Morgunblaðið - 02.04.1964, Page 13

Morgunblaðið - 02.04.1964, Page 13
135 Fimmtudílgur '2. ápríl 1964 ' hfORGV**"• ^éiÐ íslendingadagur að Gsmli — Heimssýningin í Mew York EFLAUSX fýsir margan Islend- ing að sjá heimssýninguna miklu í New York. Og eflaust vildu margir eins koma að Gimli þeg- ar þar verður minnzt 75 ára af- mælis landnáms íslendinga í Manitoba. Og auðvitað langar svo marga vestur til þess að heimsækja ættingja og vini, í ár eins og endranær. Ferðaskrifstofan Sunna hefur skipulagt vesturferðir sínar í sumar með hliðsjón af þessu þrennu og er ferðalögum á hennar vegum að miklu leyti í sjálfsvald sett á hvern hátt þeir eyða tíma sínum vestra og er m.a. í einni ferðinni hægt að dveljast fimm daga á Kyrraihafs- ströndinni án þess að hafa nokk- uð saman við samferðafólk að sælda fram yfir það sem hver og einn kýs sjálfur. Ráðgerðar eru þrjár ferðir og Ilofsjökull á heimleiö NÝJASTA skipi JÖKLA h.f. var hieypt af stokkunum í Grange- xnouth skipasmíðastöðinni 17. marz s.l. Skipinu var gefið nafn- ið „Hofsjökull“ og var það Ólöf Einarsdóttir, dóttir Einars Sig- urðssonar, forstjóra, sem skipið skírði. „Hofsjökull" er 2500 tonn, 270 feta langt og 44 feta breitt. f skipinu er Deutz díselvél, 2575 Næstu verkefni Þjóðleikhúss- ins ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI skýrði blaðamönnum frá því í gær, hver væru næstu verk- efni Þjóðleikhússins. Hann sagði frá þvi, að næsta verk- sfnið væri Kraftaverkið eftir William Gibson, og væri Klemenz Jónsson leikstjóri. Mætti segja að verkið væri nú hálfæft. Þá kæmi Sardasfurstinn- an, sem væri ungversk óper- etta. Hún væri nokkurskonar þjóðaróperetta í Ungverja- landi, og hefði verið uppfærð þar eftir stríð meira en í 1000 skipti. Leikstjóri og um lejð hljóm sveitarstjóri verður ungversk ur og sömuleiðis „prima- donnan“. Þau eru bæði fra 3údapest. Primadonnan mun syngja á þýzku, en aðrir söngvarar og leikarar á íslenzku, þar sem óperettunni hefur verið snúið á okkar tungu af Agli Bjarna syni. Þjóðleikhússtjóri sagði blaðamönnum frá sýningum á hinum ýmsu verkum, sem Þjóðleikhúsið hefði haft til sýningar í vetur. 42 sýningar hefðu verið á Gísl, og eftir væru aðeins 2—3. Mjallhvít hefði verið sýnd 18 sinnum fyrir 18.880 áhorfendur, glaða og ánægða. Hamlet hefur verið sýndur 30 sinnum fyrir 15000 áhorf- endum, og síðast í fyrradag, og eins og frem kemur annars staðar í blaðinu, með viðbeins brotinn Hamlet og mun það ^insdæmi um þann herra krónprins Dana. Þjóðleikhússtjóri gerði sér vonir um góðar undirtektir andir næstu verkefni Þjóð- leikhússins. hestafla og það gengur um 13 og hálfan hnút i reynsluferð. Skipið er sérstaklega útbúið með ísfiskflutninga fyrir augum og er 20° frost í kæliklefum í lest þess, en þar er svo til hátt- að að einnig getur skipið sem bezt flutt ávexti og annan varn- ing. „Hofsjökull" er mjög traust- byggt skip og fuilnægir ströng- ustu kröfum Lioyds* trygginga- félagsins og er smíðað í sam- ræmi við kröfum íslenzkra og brezkra laga og reglugerða. Olöf litia r ,.