Morgunblaðið - 11.04.1964, Blaðsíða 21
1* Laugardagur 11. apríl 1964
MORCUNBLAÐIÐ
21
Ingibjörg
dóttir ' —
ff „Án efa fáir, það veit mín trú
sér átt ugöfugra hjarta en þú.“
í DAG er gerð ú'tför Ingibjargar
Magnúsdótt urDigranesveg 24
Kópav. Hún lézt 5. þ.m. 92 ára
að aldri. Hún var fædd að Hró-
bergi í Stekigrímsfirði 30. marz
1972, dóttir hjónanna Guðrúnar
Guðmundsdóttur og Magnúsar
Magnússonar hreppetjóra, sem
ibjuggu þar stórbúi langa tíð.
Magnús var mikill forystumaður
og gengdi mörgum trúnaðarstörf
um fyrir sveit sína og hérað.
Hann var mjög fjölhsefur mað
ur og lagði gjörfa hönd á margt
Meðal annars fékkst hann við
lækningar og stundaði Ijósmóður
Btörf um langt áratoil, og naut í
t>essu mstörfum mikils trausts
og álits bæði lærðra og leikra.
og álits bæði laérðra og leikra
þótt ólærður væri. Oft hafði
Magnús tekið sjúklinga inn á
(heimili sitt og veitt þeim þar
hjúkrun og læknishjálp lengri
eða skemmri tíma, og voru þau
(hjón mjög vel samtaka um þetta
líknarstarf.
Það má því segja að Ingibjörg
hafi alist upp í föðurgarði við
fremur óvenjuleg þroskaskilyrði,
enda bar hún merki góðra upp-
eldisáhrif ásamt góðra erfða,
sem mótuðu á vissan hátt líf
hennar og störf langa ævL
Um tvítugsaldur giftist Ingi-
hjörg Magnúsi Júlíusi Jónssyni
og byrjuðu þau búskap á Hró-
bergi en fluttu þaðan eftir eitt ár
að Vatnshomi í Þyðirvalladal við
Bteingrímsfjörð og þar bjuggu
þau í 20 ár. Þaðan fluttu þau
1912 að Feigsdal við Arnarfjörð.
Mann sinn missti Ingibjörg þar
árið 1933 en bjó þar áfram með
dætrum sínum til 1948 að hún
'bregður búskap og flytur ásamt
dætrum sínum þremur suður til
Keflavíkur. Þaðan flytur hún
eftur ásamt þeim 1944 í Kópa-
voginn.
Þau Ingiibjörg og Magnús eign
uðust sjö böm, þrjá drengi og
fjórar stúlkur, og eru þær allar
á lífi, en drengirnir eru allir
dánir. Einn þeirra dó mjög ung-
ur en tveir þeirra, Magnús og
Jón komust til fullorðinsára og
voru báðir kvæntir. Dæturnar
eru þesar: Guðrún, gift Jósep
Jónassyni, búsett á Bíldudal,
Ragnlheiður, Sveinsína og Ing-
unn eru ógiftar og búa með móð
ur sinni eins og fyrr segir. Enn
fremur áttu þau einn fósturson
Sæmund Þórarinsson, búsettann
á Englandi, giftur enskri konu.
Ingibjörg var yfirlætilaus og
prúðmannleg í allri framkomu,
svipmót hennar góðmannlegt og
traustvekjandi. Hún var mikil-
Ihæf kona að dugnaði og andleg-
um hæfileikum var prýðilega
greind og átti mikinn andlegan
styrk borinn uppi af einlægu
trúartraustL sem henni fannst
bezta kjölfestan í ólgusjó jarð-
lífsins.
Hún var ljóðelsk og kunni mik
ið af þeim, sjálf var hún vel
hagmælt en hélt því lítið til haga
sem hún orti.
Mest allra Ijóðskálda dáði hún
Hallgrím Pétursson og kunni
hún mikið ai trúarljóðum hans.
Ingibjörg var góðum mannkost-
Magnús-
Minning
um búin, og kom það allsstaðar
fram í viðskiptum hennar við
aðra bæði skyldra og vandalausra
allsstaðar var hjálpsemi hennar
og fyrirgreiðsla látin í té og
miklu örlæti þegar til hennar
var leitað, ef því varð með
nokkru móti við komið og
munu þeir vera margir sem geta
minnst þess með þakklátum
huga.
