Morgunblaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 2. apríl 1964
MORCUNBLAÐIÐ
17
Friðrik Guðjónsson
Fæddur 6. okt. 1897.
Dáinn 24. marz 1964.
f MEIR en fjóra áratugi er ég
búinn að skrifa svo margar dán-
arminningar að sjálfum er mér
fyrir löngu farið að ofbjóða. Rétt
eins og ég. gaeti ekki eftirlátið
þetta öðrum, sem þá líka oftast
mundu mér færari til þess. Og
búinn var ég að ætla mér að nú
skyldu þær ekki verða fleiri. En
svona er það samt, að enn tek ég
til hinnar fyrri iðju. Við fráfall
Friðriks Guðjónssonar þykir mér
sem ég megi ekki þegja, heldur
verði- ég að kveðja hann með
nokkrum minningarorðum. Hann
hafði nú um sjö ára skeið átt
heima undir mínu þaki og við
umgengist daglega, alltaf farið
vel á með okkur, svo að aldrei
sem listmálari. Á listaverk er ég
ekki dómbær, en ekki leyndi það
sér, að hver mynd hans var fögur
og mundi hvarvetna verá til hí-
býlaprýði. Hvorki á þessu sviði
né öðru lét hann mikið yfir sér.
Hann var manna fjarlægastur
skrumi og mikillæti, hverja stund
hægur og prúður, en þó léttur í
máli og smákíminn, hafði næmt
auga fyrir öllu broslegu og gat
gert að því. góðlátlegt gaman.
Illkvitni eða kerskni átti hann
ekki til í fari sínu og öllum
mönnum vildi hann vel, enda
mun hann éngan óvildarmann
hafa átt. Svo var hann hagur í
höndum að unun var að sjá hann
vinna, á hverju sem hann snerti,
og þó að hann sýndist ekki fara
sér hart, ætla ég að eitt dagsverk
hans hafi jafnast á við tvö
margra annarra, er af meiri asa
unnu. Öll báru handaverk hans
fagran svip.
Þau hjónin eignuðust þrjú
börn, sem öll lifa: tvær dætur,
sem báðar eru vel giftar, enda
sagðar fyrirmyndar-húsmæður.
Sú eldri, Sesselja, er gift Gott-
skálk lækni Björnssyni, en sú
yngri, Sigrún, Eggert símstjóra
Haraldssyni á Patreksfirði. En í
foreldrahúsum er sonurinn, Guð-
jón, sem nú er í fimmta bekk
menntaskólans; ætla ég að hann
sé hið bezta mannsefni, hefur
erft dagfarsprýði. foreldra sinna,
en um reglusemi alla mun hann
eiga alltof fáa líka meðal sinnar
kynslóðar.
„En hver sér nú um þurkinn
heyinu hans?“ Með þeirri
spurningu lýkur sagnaskáldið
góða einu sinna litlu meistara-
verka. Hefði Friðrik Guðjónsson
verið í grennd við Þórð, mundi
vísast hafa mátt sVara, að það
væri hann líklegur til að gera.
Einhver þeirra, er þau Friðrik og
Sigríður réttu hjálparhönd mun
nú árangurslaust spyrja svipaðr-
ac spurningar — eins og við bíð-
um svars við spurningu Einars.
Sumum kann að þykja það bros-
legt, að sjálfur má ég spyrja þess
arar spurningar í mjög þröngum
skilningi. Flest þau sumur, er
Friðrik var sambýlismaður minn,
var mínu heilsufari þannig hátt-
að að ég gat lítt eða ekki hirt um
grasflötina í garðinum mínum.
Aldrei bað ég hann að sinna
henni. En þegar hann sá að nú
þurfti að fara að slá hana, fór
hann og gerði svo umtölulaust.
Ég.get ekki um þetta vegna þess
að ég óttist að í sumar leggist
ekkert til; ég er alveg kvíðalaus
um það. Ég get þess vegna hins
að þarna er ofurlítil spegilmynd
af hugarfari og hátterni manris-
ins. Svona var það ávallt um
hann — og þá ekki síður hús-
freyjuna. Þeim var aldrei nóg að
lifa sjálfum sér.
