Morgunblaðið - 11.04.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.04.1964, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 11. apríl 1964 Greinargerð frá mannasamtökum vegna afgreiðslutíma MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi greinargerð frá skrifstofu Kaupmanna- samtaka íslands: Þar sem gætt hefur nokkurra missagna og misskilnings í blaða- skrifum að undanförnu, og manna á meðal, um afstöðu Kaupmannasamtaka Islands til ákvæða samþykktar um af- greiðslutíma verzlana í Reykja- vík o. fl. og framkvæmdar á þeirri samþykkt, þykir skrif- stofu Kaupmannasamtakanna eft ir atvikum rétt að skýra nokkru nánar frá afstöðu Kaupmanna- samtakanna og afskiptum af máli þessu. Á fundi stjórnar Kaupmanna- samtaka íslands 26. janúar 1962 var gerð ályktun, þar sem skorað var á borgarstjórn Reykjavikur að breyta ákvæðum samþykktar um lokunartíma sölubúða o. fl. I ályktun þessari er lagt til, að ákvæði um kvöldsölustaði verði færð í það horf, er þeir voru fyr- ir 28. maí 1957; síðar í ályktun- inni segir svo: „Auk frávika þeirra, er að framan greinir, frá lokunartíma sölubúða, getur borgarráð að fengnum tillögum frá félögum eða samtökum verzlunareigenda, veitt tilteknum verzlunum leyfi til þess að halda sölubúðum opn- um til kl. 22.00 til skiptis eftir hverfum ellegar eitt kvöld í viku fyrir hverja sérgrein verzlunar eða á þann hátt annan, sem heppi legt er talið, enda sé slík tilhög- un gerð með samþykki viðkom- andi launþegafélags". Með tillögum þessum ef til greina yrðu teknar, taldi stjórn Kaupmannasamtakanna unnt að verða við óskum neytenda og vilja yfirnæfandi meirihluta kaupmanna. í því sambandi er rétt að vekja athygli á því, að Neytendasamtökin og Bandalag kvenna höfðu gert ályktanir í þessu efni, þar sem lagt er til, að upp verði tekin svipuð tilhögun og ályktun stjórnar Kaupmanna- samtakanna fól í sér. Niðurlag ályktunar aðalfundar Bandalags kvenna 30. og 31. okt. 1961, var svohljóðandi: „Fundurinn tekur undir fram- komnar ályktanir Neytendasam- takanna um lokun sölubúða og skorar á bæjaryfirvöld Reykja- víkur og Verzlunarráð íslands, að beita sér fyrir því, að verzl- anir bæjarins gefi fólki kost á, að gera innkaup sín eftir venju- legan vinnutíma, t.d. með því, að sérverzlanahópur skiptist á um að hafa opið eitt kvöld í viku. Á móti kæmi lokun á öðrum tíma dags. Ennfremur væri æskilegt, að matvörubúðir skiptist á um að hafa opið á kvöldin, ein í hverj- um bæjarhluta". Hinn 4. júlí 1962 ítreka Kaup- mannasamtökin við borgarráð fyrri áskorun og segir svo í nið- urlagi hennar: „Þá þykir ennfremur rétt að benda á það, að þótt farið sé fram á rýmkun sölutíma verzl- ana almennt, er framkvæmd hennar háð samningum við laun- þega“. Næst gerist það í þessum mál- um, að borgarstjórn felur skrif- stofustjóra Reykjavíkurborgar á- samt varafulltrúa í borgarstjórn, Sigurði Magnússyni, kaup- manni, að semja tillögur um þetta efni. Var skipun þeirra til þess erindis ákveðin af borgar- stjórn, en ekki öðrum aðilum. Hinn 23. nóvember 1962 lögðu þeir tillögur sínar fyrir borgar- ráð. Hinn 5. desember 1962 voru tillögur þessar sendar til um- sagnar ýmissa aðila, þar á meðal Verzlunarmannafélags Reykja- víkur, Kaupmannasamtakanna, Neytendasamtakanna og annarra sem hagsmuna höfðu að gæta í sambandi við afgreiðslu málsins. Allir höfðu þessir aðilar sömu aðstöðu til þess að koma að sjón- armiðum sínum, og gerðu það enda. Eins og sést af ofanrituðu, gerðu Kaupmannasamtökin í önd verðu þann fyrirvara á, að fram- kvæmd á heimildarákvæðum þeim er lögð voru til að upp yrðu tekin í samþykktina, væri að sjálfsögðu háð samningum við launþega. Hefur svo verið um langt árabil, að í samningum Kaupmannasamtakanna og ann- arra atvinnurekenda við Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur, hafa verið ákvæði um það, hve- nær sölubúðum skyldi. lokað. Af hálfu atvinnurekenda hafa ítrek- að komið fram óskir um það í Verður vinsæl EF Surtur heldur áfram með sama krafti og nú, þá verður þess ekki langt að bíða að Surtsey verði stærst eyjanna í Vestmannaeyja-klassanum. Sérfræðingar segja, að nú séu miklar líkur fyrir því að eyjan vari og mun sennilega marga