Ævikvöldið varð Ingibjörgu
ekki mjög erfitt. Heilsa hennar
var oftast fremur góð, líkams-
kraftur og andlegur þróttur ent-
ist henni undur vel og hún var
umvafin ást og umhyggju dætra
sinna, sem reyndu að létta henni
byrgðar ellinnar eftir því sem í
mannlegu valdi stóð.
Nú, þegar Ingibjörg Magnús-
dóttir er kvödd hinstu kveðju,
vil ég þakka henni vináttu henn-
ar og hjálpsemi frá fyrstu kynn-
ingu.
Guð blessi henni lífið og starf-
ið, sem framundan er í nýrri
tilveru.
Gísli Guðmundsson.
Ólöl Bæringsdóttir
Minning
LAUGAHDAGINN 1/1. apríl verð
ur til moldar sungin ekkijan ólöf
Bæringsdóttir. Hún fæddist 22.
ágúst 1888 í Ásgarði í Hvamrns-
sveit, en andaðist hér í Reykja-
vík 4. þessa mánaðar.
Bernsku og æskuór Ólafar
munu hafa verið nokkuð erfið, að
minnsta kosti dvaldi hún á ýms
um stöðum þessi ar öll. Nítján
ára gömul giftist hún Alexander
Guðjónssyni. Fyrst voru þau í
| húsmennsku að Laugum. Bjuggu
um skeið á Skerðingsstöðum, en
síðast á Hólum.
Þau hjón eignuðust 10 börn
og eru sjö þéirar á lífi. Þau eru
þessi: Þórarinn, Kristjaná, Mar-
grét, Einar, Stefán, Jóna og Sig-
urbjörn.
Allt eru þetta myndarmann-
eskjur og eiga þau mörg börn.
Ólöf missti mann sinn 2. okt.
1938. Árið eftir hætti hún bú-
skap og var í húsmennsku næstu
fjögur árin, en fluttist svo til
Reykjavíkur. Eftir að þangað
lcom dvaldi hún að mestu hjá
Jónu dóttur sinni og manni ehnn
ar Ingva ÞórðarsynL
Eins og líklegt er, leið ævi
ólafar ekki í iðjuleysi. Það er
mikið átak fyrir fátæk hjón að
koma tíu börnum til manns. Eg
sem þetta rita kynntist Ólöfu
ekki fyrr en hún kom til Reykja
víkur. Við vorura grannkonur í
mörg ár. Eðlilega var Ólöf þreytt
orðin og slitin, enda átti hún við
mikla vanheilsu að stríða. Samt
var rólyndi þessarar gömlu konu
svo mikið og sálarstyrkur örugg-
ur, að stundum hætti manni til
að gleyma því, hve veik hún var.
Alltaf, undantekningarlaust, var
friður kringum hana. Hún hafði
hið sanna aðalsmerki góðra
kvenna, en það lýsti sér í því,
að öll börn, sem komust í návist
við hana, fóru strax ósjálfrátt að
kalla hana ömmu og á ég þar
ekki við barnabörnin, sem voru
mörg.
Börnin voru fljót að skynja
hjó henni þessa hógværu ró,
gæzku og góðvild, þar sem engu
nuddi var blandað saman við.
Ævilöng þjálfun í þolinmæði og
stillingu gerði og sitt til þess
að það eitt að vera dálitla stund
hjá ólöfu virkaði á þau eins og
einhver friðarsprauta.
Mörgu barni kenndi hún líka
að stafa og lesa. Sonur minn var
einn þeirra barna, sem þess naut
hjá henni og var honum ákaf-
lega hlýtt til hennar.
Ekki er um það að fást, þótt
ellimótt og sjúkt fólk hafi heima
skipti. Þó er ekki nema mannlegt
að söknuður grípi fólk, er það sér
þá kveðja, er þeim þykir vænst
um. Hvað sem um það er, þá
vona ég að það bamabarnið, sem
einna elskast var að Ólöfu, en
lézt af slysförum í desember s.l.
taki nú á móti ömmu sinni. Þá
vona ég, að gleði hennar verði
meiri en harmur hennar, þótt
sér væri, er hún frétti um slysið.
