Morgunblaðið - 11.04.1964, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLADIÐ
Laugardagur 11. aprfl 1964
Börn og unglingar í Tongeron í Belgíu bera til grafar barn- ið. sem talið er að látizt hafi
vegna skorts á læknishjálp.
Stjórnmálalegur kaupskapur,
segja lækpar í Belaíu um bina ný'u heilbriaðislöggiöí
LÆKNAVERFALLIÐ í
Belgíu hefur nú staðið á
aðra viku.
Eftirfarandi grein um
það er eftir Gavin Gordon,
fréttamann Observer í
Briissel. Birtist hún í laus-
legri þýðingu.
Læknarnir tveir, sem hand-
teknir voru sakaðir um að
veita 15 mánaða bami ekki
nægilega aðstoð með þeim af-
leiðingium að það lézt, hafa
verið látnir lausir, en mál
þeirra er enn í rannsókn. Verj
andi laeknanna hefur látið í
ljós þá skoðun, að foreldrar
bamsins eigi sök á því að það
fékk ekká læknishjálp í tíma.
Nokkrir aðilar t.d. borgar-
stjórar í S.-Belgíu hafa að
undanförnu hvatt stjóm
Belgíu til þess að setja lög,
serm bönnuðu læknum að gera
verkfail, og rúmlega þúsund
læknar hafa haldið til Frakk-
lands, Luxemburgar, Hollands
og Vestur-Þýzkalands til þess
að forðast að verða að bíða
ef til vill í fangelsi eftir því
að lögfræðingar berjist við
stjómina fyrir þeirra hönd.
Læknamir hafa lýst því yf-
ir, að þeir telji ólöglegt að
þeim verði með lögu mskipað
að vinna.
Læknarnir, sem enn eru í
Belgíu starfrækja neyðarþjón
ustu, en ekki er hægt að kalla
á lækni í heimahús nema
mjög alvarleg veikindi séu á
ferðinni. Símaviðtal er auð-
velt að £á og flestar lyfja-
verzlanir selja hvaða lyf sem
vera skal án lyfseðils. Ef leit-
að er til sjúkrahúss til rann-
sóknar, er unnt að fá hana
framkvæmda, en ef menn
þurfa frekari meðferð, eru
þeir látnir bíða í sjúkrahús-
unum þar til unnt er að sinna
þeim. Vegna þessa fyllast
sjúkrahúsin óðfluga. Her-
sjúkrahús taka að sér borgara-
lega sjúklinga, og hjúkrunar-
lconur vinna myrkranna á
milli og framkvæma ábyrgðar
meiri störf en áður.
Margar ástæöur liggja til
verkfallsins, þar á meðal sú,
að læiknamir telja það álits-
hnekki að failast á heilbrigð-
islöggjöf, samda án samráðs
við þá. Einnig ráða fjármál
nokkru. Hin nýju lög gera
læknum erfiðara en áður að
svlkja undan skatti og þau
gera ráð fyrir, að greiðslan
sem þeir fái fyrir hverja vitj-
un sé helmingi lægri en
sjúkrasamlag Frakklands
greiðir læknum þar í landi.
Þótt þetta tvennt, sem fram
an getur eigi sinn þátt í verk-
falinu er aðalástæðan talin sú,
að læknum finnst heilbrigðis-
löggjöfin vera afleiðing stjórn
málalegs kaupskapar. Sam-
steypustjóm sósíalista og
vinstri arms kaþólska flokks-
ins, situr nú við völd í Belgíu,
en verkalýðsfélög hafa mikil
ítök innan síðamefnda flokks-
ins. Þegar stjómin var mynd-
uð, k'röfðust Flæmingjar inn-
an kaþólska flokksins þess,
að samþykkt yrðu lög, sem
gerðu mál þeirra rétthærra,
en það var. Fyrir þessi lög
kröfðust sósíalistar og verka-
lýðsfélögin inna kaþólksa-
flokksins greiðslu og var
greiðslan var ný heilbrigðis-
löggjöf, sem yrði fjórhagsleg
aðstoð nokkurskonar lífeyris-
félögum, sem verkalýðsfélög-
in starfrækja.
