Morgunblaðið - 02.04.1964, Síða 27

Morgunblaðið - 02.04.1964, Síða 27
Fimmtudacfur *!, apríl 1964 M »» M ^ » AÐIÐ Starisfræðsludagnr á ísaiirði Starfsfræðsiludagiu.r var hald- inn hér á ísafirði sunnudaginn 22. marz, og var þetta í fyrsta skipti, sem slíkur dagur hefur verið haldinn hér. Dagurinn var haldinn að tilhlutan Rotary- klúbbs ísafjarðar, sem sá um allan undirbúning. Starfsfræðsludagurinn hófst *neð því að Bjarni Guðbjöms- son. forseti bæjarstjómar, bauð velkomna kennara og nemendur sem komnir voru að úr nær- liggjandi skólum. Þá flutti Ólaf- ur Gunnarsson, sálfraaðingur er- indi um starfsfræðslu og starfs- val. Kl. 14-16 fór síðan fram starfs- fræðsla í gagnfræða- og barna skólanum og voru þar kynntar 120 starfsgreinar. Milli kl. 17-19 gafst unglingunum kostur á að skoða ýmis atvinnufyrirtæki á ísafirði, svo sem íshúsfélag ís- firðinga, Skipasmiðastöð M. Bernharðssonar, Vélsmiðjuna Þór, prentstofuna ísrún og Raf- tækjaverkstæðið Neista. Auk þess gaifst stúlkum kostur á að skoða Húsmæðraskólann. 575 unglingar og gestir sóttu starfsfræðsluna. Mestur áhugi virtist ríkja fyrir flugi, og einn- ig var mikið spurt um ýmsar greinar sjávarútvegsins, og einn ig um kennslu. Áhugi stúlkn- anna virtist þó einkum beinast að hárgreiðslu og hjúkrun. Auk nemenda skólanna á ísa- firði tóku þátt í starfsfræðslu- deginum nemendur frá héraðs- skólunum í Reykjanesi og að Núpi, og unglingaskólunum á Flateyri, Bolungarvik og Súða- vík. — Fréttaritari. Bústaðasókn berst hdtíðahöku'il að gjöf ÞAÐ var margt manna í hátíða- sal Réttarholtsskóla á páska- dagsmorgun, 410 manns er talið var. Þá var vígður þar messu- hökull, mikill kjörgripur og gaf hann Skúli Oddleiísson í Kefla- vík, til minningar um konu sína, frú Sigríði Ágústsdóttur frá Birt ingaholti sem lézt 16. nóvember, 1961, en hökulinn vígði sonur þeirra hjóna, séra Ólafur, prest- ur Bústaðasóknar. Hökull þessi er fenginn frá London og er annar hökullinn — Krúsjeff Framh. af bls. 1. lifa fyrir þessi atriði, sagði for- sætisráðhenann. ÁSKORUN KÍNVERJA Andrei Gromyko, utanríkisráð herra, er í fylgd með Krúsjeff, og er sagt að heimsóknin sé gerð vegna þess að 19 ár eru liðin síðan rússneski herinn rak Þjóð- verja út úr Ungverjalandi í síð- ustu styrjöld. En yfirleitt er tal- ið að í viðræðum sínum við Jan- os Kadar, forsætisráðherra, muni Krúsjeff taka skoðanaágreining- inn við Kína til umræðu. Meðan Krúsjeff og fylgdarlið hans var á leiðinni til Búdapest skoruðu kínverskir kommúnistar á kommúnista um allan heim að vísa á bug handleiðslu Krúsjeffs. Halda Kínverjar því fram m.a. að Krúsjeff hafi tekið að sér hlutverk Trotskys. í gærkvöldi hélt Kadar kvöld- verðarveizlu fyrir Krúsjeff og fylgdarlið hans. Fluttu báðir for- sætisráðherrarnir ávörp í veizl- unni, og lögðu áherzlu á að al- gjör eining ríkti milli Sovétríkj- anna og Ungverjalands að því er varðaði utanríkismól og hug- takafræðL Agreiningur á ÞINGI LÖGFRÆÐINGA í Búdapest stendur yfir þing lögfræðinga víða að úr heimin- um, en að þingi þessu standa al- þjóðasamtök kommúnískra lög- fræðinga. Á þingi þessu