Morgunblaðið - 02.04.1964, Side 24

Morgunblaðið - 02.04.1964, Side 24
MORCUNBLAÐIÐ — Hvað stóð eiginlega í flöskuskeytinu, sem þú sendir? — Þið eruð að leita að hon- um? — Já, auðvitað, eftir því sem við getum. En snúum nú aftur að ferðum yðar í gær. Fingur- inn var enn að berja á hnéð. — Setjum svo, að yðar saga sé sönn og neitun frú Ranzi þá röng, hvaða ástæðu getið þér hugsað, að hún hafi til þessarar einkennilegu framkomu? Hann talaði svo blátt áfram, svo rólega og ópersónulega, og þreytta andlitið var svo greind- arlegt, án þess að vera fjand- samlegt, að henni fannst ómögu legt að nokkur hætta lægi í því að svara honum heiðarlega. Henni fannst sem einfaldast mundi að segja, að Marguerite hefði verið í vitorði með Lester Ballard um að fremja morð, og að nauðsynlegt hafi verið fyrir framkvæmd þess, að Ruth væri að heiman síðdegis, þegar morð- ið var framið; að Marguerite hefði ekki getað verið heima til að taka á móti Ruth, vegna þess, að bíll hennar varð að geta stað- ið þar sem Lester Ballard gat hæglega náð í hann — og af fj'andskap eða í sjálfsvörn hafi þau í upphafi ákveðið að gera Ruth grunsamlega, og að Ruth gæti að mestu leyti sannað lög- reglunni þetta, með því að sýna henni tvö fölsuð vegabréf og íar seðlana til Buenos Aires. Það hefði getað verið ósegjanlegur léttir að geta gefið þetta svar. Ruth horfði beint framan í hann og svaraði: — Ég býst bara við, að hún hati mig meira en mér hefur nokkurntíma getað dottið í hug. — Og að ástæðulausu — svona næstum brjálæðislegt hat ur? spurði Cirio. — Hún getur ef til vill haft einhverja ástæðu, svaraði Ruth. — Ég gæti hafa móðgað hana á einhvern hátt, sem mér er þó ókunnugt um. Hann hristi höfuðið. — Ja, ég get enga skýringu á því gefið, sagði hún. — Það var verst, sagði hann. — Af því að. . . — Já? Hrukkurnar á mjóu enni hans höfðu dýpkað. — Hugsið yður um, sagði hann snöggt.- Hugsið þér! Sá enginn yður koma út úr þessu húsi eða fara þar inn? Hafið þér enga sönnun fyrir því, sem þér eruð að 'halda fram? — Það var þarna blað, sem frú Ranzi hafði skilið eftir á borðinu í setustofunni, þar sem hún bað mig að bíða sín. Áður en ég fór, krotaði ég nokkur orð á sama blað, þar sem ég sagðist hafa beðið eins lengi og ég gat. — Hvar er þetta blað nú? — Það hefur vafalaust verið eyðilagt. — Já, víst áreiðanlega, ef þetta er satt, sem þér segið. — Það er satt. Hann stóð upp. — Kann að vera. Þér skiljið, að ég er ekki að rengja yður. En við verðum að sannprófa allt. Og þér eruð ekki ein um það að geta ekki gert grein fyrir ferðum yðar í gær. Til dæmis getur hr. Evers | ekki gert grein fyrir því, hvernig hann eyddi tímanum frá því hann skildi við yður og þangað til hann hitti frú Ranzi niðri í víkinni. Hann segist hafa verið í gistihúsinu sínu, en enginn hef ur séð hann þar. Gargiulohjónin. voru allan daginn í Napólí, frúin hjá tengdamóður sinni, en mað- ur hennar hjá hinum og þessum kunningjum. Hr. Ranzi var þar líka allan daginn, í skrifstofu sinni, þar sem hinir og þessir hittu hann og geta vottað það, og frú Ranzi var allan seinni- partinn niðri í víkinni. En við þurfum að athuga fleira fólk en þetta, sem ég nefndi. Það getur vel verið, að rætur þessa morðs sé alls ekki að finna í San Antioco. Ruth hafði varla hlustað á síð- ara hluta þessarar ræðu. — Sögðuð þér, að eitthvert tímabil væri, sem Stephen Evers geti ekki gert grein fyrir? sagði hún. — Eg hélt, að hann hefði farið niður í víkina þegar við skildumst. — Nei, ekki fyrr en klukku- tíma seinna. Allt í einu gekk Cirio yfir þvert