Morgunblaðið - 02.04.1964, Síða 12

Morgunblaðið - 02.04.1964, Síða 12
12 MORGUNBLAÐID Firamtudagur 2. aprll 1964 ? Fiskiþing og menntun skipstjórnarmanna eftir Magnús Magnusson frd Eyrarbakka Á síðasta Fiskiþingi var sam- þykkt eftirfarandi tillaga: Fiskiþing felur stjórn Fiskifé- lags fslands að hlutast til um, að við Stýrimannaskólann í Reykjavík verði á næsta hausti haldið námskeið fyrir þá skip- stjórnarmenn, sem hafa réttindi til skipstjórnar á skipi ailt 120 rúmlestum, svo að þeir öðlist full réttindi til að stjórna hvaða fiskiskipi sem er á fiskveiðum við strendur íslands. En vill jafn framt leggja til, að svipuð skip an haldist eftirleiðis e.t.v. með nokkurra ára millibili, ef þátt- taka fæst nægileg. Einnig verði Cefið góða gjöf - gefið mm Fást í ÚRSMtÐAVERZLUNUM rnntökuskilyrði í skólann breytt, svo að ungir menn megi stunda þar nám eftir 6 mánaða starfs- tíma á sjó, en féii ekki atvinnu- réttindi sem skipstjórar fyrr en eftir tilskilinn siglingartíma. í tilefni af þessari samþykkt síðasta Fiskiþings ritar Sigurjón Einarsson, skipstjóri grein í Morgunblaðið þ. 8. marz og telur í grein sinni, að Fiskiþingsfull- trúum með slíkri samþykkt hafi ógiftusamlega tekist, bæði er varðar menntun skipstjórnar- manna og svo einnig öry.ggi sjó- manna. Forsenda fyrir áður nefndri tillögu er meðal annars eftirfar- andi. Bátar hafa farið, sérstaklega hin síðari ár,‘ ört stækkandi. Þessi stækkun er oftast til kom- in með þeim hætti, að til for- mennsku var fenginn ungur mað ur, sem hafði reynzt fengsæll á lítilli fleytu og farið vel úr hendi formannsstörfin, þ.e. sýnt ótvíræða sjómannshæfileika, en aðeins sótt sjómannanéimskeið, er haldið var í hans byggðar- lagi eða í nálægð þess. Nú er þessi efnilegi ungi maður kom- inn á 20 til 30 tonna bát og geng- ur vel. f>á er möguleki vegna heppni hans hjá útgerðinni að láta smiða stærri bát og er þannig stendur á fer vart milli mála hver hafi þar formennsku á hendi. Þetta endurtekur sig nokkrum sinnum á 15 til 20 ár- um og nú er bátur heppna manns ins ekki lengur nefndur bátur og hann formaður, nú er komið til sögunnar skip af stærð, eftir at- vikum, frá 150 til 200 tonn. En þá vandast málið. Þó að viðkom andi maður sé búnn að vera for maður eða skipstjóri í 15 til 20 ár og allan þann tíma verið að læra af reynslunni, hefur reynst afburða snjall að nota nýjustu tæki við veiðarnar (samanber undraverðan árangur sumra síld veiðiskipstjóranna við síldveið- arnar) þá blasir sú staðreynd Kjólaverzlunin E L S A óskar að ráða vana saumakonu nú þegar. Upplýsingar í verzluninni, Laugavegi 53. Eldri mann vantar til að gæta snyrtiherbergja að HÓTEL BORG. Efnarannsóknarstofa Sigurðar Cuðmundssonar — Sími 13449. — vorur Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Steinnes Seltjarnarnesi við að heppnis- og aflamaðurinn, af því að hann hafði á unga aldri ekki setið nokkrum mánuðum lengur á lærdómsbekk, að hann má ekki sigla áfram á sín gömlu fiskimið af því einu, að skip hans hefur stækkað. Er það rétt- látt þegar svona stendur á eða líkt, að taka miðlungs eða lítt reyndan mann og þar með e.t.v. svipta sjómenn, útgerð og þjóðar búið góðum tekjum, meta sigl- ingartíma viðkomandi manns að engu og allt hans sjálfsnám og segja honum, að nú skuli hann setjast á skólabekk, sem lítt kunnandi og óreyndur. Er nokk- uð eðlilegra en slíkir menn eigi þess kost að auka við menntun sína og að fullt tillit sé tekið til þeirrar starfsreynslu, sem þeir, sem skipstjórnarmenn, hafa öðl- azt á löngum starfstíma, en fái nokkra viðbótarfræðslu á nám- skeiði, sem að sjálfsögðu væri miðað við þörf þessara manna, vegna þess starfs sem þeir eru í, enda er ekki gert ráð fyrir í til- lögunni, að þeir fái rétt til að sigla á milli landa. Með þessari ráðstöfun er ekki vegið að öryggi sjómanna, eða gert tilræði við Stýrimannaskól- anna. Skólinn er og á að vera menntasetur sjómanna, en þó skólinn miðli með námskeiðum þekkingu til reyndra skipstjórn- armanna kastar það engan veg- inn rýrð á skólann, heldur sann- ar, að skólinn skilur sitt hlut- verk rétt, sem er að miðla þekk- ingu þar sem hennar er þörf og þá í því kennsluformi, sem eðli- legast má teljast með hliðsjón af aðstæðum. ----O---- Um siglinganámskeið, sem hafa verið haldin úti á landi undanfarin ár var gerð svo felld Beatles bók með 58 myndum. Frímerkjasalan Lækjargata 6 A. samþykkt og fylgdi eftirfarandi greinargerð: „Fiskiþingið skorar á stjórn Fiskifélagsins að beita sér fyrir því hjá viðkomandi stjórnarvöld- um, að námskeið úti á landi í siglingafræðum verði ekki lögð niður.