hafa orð- ið harðar deilur milli fulltrúa Kínverja annars vegar og hins vegar þeirra, sem fylgja Sovét- ríkjunum að málum. í gærkvöldi mun hafa komið til óeirða á þingi þessu, svo fresta varð fund um um klukkustund. Óeirðirnar hófust er frú Han Yu Tung, að- alfulltrúi Kína, sakaði Sovétrík- in um tilraun til að eyðileggja samstöðuna innan kommúnista- ríkjanna. Lev Smirnov, aðalfull- trúi Sovétríkjanna, svaraði frúnni, en hún hrópaði að Smir- nov að hann talaði með rödd amerískra heimsvaldasinna. Lög fræðingaþingi þessu á að Ijúka aunnudaginn 5. þ.m: en búast má við tíðindum þaðan áður. sem Bústaðsókn áskotnast, hann verður hátíðahökull sóknarinn- ar. — Brasil'ia Framh. af bls. 1 reisnin væri vonlaus og að allt væri með kyrrum kjörum bæði í Rio og í Brasilía. Um þetta leyti var Goulart forseti enn í Rio. Hafði hann bú- ið um sig í Laranjeiras höllinni. Mikill liðssafnaður var við höll- ina, og var hún umkringd her- mönnum, sjóliðum og skriðdrek- um . f fyrstu var talið að fylkis- stjórar í þremur fylkjum stæðu að byltingunni, en þegar á dag- inn leið bárust stöðugt fréttir um fleiri aðila. Sagði de Barros fylk- isstjóri að sveitir uppreisnar- manna hefðu mælt sér mót við 47 kílómetra steininn á þjóðveg- inum til Rio, en þaðan yrði hald- ið í sameiningu til stórborgarinn ar. Rio de Janeiro er í Guana- bara-fylki ,og fylkisstjórinn þar, Carlos Lacerda, andstæðingur Goularts forseta. Hefur fylkis- stjórinn búizt til varnar í bústað sínum, og hafa tvö þúsund stjórn arhermenn verið sendir til að umkringja bústaðinn. Liggur bú- staðurinn aðeins 200 metrum frá höll Goularts forseta. f útvarpsræðu sinni í dag sagði de Barros fylkisstjóri að orsökin fyrir byltingunni væri m.a. sú að Goulart hafi látið undir höf- uð leggjast að refsa mönnum þeim, sem stóðu að byltingu flot- ans nýlega. Sagði de Barros að nú yrði kommúnistum „sópað út úr Brasilíu“, og talaði um Goul- art sem fyrrverandi forseta lands ins. Fylkisstjórinn hélt því fram að byltingin nyti stuðnings flot- ans og einnig um 60% flughers- ins. En flugher Brasilíu er hinn stærsti í Suður-Ameríku og hef- ur um 30 þúsund manna liði og 650 flugvélum á að skipa. Víða að úr Brasiliu bárust fregnir um það, þegar kvölda tók, að liðssveitir stjórnarinnar hefðu gengið í lið með uppreisn- armönnum. Ingi Ingimundarson Klapparstíg 26 IV hæð Sími 24753 hæstaréttarlögrr.aður Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Eigum dún- og fið- urheld ver. Sængur og koddar fyrirliggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstig 3. — Sími 18740 Ágætir tónleikar Séra Ólafur Skúlason fyrir altari í hátíðahökli þeim er faðir hans gaf. ÞVÍ er ekki að neita, að tón- leikar flestra píanóleikara eru hver öðrum næsta líkir. Ágætir listamenn á þessu sviði eru marg- ir, þótt afburðamenn séu fáir, en yfirleitt eiga þeir sammerkt um það, að efnisval þeirra er furðu takmarkað. Það er því tvöfalt fagnaðarefni, þegar tækifæri gefst til að heyra jafn frábæran listamann og Alfred Bréndel er leika efnisskrá, sem um ýmis- legt er forvitnileg og frábrugðin því venjulega. Tónleikarnir