Morgunblaðið - 13.03.1964, Blaðsíða 19
r FSst’idagur 13. marz 1964
MORCUNBLAÐIÐ
19
BIRGIIt GUÐGEIRSSON SKRIFAR UM
HLJÓMPLÖTUR
BKKERT brezkt nútímaljóð-
skáld ihefur öðlast slíkar vin-
sseldir sem Dylan Thomas.
Án efa byiggjast vinsældir
hans að miklu leyti á því, að
hann var afburða sérstæður
og mikitfenglegur upplesari,
hvort seim um hans eigin
verk eða annara var að ræða.
Þegar hann ferðaðist um
Bandariki Norður-Ameríku
seinustu árin, sem hann lifði,
opnaði hann nýjan heim þeim
mikla fjölda áheyrenda, er á
hann hlýddi. Undraheim, sem
ofinn var úr efni hins hvers-
dagslega lífs, sem var á engan
hátt neitt frábrugðið tilveru
svo fjöldamargra annara.
Dylon Thomas var upples-
ari af Guðs náð. Slíkur að
einróma álit er, að vart hafi
heyrzt annað eins, hvorki
fyrr né síðar. Kemur þar
margt til. Fyrst og fremst
hinn einstæði persónuleiki
mannsins sjálfs auk blæ-
brigðarikrar raddfegurðar.
Rödd hans hefur af mörgum
verið líkt við hljómfagurt
orgel og sannarlega beitti
Dylan henni af hárnákvæmri
fimi, allt frá thljóðri bæn eins
og til dæmis í kvæðinu „Do
not go gentle into that good
night“ til þrumandi predik-
unar eins og í kvæðinu „And
deatih sall have no dominion".
Dylon Thomas dó 9. nóv-
ember 1953, þá nýorðinn 39
ára. Hann var oft kallaður
„Svanurinn frá Wales“, en i
Wales var hann fæddur og
þar undi hann sér bezt. Hann
bjó þar á fremur afskekktum
stað í húsi niður við sjó, og
húsið 'hét „The Boat House“
eða „Bátshús". Þetta af-
Skekkta sveitaþorp, sem hann
bjó í heitir Laugharne og er
i við Carmarthenflóa í Car-
marthenshire í Wales og sum
ir segja, að þar sé töluð feg-
urst enska. í uppvexti var
Dylan (framiborðið Dillon)
látin nema ensku en ekiki
velðka tungu og enska var
víst eina málið, sem hann
kunni. Og það kunni hann.
Vald hans á enskunni var
vald virtuosins og framburð-
ur afburða glæstur.
Ameríkuferðir hans á ár-
unum 1950-53 vöktu á sinum
j tíma gífurlega athygli, m. a.
skrifaði John Malcolm Brinn-
1 in bók um þær, sem heitir
„Dylan Thomas in America“.
Hefur sú bók oft fengizt hér
i bókaverzlunum,\ en alltaf
selzt upp á örskömmum tíma.
Er það all rosafengin frásögn
af þvi hamslausa liferni, sem
varð Dylan að aldurstilla.
Þess má einnig geta, að nú er
sýnt á Broadway leikrit, sem
fjallar um seinustu æviár
skáldsins og fer Sir Alec
Guinness með aðalhlutvenkið.
Þegar Dylan lézt, stóð fyrir
dyrum væntanlegt samstarf
hans og Stravinskys að samn-
ingi nýrrar óperu. Hvað úr
því hefði orðið er ekki auð-
velt að segja. Dýlan van-
treysti sér á því sviði, þ.e.a.s.
að semja óperutexta og margt
bendir til þess, að sá nægta-
brunnur, sem hann jós af á
fyrri árum hafi verið hart nær
þurrausinn, er hann lézt.
