Morgunblaðið - 13.03.1964, Blaðsíða 15
-*> Föstudagur 13. marz 1964
MORC ii*'QLAÐIÐ
15
Tom Kristensen sjötugur
KRISXMANN Guðmundsson, sem um 20 ára skeið hefur
starfað sem bókmenntagagnrýnandi Morgunblaðsins, hefur
samkvæmt eigin ósk látið af því starfi. Aftur á móti mun
hann skrifa um nýjar bækur, sem út koma á Norðurlönd-
um. Morgunblaðið þakkar Kristmanni starf hans í þágu
blaðsins, meðan hann var bókmenntagagnrýnandi.
DANSKI rithöfundurinn Tom
Kristensen varð nýlega sjötugur
og í því tilefni gaf Gyldendal
út úrval úr ljóðum hans: „Ud-
valgte Digte“. En fyrir rúmum
tveim árum síðan kom ný út-
gáfa af skáldsögu hans „Hær-
værk“, sem hefur notið mikilla
vinsælda í Danmörku, enda lang
bezta prósaverk þessa höfundar
og á margan hátt stórmerkileg
bók.
„Hærværk" er ekki aðeins
mikilsverður þáttur úr ævi
skáldsins sjálfs, er hann lýsir í
bókinni. Þetta er að nokkru leyti
saga um sjálfseyðileggingu, ör-
væntingu og ráðlausan flótta
manns, sem misst hafa trú sína
á allt og alla. En sá missir er
mjög einkennandi fyrir þá menn,
er voru ungir eftir heimsstyrjöld-
ina fyrri, og bundu þá trúss sín
við kommúnismann og hið tillits-
lausa niðurrif menningarinnar og
allra fornra dyggða, sem hin
rauðu öfl ástunduðu. Eftir 1930,
eða nánar tiltekið eftir Moskvu-
málin illræmdu, þegar Stalin hóf
manndráp í heildsölu, tóku hinir
gáfaðri meðal þessara manna, og
þeir sem einhver andleg heil-
brigði var eftir í, að gruna villu
síns vegar og tóku sumir að
draga eitthvað í land, en reyndu
þó lengst af að blekkja sjálfa sig
með þeirri hlálegu afsökun að
„kannski myndi Eyjólfur hress-
ast“ — og höfum við íslendingar
séð þessa ljót dæmi.
Tom Kristensen var einn þess-
ara manna, og meðal hinna gáf-
aðri, en einkum listfengari á mál
og stíl. „Hærværk" er ritað af
mikilli kunnáttusemi og stórri
bókmenntalegri þjálfun. Aðal-
persónan, Jastrau blaðamaður,
er — eins og höfundurinn — bók-
menntagagnrýnandi hjá frjáls-
lyndu stórblaði, og vinnur þar
auðvitað í þágu niðurrifsaflanna,
enda þótt hann sé ekki lengur
heilshugar í fylgi sínu við þau.
Hann er giftur borgaralegri konu,
sem skilur raunar við hann í
byrjun bókar, og hefur mikla
fyrirlitningu á ættmennum henn-
ar, er stunda kaupsýslu. Sjálfur
er hann fyrirlitinn af hinum
yngri rauðliðum, en tákn þeirra
er persónan Steffensen, sérlega
ógeðfelldur unglingur, er hefur
tekið að sér fyrrverandi vinnu-
konu föður síns, en gamli maður-
inn hefur smitað hana af kyn-
sjúkdómi — Stefani nefnist hann,
auðvitað mikilsvirtur borgari og
kunnur rithöfundur. Unglingi
þessum er ágætlega líst, þannig
að lesandinn skynjar vanmeta-
kennd Jastraus blaðamanns gagn
vart honum, sem þó er blandin
viðbjóði og snef af öfund. í enda
bókar gefur höf. í skyn að Steff-
ensen þessi muni gerast kaþólsk-
ur, og er það ekki óliklegt. Vel
séð og vel gerð persóna er Vuld-
tim, »r skrifar í blað Jastraus um
útlendar bókmenntir, og minnir
á — eins og höf. kemst að orði —
„en lastefuld jomfru". Hann er
ivallt mjög elegant í klæðaburði
•g daðrar við kaþólskan sið. >á
er aðalritstjóra blaðsins, Iversen,
mjög vel lýst, og má þar vel
kenna stórfrægan, gamlan blaða-
garp úr Danmörku. Nokkrir
drykkjurútar eru og skemmti-
lega myndaðir.