hófust á tveimur verkum eftir Mozart: Fantasíu í c-moll, K. 396, og svonefndum Duport-tilbrigðum, K. 573, sem bæði voru flutt af miklu list fengi: Hið síðarnefnda hefi ég aldrei heyrt á tónleikum fyrr, og er vandséð hvers þetta fagra og skemmtilega verk á að gjalda. — Næst á efnisskránni var hin stórbrotna sónata Beethovens, op. 111, síðasta píanósónata hans og einhver sú mikilfenglegasta. þessari meðferð nutu sín jafnt dramatísk átök fyrri þáttarins og háleit Ijóðræn fegurð hins síð- ara, og mundu þessir tónleikar hafa orðið eftirminnilegir., þótt þeir hefðu ekki verið lengri en þetta. En eftir hléð komu fjögur sjaldheyrð verk, þótt ekki séu þau ný: Elegie eftir Ferruccio Busoni og þrjú meðal hinna síð- ustu af píanóverkum Liszts, Bagatelle, Unstern og Czardas macabre. Öll þessi verk var feng- ur að heyra, og þeir sem áður kunna að hafa þekkt Liszt áðal- lega af Ástardraumnum, Ung- versku rapsódíunni nr. 2 eða La campanella, munu nú verða að endurskoða hugmyndir sínar um þennan merkilega listamann og mann. — Síðast á efnisskránni var Wanderer-fatnasía Schu- berts, og auðkenndist meðferð hennar — eins og annarra við- fangsefna á þessum tónleikum — af mýkt samfara þrótti, skáldlegu hugarflugi og djúpu innsæi. Alfred Brendel er tvímæla- laust einn ágætasti píanóleikari, sem hingað hefir komið í langan tíma. Jón Þórarinssou. Íslandsglíman 10. maí. ÍSLANDSGLÍMAN 1964 verður háð i Reykjavík sunnudaginn 10. maí n.k. Þátttökutilkynningar skulu berast til Harðar Gunn- arssonar, Múla við Suðurlands- braut, eigi síðar en 1. maí n.k. Glímudeild Ármanns sér um undirbúning Íslandsglímunnar að þessu sinni. Mennimgarsamtök hóskólamanna vilja sftofna kvikmyndarád FORVÍGISMENN „Menningar- samtaka háskólamanna“, sem stofnsett voru 8. maí 1963 boð- uðu blaðamenn á sinn fund á miðvikudaginn og skýrðu þeim frá áskorun sem þeir hafa beint til dómsmálaráðherra og Alþing is um stofnun kvikmyndaráðs, sem hafi úrskurðarvald um það hvaða kvikmyndir séu tækar til sýningar hérlendis með tilliti til siðspillandi áhrifa, sem þær kunna að hafa. Telja þeir hættu á því, að ýmsar afbrotamyndir, sem hér eru sýndar kunni að vekja afbrotahneigð hjá ungl- ingum eða verða sú kveikja, sem knýr unglingana til afbrota. í þessu sambandi gátu þeir þess einnig, að oft mætti telja, að dagblöðin notuðu miður heppilegt orðalag, er þau skýrðu frá afbrotum, jafnvel svo, að frá sagnir blaðanna kynnu á stund- um að hvetja unglinga til af- brota óbeint. Töldu þeir, að blöð in mættu gjarnan fordæma hin ýmsu afbrot harðara en þau hafa gert til þessa, en líta ekki ein- göngu á hina fréttnæmu hlið þeirra. Hér fer á eftir í heild áskor- un „Menningarsamtaka háskóla- manna“ til Alþingis og ráð- herra. Til dómsmálaráðherra og Al- þingis Reykjavík. Menningarsamtök háskóla- manna hafa samið og samþykkt eftirfarandi álitsgerð um setn- ingu kvikmyndalaga og eftirlit með sýningarefni kvikmynda. 1. I íslenzkum lögum eru engin lagafyrirmæli um kvikmyndir utan ákvæða barnaverndarlag- anna, sem eingöngu varða sýn- ingu kvikmynda fyrir tiltekna aldursflokka barna. 