Slíku fólki er gott að kynnast
— og slíkra manna gott að m'inn-
ast.
Sn. 3.
Sjötug í dag
lliia Einarsdóftir
féll skuggi á, og ég hafði reynt
hann að svo mikilli vinsemd og
góðvild að slíkt ætti ekki að vera
gleymt — og er enda ekki gleymt,
þó að vegi skilji nú um stund
En margmáll ætla ég ekki að
gerast. Hann var sjálfur enginn
mælgismaður. Og ævisagnaritari
hef ég aldrei verið. Ættfræðingur
er ég ékki heldur. En í umgengni
við menn hef ég jafnan veitt því
nokkra athygli, hverjir mér virt-
ust þeir vera.
Friðrik Guðjónsson var fædd
ur í Laxárholti á Mýrum og ólst
upp þar og á Ökrum unz hann
árið 1915 kom hingað til Reykja
víkur og tók að nema trésmíði.
Eftir örfá ár snéri hann sér aðal-
lega að rammasmíð, vann fyrst
hjá Guðmundi Ásbjörnssyni,
sem þá var hér mestur athafna-
maður í þeirri grein, en var síðan
allmörg" ár hjá Ólafi Magnússyni
í verzluninni Kötlu, allt til þess
er hann opnaði sína eigin vinnu-
stofu 1935. Hana rak hann síðan
við ágætan orðstír til þesser hann
toK banasóttina. Hann andaðist í
Landsspítalanum að morgni þess
dags er að ofan greinir.
Þann 18. júlí 1931 kvæntist
Friðrik stúlku af Eyrarbakka,
Sigríði Vigfúsdóttur, sem lifir
hann. Víst ætla ég að hann væri
lánsmaður alla ævi, en efalaust
er það, að sá dagur, sem færði
honum þann lífsförunaut, var
mesti gæfudagurinn á öllu hans
æviskeiði, og bjart var yfir þeirra
hjónabandi allt til þess er hann
andaðist I örmum hennar. Mun
líka einmælt um þessa konu að
hún hafði flesta þá kosti er konu
mega prýða. Varla mundi ókunn-
uga er þeir sjá hana, — hægláta,
ekki stórvaxna og ekki þrek-
vaxná, — gruna að hún væri
tveggja maki til allra afkasta.
Svo er það þó. Samt mun það
Bannast sagna, að meira sé um
vert mannkosti hennar, því að
þeir eru með fágætum. Og sam-
hent voru þau hjónin til allra
góðra verka. Hitt má vera að
okkur, er 1 sambýli við þau
bjuggum, hafi stundum virzt sem
vart kynnu þau sér hóf um risnu
og góðgerðasemi. Og vafasamt
hvort allir þiggjendurnir væru
hjálpseminnar maklegir. Ber-
sýnilegt var það hverjum manni,
að ekki mundu þau safna í korn-
hlöður, svo mikið sem þau þó
bæði lögðu að sér um vinnu. Þau
hlífðu sér hvorugt. s
Nokkuð var Friðrik kunnur
ÁRIÐ 1896 geisa hræðilegir jarð-
skjálftár um allt _Suðurlandið,
þar sem þeirra gætti ef til vill
mest, en lítið 2ggja ára stúlku-
barn borið út um baðstofu-
glugga heimili síns, fáum augna-
blikum áður en heimili fjöl-
skyldunnar hrynur í rúst. Menj-
ar þessarar náttúruihamfarar má
en sjá í hlíðum Ingólfsfjalls.
Hörð var æfi þessa fólks og
óblíð.
Stúl’kubarn þetta, Una, fæddist
þeim hjónum Ingveldi Erlends-
dóttur og Einari Þórðarsyni,
bónda að Heimalandi í Hraun-
gerðishreppi í Flóa, 2. apríl 1894.