fýsa að heimsækja hana, þeg- ar Surtur er þagnaður og allt orðið kyrrt. Vita- og hafnarmálastjórnin fær þá enn eitt verkeímð, því þar verður vafalaust byggður viti — og einhverja hafnar- mynd verður að gera til þess að ferðamennirnir komist þurr um fótum upp á eyjuna — og fari ekki eins og dr. Sigurður Þórarinsson forðum. Og þá skapast jafnvel grund völlur fyrir smá veitingahús í Surtsey, ef þar rísa þá ekki ver búðir og fiskverkunarhús með tímanum. En hvernig sem það fer annars, þá yrði veitingahús í eyjunni fjölsótt að sumrinu — og er ekki að efa, að Surts- eyjar-böllin yrðu vinsæl. Kaup- Æ Islands verzlana sambandi við gerð kjarasamn- inga, að ákvæði þetta væri num- ið úr samningi. Á það hefur Verzlunarmannafélag Reykjavík ur hins vegar ekki viljað fallast. Á sl. hausti, um það leyti er borg arstjórn Reykjavíkur hafði af- greitt samþykktirnar frá sér, stóðu einmitt yfir samningar við launþega um kjör þeirra. í samn- ingaviðræðum kom fram krafa frá atvinnurekendum um að á- kvæði um lokunartíma sölubúða yrði afnumið úr samningunum. Samkomulag hafði hins vegar ekki náðst um það atriði er sam- ið var um það milli deiluaðila að vísa deilunni fyrir kjaradóm. Hins vegar var skipuð nefnd manna til þess að vinna að lausn þess máls. Meðan kjaradómur hafði ekki lokið störfum þótti ekki tíma- bært að fjalla um mál þetta, enda hlaut niðurstaða kjaradóms- ins að hafa veruleg áhrif á fram- kvæmd málsins. Fyrri hluta marzmánaðar sl., var síðan óskað eftir viðræðum við Verzlunarmannafélag Reykja víkur um skipulagsbundna kvöld afgreiðslu matvöruverzlana í Reykjavík. Var óskað eftir und- anþágu frá ákvæðum kjara- samningsins um lokunartíma að því er snerti tiltekinn hóp mat- vöruverzlana til þess að skiptast á um nokkra kvöldverzlun. Fulltrúar Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur lýstu sig þegar reiðubúna til að hefja samninga- viðræður um mál þetta, en ósk- Brennisteinsf rí Nú erjþjarkað um loftferða- lög á Alþingi og er þar ýmis- legt athyglisvert, sem leiða verður til lykta. Meðal annars sú spurning, hvort skylda eigi flugrrienn til að ganga undir blóðrannsókn, ef grunur leikur á að þeir séu undir áhrifum áfengis. Mér finnst ekki óeðlilegt að hægt sé að skylda flugmenn til að gefa sýnishorn af blóði. Gera ekki bílstjórar það? Og ölvaður flugmaður er ekki síð- ur hættulegur en ölvaður bíl- stjóri — eða leikur nokkur vafi á því? Svo er rætt um að e.t.v. sé rétt að banna flugmönnum að bragða áfengi sex klukkustund ir eftir að þeir koma úr flug- ferð til þess að þeir verði full- færir um að svara fyrir sig, ef gera þarf grein fyrir einhverju í sambandi við nýafstaðna flug ferð. Þetta er út af fyrir sig ágætt. En flugmenn mega ekki bragða áfengi síðustu 18 klukkustund- ir fyrir flugferð. Ef sex stund- uðu þess áður en endanleg af- staða yrði tekin, að fyrir lægju nákvæmar áætlanir um skiptingu borgarinnar í hverfi og fjölda þeirra verzlana er tæki þátt í þeirri þjónustu er ætlað var að taka upp. Fyrirfram lýsti nefnd- in þó því yfir, að hún teldi að ekki kæmi til mála að veita nein frávik frá gildandi samningi að því er varðaði laugardaga eða sunnudaga, eins og farið hafði verið fram á af hálfu Kaupmanna samtakanna og KRON. í dymbilviku höfðu Kaup- mannasamtökin og Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis end- anlega komið sér saman um skiptingu bæjarins í níu verzlun- arhverfi með 9—16 matvöruverzl unum í hverju hverfi. Var lagt til, að ein til tvær verzlanir eftir atvikum yrðu opnar í hverju hverfi til kl. 21.00 frá mánudegi til föstudags. Hverfisstjórar skyldu vera í hverju hverfi og þeir hefðu samráð sín á milli um það, hvaða verzlunum skyldi fal- in kvöldafgreiðsla hverju sinni og skyldu þeir haga skiptingu sinni þann veg, að til hagræðis væri fyrir neytendudur með hlið- sjón af vegalengdum milli verzl- ana. Ætlazt var til, að verzlanir hefðu á hendi kvöldafgréiðslu viku í senn. Reynt yrði að auð- velda mönnum verzlunina meðal annars með því að birta í dag- blöðum hvaða verzlanir hefðu kvöldverzlun hverju sinni, auk þess sem sérstök auglýsinga- spjöld yrðu í hverri matvöru- verzlun um það, hvaða verzlun annaðist kvöldafgreiðslu