Jastrau er drykkjumaður og á
•ruggri leið í hundana. Drykkju-
skap hans er með fádæmum vel
lýst, og sýnt að höfundur á þar
•rugga og tæmandi reynslu að
baki. En orsakir drykkjuskapar
hans er einnig raktar út í æsar:
Hann er glataði sonurinn, sem
aldrei á afturkvæmt til heim-
kynna sinna, vegna þess að þau
eru, sökum tilverknaðar hans,
ekki lengur til. Nú étur hann
draf með svínum, sem hann auð-
vitað fyrirlítur, en jafnframt lað-
ast að, því að sjálfeyðingarvilj-
inn er nú orðinn ríkastur í eðli
hans — en menn sem þannig er
komið fyrir sækjast ætíð eftir
því sem ljótt er og viðbjóðslegt.
Höfundur lýsir því af frábærri
snilld hvernig drykkjan og and-
styggilegt umhverfi brjóta smám
saman niður leifarnar af skap-
styrk hans og sjálfsvirðingu, ger-
ir þó lesandanum fyllilega ljóst
hverjar frumástæður þessa hruns
eru. Þarna hefur mikill rithöf-
undur skráð harmsögur margra
skálda og menntamanna á fyrri
hluta tuttugustu aldar, þeirrar
dapurlegu kynslóðar er sveik
mannkynið og borgaði fyrir þau
svik með gæfu sinni og gengi
annarra.
Einn greiða hafa þessir menn
þó gert þjóðunum: að skilja eftir
auðvirðilega mynd sína í bók-
menntum samtímans, eftirkom-
endunum til viðvörunar. Og sú
þeirra sjálfsmynda, af þessu tagi,
sem rist er af hvað mestri snilld
og kunnáttu, er sagan „Hær-
værk“. Allt fer þar saman: per-
sónulýsingar, umhverfis- og ald-
arfarslýsingar, framúrskarandi
frásögn, hisp.urslaus og heiðarleg
sálfræðileg rannsókn og listileg
málsmeðferð. Þegar „menningar-
saga“ þessa tímabils verður rituð,
mun engan veginn hægt að ganga
framhjá bókinni.
„Udvalgte digte“ kom út á
þessu ári, eins og fyrr er sagt, og
er þar saman safnað úrvali
kvæðagerðar allrar ævi hans
fram að þessu. Carl Bergström-
Nielsen hefur valið í safnið og
farist það allvel úr hendi, þótt
þeir sem fylgzt hafa með ljóða-
gerð Tom Kristensens sakni þar
ýmsra kvæða, er vel hefðu mátt
fljóta með, og þyki hér nokkrum
ofaukið.
Safnið hefst á: „Landet Atl-
antis“, er þótti á sínum tíma hið
herfilegasta baráttuljóð meðal
hinna rauðu. Eiginlega hefði átt
að birta þetta kvæði framan við
bókina „Hærværk", að minnsta
kosti síðustu línur þess:
„I Chaos jeg löfter min Bösse
mod Skönhedens Stierne og
sigter“.
Þá er kvæðið „Itokih!", er sýn-
ir hvílíkt vald Tom Kristensen
hafði þegar í æsku á máli og rími.
Orðið „Itokih“ er viðkvæði úr
gömlum róðrarsöng frá Nýja-
Sjálandi, og skáldið vinnur þetta
orð af mikilli list inn í ómgrunn
ljóðsins, meðan hann lætur hina
fjarlægu strönd rísa úr hafinu,
með liti sína, líf og gróður. Þetta
er töfrandi kvæði:
„Tohihah, hiohah, itokih, itokih!
Som en Duft af malajiske Sagn;
thi Legendernes Ökse og Blind-
hedens Spyd
gnistrer blaat, lyner Sol, flammer
Hav, blusser Sagn;
de er dödsblanke Flader
og farlige Luner
paa grönne Cyclader
og solblaa Laguner,
de vaagner í Havblik med hug i
blodvild Fryd. —
Tohihah, hiohah, itokih!“
Snoturt kvæði er „Ringen"; í
„En Vise om mikroskopiske |
Drankere“ er skemmtilegur leik-
ur að máli og rími og „Paa Tvang
en“ er þekkt kvæði um hóru í
fangelsi, gert af snilld.
Tom Kristensen var á unga
aldri ekki frábitinn smávegis
pataldri, enda hafa fáir skrifað
betur um slagsmál en hann, sbr.
„Det blomstrende Slagsmaal“.
Skrítið og haglegt ljóð er „Brom-
bær“ og mjög listræn mynd er
„Drengen med Æblet“.