gólfið og að grænröndótta legubekknum, sem stóð undir glugganum, tók í aðra bríkina á honum og rykkti honum frá veggnum. Heila eilífð s>tóð hann þarna, að henni fannst, og horfði á bakið á legubekknum. Svo ýtti hann honum aftur á sinn stað. Þreytulegu, svörtu augun horfðu á Ruth. — Finnið þér þetta blað! sagði hann. Ruth hefði ekki getað svarað einu orði. Hún fann, að andlit hennar var orðið náfölt. Cirio gekk út að dyrum. Þeg- ar hann var kominn þangað, stóð Ruth upp og gekk á eftir honum út í garðinn. Þá gat hún loks komið upp orði. — Herra lögreglumaður, sagði hún, — ég hef ætlað að spyrja yður að því: Hafið þér hitt hr. Sebastiano? — Já, svaraði hann. — í Nap- ólí í morgun. — Nei, ég á við núna síðasta hálftímann. Hann kom hingað fyrir nokkru, skiljið þér. — Nei, það vissi ég ekki, sagði hann. — Kannski bíður hann yðar á lögreglustöðinni. Hann kann að hafa eitthvað mikilvægt að segja yður. — Eg skil. Eg er einmitt að fara þangað núna. — Verið þér sælir. — Verið þér sælar. Og reynið að finna þetta blað — það er alveg nauðsynlegt að finna það. Hann gekk út að jeppanum, sem beið hans. Jafnskjótt sem hann var far- inn, sneri Ruth við og hljóp inn í húsið. Hún hljóp að legubekkn um og rykkti honum frá veggn- um. Hún skoðaði hann og sá, hvað Cirio hafði séð. Þarna voru ífllltvarpiö Miðvikudagur 1. apríl. 7:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 23:00 „Við vinnuna**: 14:40 „Við, sem heima sitjum**: Her- steinn Pálsson les úr ævisögu Maríu Lovisu, eftir Agnesi de Stöckl (11). 15:00 Síðdegisútvarp. 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 13:00 Útvarpssaga barnanna: „Land- nemar‘“ eftir Fredirck Marryat, í þýðingu Sigurðar Skúlasonar; XII. (Baldur Pálmason). 18:20 Veðurfregmr. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. »0:00 Varnaðarorð: Vilberg Helgason öryggiseftirlitsmaður talar á ný um losun og lestun skipa. »0:05 Létt lög: Hljómsveit Alfreds Hause leikur. »0 :20 Kvöl4vaka: a) Lestur fornrita: Norðlend- ingasöngur, — Víga-G'lúmur (Helgi Hjörvar). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Friðrik Bjarnason. c) Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún í Holtum flytur er- Indi: Endalok þjóðveldisins og uppreisn Rangæinga 1264. d) Oscar Clausen rithöfundur flytur frásöguþátt: Kríumálið eða Stokksmálið. »1:46 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Guðný Aðal- steinsdóttir). »3:00 Bridgeþáttur (Hallur Símonar- son). »3:25 Dagskrárlok. BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Rasputin var þremur árum anna voru margir slíkir, en aðrar náttúruhamfarir, sem svo hirðina, þar eð drengurinn vaf yngri en Nikulás og ári yngri en Lenin, og hann hóf lífsferil sinn á þann hátt, sem hann ætl- aði honum að verða áfram. Eins og sveitabóndinn, faðir hans, á undan honum, var hann uppi- vöðslusamur í fæðingarþorpi sínu, Pokraovskoe í Tobolskhér- aðinu í Síberíu, drykkjudrabb- ari, iðjuleysingi og spillti ungu stúlkunum í þorpinu. Menntun hafði hann enga (varð aldrei al mennilega skrifandi), og fram að þrítugu hafðist hann við í þessum skuggalega krók rúss- nesks bændalífs óþekktur nema sem hrossaþjófur og óhemjuleg- ur sérvitringur, kvensamur og rammur að afli. Einhverntíma kring um aldamótin yfirgaf hann konu sína og þrjú börn og tók að fara um sem einskonar heilagur flakkári, „starets", maður, sem án þess að vera prestvígður, hafði séð hið sanna ljós guðs. í Rússlandi keisar- enginn hafði flækzt jafnvíða og Rasputin; hann er sagður hafa komið að minnsta kosti einu sinni