Snemma mun hin harða lífs-
barátta hafa fallið litlu stúlk-
unni í skaut, því frá 9 ára aldri
mun hún haft mátt til vanda-
lausra, ólst hún upp þar í Flóa
og Holtunum, sem hún dvaldist
um unglingsár. En þrátt fyrir
nærri allsleysi heimamundsins,
nema frábærar seiglu og dugn-
aðar, arfur blóðins frá móður-
inni, sem var annáluð dugnaðar-
kona, bryst þessi unga stúlka til
náms í unglingaskóla að Odda á
Rangárvöllum hjá séra Skúla
Skúlasyni. Síðan hefur Una
verið vel lesandi á danska tungu
og reyndar fleiri norðurlanda-
mál. Enginn vafi er á, að draum-
ur til frekari náms, hefur dulizt
með hinni- ungu mey, en kostir
fáir. Ekki skyldi staðar numið,
því til Reyikjavíkúr er haldið
árið 1913, og litlu eftir mun hún
hafa hafið saumanám hjá vel
þekktri saumastofu í Reykjavík
Árið 1917 kemur til landsins
frá Vesturheimi, gjörfulegur
ungur maður, norskættaður ís-
lendingur, sonur Önnu Marie og
Jóns heitins Jónssonar beykis.
Ungi maðurinn, Magnús hyggst
heimsækja foreldra sína, en þau
höfðu flutzt búferlum frá Hauga
sundi í Noregi, og Jón beykir
gerðist hér hinn mikilvirkasti
iðnaðarmaður. Magnús Jónsson
var því fæddur og uppalinn í
Noregi, en hafði flutzt með
systkinum sínum til Kanada,
sennilega í framaleit. En for-
lögin færa þennan son heim til
feðra hans til funda við foreldra,
og þar hittir hann Unu Einars-
dóttur. Þessi unga, greinda og
glæsilega stúlka varð svo brúður
hans 1918.
Hér hefst svo eittbvert það
bezta hjónaband, sem ég minnist.
Maðurinn minn hefur oftlega
minnst þess við mig, hversu
glæsileg og skemmtileg þessi
hjón voru, er þau ung bjuggu í
næsta húsi við fjölskyldu hans.
En síðar átti Magnús eftir að
verða kennari og húsbóndi hans
um mörg ár.
Árið 1929 ráðast þau hjónin í
að kaupa húsakynni af Mjólkur-
félagi Reykjavíkur að Vatnsstíg
10 hér í borg, er rekið hafði
kornmyllur í bakhúsinu. Fluttist
fjölskyldan í lítið timburhús
fram við götuna, en er Mjólkur-
félag Reykjavíkur hafði rýmt
bakhúsin, hóf Magnús stjálfstæð-
an rekstur í trésmíði sem hann
hafði stundað með öðruna, frá
því hann kom til landsins. Barn
að aldri kynnist ég fjölskyldunni
á þessu ári, og fylgist með,
hvernig Magnús byggir upp af
litlum efnum all-líflegan at-
vinnurekstur á þeim árum, sem
allur atvinnurekstur lamast af
heimskreppunni. Magnús hóf hér
algjörar nýjungar á smíði glugga
og hurða fyrir hýbýli manna,
svo og innréttingar í hús. Smíð-
aði hann mikið fyrir nýbýlasjóð
og þar með allmarga bændur.
Voru mikil umsvif og fjör utan
um verkstæði Magnúsar, margt
ágætra manna unnu þar og lær-
'lingar. En erfiðir tímar hertu
oft að fjármálunum, og þá kom
í ljós, hve vel kvæntur maður
Magnús var, mun hvergi ofmælt,
hverju grettistaki góð kona lyftir
manni sínum. Greind, sjálfs-
öfluð menntun og meðfædd hag
sýni húsfreyjunnar ávöxtuðust
hér.
Auk umsvifamikilla húsmóður
starfa, var mikill gestagangur
og gestrisni. Allur fatnaður
saumaður, prj'ónaður af snjöllum
höndum húsfreyjunnar. Spárn-
aður, hófsemi og nýtni gætt í
hvívetna, jafnvel kveinikaði kon
an sér ekki við að binda um sár
manna, ef smá slys urðu við
vinnu manna á verkstæðinu. Og
móðirin, hin kvenlegi fjölvís,
liðsinnti við nám barnanna, sú
sem kenndi börnum sínum til
starfs, kenndi jafnvel danska
tungu, hún hafði alltaf tíma.
