Morgunblaðið - 13.03.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.03.1964, Blaðsíða 28
 Svo sem kunnugt er tóku jöklarannsóknamenn, sem flugu yfir Vatnajökul í haust, eftir stór- um jökulsprungum. norðanvert við svonefnt Pálsfjall á suðvestanverðum Vatnajökli. Sprung- ur þessar voru nýlegar, þvi á síðastliðnu vori var jökullinn ósprunginn þarna, enda hafa ferðamenn lagt leið sína um þessar slóðir á undanförnum árum, er þeir hafa farið til Gríms- vatna. Björn Pálsson flugn:aður tók meðfylgjandi mynd af jökulsprungum þessum í fyrra- dag. Dr Sigurður um jökulsigið og iökulsprungur FRETTAMAÐXJR blaðsins átti stutt viðtal við dr. Sigurð í>órarinsson í gær, en hann flaug yfir Vatnajökul ásamt fleiri vísindamönnum í fyrra- dag. Sigurður sagði, að sprung urnar umhverfis Pálsfjall stæðu í sambandi við það, að Síðujökull (suðvestanverðu í Vatnajökli) hefur skriðið tals- vert fram undanfarið. Árið 1946 skreið jökullinn einnig fram, en á árabilinu, sem síð- an er liðið hefur jökullinn aftur gengið saman vegna hlý- viðra, eins og íslenzkir jöklar hafa yfirleitt gert í seinni tíð. En nú hefur jökullinn aftur skriðið nokkuð fram, eins og getið var. Um orsakir þess, hvað Sigurður erfitt að segja. Eru þetta miklar sprungur við Pálsfjall? í>etta er.u miklar, Ijótar og „dauðadjúpar sprungur" sagði Sigurður. Stendur þetta ef til vill í sambandi við jökulsigið vest- ur af Grímsvötnum? Nei, það tel ég ekki. Það jökulsig myndaðist við hlaupið í Skaftá á dögunum, sem kunnugt er. Frumorsök- in er sjálfsagt jarðhiti af ein- hverju tægi. Hvort þar hefur verið um bein eldsumbrot að ræða er ekki hægt að segja með óyggjandi vissu. Að minnsta kosti mun sá eldur 'þá ekki hafa náð yfirborði jarðar. En hvað um brennisteins- fýluna, sem barst norður yfir öræfin? Hún hefur borizt frá Skaftá, þar sem hún brauzt fram úr jöklinum. Þar er vatnið mjög „concentrerað“ og lyktsterkt, enda fannst brennisteinsfýlan alla leið til Akureyrar, en játa ber, að Akureyringar virðast allra manna lytktnæm- astir a. m. k. ef tum brenni- stein er að ræða. En auðvitað hefur sunnanáttin einnig átt sinn þátt í þessu bætti Sigurð- ur við að lokum. Teipur uppvísar að peningaþjófnuðum 5 telpur stálu nær 20,000 krónum Fleiri koma við sögu 1 VETUR hefur oft borið við að telpur hafa verið teknar til yfir- heyrslu hjá rannsóknarlögregl- unni vegna þjófnaða. Síðustu daga hafa verið yfirheyrðar fimm telpur á aldrinum 10—14 ára, vegna þjófnaða. Segir rann- sóknarlögreglan að mikil brögð hafi verið að því að telpur hafi stundað þjófnaði í vetur, og aldrei meira komið til lögregl- unnar af slíkum málum á jafn skömmum tíma og nú. Hér er um allmarga telpna- hópa að ræða, eða 10 til 12 telp- ur samtals. Hafa þær stundað þjófnaðinn tvær eða fleiri saman í sundurgreindum hópum, sem ekki þekktust inrabyrðis. Þjófnaðina hafa þær aðallega etundað í verzlunum í borginni, ýnrúst með því að stela úr hand- töskum kvenna þar sem þær hafa staðið í þröng við búðarborð, eða þá fengið að máta föt og farið á baik við, en venjulega geyma búðarstúlkur þar veski sín. Hafa telpurnar þá notað tækifærið og stolið úr þeim fé. Ein af þessum telpum hefur þrívegis verið yfirheyrð af rann- sóknarlögreglunni í vetur vegna slíkra þjófnaða, sem hún hafði framið. Hefur telpu þessari verið sleppt aftur, en búm haldið áfram uppteknum hætti. Þá ’hefur borið við að telpum- ar hafa farið í mannlausar íbúð- ir, leitað þar að fjármuraum, og tekið þá peninga, sem þær hafa fundið. Hér mun vera uim að ræða miikla fjármuni, sem telpurnar hafa stolið. Þaranig munu þæx fimm, sem síðast voru yfirheyrð- ar, hafa stolið alls nær 20 þúsund krónum. Af því