á Athosfjall í Grikklandi og til Jerúsalem. Ennfremur hafði hann þægilega trú, út af fyrir sig; hann hélt því fram, að fyrst þyrfti að syndga, áður en hægt væri að fá fyrirgefn- ingu. Hann kvað sig geta frels- að fólk á þennan hátt, einkum þó konur, þó því aðeins, að hann sameinaðist þeim bæði andlega og líkamlega; og enginn vafi er á' því, að margar konur voru þær, sem féllu fyrir þessum dá- leiðslumanni og augnatilliti hans og létu sannfærast. Undir árslok 1903 skaut Rasput in upp í Petrograd; tötraklædd- ur sveitamaður, meðalhár vexti með sítt, flókið skegg og óhreint hár sem féll niður á herðar. Nokkur frægð hafði borizt á undan honum — hann var sagð- ur hafa sagt fyrir þurrka og rættust — og munkarnir, sem hann leitaði athvarfs hjá, tóku hann að sér. Um þessar mundir var mikil dýrkun dulrænna hluta í Petrograd, og ofsamanns augu og íramandlegt útlit hans ýtti undir átrúnaðinn á hann. Mjög bráðlega var honum kom- ið á framfæri við Militsu stórher togafrú sem var ákafur dulrænu dýrkandi, en frá henni komst hann svo áfram til Önnu Vyru- bovu, sem þá var í þann veginn að giftast. Hún ráðgaðist við Ras putin um þetta fyrritæki sitt og hann sagði henni — eins og satt reyndist — að það mundi enda með skelfingu. Anna Vyrubova var aðgöngumiði Rasputins að hirðinni. í nóvember 1905 skrif- aði Nikulás í dagbókina sína: „Við kynntumst guðsmanni frá Tobolskhéraðinu“. Ekki getur það hafa stafað ein göngu af veikindum keisarason- arins, að Rasputin komst að við KALLI KUREKI -Xr- ~>f' Teiknari; FRED HARMAN ]>að hefur einhver elt mig — en H held bara kyrru fyrir héma og læt hann um að koma upp um sig — og ef hann ber við himin, þá..... — Kannske er þetta hestur sem villzt hefur frá eiganda ssnum — en það hefði líka getað verið villihest- ur............ en þangað til ég veit vissu mína á einn eða annan veg, þá er þetta hestur Stubbs og hann liggur sjálfur í leyni í kjarrinu eins og naðra og bíður færis — og það er hreint ekki mín eftirlætisiðja að elta uppi nöðr- ur........ þá enn ekki nema fimmtán mánaða gamall. Hann hlýtur að hafa hrifið Nikulás sjálfan, milli liðalaust, og svo konu hans, þegar í upphafi. Þeim virðist hafa fundizt, að með þessum manni, kæmust þau í snertingu við „hið raunverulega" Rússíand, milljónir Svarta Fólksins; hann væri gagnvegur að hjörtum þegna þeirra, fram hjá Dúmunni og stjórnmálarefunum. En síðar varð sambandið algjörlega full- komnað, er það kom í ljós, að Rasputin hafði dularfullt vald yfir drengnum; hann þurfti ekki annað en horfa í augu hans og tauta einhver róandi orð — eða jafnvel tala í síma — þá komst allt í lag, verkirnir svíuðu og drengurinn sofnaði. Svo margar tröllasögur eru sagðar af valdi Rasputins yfir keisarasyninum hvernig hann einn gat stöðvað blæðingarnar hjá honum — að varla er að vita, hve miklu af því er trúandi. En sú staðreynd stendur, að allt til andláts hans, trúði keisarafrúin því fyrir fullt og fast, að Rasputin og hann einn gæti haldið lífinu í syni hennar. Jafn trúuð og hún var, er það engin furða þótt hún yrði blind- ur áhangandi þessa skítuga spá- manns. Hún tilbað hann, og ekkert sem á hann sannaðist hruggaði neitt við trú hennar; svart varð hvítt, allri gagnrýni var veifað til hliðar sem illvilj aðri afbrýðisemi, og hvert vafa- samt tækifæri hans var hvítþveg ið. „Það er verið að saka Rasputin um, að hann kyssi konur o. s. frv., skrifaði hún einu sinni keia aranum. „Þeir ættu að lesa postulanna — þeir kysstu alla, í kveðju skyni“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.