2. Msh er þeirrar skoðunar að æskilegt sé að sett verði kvik- myndalög, sem tryggi að þjóðfé lagið geti varizt siðspillandi og öðrum skaðlegum áhrifum, sem vitað er að geta stafað frá kvik- myr.dum. 3. Msh leggja til að sett verði lög um kvikmyndir og eftirlit með kvikmyndaefni, innlendu sem erlendu, og um sýningar kvikmynda. Jafnframt verði með lögum og reglugerðum kveðið á um innflutning kvik- mynda. Ákvæði þessi nái jafn- framt til kvikmyndaefnis í sjón varpi. Aðalmarkmið slíkrar lög gjafar þarf að vera efling mennta- og menningaráhrifa kvikmynda. T. d. verði kvik- myndadómnefnd (sjá 5. lið) heimilt að mæla með því, að mannbætandi myndir fyrtr börn og unglinga verði undanþegnar skatti. Þá verði kvikmyndahús- um og sjónvarpi gert að skyldu að verja ákveðnum hluta sýn- ingartíma til sýninga á stuttum kvikmyndum, sem hafa ótvi- rætt menningargildi. 4. Til hliðsjónar við slíka laga setningu teljum við ækilegt að athuga gaumgæfilega lög og reglugerðir nágrannaþjóða um kvikmyndir, einnig eftirlit og annað, er lýtur að sýningu kvik- mynda. Áratugir eru síðan ýms- ar grannþjóðir settu fyrstu lög um kvikmyndir, t. d. Bretar árið 1909, Svíar 1911 og Norðmenn 1913. 5. Msh leggja til, að kvik- myndadómsnefnd og kvikmynda ráð fari með eftirlit og úrskurða vald um allt það kvikmynda- efni, er sýna skal hérlendis. Dómnefndin skal skipuð þrem mönnum og þrem til vara, til- nefndum af ríkisstjórninni. Kvik myndadómnefnd þarf að vera óháð, ríkislaunuð og lagagrund- völlur hennar ótvíræður. 6. Ef ágreiningur rís milli aðila, er sýna vilja kvikmyndir annars vegar og kvikmyndadóm nefndar hins vegar, skal vera heimilt að skjóta málinu til úr- skurðar kvikmyndaráðs. Lagt er til, að kvikmyndaráð sé ekki fastlaunað, heldur taki þóknun í hlutfalli við þau störf, sem það leysir af hendi. 7. Msh leggja til að kvik- myndaráð verði skipað fulltrú- um frá eftirtöldum samtökum, einum aðalfulltrúa frá hverj-u og öðrum til vara. Bandalagi ís- lenzkra kvenna, Bandalagi ís- lenzkra listamanna, Félagi ís- lenzkra geðlækna, Félagi ís- lenzkra sálfræðinga, Félagi ís- hinnar íslenzku þjóðkirkju, Lög mannafélagi íslands, Sambandi íslenzkra barnakennara. Msh vænta þess, að þér takið álitsgerð þessa til vinsamlegrar afgreiðslu. Virðingarfyllst, F. h. Menningarsamtaka háskólamanna. Ólafur Gunnarssoo, Jóhann Hannesson, Benjamín Eiríksson, Arinbjörn Kolbeinssoo, Páll A. Pálsson. Hornafjarðarbátar með 2,240 tonn frá áramótum Höfn, Hornafirði, 1. apríl. SIÐARI hluta marzmánaðar var heildarafli Hornafjarðarbáta 484 tonn, þar af 468 sem netabátarn ir veiddu. Fjórir aðrir bátar hafa nær engan afla fengið, enda hefur sjóveður verið erfitt. Frá áramótum er heildarafl- inn orðinn 2240 tonn. Mestan afla hefur Ólafur Tryggvason, 501.2 tonn, Gissur hvíti 499.6 tonn, Akurey 363.5 tonn og Hvanney 321.6 tonn. Þessir bátar róa með net. — Gunnar. Sonur minn KJARTAN HALLDÓRSSON frá Skíðbakka, sem andaðist 28. marz s.l. verður jarðsunginn kl. 2 laug- ardaginn 4. apríl frá Krosskirkju, Austur-Landeyjum. Halldór Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.