Allmörg af kvæðum þókarinn-
ar geyma stemmningar frá ferð-
um skáldsins, einkum í Austur-
löndum. „En morgen í Peking“
Tom Kristensen
gefur mjög natúralistiska mynd
af þessari austrænu borg, í sterk-
um og barokkum ljóðlínum.
„Woo Sing Dong“ sýnir rímleikni
og myndsköpun höfundar, enn-
fremur „Den blaa Tigger“, „Li
Tai Pes Död“ er eitt hið bezta af
þessum austrænu kvæðum, enda
þótt það sé fulllangt — en skáld-
inu hættir til þess að spara ekki
orðin sem skyldi.
Tom Kristensen daðrar stund-
um við dulspekilega hluti, og
ferst það ekki illa úr hendi, t.d.
í kvæðinu „Den blinde“:
„Mit Blik e- frosset til;
men jeg dör vel snart igen,
og jeg finder lyse Veje
bagved Döden.
Og livets sorte dage
flyder mod den klare Död
som de mörke Floder
op mod morgenröden".
Eitt bezta kvæðið í bókinni er
„Sövnen“:
„Midt í Solen, midt í Larmen
fandt han Ro
paa en Bro.
Over stene hviled armen,
hviled benet
som forstenet.
Linjen langs med Ryg og Ben
var et S i Töj og Köd,
hedt beáandet af en Sjæl,
der var sövnig som en död.
Broens skönne Marmor-
skammel
stod solid,
graa og hvid,
og det kröb med ung og
gammel,
alle fimred,
numled, mimred,
skrubbed sig som Mider frem
i den læbelöse Kiv;
Men den sovende laa krum
som i Sövnens Moderliv“.
„Identidet ved Fuldmaane" er
falleg náttúrustemming, sveipuð
í dul.
Því miður er ýmsum af „bar-
okkustu“ kvæðum skáldsins
sleppt í þessu safni, og er það
leiðinlegt, en sæmilegt dæmi um
þau er „Opfordring“:
„En Pige i Sevilla
havde Bo paa et Tag.
Den sorte Skörter vajed
som et Söröverflag.
De varsled Död og Djævel
og fordömmelige Ting
og skjulte ikke Benet,
som de varsled omkring".
Það er líkt og að sá, er efnið
valdi í bók þessa, hafi viljað
breiða yfir vissa óborgaralega
hluti í fari skáldsins, en það er
raunar alveg vonlaust, því að
Tom Kristensen er allt annað en
borgaralegt skáld. Um það vitna
mörg af þessum kvæðum, t.d.
„Vaarvise“, og mörg fleiri.
Hann minnir stundum á Sop-
hus Clausen, t.d. í „Stormmaane“,
„Hindsides“, og „Diminuendo".
„Genfödt“ minnir einnig á alda-
mótaskáldin dönsku, ásamt
„Kirsebær" og ýmsum fleiri.
Hans eigið sinni kemur aftur á
móti vel fram í ljóðinu „Angst“:
„Asiatisk í Vælde er Angsten.
Den er modnet med umodne Aar.
Og jeg föler det dagligt í Hjertet,
som om Fastlande dagligt for-
gaar.
Men min Angst maa förlöses
i Længsel
og i Synder af Rædsel og Nöd.
Jeg har længtes mod Skibskata-
storfer
og mod Hæværk og pludselig
Död.
Jeg har længtes mod brændende
Byer
og mod Menneskeracer paa flugt,
mod et Opbrud, som ramte
Alverden,
og et Jordskælv, sem kaldtes
Guds Tugt“.
Stórfallegt kvæði og vel gert
er „Stjerner og Vindruer“. Sömu-
leiðis „Barndomsminde".
Auðvitað eru léleg kvæði í
safni þessu, eins og flestum öðr-
um. „Drömmen i Frederriksberg
Have“ hefði alls ekki átt að birt-
ast þarna. f „Elegi“ kannast les-
andinn við stemmninguna úr
„Hærværk"; þar er sjálfseyðilegg
ingin snilldarvel sett í rím — eitt
af beztu kvæðum bókarinnar.