náðist í 5 þúsund krónur, en hinu höfðu þær sóað, m. a. í sælgæti, bíóferðir og ýmsa óhófssemi. Barnaverndarnefnd hefur feng ið mál telpnanna til meðferðar í vetur, eftir því sem þau hafa fallið til. Pólvcrjar reyna að draga togara sinn á ílot ÁKVEÐIÐ hefur verið að reyna að draga pólska togarann Wis- lok út, en hann liggur nú á þurru á Krosssandi. Munu Pólverjar sjálfir reyna að ná togaranum á flot. Björgun h.f. mun ekki taka þátt í björgun togarans, þar eð samningar tókust ekki milli við komandi fyrirtækja, en Björgun mun lána tæki til verksins. Pólskur björgunarsérfræðing- ur mun stjórna verkinu í landi og íslendingar vinna þar undir hans stjórn. En siðan mun pólska dráttarskipið Koral reyna að draga togarann út, sennilega í stórstrauminum um helgina. Ýsu veiii í nót veld ur vandræðum Fiskurinn fullur af rotnandi æti. • • þarf sérstaka meðferð — Orðug- leikar á löndun í Eyjum UPP HAFA komið nokkur vand- ræði vegna hinnar tiltölulega nýju veiðiaðferðar, sem í því felst að veiða fisk í nót á yfir- borði sjávar. 1 Vestmannaeyj- um Kafa frystihúsin orðið að láta nótabáta sitja að nokku á hak- anum vegna manneklu, svo og vegna þess hve afli þeirra, sem er mestmegnis ýsa, er seinunn- inn. Þá var í fyrrakvöld og í gær lesin upp í útvarpi tilkynning frá fiskmatsstjóra, þar sem fisk framleiðendum er bent á þá hættu, sem sé því samfara, að vinna fisk með rotnandi æti, nema öli bezta meðferð sé við höfð. Mun í þessari tilkynningu einkum átt við afla nótabátanna, sem veiða fiskinn, þar sem hann er í torfum vegna silis. Fréttaritari Mbl. í Vestmanna eyjum símaði eftirfarandi frétt í gær: UNDANFARNA daga hefur bor- izt mikið af ýsu á land hér í Vest mannaeyjum af nótabátum. — Ýsa þessi hefur verið smá og yfirleitt seinunnin. Frystihúsin hér í Eyjum eru um þessar mund ir mjög liðfá, og hefur af þeim sökum safnast svo mikið af fiski fyrir hjá þeim, að þau hafa ekki treyst sér til þess að taka á móti allri þeirri ýsu, sem umrædlir bátar hafa fiskað. Vsan hefur fengizt grunnt, uppi undir Land- eyjasandi. Fiskvinnslustöðvarnar hafa því séð sig tilneyddar að takmai ka •það magn, sem þau geta tekið við af nótabátunum. Eins og er, hefur einnig verið takmörkuð eitthvað móttaka á fiski, aðallega ýsu, af botnvörpu- bátunum. Þróun málanna hefur því orðið sú, að frystiihúsin hafa tilkynnt viðkomandi bátum ým- ist að þau gætu ekki tekið af þeim nema ákveðið magn suma dagana, eða þá ekkert dag og dag. Óánægja mun ríkja meðal sjó- manna vegna þessa ástands, en allir skilja þó að ekki þýðir að taka af bátunum það sem ekki er hægt að nýta. Um afla netabátanna gildir nokkru öðru máli, þar sem lcappkosta verður að taka afla þeirra daglega, svo ekki safnist fyrir í netum þeirra. Þegar ofan á þeirra afla bætist mikið magn af hinni seinunnu ýsu nótabát- Framhald á síðu 27 Rafmagnsmenn ná jámfleygnum xir háspennukaplinum. (Ljósm. Mfol.: Sv. Þ.). Ráku járnfleyg í 6000 volta háspennustreng SÍÐDEGIS í gær voru menn að vinna við að festa meters lang- an fleyg í jörðu til að festa staur er afmarka á lóð við Gagn fræðaskóla verknáms við Braut- arholt. Þeir ráku fleyginn niður með sleggjum, og lenti hann í 600 volta háspennukapli. Ekki sakaði mennina, en rafmagn fór samstundis af húsum fyrir inn- an Nóatún og ofan Laugaveg, svo og umferðarljósum á horn- inu. Þar eð unnið var með sleggj um með trésköftum hélt engma um teininn er hann lenti í há- spennulínunni, enda er útleiðsl an svo snögg, þegar það gerist að öryggin fara undir eins. í gær vann rafmagnsveitan að því að ná upp strengnum og var búist við að viðgerð yrði lokið um miðnætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.