Morgunblaðið - 02.04.1964, Side 8

Morgunblaðið - 02.04.1964, Side 8
8 MORG U N BLADID Fimmtudagur 2. apríl 1964 Úlfurinn og lambið Greinargerð frá Vátryggingarfélaginu Kf. Hr. ritstjóri. í tilefni af grein er birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 22. f. m. eftir Einar Ásmundsson, sem kenndur er við Sindra, biðjum vér yður vinsamlegast að ljá oss rúm fyrir athugasemdir vorar við téða grein Einars. Formáli í öll þau ár, sem tryggingafélög hafa starfað víðsvegar í heim- inum hafa þau hlotið lof og last. Lof vegna þess að hinir mörgu hafa verið ánægðir með við- skipti sín við félögin og last vegna þess að hinir fáu hafa talið sig vera rangindum beitta. Frá upphafi hafa tiltölulega fá mál gengið til dóms í 'hinum ýmsu löndum, miðað við fjölda tilkynntra tjóna. Flest þau mál, sem komið hafa til kasta dóm- stóla hafa verið þess eðlis að um „princip" mál hefur verið að ræða þ. e. að leitað hefur verið eftir úrskurði dómstóla um túlk- un laga og má í þessu sambandi benda á nýlegan hæstaréttardóm varðandi brot á bílrúðu af völdum steinkasts frá annari bifreið. Öll íslenzku bifreiða- tryggingagfélögin töldu ástæðu til að fá úrskurð hæstaréttar íslands um eitt slíkt mál, þar eð ástæða var að ætla að slíkt tjón bæri ekki að bæta. Var sú af- staða byggð á norskum hæsta- réttardómi en norsk umferðar- lög eru í flestu eins og hin ís- lenzku. Niðurstaða Hæstaréttar íslands var hinsvegar sú, þó með sératkvæði, að bæta beri slfkt tjón, ef vissum skilyrðum er fullnægt. Tjón þau er koma til kasta dóm stóla eru sennilega um 0.5%c af tjónafjöldanum, en það þýðir að aðeins 5 — aðeins fimm eru tekin til dóms af tíu þúsund tjónum, sem áætlað var að til- kynnt hafi verið tryggingafélöig- unum vegna bílatjóna s. 1. ár. Öllum heilvita mönnum má það ljóst vera að fleiri mál kæmu til kasta dómstóla, ef brögð væru að því að tryggingafélögin gættu ekki skyldu sinar í því að greiða þau tjón, sem bótaskyld eru. f>að undrar engan þótt menn séu ekki sammála, og svo er með ýmiss tjónsuppgjör trygginga- félaganna. En það mega menn vita að aldrei er neinn tjónþoli blunnfarinn af ásettu ráði, enda er þess að vænta að þeir starfs- menn tryggingafélaganna, sem fengist hafa við tjónsuppgjör áratugum saman beri eitthvað skynbrag á þá hluti sem þeir fjaila um daglega. Forsaga Upphaf máls þessa er það að lögreglu'bifreiðin R-2000 ók hinn 21. marz 1963 austur Hverfis- götu. Vegna óspekta ölvaðs manns er sat í aftursæti bifreið- arinnar varð bifreiðastjóra henn ar litið aftur fyrir sig augnabli'k, en um leið mun hann óafvitandi hafa beygt til hægri með þeim afleiðingum, sem alþjóð virðist kunnug. Kemur úlfurinn nú fyrst til sögunnar. Saga málsins Skal nú þáttur Vátrygginga- félagsins h. f. í máli þessu rak- inn í aðalatriðum. Eins og áður greinir Skeði tjón þetta 21. marz s- 1. Samdægurs eða daginn eftir báruzt oss fréttir af tjóni þessu, og voru þá strax gerðar ráð- stafanir til að koma bifreiðínni í geymslu til bráðabirgða. Engin formleg tilkynning barst oss um umferðarslys þetta fyrr en öku- maður R-2000 gaf um það Skýrslu, 24. apríl s. 1. Að vanda barzt ekki skýrsla frá rann- sóknarlögreglunni fyrr en 5-6 viikur voru liðnar frá því að tjónsatburðurinn átti sér stað. Áður en nökkur skýrsla barst oss um umferðarslys þetta, kom bréf dags. 6. apríl s. 1. frá lög- manni Einars, Guðmundi Péturs- syni hrl., þar sem gerðar eru þær kröfur að félagið greiði Einari þann kostnað, sem hann kunni að hafa af því að taka bíl á leigu, þann tíma er hann verði bíllaus. !