Enn voru krepputímar 1936,
og þá var ráðizt í að stækka
íbúðarhúsið, smekklegri hæð
bætt ofaná litla íbúðarhúsið og
öllu húsinu breytt í nýtizku
horf og múrhúðað að utan. Þó
voru öll börnin ennþá heima í
barna og unglingaskólum. Hér
rýmkaðist hagur fjölskyldunnar
mjög, þarna ríkti sönn hamingja,
umgyrt heilbrigðri skynsemi.
Þarna var enginn staður of fínn
til að börn og fólik skyldi ekki
dveljast á frjáls, og glöð. Þarna
var bókakostur góður og vel not-
aður, og húsbóndinn margfróður,
og mússi'kalskur, leikandi á
skemmtileg lítil blásturshljóð-
færi, stundum samdi hann hug-
ljúf lög. Seinna fékk hann sér
orgel. Hvað ég minnist glettina
tilsvara og spaugsyrði, þarna
ríkti skemmtilegur heimilisandi.
Bæði voru þau hjón reglusöm og
regla ríkti í öllu heimilishaldi. Á
sumrum stofnuðu hjónin stund-
um til skemmtilegra ferðalaga
með vinnufélögum húsbóndans,
sem ég minnist með mikilli gleði.
Sjálf voru þau mikið og gott
ferðafólk og ferðuðust mikið um
byggðir og óbyggðir, einnig er-
lendis, þó síðar yrði. Fannst mér
því frúin eins og kjörin, er hún
var kosin til að veita forstöðu
ferðanefnd Kvenfélags Hall-
grímssóknar, en það starf hefur
hún haft með höndum um nokk-
ur ár.
Þótti mér því fara vel á því
í byrjun stríðsáranna skyldu
þessir vinir mínir festa kaup á
skemmtilegri jörð, eða hluta úr
stórbýlinu Stórafljót í Biskups-
tungum, þar er sundlaug og
hverahiti. Þar byggðu þau sér
vandað sumarhús, og þar voru
þau í essinu sínu. Una hefur alla
tíð haft áhuga og yndi af garð-
rækt, og naut sín þar vel með
börnum og barnabörnum.
Það er nú svo, hafi maður
kynnzt góðum hjónum, verður
annars vart minnst án hins. Síð-
astliðið sumar höfðum við, vinir
fjölskyldunnar, hlakkað til að
halda hátíð á 70 ára afmæli hús-
bóndans 30. júlí. Engin- ástæða
var til annars en svo myndi
verða, en 4. júlí var Magnús
skyndilega burt kvaddur, eftir er
ófyllt skarð, en ljúfar og þakk-
látar minningar.
Una og Magnús eignuðust 5
börn. Stúlkubarn misstu þau
kornabarn, en upp komust, Jón,
trésmiður, kvæntur Ingibjörgu
Pálsdóttur, Ásta, gift Einari Ein-
arssyni, Einar, trésmiður ókvænt
ur, Inga Maria, gift Eberg Elef-
sen. Fríður hópur barnabarna
fylgir þessum fjölskyldum.
í dag, 2. apríl er hin unglega
amma sjötug. Hversu innilega
samgleðjumst við hjónin, Unu
Einarsdóttur og allri fjölskyldu
hennar, með þafcklæti fyrir löng
og ágæt kynni
Vinkona.
Stúlka 'óskast
ti'l afgreiðslustarfa strax. Upplýsingar í síma 18680
kl. 10—16 í dag.
Bílamálun
Okkur vantar vana menn strax.
IUerkúr hf.
Hverfisgötu 103.
IVIýjung sem spsrar vinnu
og fyrirhöfn
Silfur, sem skín og gljáir vik
um saman án þess að á það
falli, þegar þér notið undra
silfur-áburðinn.
HAGERTY
TARNISH
PREVENTIVE
sem hreinsar, fægir og ver
silfrlð því að það falli á það,
og þér þurfið ekki að nota á-
burðinn aftur langtímum
saman, en aðeins strjúka yfir
silfrið með þurrum klúti, svo
það gljái og skíni sjálfri yður
og öðrum til augnayndis.
Fæst hjá silfursöium borgarinnar, hjá úrsmiðum o.fl.
Heildsölubirgðir:
H. ÓLAFSSON & BERNHÖFT
Símar 1-97-90. — Reykjavík.