Umræður um tungumála-
lögin gengu stirðlega í þing-
inu og mættu harðri gagn-
rýni ,en að lokum hlutu þau
samþykki. Þá vom nýju heil-
brigðislögin lögð fram, og af-
greiðslu þeirra flýtt svo mjög,
að umræður urðu næsta gagns
litlar. Stjómin heldur því
fram, að hún hafi ekki rætt
við lækna og leitað samráðs
við þá vegna þess að enginn
aðili innan samtaka þeirra
hafi nægilegt umboð til þess
að vera kallaður til slíkra
viðræðna.
Nýja heilbrigðislöggjöfin í
Belgíu er ekki eins sósíalísk
og t.d. í Bretlandi þar sem
ríkið svo að segja ber ábyrgð
á heilsu manna. í Belgíu ger-
ir löggjöfin ráð fyrir skyldu-
framlögum, sem lífeyrisfélög
unum eru greidd, ákveður
hvaða lyf megi gefa, gjöld fyr
ir alla læknishjálp og hrve oft
sjúklingi sé nauðsynlegt að
leita læknis við hverjum
sjúkdómi. Samkvæmt löggjöf-
inni á sjúklingur að greiða
lækni læknishjálp út í hönd,
en síðan greiðir lífeyxisfélag-
ið sjúklingnum þrjá fjórðu til
baka. Um leið og sjúklingur
fær fé sitt endurgreitt, er
sjúkdómur hans og meðferð-
in, sem hann hlaut, skráð í
opinberar skýrslur. Þetta síð-
asta telja læknar brot á þagn-
arskyldunni, sem gert er ráð
fyrir í læ/kniseiðnum.
Strax og nýja löggjöfin
kom fyrir þingið mótmæltu
læknar því harðlega, að þeir
yrðu neyddir til þess að starfa
eftir fyrirmælum leikmanna
og undir þeirra eftirliti. Þeir
neituðu að taka sæti í nefnd,
sem sjá átti um framkvæmd
löggjafarinnar, sem þeir
segja að miði að því að hefta
með fjármálaákvæðum frelsi
til þess að veita sjúklingi þá
meðferð, sem þeir telja æski
legasta. í löggjöfinni er gert
ráð fyrir, að sjúklingur, sem
leitar læknis, er ekki fullgild-
ur aðili að heilbrigðislöggjöf-
inni, fái aðeins helming lækn-
ishjálparinnar endurgreiddan,
þótt hann borgi jafn mikið og
aðrir í sjóðinn. Þetta ákvæði
hafa læknar fordæmt og telja
það mjög ranglátt.
Læknarnir segja, að með
hinum nýju heilbrigðislögum
hafi lýðræðið verið fótum
troðið. Engin slík lög skyldu
samþykkt án viðræðna við
lækna. Einnig segja þeir, að
umræðurnar í þinginu hafi
verið hreinn skrípaleikur.
Áður en læknarnir hófu
verkfall, ræddu þeir við stjóm
ina um ,þær breytingar, sem
þeir vilja að gerðar verði á
heilbrigðislöggjöfinni. Segja
læknar, að stjórnin hafi verið
að því komin að viðurkenna
sjónarmið þeirra og fallast á
tilslakanir, þegar kaþólsfcu
verkalýðsfélögin blönduðu
sér í viðræðurnar, en vegna
íhlutunar þeirra hafi þær far
ið út um þúfur.
Byggingaráhugi
^ÞEGAR fjölmenni hafði sam-
þykkt tillögu um endurskoðun á
ráðagerð um Hallgrímskirkju,
birtust í útvarpi og blöðum ádeil
ur og ávítur á þessa aðila, en
einkum á fyrirsvarsmenn þeirra.
Enn fremur voru skoðanir, sem
liggja til grundvallar þessari til-
lögu, rangfærðar og röksemdir
einskis virtar.
Ég vil taka það strax fram, að
ef hér væri um safnaðarkirkju
að ræða, sem söfnuðurinn hygð
ist byggja af eiginn rammleik
með tilskildum leyfum hins opin-
bera, væri þetta að sjálfsögðu
einkamál hans.
