veru- lega og mjög mikið á síldar- lýsi. En með úrskurðinum er þó verð á síld til frystingar lækkað um full 9%, á bræðslu- síld um 4,5% og loðnu til bræðslu um 20—25.% Er þessi verðlækkun ákveðin án þess að litið sé á það, að allt verðlag á nauðsynjum til útgerðar og heimila sjómanna hefur hækk- að á þessu tímabili sem svarar 20—25%. Er þess að geta, að framleiðslustarf þetta (þ.e.as., að bræða síld og frysta) krefst hlutfallslega minni vinnulauna- ijreiðslna (miðað við heild BRIDGE MMMIMMMMM NOKKRAR sveitir, sem keppa munu á Olympíumótinu í New York, hafa nú verið ákveðnar, en í mörgum löndum standa yfir keppnir, sem skera munu úr, hvaða spilarar fara tii New York. Þessar sveitir hafa verið ákveðnar: Þýzkaland: Chodziesner, De- witz, Deneke, Rammensee, Holtzer og Pressburger. England: Reese, Shapiro, Kon- stam, Tarlo, Harrison-Gray og Flint. England (kvennaflokkur): —» Gordon-Markus, Fleming, Moss, Juan og Shanahan. Frakkland: Desrousseaux, Thé- ron, Svarc, Boulenger, Deruy og Bacherich. Frakkland (kvennaflokkur): Valut, Gaillard, Serf, Baldon, Chanfray og Morenes. Danmörk (kvennaflokkur): — Damm, Fraenckel, Hulgaard, Petersen og Skotte. Irland: Read, Kelly, Goldblatt, Deery, Stokes og Fine. írland (kvennaflokkur): — Giddings, Seligman, Maguire, Tittering. -----0------- í 6. umferð Reykjavíkurmóts- ins fyrir sveitir urðu úrslit þessi: Sveit Þóris Sigurðssonar vann sveit Vigdísar Guðjónsdóttur 6—0. Sveit Einars Þorfinnssonar vann sveit Aðalsteins Snæbjörns- sonar 6—0. Sveit Ólafs Þorsteinssonar vann sveit Jóns Stefánssonar 6—0. Sveit Ingibjargar Halldórs- dóttur vann sveit Ragnars Þor- steinssonar 6—0. Sveit Einars er þá efst með 34 stig og í öðru sæti er sveit Þóris með 28 stig. Næst verður spilað n.k. mið- vikudagskvöld í Skátaheimilinu við Snorrabraut. arframleiðslukostnað) en önnur fiskvinnsla. Áætlanir þær um vinnslu- kostnað og fastakostnað fisk- vinnslustöðvanna, sem kaup- endur hafa la-gt fram til að byggja verðlagninguna á, telj- um við mjög óábyggilegiar og að þær gefi ófullnægj andi vit- neskju um ýmsa þýðingarmikla kostnaðarliði, þó áætlanir þess ar hafi þótt hæfar til að hafa þær til hliðsjónar við sam- komulagsumleitanir milli aðila í Verðlagsráðinu, teljum við þær ófullnægjandi og óhæf gögn til að byggja á þeim úr- skurð, sem bindandi er um svo mikil viðskipti, sem hér er um að ræða og ákvarðandi eru um afkomu útvegisins og fiski- manna. Með hliðsjón af því, sem að framan segir, mótmælum við úrskurði meirihluta yfirnefndar og teljum verðið á aflanum skv. honum ákveðið mikið lægra en efni standa til. Enn- fremur teljum við úrskurðinn ekki vera í samræmi við þann tilgang, sem Verðlagsráð sjáv- arútvegsins og lögin um það eiga að þjóna. Reykjavík, 10. marz 1964 Sigurður Pétursson, Tryggvi Helgason. tTHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.