ö kampavínsfiosKun a, Olafur Þórðarson framkvstj. Jökla og framkv.stj. skipasmíðastöðvarinnar. Góða tíðin veidur því að hafin er bygging fleiri húsa en ella HÚSNÆQISM ÁLA STOFNIUNIN hefir látið frá sér fara tilkynn- ingu þess efnis að þar sem svo margar umsóknir liggi nú þegar fyrir um íbúðalán geti þeir sem ekki hafa sótt fvrir 1. apríl ekki vænzt að fá úrlausnir fyrir næstu áramót. Blaðið átti í gær tal við Egg- ert G. Þorsteinsson um þetta mál og sagði hann að talið væri að byrjað hefðí verið á meira en 1800 íbúðum á árinu 1963 og allmörgum til viðbótar á þessu ári. Hin góða tíð hefði fyrst og fremst valdið hve margar bætt- ust í hópinn í vetur. Ástæða til þessarar tilkynn- ingar væri bæði hinn mikli íbúðafjöldi svo og að Húsnæðis- málastofnuninni hefði þegar borizt hátt á 3. þúsund umsókna er næmi að lánsupphæð talsvert á 3. hundrað milijón króna. Til- kynningin hefði verið sett svo menn gerðu sér ekki gyllivonir um að íá lán á þessu ári, eí umsóknir berast síðar en 1. apríl, því þeir, sem þegar hafa sótt, sitja fyrir um lánveitingar. Hinsvegar gat Eggert þess að Húsnæðismálastofnunin myndi halda áfram að taka við um- sóknum svo sem venja væri, en hinsvegar gætu þeir sem þær legu inn ekki vænzt úrlausn- ar fyrir næstu áramót, því full- erfitt myndi að fullnægja þeim lánbeiðnum, sem þegar lægju fyrir. HALLDIÍR KRISTUHSSON GULLSMIÐUR SIMI 16979 hefjast allar 27. júlí. Fyrsta ferð- in er vikuferð til New York og Washington og kostar hún 12.100 kr. Þá er tveggja vikna ferð til New York og Winnipeg og verð- ur m.a. tékið þátt í íslendinga- dagshátíðahöldunum að Gimli en ferðinni lýkur í New York 9. ágúst. Þessi ferð kostar 22.900 kr. Þriðja ferðin er söm og sú sem áður var lýst, unz komið er til Winnipeg 5.—6. ágúst. Þaðan er þá haldið suður á þóginn, til Seattle og síðan til Salt Lake City, Spanish Fork og fleiri staða, en dvalizt í New York tvo daga áður en heim er haldið. — Þessi síðasta ferð kostar 28.700 krónur. Fulltrúi ferðaskrifstofunnar Sunnu og fararstjóri þessara Vestuhheimsferða, Gísli Guð- mundsson, skýrði blaðamönnum frá tilhögun þeirra í gær, og sögðu að þeim væri þannig hag- að að allir gætu farið sinna ferða að svo miklu leyti sem hver og einn vildi, en þyrftu ekki að hafa samflot með hópn- um allan tímann, því það væri reynsla þeirra og annarra, að því frjálsari ferða sinna sem menn væru i slikum hópferðum, því meira yrði þeim úr ferðunum og einkum ætti þetta við í íslend- ingabyggðum vestanhafs, þar sem ættingjar og vinir væru á hverju strái. Með tilliti til þessa væri matur ekki innifalinn í ofan- greindu verði en að sjálfsögðu allar sameiginlegar ferðir, með flugvéium og langferðabílum. —'“ Einnig væri mönnum frjálst að dveljast lengur vestan hafs og yrði þá séð fyrir í„ri heim þegar þeim kæmi bezt. Gisli drap nokkuð á sögu ís- lenzka landnámsins i Manítoba, á deilur enskra og fransikra þar í héraði skömmu áður en íslend- ingar komu þangað og harðfylgi og seiglu hinna íslenzku land- nema, sem átt hefðu við að búa mikið erfiði í nýja landinu og farið margar glæfraferðir til að- drátta fyrstu árin, en sumir flúið vetrarríki Manitoba og hefði það verið upphaf íslenzka landnáms- ins í Norður-Dakota. — Kvaðst hann ekki efast um að fjöldi Is- lendinga myndi koma á íslend- ingadaginn að Gimlí og minnti á að forsætisráðherrann og frú hans hefðu þekkzt boð Vestur- íslendinga um að sækja þá heim og sitja íslendingafagnaðinn að Gimli, 2. ágúst. Táningaást frum- sýnd á laugardag Málflutningsskrifstofa JON N SIGURÐdSON Simi 14934 — Laugavegi 10 NÆSTKOMANDI laugardag verður Táningaást (Teenager- love) frumsýnt hér í Þjóðleik- húsinu. Blaðamenn voru boðaðir á fund Þjóðleikhússtjóra, Guð- laugs Rósinkranz, ásamt þeim Erik Bidsted balletmeistara og Benedikt Árnasyni leikstjóra. Guðlaugur Rósinkranz hafði orð fyrir þeim þremenningum og sagðist honum m.a. svo frá: „Táningaást" er söngleikur en um leið hin miskunnarlausasta gagnrýni á söng, það er að segja