í því hverfi þá viku. Eitt hundrað og sautján mat- vöruverzlanir voru reiðubúnar til þess að taka upp þessa þjón- ustu. Samninganefnd Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur sam- þykkti síðan þessar tillögur með fyrirvara um samþykki almenns fundar. Stjórn Verzlunarmanna- félagsins mun siðan hafa tekið tillögurnar til meðferðar á fundi irnar bættust svo við, þá er hér kominn sólarhringur. Ef þannig yrði að líða meira en sólarhringur á milli flug- ferða til þess að flugmenn gætu fengið sér koníak með kaffinu, þá yrðu flugmenn í innanlands flugi hér hjá okkur að vera í bindindi vikum eða mánuðum saman yfir sumarið, var okkur sagt hjá Flugfélaginu. Að vísu finnst mér það engin goðgá að fara í bindindi í 12 mánuði á ári — og ég efast ekki um að margt breytist, ef atvinnurekendur settu starfs- mönnum sínum þau skilyrði, að þeir yrðu að neita sér um áfengi þá daga, sem þeir væru í vinnu — og 18 tíma áður en þeir mættu til vinnu. Þeir, sem ekki mundu una slíka, en samt ekki vilja fórna atvinnunni, yrðu því að verða sér út um eins konar brenni- vínsfrí, þegar mikið lægi við. Sekt — eða varðhald En svo er rætt um hvort unnt eigi að vera að sekta flug- menn, eða setja þá í varðhald, sínum og þar voru þær einróma samþykktar þó með þeim fyrir- vara, að almennur fundur stað- festi þær. Eftir þá afgreiðslu boð- aði Verzlunarmannafélagið til fundar afgreiðslufólks í matvöru- verzlunum, þar sem enn var fjall að um tillögu þessa og sá fundur mun einnig hafa samþykkt til- löguna. Að lokum boðaði VR síðan til almenns félagsfundar, sem felldi tillöguna eins og al- kunna er. Ekki skulu hér hafðar uppi getsakir um hvað valdið hefur þeirri ákvörðun. Hitt er rétt að komi fram, að Kaupmannasamtökin hafa frá upphafi haft þann fyrirvara á 1 erindum sínum til borgarráðs að öll frávik frá áðurgildandi lok- unartíma sölubúða væru háð samningum við launþega. Það er ennfremur staðreynd, að í gild- andi kjarasamningi við VR er ákvæði um lokunartíma sölu- búða, sem ganga skemmra en heimildarákvæði samþykktar um afgreiðslutíma verzlana í Reykja vík. Það er staðreynd, að Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur hafði möguleika til sömu af- skipta á málsmeðferð samþykkt- arinnar hjá borgarstjórn Reykja- vlkur og aðrir þeir aðilar er hags muna höfðu að gæta í sambandi við setningu samþykktarinnar, og breytir það í sjálfu sér engu þar um þó svo hafi til tekizt, að sá fulltrúi borgarstjórnar sem valinn var til þess að semja ti 1— löguna í upphafi hafi verið úr kaupmannastétt. Sérstök ástæða virðist vera til þess, að leiðrétta þann misskilning og þær missagn ir sem komið hafa fram í blöðum að undanförnu og skrifstofustjóri Verzlunarmannafélags Reykjavík ur er borinn fyrir (ranglega að hans sögn) um að „forgöngu- menn þessa máls hafa ekki látið svo lítið að tala við okkur og höf- um við þó hvað eftir annað til- kynnt þeim á undanförnum mán- uðum, að við vildum ræða þessi mál. Við höfum verið hundsað- Framh. a bls 16 ef þeir mæta ekki til vinnu. Þetta finnst sumum e.t.v. ein- kennilegt. Jón Jónsson hjá Silla og Valda sætti sig varia við að Silli hefði rétt til að senda hann í Steininn, af hann skrópaði í vinnunni fyrir há- degi einhvern mánudaginn. Silla dytti þetta sennilega held ur ekki í hug. En málið horfir öðru vísi þegar flugmenn eru annars vegar. Ég hef tvívegis orðið vitni að því úti á flugvelli, að flugvél, sem var að fara til út- landa, stóð ferðbúin á hlaðinu — með 50—60 farþega innan- borðs — og beið þannig langa stund vegna þess að flugmað- urinn hafði sofið yfir sig. í annað skiptið var þessi bið um hálftími. Slíkar tafir geta haft alvar- legar afleiðingar, bæði fyrir viðkomandi flugfélag — og far þega, sem e.t.v. þurfa að skipta um flugvél og ganga beint upp í aðra á ákveðnum tíma í er- lendri flughöfn. Fer þá allt úr skorðum. Ég ætti kannski ekki að vera að tala um þetta, því eitt sinn beið fullskipuð flugvél 1 5 mínútur eftir mér. Að visu hafði ég þá beðið tvo tíma eftir flugvélinni. En augnaráð far- þeganna benti til þess, að 5 mínútna bið gæti stundum verið óbærilegri en tveggja stunda bið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.