Morgunblaðið - 13.03.1964, Blaðsíða 1
28 síður
Afstaða flokkanna til
handritamálsins óbreytt
— segir Gylfi Þ. Gíslason, men ntamálaráðherra
VEGNA íréttar í Morgun-
blaðinu í gær um skrií
danska blaðsins „Aktuelt“
um handritamálið, sneri
Mbl. sér til Gylfa Þ. Gísla-
sonar, menntamálaráð-
herra, og spurði hann um
þróun málsins. Hann sagði:
„Mér er kunnugt um, að af-
staða þeirra flokka, sem
stóðu að samþykkt laganna
um afhendingu handritanna,
á sínum tíma, er óbreytt.“
Þá hefur Mibl. fengið forystu-
grein þá úr „Aiktuelt“, sem vitn-
að var til hér í blaðinu í gær,
og er hún á þessa leið, í íslenzkri
þýðingu:
„íslendingar hlakka til að veita
móttöku handritunum, sem yfir-
gnæfandi meirihluti danska
þingsins hefur lofað þeim. ísland
er reiðubúið að veita gjöfinni
móttöku eftir næstu þingkosn-
ingar, sagði Gylfi Þ. Gíslason,
menntarnálaráðherra, í Aiktuelt
nýlega. En um leið eru danskir
visindamenn reiðubúnir til að
gera það, sem þeir geta, til þess
að fá afhendingu gjafarinnar
frestað. Þeir hafa mótmæli á
takteinum. Ekki hafi verið lapp-
að upp á handritin. Aðeins lítill
hluti safnsins hafi verið ljós-
myndaður. Afhendingarlögin
standist ekiki.
Framhald á bls. 2.
Hlaut 8 ára fangelsi
og 10,000 $ sekt
Chattanooga, Tennessee,
12. marz. — AP-NTB.
^ JAMES Hoffa, for-
seti hins valdamikla
sambands bandarískra
flutningaverkamanna, var
í dag dæmdur í átta ára
fangelsi og 10.000 dollara
sekt. Var hann sekur fund
inn fyrir héraðdómstóli
í Tennessee 4. marz sl.
um að hafa reynt að hafa
áhrif á afstöðu kviðdóm-
enda í máli er rekið var
árið 1962 gegn honum
sjálfum. Mesta refsing
fyrir slíkar sakir er 10
ára fangelsi og 10.000
dollara sekt.
★ Samband bandariskra
flutningaverkamanna tel
ur 1.7 milljónir félaga og er
hið fjölmennasta sinnar teg-
undar í heiminum. Hoffa
hefur árum saman ráðið þar
lögum og lofum og ekki þótt
vandur að meðölum. Hann
hefur a.m.k. fjóirum sinnum
mátt svara til saka fyrir
dómstólum, en jafnan verið
sýknaður. Hoffa hefur ákveð
ið að áfrýja dómi þessum.
Fremst í röð hinna erlendu gesta við útför Páls Grikkjakonungs gengu Gústaf Adolf, Svíakonungur; Friðrik, Danakonungur; Júlí-
ana, Hollandsdrottning; Baldvin, Belgíukonungur, og Ólafur, Noregskonuugur. Myndin var símsend frá AP í gærkvöldi.
Iltför Páls Grikkjakonun gs í gæn
Nær milljón manna fylgd-
ist með útförinni í Aþenu
Talið er, að allt að einni
milljón manna hafi
safnazt saman á götum í
Aþenu í morgun, þar sem
útför Páls Grikkjakonungs
var gerð með mikilli viðhöfn,
í glampandi sólskini.
■$- Eftir að Chrvsostomos,
erkibiskup af Aþenu
hafði sungið sálumessu í
grísk-kaþólsku dómkirkj-
unni, var kista konungs
flutt til Tatoi-hallarinnar
utan við borgina og jarð-
sett í grafreit konungsfjöl-
skyldunnar í hallargarðin-
uni.
Að útförinni lokinni
komu hinir fjölmörgu
tignu gestir, þjóðhöfðingjar,
stjórnarleiðtogar, prinsar,
prinsessur o. sv. frv. saman
í konungshöllinni inni í
borginni og vottuðu ekkju-
drottningunni, Friðrikku og
konunginum unga, Konstan-
tín 13. samhryggð sína.
Kista konun.gs hafði legið á
viðhafnarbörum í kirkjunni frá
því á mánudag. I gærkveldi
var kirkjunni lokað og ekki
opnað aftur fyrr en skömmu
áður en ekkjudrottningin og
kanungurinn komu til mess-
unnar. Þegar mörgum klukku-
stundum áður en útförin skyldi
hefjast höfðu tugþúsundir
manna safnazt saman umhverfis
kirkjuna og fagnaði mannfjöld-
inn konunginum og móður hans,
er þau komu þangað. Talið er,
að hátt í milljón manna hafi
verið á götum úti í dag, þar sem
líkfylgdin fór um á leið til
Tatoi-hallarinnar.
Við sálumessuna, sem stóð
yfir í 50 mínútur aðstoðuðu
fimmtíu prestar. Leið yfir einn
einn þeirra undir messunni og
var hann borinn út. Að mess-
unni lokinni báru liðsforingjar
úr lífvarðarliðinu kistuna út úr
kirkjunni og koniu henni fyrir
á fallbyssuvagni.
Yfir mannfjöldanum hvíldi
grafarþögn, er kistan var borin
út og margir grétu. Er lik-
fylgdin lagði af stað frá kirkj-
unni var öllum kirkjuklukkum
Aþenu-borgar hringt. Næst
kistunni gengu Konstantín,
konungur, og Friðrikka, ekkj u
drottning, og því næst aðrir úr
fjölskyldu konungs. Af erlend-
um gestum gengu fremstir
Baldvin Belgíukonungur, Júlí-
ana, Hollandsdrottning, Gustaf
Adolf, Svíakonungur, Ólafur
Noregskonungur og Friðrik
Danakonungur, þar næst gengu
Heinrich Liibke, forseti V.-
Þýzkalands og Makarios, erki-
biskup, forseti Kýpur, — síð-
an meðal annarra drottning
Danmerkuir ásamt dætrum sín-
um, Philip, prins eiginmaður
Englandsdrottningar, frú Lady
Bird Johnson, forsetafrú
jBandaríkjanna og Harry S. Tru
man fyrrverandi fórseti Banda-
ríkjanna. Ennfremur Norodom
Kantol, prins frá Cambodia, og
Asfa Wossen, prins frá Eþíópíu,
og þrír krúnulausir konunpjar,
þeir Umberto frá Ítalíu,
Michael frá Rúmeniíu og
Simeon frá Búlgaríu.
Við mót gatna Sofíu, drottn-
ingar og Konstantíns, konungs,
var gert hlé á líkfylgdinni.
Stigu ættingjar hins látna og
Framihald á bls. 27
Meiri von
um lög-
gæzlu-
sveitir
New York, 12. marz.
— AP — NTB —
í kvöld virtist heldur
miða til hins betra um'
stofnun friðarsveita Samein-
uðu þjóðanna á Kýpur. Er
haft eftir áreiðanlegum heim-
ildum í New York, að kostn-
aðarhlið málsins hafi að
mestu verið leyst.
Bandaríkjastjórn hefur
heitið að leggja fram
tvær milljónir dollara til lög-
gæzluliðs SÞ á eynni, brezka
stjórnin heitir einni milljón
Framhald á síðu 27
Mynd þessi af James Hoffa
var tekin eftir að kvið-
dómurinn hafði komizt að
þeirri niðurstöðu, að hann
væri sekur.
Hoffa dæmdur