>ess er ennfremur getið í bréfinu að Einar telji ófram- kvæmanlegt að gera við bílinn, svo hann verði jafngóður aftur og krefst þess að andvirði hans verði innt af hendi. ' Þessu bréfi svaraði félagið 16. apríl á þá leið, að það mótmæli þeirri fullyrðingu Einars að við- gerð væri óframfcvæmanleg og mótmælti ennfremur því að Ein- ar tæki á leigu bíl á kostnað félagsins nema að því marki sem um kynni að semjast eða að mati dómstóla. Segir síðast 1 bréfinu: „til að flýta afgreiðslu máls þessa höfum vér í dag beðið Yfirborgardómarann í Reyfcja- vík að tilnefna menn til að meta tjónið á bifreiðinni til fjár svo og álit matsmanna á möguleik- um á fullkominni viðgerð. Matsgerð hinna dómkrvöddu matsmanna, þeirra Gunnars Björnssonar og Magnúsar Gísla- sonar, sem báðir eru meistarar í bifreiðasmíði, barzt oss 28. maí og hljóðaði mat þeirra upp á kr. 60.189.19. Jafnframt geta þeir þess, að ef öll þau varastykki, sem þeir telja upp í matsgerð- inni verði sett í bílinn og góðir fagmenn á góðu verkstæði fram- kvæmi verkið, verði bíllinn jafn- góður og hann var. Þeir geta þess ennfremur að hafi eitthvað verið að gearkassa eða drifi sé það órannsakað af þeirn. í símtali við lögmann Einars, Guðmund Pétursson hrl. kom það fram að Einar taldi bílinn vera 300 þús kr .virði og krafðist þess að sú upphæð væri greidd sér. í þessu sambandi er ver.t að geta þess að bílinn sem er Mercedes Benz af árgangi 1960 hafði verið ekið um 60 þús. km., er óhapp þetta skeði. Sögur gengu í borginni og e. t. v. víðar að um væri að ræða alveg nýja bifreið og heyrðist nefnt að hún væri 3ja daga, en mest 3 mánaða gömul, 1 stað þess sem að ofan getur. Samkvæmt matsgerðinni nam viðgerðarkostnaður tjónsins um 20% af verðmæti bifreiðarinnar, eins og Einar metur hana. Kom því aldrei til greina annað en að láta gera við bifreiðina, því yfir- leitt er það regla hjá trygginga- félögum að greiða ekki út bíla, nema tjónið sé um 50% af verð- mæti bílsins. Strax og félaginu hafði borizt matsgerð hinna dómftvöddu mats manna gerði það pöntun hjá Ræsi h. f. á þeim varaihlutum, sem matsmennirnir töldu nauð- synlega, í sambandi við full- komna viðgerð. Vegna einhvers misskilnings, sem ekki verður gerður að umræðuefni hér, tafð- ist þessi pöntun verulega og bárust því varahlutirnir ekki viðgerðarverkstæðinu fyrr en síðast í október. Daginn eftir að félaginu barst greind matsgerð var umboðs- manni Einars, Guðmundi Péturs syni hrl. Skrifað bréf og var hon- um jafnframt send Ijósmynd af henni og um leið óskað eftir af- stöðu hans til matsins. Svar barst aldrei við bréfi þessu. Næst gerðist það í málinu að títtnefndur lögmaður Einars, Guðm. Pétursson ritar félaginu bréf dags. 27. júlí og gerir þá kröfu, að félagið greiði út sann- virði bifreiðarinnar og lætur þess jafnframt getið að umbjóð- andi hans hafi orðið að fá sér aðra bifreið. í október bárut loks varahlutir þeir, er nauðsynlegir voru taldir til viðgerðar bifreiðarinnar og hófst þá viðgerð samstundis og lauk um 10 desember. Til að koma í veg fyrir að Einari væri ekki afhent bifreið- in nema hún væri í alla staði í fullkomnu standi báðum vér Yfirborgardómarann í bréfi dags. 12. des. að dómkveðja tvo þar til hæfa menn, til að taka út við- gerðina. Um s. 1. áramót barzt oss mats- gjörðin dags. 30. des. frá þeim matsmönnum Haraldi Þórðarsyni bifreiðasmíðameistara og