dægurlagasönginn eða öllu held- ur þá auglýsingastarfsemi og sið- leysi, sem þróast í kringum þessa grein skemmtanalífsins og þann fíflaskap sem þessari skemmti- starfsemi fylgir þar sem ung- lingarnir eru æstir upp í stjórn- lausan hávaða og gauragang, brjóta og bramla, ráðast að hin- um dáðu söngvurum, rífa af þeim fötin, klippa hárin af höfði þeirra, allt til þess að lýsa að- dáun sinni á þeim. Allt þjónar þetta fjárplógsstarfinu, því eins og Billy, aðalpersónan í leikrit- inu segir: „forheimskunarstarf- semina þarf að skipuleggja" til þess að ná sem mestum pening- um af lýðnum, og „keyra allan almenning í eina gríðarstóra ó- slítandi sálar-spennitreyju“. Tak mark Billys er peningar og meiri peningar, þó það kosti konuna hans lífið, einu heiðarlegu mann eskjuna, sem hann nokkru sinni hefur kynnst, þá er það „allt í lagi“ frá hans sjónarmiði. Leikritið sýnir nakið og misk- unnarlaust baksvið hins innan- tóma „skemmtanaiðnaðar“ og er um leið hin harðasta gagnrýni á sýndarmennskuna og þá spill- ingu, sem þróast í nútíma þjóð- félagi. Þetta er bæði nýstárlegt og snjallt verk. Leikrit þetta hef- ur hvarvetna þar sem það hefur verið sýnt vakið geysiathygli og er nú sýnt í öllum höfuðborgum Norðurlanda og víðar, við feikna aðsókn og einstakar viðtökur al- mennings. Á Konunglega Teik- húsinu er það enn'þá sýnt, jafnan fyrir fullu húsi, þó það sé búið að ganga þar í 1% ár. Höfund- urinn Ernst Bruun Olsen var lítt þekktur áður, en hann náði 'heimsfrægð á einni nóttu ,eins og það er orðað. Sjálfur setti höfundurinn lei'k- inn upp á Konunglega leikhús- inu í Kaupmannahöfn og Stok'k- hólmi. Ég reyndi áð fá hann hing. að til þess að setja það upp hér, en 'hann sagðist ekki vilja setja það oftar upp, ekki í bráð að minnsta kosti, því að nú vildi hann halda áfram að skrifa leik- rit. Leikstjóri hér er Benedikt Árnason, en hann kynnti sér sýninguna í Kaupmannahöfn í fyrravetur. Benedikt til aðstoðar fékk ég Erik Bidsted til þess að æfa dansinn og allar sviðshreyf- ingar leikaranna, sem eru mjög vandasamar, því að svo til allt, sem sagt er á sviðinu, er tengt rythma og ákveðnum hreyfing- um, og er því mjög erfitt í æf- ingu. Enda hefur þetta leikrit verið æft lengur en nokkurt ann- að leikrit í Þjóðleikhúsinu til þessa, eða í þrjá mánuði. Bid- sted hefur þó ekki æft sviðs- hreyfingarnar og dansana nema í tæpan hálfan mánuð. Leikendur eru Rúrik Haralds- son, sem leikur Billy, aðalper- sónu leiksins, Herdís Þorvalds- dóttir leikur Maggi, konu Billys, Benedikt Árnason leikur Tommy, Bryndís Sohram leikur Vivi, Róbert Arnfinnsson leikur Plastik Smith og Duddi, sem er örlítið hlutverk leikur Sigríður Jósteinsdóttir. Hljómsveitar- stjóri er Jón Sigurðsson, sem stjórnar jazzhljómsveit, er þeir leika í, auk hans, Jón Páll, Vil- hjálmur Guðjónsson, Guðmund- ur Steingrímsson og Árni ísleifs- son, sem jafnframt hefur æft alla söngvana með leikurunum. Lárus Ingólfsson teiknaði tjöld og búninga, sem að miklu leyti er sniðið eftir Kaupmannahafnar sýningunni. Fjórar dansmeyjar dansa, leika og syngja og eru þær allar úr Listdansskóla Þjóð- leikhússins. Þýðandi er Jónas Kristjánsson. Þetta sagði Þjóð- ieikhússtjóri. Bidsted sagðist koma hingað beint frá Róm með 3 daga við- dvöl í Kaupmannahöfn. Hann sagðist hafa verið við störf i flest um stærri borgum Evrópu s.l. 2 ár. — Benedikt leikstjóri sagði leikrit þetta hafa verið mjög erfitt að æfa og setja á svið. Vestur um haf á vegum Sunnu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.