En þegar sýnt er, að þessi fyrir
hugaða safnaðarkirkja verður
ekki byggð nema með ríflegu
framlagi af almannafé vegna
óvenjulegrar og öfgafullrar tum
stærðar, þá er þetta að minu áliti
mál, sem alla þegna þjóðfélagsins
varðar.
Ástæðan fyrir því, að vart
muni nokkur fyridhuguð bygg-
ing hafa sætt annarri eins andúð
Og þessi kirkjubygging, verður
áreiðanlega hvorki rakin til
skorts á kristilegu innræti tillögu
manna né mannvonsku þeirra í
garð guðhræddra meðbræðra.
Gætir hér hvorki niðurrifslöng-
unar né nízku við Guð og ekki
heldur vanmats á sálmaskáldi
okkar, Hallgrími Péturssyni.
Öliu heldur mun hér ráða sú
skoðun, að mikill hluti hinnar
fyrirhuguðu kirkju muni ekki
gagna kristnihaldi á íslandi, og
því muni miklu fjármagni, sem
fyrirhugað er að verja til henn-
ar, betur varið á annan og skyn-
samlegri hátt. Enn fremur er það
álit mjög margra, og þar á
meðal ýmsra arkitekta, að útlit
kirkjunnar, hér á ég sérstaklega
við tuminn og vængina, skerði
fegurðartilfinningu þeirra, og
muni því ekki, þrátt fyrir stærð
sína, verða Hallgrími Péturssym
verðugur minnisvarði, enda þótt
borgarbúar vildu sýna þolinmæði
og horfa upp á turninn um ó-
komnar aldir.
Enda þótt ég sé einn þeirra,
sem óska þess, að hinir ósérhlífnu
baráttumenn fyrir Hallgríms-
kirkju athugi ráð sitt, tel ég mig,
að sjálfsögðu, ekki þess umkom-
in í að ráða fram úr þessu vanda
máli.
En ég hefi þó hugsað mér, að
tilgangi kirkjubyggingarinnar,
sem guðshúsi, væri náð enda þótt
turninum og vængjunum væri al-
gjörlega sleppt, því að kirkjan
myndi eigi að síður rúma söfn-
uðinn, og húsrými mun vera
nægt í kjallara kirkjunnar fyrir
annað safnaðarstarf en kirkju-
legar athafnir.
Eitthvað þessu líkt mun hafa
vakað fyrir höfundum fslenzkrar
Byggingar, rits, sem gefið var út
árið 1957, um byggingar Guðjóns
Samúelssonar húsameistara, en
þar segir á blaðsíðu 126 um Hall-
grímskirkju:
„Talið er sennilegt, að eftir
fá ár verði kórinn og meginkirkj
an fullgerð og nothæf, til kirkju-
legra athafna ef Hallgrímskirkja
fær til verksins jafn mikla fjár-
hæð á hvern mann frá söfnuðin-
um og bænum eins og varið er til
annarra kirkna í Reykjavík. Þá
er eftir turninn og „vængirnir“.
Mun ríkisvaldið þá áreiðanlega
sjá sóma sinn í því að Iijúka
kirkjugerðinni".
Einhver dráttur kynni að v erða
á byggingarframkvæmdum ríkis
ins á turninum með „vængjun-
um“, að minnsta kosti á meðan
verið væri að byggja yfir sjúka
og hrjáða og þannig gera lífið
þolanlegra fyrir þá, sem bágast
eiga. Slíkur dráttur vex ekki 1
augum sannra mannvina og er
eflaust þóknanlegur þeim sem sól
ina skóp. Ef mönnum sýnist svo,
mætti byggja smekklegan en lát
lausan kirkjuturn nálægt kirkj-
unni, sem myndi minna á hina
góðu gömlu Skólavörðu, sem
aldrei hefði átt að rífa. Mætti I
þessu sambandi einnig benda á
tilhögun Hólakirkju.