Sigur- gesti Guðjónssyni bifvélavirkja- meistara. Til að sýna hvernig matið er framkvæmt, þykir rétt að birta matsgjörðina orðrétta: Matsgjörð „Samkvæmt dómfcvaðningu yfirborgardómarans í Reykjavík dags. 13. des. 1963, framkvæmdu undirritaðir skoðun og mat á bifreiðinni R-13535, sem er Merc- edes Benz 220 S.E.B., smíðaár 1960. Matsmenn framkvæmdu ítar lega skoðun á bifreiðinni og próf- uðu hana einnig í akstri. Ekki er annað sýnilegt en að skipt hafi verið um þá hluti, sem orðið hafa fyrir teljandi skemmdum og ástæða hafi verið til að endur nýja, þ.á.m. hluti, sem sýnilaga hafa áður orðið fyrir tjóni og þá ekki verið endurnýjaðir, heldur fengið viðgerð með rétt- ingu og logsuðu (kopar) ásamt málun. Skemmdir hafa orðið aftan á bifreiðinni, neðan við kistulok og á kistubotni. Með tilliti til framanritaðs og þess, að afturhluti bifreiðarinnar er að mestu nýr að viðgerð lok- inni, og einnig hurðir á vinstri hlið, svo og þess að viðgerðin er vönduð og vel af hendi leyst, þá teljum við undirritaðir mats- menn, að bifreiðin sé ekki í lak- ara ástandi nú, en fyrir tjón það, sem um getur í matsbeiðn- inni. Matið fór- fram þriðjudaginn 17. desember 1963 í Bílaskál- anum h. f., við Suðurlandsbraut hér í borg. Viðstaddir matið ásamt mats- mönnum voru f. h. eiganda hr. lögmaður Guðmundur Pétursson, og f. h. Vátryggingafélagsins h. f. Einar Markússon“. Að fengnu matinu sendum vér Einari hraðskeyti 3. jan. s. 1. og tilkynntum honum að bifreiðin fengist afhent í Bílaskálanum við Suðurlandsbraut. Samtímis skrifuðum vér lögmanni Einars G. P. bréf og kynntum honum matið og sendum honum jafn- framt afrit af skeytinu til Einars. Næst gerist það að félaginu berst bréf frá Einari dags. 7. jan. s. 1. (Hann er hættur ag nota sinn ágæta lögmann) til að sýna hvernig Éiriar lítur á málið þykir rétt að birta bréfið í heild; Vátryggingafélagið h. f. Borgartún 1. Rvík. Vegna hraðsímskeytis dags. 3/1 ’64, sem mér hefur borizt 1 hendur, en ég skil ekki fullkom- lega, en eftir því sem næst verð- ur komizt mínum skilningi þá mun hér átt við að snemma á síðastliðnu ári að nóttu til, ég sjálfur sofandi værum svefni I mínu eigin rúmi, bifreið mín sem hafði borið númerið R-13535 standandi hér fyrir utan hús mitt. Ég er í þeirri trú, að þar sem ég er sofandi heima hjá mér og bifreiðin mannlaus fyrir utan hús mitt, þá hafi ég hvorki brotið gegn reglum lögregluembættisins eða einhverju vátryggingafélagi, og þar af leiðandi saklaus. En ofangreinda nótt skeður það að ein af bifreiðum lögreglunnar keyrir með ofsahraða aftan á bifreiðina R-13535 með þeim af- leiðingum að hún kastast lengdir sínar og stöðvast fyrst við vegg hússins Hverfisg. 42, og þá svo stórsködduð að flest bæði smátt og stórt, sem úr lagi gat farið hlaut ýmist að vera gjörónýtt eða stórskemmt. Bifreiðin var fjarlægð, af einhverjum aðila, sem ég vissi ekki deili á og síðan Framh. á b)s. 10. Tæplega 30 þús. bif- reiðir á islandi Úr skýrslu vegamálaskrifstofunnar ÚT ER komin bifreiðaskýrsla Vegamálaskrifstofunnar mið ið við 1. janúar 1964. Á land- inu voru þá samtals 29224 bifreiðir og 316 bifhjól. Flest- ar voru bifreiðir í Reykjavík 12455, á Akureyri voru þær 1935 og 1129 í Kópavogi. Af sýslum er Gullbringu- og Kjósarsýsla hæst með 2631 bifreið. Frá 1954 hefur bifreiðum á landinu fjölgað um 17031 úr 12505 í 29224. Mest var f jölg- unin 1962—63 15,5%, má til samanburðar geta þess að frá 1957—58 fjölgaði bifreiðum um 