Seinustu sex ár ævinnar lét
hann aðeins sex kvæði frá
sér fara, eða kannske réttara
sagt sjö, ef með er talinn,
„Prólóginn" að kvæðasafn-
inu „Collected Poerns", sem
út kom 1953. Það virðist næst-
um kaldhæðni örlaganna, að
ljóðskáld skuli gefa út safn
ljóða sinna 39 ára að aldri
og deyja svo. Seinustu 'kvæði
Dylans eru efnislega öll
elegisk, og harma horfna
æsku. Og æskan var það yrkis
efni, hvort heldur var í
bundnu máli eða óbundnu,
sem fegurst varð í meðförum
hans. Þar var heiðríkja hug-
ans óflekkuð og tær.
Vald það, sem Dylan hafði
á enskri tungu, var ótrúlegt,
og er það eitt út af fyrir
sig merkilegt umhugsunar-
efni. Tökum til dæmis, er
hann segir á einum stað
— a grief ago —. Þetta er
illþýðanlegt á íslenzku, eins
og reyndar flest annað eftir
hann, en hversu mikið segir
það ekiki 1 samanþjöppuðu
formi. Eða setning eins og
þessi í kvæðinu „Poem in
October", sem er ef til vill
fegursta kvæði Dylans, —
the heron priested shore —,
en þessi fáu orð lýsa á auga-
bragði sjávarströndinni, þar
sem krökt er af hegrum og
tilsýndar eru þeir eins og
prestar í hempum. Dylan
Thomas getur líka verið svo
torráður í sínu líkingamáli,
að nær útilokað er að skilja
hvað hann er að fara. Eitt
hið mesta af kvæðum hans
er glöggt dæmi um slíkt, en
það byrjar svona: „Alter-
wise by owl-light in the haltf-
way house the gentleman
lay graveward witlh his furi-
es. En rótina, kjarnann,
sem viðhorf Dylans til lífs-
ins og tilverunnar byggist á,
finnum við í setningu eins
og þessari: „The force tíhat
through the green fuse drives
the flower drives my green
age“. Þá setningu er tiltölu-
lega auðvelt að þýða, en
merkingin er, að sami máttur
og ljær blóminu líf, sé einniig
lífgjafi skáldsins. Þannig
mætti lengi halda áfram, að
telja upp það, sem er sér-
kennandi fyrir Dylan Thom-
as og kveðskap hans.
Um vinnubrögð Dylans, er
það að segja, að þau voru
frábrugðin því, sem í fyrstu
mætti ætla. Hann samdi ekki
kvæði sín í einni hvitglóandi
innspírasjón, heldur vann
þau gjarnan út frá orði eða
setningu, sem honum datt í
hug í það og það skiptið. í
hvert sinn, sem hann gerði
breytingu á ljóðinu, skrifaði
hann það allt í heild upp á
nýtt. „Fern Hill“ eitt af hans
fegurstu kvæðum, skrifaði
hann til dæmis a. m .k. meira
en tvö hundruð sinnum, þegar
hann var að semja það og
eina setningu var hann alltaf
óánægður með, en gat samt
ekki betrumbætt, en það er
setningin — „. . . ran my
heedless ways . . .“ Sömu-
leiðis er athyglisvert, að
hann orti aldrei undir áhrif-
um áfengis, en eins og kunn-
ugt er varð hann því að bráð.
Söngur svansins frá Wales
er hljóðnaður, en hann lifir
enn af hljómplötum, sem am-
erískt fyrirtæki lét gera,
þegar hann var á upplestrar-
ferðum sínum um Bandarík-
in. Þegar þær hljóðritanir
fóru fram, var þetta hljóm-
plötufyrirtæki að hefja göngu
sína, en það ber nafn engil-
saxnesks skálds, sem uppi
var á sjöundu öld — CAED-
MON —. Salan var svo mikil
og ör á hljómplötunum, sem
gefnar voru út með upplestri
Dylans Thomas, að hún mun
beinlínis hafa lagt grund-
völlinn að þessu unga fyrir-
tæki, en starfsemi þess er nú
með miklum blóma. Caedmon
hefur sérstöðu meðal ann-
ara hljómplötufyrirtækja í
útgáfu hins talaða orðs, og
kennir þar margra grasa.