Að endingu þakka ég ástsam-
lega fyrir mig og mína og langar
til að enda þessi fáu orð með
tveim síðustu ljóðlínum úr kvæði
Guðmundar Friðjónssonar, því
mér finnst það eiga hér svo vel
við:
„Þú lifir þótt þú deyir, í landsins
nýtu sonum,
en lengst og bezt og fegurst í
skylduræknum konum“.
Sigurlaug Sigurðardóttir.
Guðmund-
ur Guðjóns-
son bóndi
Kveðju
GUÐMUNDUR Gúðjónsson,
bóndi á Melum i Melasveit, var
jarðsunginn frá Akraneskirkju
1. apríl s. 1. Margt var þar
sveitunga hans og annarra vina
samankomnir til að kveðja hann
hinstu kveðju. Guðmundur og
Helga Eggertsdóttir kona hans,
gerðu garðinn frægan á Melum
um langt skeið, en Melar eru,
sem kunnugt er, fornt höfuðból
og prestssetur og kirkjustaður í
aldir. Guðmundur á Melum var
stórhuga bóndi og framkvæmda-
maður mikill, sjálfur víkingur
tii starfa, meðan heilsa gafst. Og
mikinn minnisvar'ða hefur Guð-
mundur reist sér heima á Mel-
um með því, er hann gerði þar.
En þó er og verður annað stærra
um nafn hans, og það er hví-
líkur mannkoslamaður hann
var. Svo stórbrotinn sem hann
var í starfi bóndans, fylgdi
hjartalag, sem ekki er alls stað-
ar, því miður. Og það fyrst og
fremst gerir Guðmund á Melum
ógleymanlegan þeim, sem kynnt
ust honum og nutu samleiðar
me’ð honum. Mikil samúð og
hjálpsemi, samfara auðmýkt
gagnvart hinu helga og háa,
voru sterkustu þættir í persónu
hans og lífi. Guðmundur á Mel-
um vildi vera vinur allra, sem
standa á veikum fótum, í hvers
kyns tilliti, og hann var það af
öllu hjarta. Ég þekkti hann
lengi, og nær þrjú úr var ég
vinnumaður hans heima á Mel-
um. Betra skjóls hefi ég ekki
notið í lífinu en þar, og þar sem
gefið var af meiri einlægni og
ástúð. Guðmundur var mér á
þeim árum fremur umhyggju-
samur faðir, en húsbóndi. Þá
kom það fyrir, að ég veiktist
snögglega og missti vinnuþrek
mibt, og hefi búið við þau örlög
sfðan. Við þær aðstæður hefi ég
Annað kvöld verður síðasta sýningin á leikritinu Gísl í Þjóð-
leikhúsinu. Þetta er 44 sýning leiksins og hefur ekkert leikrit
verið sýnt jafn oft í Þjóðleikhúsinu í vetur. Leikritið var sem
kunnugt er frumsýnt þann 21. september sl. og hefur gengið
óslitið síðan. — Myndin er af Erlingi Gíslasyni, Ævari Kvaran
og Baldvin Halldórssyni í hlutverkum sínum.
Lýður Valgeir Lárusson
FÖSTUDAGINN 31. janúar var
gerð útför Lýðs Valgeirs Lárus-
sonar að Setbergi í Grundarfirði
að viðstöddu miklu fjölmenni.
Lýður heitinn lézt í sviplegu
bifreiðaslysi aðfaranótt laugar-
dagsins 25. janúar. Er hann var
að lóta jeppabifreið draga í
gang litla fólksbifreið er hann
átti. Fór bifeið hans útaif vegin-
um hér innan við Grafarnes niður
í á og dirukknaði hann í bifreið-
inni.