“ „Það ætti að vera kunnara 'en svo, að um þurfi að ræða, að til er fjöldi smærri fiskiskipa,' sem stunda fiskveiðar við mjög erfið- ar aðstæður. Til að útgerð þess- ara skipa sé möguleg á þessum stöðum þarf staðarþekkingu á fjölda mörgu er að sjósókn og veiðiskap lítur, samfara nokk- urri þekkingu á grundvallaratrið um siglingafræðinnar. Hvaða menn veljast til formennsku á þessum bátum sem hér um ræð- ir, er oft tilviljunum háð og hafa í mörgum tilfellum ekki ætlað sér skipstjórn eða sjómennsku sem aðalstarf; og því ekki búið sig undir slíkt með sérmenntun, en mundu væri þess kostur, sækja námskeið, sem væri þeim dýrmætur skóli miðað við þær aðstæður, sem fyrir hendi eru. Atvinna þess fólks, sem sjávar- þorpin byggja er oft um veruleg- an hluta ársins nátengd því, að þessi smærri fiskiskip séu gerð út. Sé ekki stefnt markvíst að eyð- ingu minni fiskiskipa og þá um leið, sem afleiðingu þess, að leggja niður byggð í fjölda sjáv- arþorpa, verður að gefa formönn- um smærri fiskiskipa kost á fræðslu í siglingafræðum sem miðist að nokkru við þær að- stæður sem hér hafa verið raktar. Þegar þess er gætt, að í Sjó- mannaalmanakinu fyrir árið 1964 eru talin 682 skip undir 100 rúmlestum, en þar af eru ca. 100 skip af stærðum frá 30 rúml. að 50 rúmlestum eða um 460 skip undir 50 rúml., þá eru milli 70 og 80 skip af 50 til 60 rúml. stærð, eða um 530 skip undir 60 rúml. Að þessum tölum athúguðum er Ijóst, að námskeið úti á landi eru atvinnuleg nauðsyn og verða að halda áfram. Hitt er svo ann- að mál á hvern hátt kennslunni sé hagað og þarf slíkt að sjálf- sögðu endurskoðunar við, með hliðsjón af tækjum og tækni nú- tímans og öðru því sem tímarn- ir krefjast hverju sinni og að- stæður leyfa. Ég vona að þetta nægi til að sýna mönnum hvernig rnálin standa og hvers sé þörf. Ég vil endurtaka, að við erum ekki. Og viljum ekki með nefndum samþykktum rýra öryggi sjó- manna eða skapa Stýrimanna- skólanum óvirðuleg kennslu- störf eða gera hann hann lítt eftirsóknarverðan, heldur að við gerum okkur ljósar aðstæður all- ar og svo tillögur þar út frá til úrbóta. Við afgreiðslu þessara mála er að nokkru komið til móts við óskir og þarfir afla- og giftu- drjúgra skipstjórnarmanna, sem þurfa og vilja auka sína kunnáttu að nokkru og þó svo, að þeim lærðari mönnum sýnist um stund arsakir sem á sinn hlut sé geng- ið, er vel hægt að skilja þeirra tilfinningar, og þá sérstaklega þeirra, sem gerðu til sín meiri kröfur um menntun en almennt gerðist um fiskimenn (tóku far- manninn). Aflasæll og giftudrjúg ur skipstjórnarmaður hefur verið og verður þjóðfélagsins dýrmæt- asti þegn og hans götu, vegna þjóðarheildarinnar, verðum við að gera svo greiða sem frekast er unnt. CABOON — SPÓNAPLÖTUR HANNES ÞORSTEINSSON jT Skrifstofa: Hallveigarstíg 10. Simi: 2-44-55. Vörugeymsla við Shellveg. Simi: 2-44-59. GABOON: 16 — 19 — 22 og 25 mm. GABOON: 5x10’ — 16 — 19 — 22 og 25 mm (fínskorið). WISAPAN: 5’7x9’ = 10 — 16 og 22 mm. WISAPAN: 5x12’ = 19 mm. NOVAPAN; 4x8’ = 15 og 18 mm. BIPAN: 18 og 22 mm. HÖRPLÖTUR: 4x8’ = 12 — 16 — 18 — 20 og 22 mm. HAMRAÐ TRÉTEX: y2 = 4x8’ og 4x9’. GYPTEX: 10 mm = 4x8 y2\ HLJÓÐEINANGRUNAR- PLÖTUR: 12”xl2’’. BIRKIKROSSVIÐUR: 3 — 4 — 5 og 6 mm. BRENNIKROSSVIÐUR: 4 og 5 mm. FURUKROSSVIÐUR: 4 mm = 4x7’ og hurðarstærðir HARÐTEX: 4x8’ _ 4x9’ og 5’7x7’. GATAÐ HARÐTEX: y»” — 4x8’. HARÐPLAST: 4x9’. 5 ára ábyrgð á liúsgögnum Sófasett, eins og 2ja manna svefnsófar, svefnbekkir, símabekk- ir, svefnstólar o. m . fl. Til fermingargjafa Kommóður — Skrifborð — Snyrtiborð og fjölbreytt úrval vegg- húsgagna. Það fylgir 5 ára ábyrgðarskírteini öllum bólstruðum húsgögn- um frá okkur. VAL húsgögn Skólavörðustíg 23. — Sími 23375.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.