Þau gleðilegu tíðinda hafa
gerzt, að Bókaverzlun Sig-
fúsar Eymundssonar er að
hefja innflutning á hljóm-
plötum frá Caedmon og mun
annast sölu og dreifingu
þeirra framvegis. Nú þegar
eru nær allar þær hljóðrit-
anir, sem til eru á heims-
markaðinum með Dylan Thom
as fáan'legar í fyrrnefndri
bókaverzlun og meira mun í
vændum.
Fjórar hljómplötur eru til,
sem einikum eru helgaðar
bundnu máli (þó að segja
megi að óbundið mál hjá
Dylan sé eiginlega líka bund-
ið) ein plata með óbundnu
máli, ein þar sem hann les
verk eftir Shakespeare og
Webster, og tvær hljómplötur,
sem hafa að geyma frum-
flutninginn á leikriti Dylans,
„Under Millk Wood“. Það, sem
ber að hafa efst í huga, er
menn velja sér hljómplötu og
það ekki síður þegar um hið
talaða orð er að ræða en
tónlist, er, hversu mikla
endurtekningu stenzt það,
sem á hljómplötunni er.
Hljómplötur Dylans Thomas
standast mikla endurtekningu,
reyndar hreint og beint
krefjast hennar. Mörg kvæða
hans eru það flókin, en úm
leið aðgengileg og heillandi,
að hlustandinn er sífellt að
uppgötva eitthvað nýtt I
þeim. Mörgum finnst betra að
hafa kvæðin á prenti fyrir
framan sig, þegar þeir hlusta
á Dylan lesa þau, en persónu-
lega finnst mér betra að hafa
það ekki vegna- skerðingar á
athygli, einbeitingu o. fl.
Enda er framburður hans
það greinilegur og skýr, að
maður sem sæmilega skilur
enskt tal, ætt( ekki að hafa
þörf fyrir slíkt. Það getur
verið ágætt að lesa kvæðin
eftir á til frekari glöggvunar,
en það er ólýsanleg reynsla
að kynnast þeim fyrst af
vörum höfundar.
Ætli menn aðeins að kaupa
eina 'hljómplötu með Dylan
Thomas, er býsna erfitt að
velja eina öðrum fremur.
Fyrsta platan (Vol. 1) hefur
að geyma mörg þau kvæði,
sem þekktust eru eins og t. d.
„Do not go gentle into that
good night“, sem hann yrkir
til deyjandi föður síns; „Fern
Hill“; hið stórkostlega og
langa kvæði „Ballad of the
long-legged bait“ auk sög-
unnar ,,A childs Christmas
in Wales“ sem fagurlega og
ógleymanlega lýsir bernsku-
minningum höfundar.
Á annari plötunni (Vol. 2)
eru sömuleiðs mörg beztu
og frægustu kvæði Dylans:
„A winters tale“; „Poem on
his birthday"; And death
shall have no dominion"
o. s. frv. Þriðja platan (Vol. 3)
hefur að geyma kvæði eins
og t. d. „In country sleep“
og smá fyrirlestur eða for-
málsorð, sem höfundur flutti
áður en hann hóf kvæðalest-
urinn, og er sú hljóðritun !
gerð, þegar Dylan las upp í
Massachusets Institute of
Teehnology (MIT) í Boston 7.
marz 1952. Er sá formáli, sem
tekur góðan stundarfjórðung,
fluttur af slíkri leiftrandi
mælsku og kyngi, að hlust-
andinn situr sem höggdofa.
Þennan formála nefndi Dyl-
an „A few words of a kind“.