Lýður Valgeir vair fæddur í
Krossnesi í Grundarfirði 18.
september 1939, sonur Lárusar
Guðmundssonar úbvegsbónda í
Krossnesi og konu hans Sigur-
laugar Skarphéðinsdóttur. Var
Lýður yngstur átta barna þeirra
hjóna. Móðir hans lézt, eir hann
var aðeins tveggja ára gamall,
og var hann þá tekinn í fóstur
af móðursystur sinni, Valgerði
Skarphéðinsdóttur og manni
hennar Magnúsi Gíslasyni að
Kirkjufelli í Grundarfirði. Og
gekk Valgerður honurn í móður-
stað. Föður sinn missti Lýður
heitinn er hann var 11 ára. Hjá
ekki átt betri og s'kilningsríkari
vin, en Guðmuna á Melum. Og
satt segi ég það, að jafnvel til-
finningin að vita huga hans nærri
hefur létti mér margan daginn
og gert hann sólarmeiri, en hann
ella hefði verið.
Þessi fáu orð eru kveðjuorð
til vinar míns. Ég hefi aldrei
getað endurgoldið þér, vinur, í
neinu. En ég vil hugsa til þín
og biðja. Hann, sem sagði: „Það
sem þér gjörið einum minna
minnstu bræðra, það hafði þér
gjört mér“, hann launi þér fyrir
mig. Honum fel ég mína miklu
skuld til blessunar þér í lífi
ljóss og friðar. Vertu sæll. Bless
uð sé minning þín.
Sjúkrahúsi Akraness,
Pétur Guðmundsson
frá Hóli í Svínadal.
fóstur floreldrum sínum í Kirkju-
felli var hann fram yfir ferm-
ingaraldur en eftir að hann fór
að heiman átti Lýður heitinn
heima hjá fóstur systkinum sín-
um í Grafarnesi, enda var ætíð
mjög kært með honum og þeim.
Lýður byrjaði ungur að stunda
sjóinn sem háseti á vélbátunum
héðan úr Grundarfirði og var
hann hverjum manni vaskari sjó-
maður harðduglegur og traustur
hvar í skipsrúmi sem hann var.
Við sjómenn hér í Grundarfirði
höfum misst góðan sjómann og
félaga sem Lýður var og mun
það skarð seint fyllt. Lýður 1
Kirkjufelli en svo var hann
nefndur í daglegu tali, hafði fast
mótaðar skoðanir á mönnum og
málefnum hvort heldur það er
varðaði hagsmunamól sjómanna
í sínu stéttarfélagi eða í öðrum
málum. Hann sagði skoðanir sin-
ar hreint og afdráttarlaust og
lét ekki sinn hlut að óreyndu
fyrir neinum. í vinahópi var Lýð
ur heitinn hrókur alls fagnaðar,
kátur og léttur í lund, enda og
hvers manns ljúflhugi hvar sem
hann kom eða fór.
Lýður minn, við þökkum þér
allar samverustundirnar, frænd-
fólk og vinir, um leið og við
vottum fósturforeldrum þínum,
systkinum og f ós tursy s tk i num
innilega samúð í þeirra miklu
sorg. Þú ert nú farinn yfir móð-
una miklu til horfinna ástvina,
föður og móður, sem þú miootir
svo ungur. Guð blessi minningu
þína.
Guðmundur Jóhannessoo.
„Orustan á Há-
logalancli” í
Ólafsvík
LEIKFÉLAG Ólafsvíkur frum-
sýndi gamanleikinn „Orustan á
Hálogalandi" eftir Arnold #t
Back um síðustu helgi hér í
samkomuhúsinu. Búið er að sýna
leikinn 4 sinnum vig ágæta að-
sókn og mjög góðar undirtektir
áhorfenda.
Leikstjóri er Einar Kristjáns-
son Freyr, rithöfundur, og er
þetta þriðja leikritið, sem hann
setur á svið fyrir leikfélagið hér.
Leikendur eru 10 og það eru
Guðmundur Jensson, Elínborg
Ágústdóttir, Greta Jóhannes-
dóttir, Hinrik Konráðsson, Sig-
rún Vilhjálmsdóttir. Emanúel
Ragnarsson, Erla Þórðardóttir,
Friðrik Bárðarson, Guðmunda
Eyjólfsdóttir og Halfdán Ingi
Jensen.
I ráði er að sýna leikritið hér
á Snæfellsnesinu og kannski
víðar. — Hinrik.