Tom Kristensen er sérkennileg-
ur tímamótamaður, alloft ósam-
kvæmur sjálfum sér, sem von er
á; þannig er því varið með alla
þá er dást að því sem þeir berj-
ast gegn, og eru háðir þeim verð-
mætum sem þeir eru að eyði-
leggja. Þetta er harmleikur of
margra skálda og menntamanna
í vorum heimi, frá lokum heims-
styrjaldarinnar fyrri og allt til
vorra daga. Það er augljóst að
hann er fæddur með drjúgan
skerf af tilfinningasemi sinnar
kynslóðar, en fyrirlítur hana og
þar með sjálfan sig, finnur
hvorki samræmi né jafnvægi í
sinni eigin skapgerð, en — og það
skal honum til sóma sagt — er
haldinn vissum heiðarleika, sem
því miður vantar í allmarga sam-
tíðarmenn hans á bókmenntasvið
inu. Þessi heiðarleiki gerir hon-
um ákaflega oft erfitt fyrir, en
lyftir honum jafnframt upp úr
hversdagsleikanum sem einum
af athyglisverðari rithöfundum
samtíðarinnar. En auðvitað eiga
málsnilld hans og stílvöndun þar
einnig drjúgan hlut að máli.
— Hjörleifshofði
Framh . af bls. 6.
Ef ég ætti ekki Hjörleifshöfða,
fyndist mér ég ekkert eiga og
ekki mundi ég selja hann, nema
eitthvað alveg sérstakt kæmi
fyrir.
— Hvað um framtíðarmögu-
leika?
— Ég get ekkert sagt um það,
en ég tel að fullir möguleikar
væru á að reisa þar bú að nýju
að afstöðnu Kötlugosi. Það mundi
borga sig og ættu ræktunar-
möguleikar að vera góðir á sand
inum sunnan Höfðans.
Lokaorð.
Kjartan Leifur Markússon, sem
ég hefi rætt við í fjórum blaða-
greinum er fæddur í Hjörleifs-
höfða þann 8. apríl árið 1895.
Fluttist þaðan 25 ára að aldri að
Suður-Hvammi í Mýrdal og átti
þar heima í 42 ár eða til ársins
1962. Fluttist þá til Víkur og á
þar heima núna. Kvæntur ér
hann Ástu Þórarinsdóttur frá
Hafranesi við Reyðarfjörð. Börn
þeirra eru þrjú, öll uppkomin:
Áslaug Hildur, Þórir og Halla.
i Sviþjóð
ÞAÐ er margt undarlegt, sem
kemur fram í listaiheimimuim.
Ekki alls fyrir löngu barst
skeyti út um heimimn frá
London, að nú væri hægt að
kaupa prins Fhilip á nærbux-
unum, síðum, fyrir einar litl-
ar krónur 350,00. I seinna
skeyti hafði verðið hækkað
upp í 5000 krónur, og líklega
er það ekki oí mikið fyrir
málverk af dirottnimgarbónd-
anum á síðum nœrbuxum.
A myndinm er prinsinn enn
í skónum og með svört sokka
bönd. Hins vegar var ekkert
sagt um litinn á nærbuxun-
um. Málarinn, hinn 22ja ára
gamli Barry Jordans, segist
með myndinni vilja ktma
fram þeim áhrifum, sem prins
inn hafi á marga Bireta. Hann
kemur víða fram og alltaf í
mismiunandi fatnaði.
Engir áhugasamir kaup-
endur hafa gefið sig fraim enn
þá, svo vitað sé, enda er karl
á nærbuxum bara karl á nær-
buxunum og því ekkert mark-
vert fyrirbæri.
Ekki alls fyrir löngu var i
Stokkhólmi opin um langan
tíma rússnesk listsýning. Auð
vitað hafði hún blessun list-
þekkjarans Nikita Krúsjeffs,
hins mikla stjórnvitrings, sem
hefur vit á öllu, frá jarðrækt-
arvélum til lista og algeims-
þróunar.
Þeir, sem sáu sýninguna
fengu tækifæri til að láta álit
sitt i ljós og sikrifa það í gesta
bók sýningarinnar, og auðvit
að mátti sjá þar ýms ummæli.
Einn skrifaði að rúsnesk list
væri dásamleg, á sýmngunni
liði manni vel, þar væri ekk-
ert nakið. Annar sá þann eina
galla á sýningunni, að á mynd
nr. 98 væru fótleggirnir 2 om.
of stuttir. Sá þriðji kvaðst
ekkert skilja í list. Og svo
segja sumir að þetta sé gamal
dags og list Rússa sé minnst
50 árum á eftir sínum tíma.
Já, gamlir meistarar. Það er
ekki það versta. Hin 459 ára
Mona Lisa frá París hefur mót
að nýjan móð í Ameríku, og
nú er það nýjast að þær sem
vilja teljast til heldri kvenna
verða að geta brosað „inn á
við“.
Mona Lisa er alklædd og
upp i verðíloKk henrar kemst
liklega aldrei myndin af prrns
inum á nærbuxunum.
Immum.