5,5%. Af bifreiðunum 29224, sem í landinu voru um áramótin eru 18861 (64,5%) í kaupstöðum en 10363 (35,5%) í sýslufélög- um og kauptúnum. Alls voru 113 tegundir fólks- bifreiða á landinu í janúarbyrj- un sl. Flestar voru bifreiðir af Ford-gerð, 2674 (11,8%), þá Volkswagen 2637 (11,6%). f þriðja sæti voru Willys jeppar 2290 (10,1%), í fjórða sæti Moskwitch 1636 (7,2%) og I næstu sex sætum eftirfarandi tegundir: Chevrolet 1460 (6,4%), Opel 1397 (6,1%), Skoda 1282 (5,6%), Land-Rover 1126 (5,0%), G.A.Z. 69 758 (3,3%), Mercedes- Benz 671 (2,9%). Af vörubifreiðum voru 107 tegundir. Flestar af Chevrolet gerð 1394 (21,5%), en í öðru sæti Ford 1211 (18,7%). Af tví- hjólabifreiðum voru tegundirn- ar 44, flestar voru af gerðinni Vespa eða 76. Af fólksbifreiðum með fleiri en átta sætum voru flestar af Mercedes-Benz gerð (96) og í öðru sæti Volvo (65). Af vörúbifreiðum með fleiri en einu sæti voru flestar Chevrolet (498) en þar næst Ford (484). Elzta bifreið, sem nú er til á íslandi er árgerð 1923. Flestar eru bifreiðir af árgerð 1963 (3851) en næstflestar frá 1955 (3598). ð f«4 |,8B0 ■ili [tBB ALÞINGI kom saman í grær að loknu páskaleyfi. Fundur var í sameinuðu þingi. Ásgeir Péturs- son, sýslumaður í Borgarnesi, tekur nú sæti á Alþingi í stað sigurðar Ágústssonar. Kjörbréf Ásgeirs var samþykkt og undir- ritaði hann síðan eiðstaf að stjórnarskránni. 4.THUGIÐ borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum biöðum. Ragnar Arnalds kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í byrjun fundar. Kvað hann þingsálykt- unartillögu sína og fleiri flokks- bræðra sinna um framfcvæmdir á vegum varnarliðsins í Hval- firði, sem lögð var fram í upp- hafi þings, ekki enn komna til nefndar. Bað hann forseta að hlutast til um að hraða málinu. Tvær fyrirspurnir voru tekn- ar fyrir. Voru þær báðar frá Halldóri E. Sigurðssyni. Hin fyrri fjallaði um, hvað liði end- úrskoðun ljósmæðralaganna. Jóhann Hafstein, heilbrigðis- málaráðherra, svaraði og kvað gagnaöflun vegna endurskoðun- arinnar hafa farið fram og væri nú Ainnið úr þeim heimildum í ráðuneytinu. Þar eð nú væri langt liðið þings væri þess ekki að vænta, að frumvarpið kæmi fram á þessu þingi. Það mundi hinsvegar væntanlega verða lagt fyrir næsta þing. Hin fyrirspurn in var um, hvaða fiskvinnslus'töðv ar hefðu fengið lán af þeim 21 millj. kr., sem ríkið lánaði til slíkra stöðva á árinu 1963. Þessari fyrirspurn svaraði fjármálaráðherra, Gunnar Thor- oddsen, og gaf einnig upplýsing- ar um lánakjörin. Halldór þakkaði ráðherranum greið svör, en umræður urðu ekki um þessi 'mál. Þingályktunartillögur Eysteins Jónssonar og fl. var vísað U1 2. umræðu og nefndar. Þingsályktunartillagan um trygg- ingar gegn uppskerubresti og afurðatjóni í landbúnaði var a£- greidd sem ályktun frá AlþingL Halldór E. Sigurðsson hafði framsögu fyrir frumvarpi sínu og þeirra Gunnars Gíslasonar, Magn úsar Jónssonar og Þórarins Þór. arinssonar um, að fela ríkisstjóriw inni að láta undirbúa og leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um tekjustofn fyrir þjóðkirkj- una og aðstoð rífcisins við kirkj u— byggingar. Um þetta mál urðu nokkrar umræður. Einar Olgeirsson sagði nær að byggja sjúkrahús, barna- heimili og skóla og flutti breyt- ingartillögu, sem gerir ráð fyrir auknum atbeina við byggingu slíkra stofnana, en síðan verði kannað, hvort þörf sé á aukn- um kirkjubyggingum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.