Á fjórðu plötunni (Vol. 4)
er sömuleiðs fyrirlestur eða
formálsorð eða hvað við eig-
inlega eigum að nefna það,
sem ber heitið „A visit to
America“ auk kvæða eftir
ýmis önnur ljóðská'ld en Dyl-
an Thomas: Hardy, Reid,
Auden o. fl. Formálsorðin,
sem á þessari hljómplötu eru,
voru eins og á hinni fyrri
hljóðrituð við upplestur í
sama háskóla í Boston árið
1953.
Það er illmögulegt að mæla .
með einni af ofangreindum
hljómplötum öðrum fremur,
en sennilega væri plata no.
1 eða no. 2 einna heppilegust
til að byrja með. Eitt mun þó
óhætt að fullyrða, að sama
er hverja af hljómplötum
Dylans menn kaupa, því að
allar eru þær einstæðar og
naumast hægt að meta til
fjár. Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar á miklar og
góðar þakkir skildar fyrir
það framtak og þann vak-
andi áhuga, sem hún hefur
sýnt á því, sem fagurt er og
göfugt í listinni, og mest
mun það hinuim ágæta fram-
kvæmdastjóra „Almenna bóka
félagsins", Baldvini Tryggva-
syni að þakka, að Íslendingar
eiga nú greiðan aðgang að
því að kynnast kvæðum Dyl-
ans Thomas. Því að bezta
leiðin til að kynnast verkum
hans, er að heyra hann sjálf-
an lesa þau í allri þeirra dýrð, J
sem honum var gefin. Að
heyra Dylan Thomas lesa
eigin ljóð, er næstum eins og
að taka þátt í helgiathöfn.
Honum er hvert orð hei'lagt,
og þeirri afstöðu miðlar hann
hlustandanum af ótrúlegum
mætti .
Birgir Guðgeirsson.
DYLAN THOMAS
—Hvað á prenfverk
Framhald af 10. síðu.
eins s.l. sumar. Það er út af fyrir
sig langt mál að gera slíkum at-
rituð full skil, en ég tel það þó
ómáksins vert að geta hér ör-
fárra atriða í þessu sambandi.
Á undanförnum árum hefur
t.d. S.H. flutt út hinar svoköll-
uðu neytendauimibúðir í tug-
milljónavis og hafa óprentaðar
öskjur í þennan útflutning verið
framleiddar hjá Kassagerðinni.
En á sama tima hafa verið flutt-
ir inn dýrir litprentaðir yfirvafn-
ingar fyrir þessa vöru og henni
pakkað inn í þá. Aftur á móti
hefur þróunin í þessum málum
hjá nágrannaþjóðum okkar
færst í þá átt, að öskjurnar eru
litprentaðar um leið og þær eru
framleiddar, samkv. óskum við-
skiptavinanna. Hefur þessi sjálf-
sagða aðferð sparao mikinn kostn
að og tíma erlendis.
Má hér og minnast á það hve
miklu lengra erlendir keppinaut
ar eru á veg komnir í sambandi
við útlit og hnitmiðaðar sölu-
umbúðir. Hafa t.d. Danir komiat
einna lengst á þeim sviðum og
eru þeir frægir fyrir sitt motto,
„að luxusvörur mega aðeins
fara í luxusumbúðir“, enda er
smekkvísi þeirra og skilningur í
þessum efnum mjög þróaður og
gefur góðan ávöxt. Ég hef t.d.
átt viðtöl við menn, sem lengi
hafa starfað við erlend fyrir-
tæki, sem selja vöru sina bæði
á innlendum og erlendum mark-
aði, og var það þeim deginum
Ijósara, að þegar vörur frá mis-
munandi framleiðendum en sömu
tegundir voru orðnar það „stand
ardiseraðar“ að varla mætti
finna gæðamun, væri ekkert eft
ir nema kraftur auglýsingarinn-
ar og ytra útlit vörunnar, sem
bókstaflega réði úrslitum um sölu
á þeim.
Framih. á bls. 27.
Bezt að aug'ýsa í Morgunblaðinu