Hvað færi svo forgörðum við
þessa breytingu á núverandi ráða
gerð um byggingu turnsins og
„vængjanna"? Jú, samkomusal-
ur og kvikmyndahús í öðrum
gluggalausa vængnum, sem á
að rúma fimm hundruð manns,
og ýmis herbergi í tuminum,
sem ekki hefur verið nánar skil-
greint til hvers notuð skuli, og
að ógleymdri fólkslyftu með út-
sýnisaðstöðu ofarlega í turninum.
Að mínu áliti myndi turninn
að utan og innan hafa neikvæð
áhrif á kirkjuna sem helgidóm,
þangað sem menn leita friðar og
innlifunar í eilíft líf.
Ég hef sótt margar kirkjur
erlendis, smáar og stórar, ekki
eingöngu til þess að hlýða á
messu, ekki eingöngu til þess að
skoða þær og njóta fegurðar
þeirra, heldur enn fremur til
þess að njóta þar rór og friðar
í helgidóminum.
Ég er þeirrar skoðunar að eng
an Babel-turn þurfi til þess að
glæða kristna trú og örfa menn
til guðrækilegrar umþenkingar,
enn fremur að byggingaráhugi
sá, sem komið hefur fram í sam
bandi við Hallgrímskirkju, eigi
lítið skylt við kristna trú.
Kristján G. Gíslason.
Starfsfræðslu-
dagur á Akureyri
AKUREYRI, 8. apríl.
EFNT verður til starfsfræðslu-
dags í Oddeyrarskólanum á Ak-
ureyri nk. sunnudag 12. apríl.
Venja hefur verið, að starfs-
fræðsla fari hér fram annað
hvort ár, og verður þessi starfs-
fræðsludagur hinn fjórði í röð-
inni, haldinn á vegum Æskulýðs-
heimilis templara eins og áður.
Ólafur Gunnarsson, sálfræð-
ingur, annast allan undirbúning,
ásamt manna nefnd templara, en
í henni eiga sæti Eiríkur Sig-
urðsson, Adolf Ingimarsson, —
Gústav Júlíusson, Guðmundur
Magnússon og Hörður Adolfsson.
S í ð a s t a starfsfræðsludag
kynntu 60 leiðbeinendur 118
starfsgreinar, en nú er í ráði að
auka fjölbreytnina. Leiðbeinend-
ur verða flestir Akureyringar, en
auk þess mun korna flugfreyja
fiá Flugfélagi íslands og Bene-
dikt Gunnarsson, listrnálari, mun
kynna Handíða- og myndlista-
skólann, auglýsingateikningu og
e.t.v. fleira skylt. Þá mun Skúli
Norðdahl kynna byggingalist.
Reynt verður að fá norður eitt-
hvað af sýningu sjávarútvegsins,
sem sýnd var í Reykjavík, og
ennfremur verða kvikmyndasýn-
ingar um ýmsa þætti atvinnu-
lífsins. Unglingum gefst og kost-
ur á að heimsækja ýmis fyrir-
tæki.
Starfsfræðsludagurinn á sunnu
daginn hefst í samkomusal Odd-
eyrarskóla kl. 13.30 með setning-
arathöfn, sem ætluð er leiðbein-
endum og gestum, og þar mun
Brynjólfur Sveinsson, formaður
fræðsluráðs, flytja ávarp. KL
14 verður skólinn opnaður al-
menningi. Starfsfræðslan er eink
um ætluð unglingum á aldrinum
14—20 ára, en foreldrar þeirra
eru einnig velkomnir. Böm inn-
an tólf ára aldurs munu tæplega
eiga erindi þangað. Kynningu
starfsgreina lýkur kl. 16, en þá
taka við kvikmyndasýningar og
heimsóknir í fyrirtæki og á
vinnustöðvar.
Öllum unglingum á Akureyrl
og nágrenni er heimill aðgangur,
og em þeir beinlínis hvattir til
að koma. Síðasta starfsfræðslu-
dag kom t.a.m. stór hópur frá
ólafsfirði ásamt þáverandi skóla-
stjóra, Birni Stefiánssyni.
— Sv. P.