Morgunblaðið - 30.04.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ Flmmtudagur 30. april 1964 Staðsetning Anchorage var fra' upphafi hættuspil • f heimsfréttunum segir fátt frá Alaska frá því jarð- skjálftarnir miklu og afleið- ingar þeirra voru á allra vör- um. En íbúar ríkisins horfast daglega í augu við þessar af- leiðingar og eiga fyrir hönd- um margra mánaða og jafn- vel ára endurreisnarstarf. • Tjónið af völdum jarð- skjálftanna er nú áætlað 500 milljónir dollara, minnst — eða sem svarar nálægt 22.5 milljörðum íslenzkra króna. í borginni Anchorage einni voru u.þ.b. 200 heimili lögð algerlega í rúst og 1500 urðu fyrir meiri háttar skemmdum. Nokkrir bæir og þorp þurrk- uðust út að heita má. Bátar, skip og hafnarmannvirki lösk- uðust. Langir vegakaflar eyði- lögðust, járnbrautarlínur und- ust til eins og þunnar vírræm- ur væru, og einar sautján brýr eyðilögðust með þeim afleið- ingum, að landleiðin til fjölda bæja og þorpa lokaðist. 75% af iðnaði ríkisins lamaðist, þar á meðal margar helztu niður- suðuverksmiðjur þess. Þús- undir manna misstu atvinnu sína og mörg fyrirtæki ramba á barmi gjaldþrots. Andspænis þessu ástandi standa íbúar Alaska, aðeins 250.000 talsins. Fjárhagur rík- isins var ekki of góður áður en þessar náttúruhamfarir dundu yfir og má því nærri geta, að útlitið er ekki beinlínis glæsi- legt. Og þó — íbúarnir eru bjartsýnir og reiðubúnir að takast á við erfiðleikana. Þeir eru þess fullvissir, að þeim mun takast að byggja ríkið upp á nýtízkulegri hátt en áð- ur var, að iðnaðurinn verði byggður upp samkvæmt ströngustu nútíma kröfum, er muni gera hann arðvænlegri, að betur verði fylgzt með því en áður, hvar sé byggt — og að í framtíðinni verði betur byggt en til þessa. • Hættuspil Því að sérfræðingar benda nú á, að staðsetning Anchor- age-borgar og margra þeirra bæja, er verst urðu úti í járð- skjálftunum hafi frá upphafi verið hættuspil. Staðir þessir eru á miðju eins mesta jarð- skjálftasvæðis jarðar — og það sem verra er, þeir voru byggðir upp á jökulruðning- um, meira eða minna lausum leirlögum. Sérfræðingar eru enn að vinna úr mælingum og upplýsingum um jarðskjálft- ann og verður því starfi vart lokið fyrr en eftir marga mán- uði. En þeir vita þó þegar, að upptök jarðskjálftans voru um það bil 160 km austur-suð- austur af Anchorage, í Prince Williams Sound og á 30—40 km undir yfirborði jarðar, sem er tiltölulega grunnt. — Slíkir jarðskjálftar eru venju- lega snarpastir og valda hvað mestu tjóni. Þeir verða venju- lega fyrir hreyfingar á jarð- skorpunni meðfram löngum sprungum, er myndast hafa í hana. Undir eðlilegum kring- umstæðum liggja fletir bergs- ins beggja vegna sprungnanna þétt saman. Engin hreyfing er þó í berginu en mikil spenna myndast smám saman með- fram sprungunni. Taki berg- fletirnir að hreyfast í sprung- unni losnar úr læðingi hin gíf- urlega orka, sem hlaðizt hefur upp í berginu báðum megin. Mestur hluti orkunnar kemur fram sem bylgjuhreyfing, orkumestu bylgjurnar fara eftir jarðskorpunni með ógn- arhraða og hrista hana og skekja, aðrar bylgjur fara þvert í gegnurri jörðina. í Alaska eru slíkar sprung- ur algengar, enda eru jarð- skjálftar þar tíðir. Sprungan, sem olli jarðskjálftanum á föstudaginn langa kann að vera alllangt undir yfirborði jarðar — en einnig kann ein- hver hluti hennar að finnast á yfirborðinu, eins og t.d. í jarð- skjálftanum 1899 í Yakutat, þegar bergið beggja vegna sprungunnar misgekk svo, að 15 metra klettaveggur mynd- aðist. Ekki er að fullu skorið úr um styrkleika þessa jarð- skjálfta, þar sem ekki hefur verið unnið endanlega úr mæl ingum. En dr. Richter, höfund ur Richter-styrkleikamælisins, telur að hann hafi verið 8.4 stig. Hefði slíkur jarðskjálfti farið um þéttbýlt landsvæði, hefðu fórnarlömb hans, að á- liti sérfræðinga, getað skipt þúsundum, í stað tæpra tveggja ■ hundraða, eins og reyndin varð í Alaska. Orkan, sem leystist úr læð- ingi í þessum geysilegu ham- förum var, að sögn sérfræð- inga, milljón sinnum meiri en orka kjarnorkusprenginganna á Hii-oshima og Nagasaki. • Rek meginlandanna Enda þótt vitað sé, hvað veldur jarðskjálftum, er enn óljóst hvaðan sú mikla orka kemur, sem skyndilega getur komið sprungu í jarðlögunum á hreyfingu. Skýringin, sem á síðustu árum hefur rutt sér æ meir til rúms er byggð á kenn ingunni um „rek meginland- anna“ (Continental drift). Samkvæmt henni er undir jarðskorpunni heitt, seigfljót- andi efni, sem þenst út og ryð- ur sér braut upp undir og í gegnum jarðskorpuna. Sjálf skorpan er tiltölulega þunn, nokkrir tugir kílómetra og þynnri undir höfunum. Sem kunnugt er hefur komið í Ijós, að hryggur liggur eftir endi- löngu Atlantshafi, gegnum ís- land og suður úr — suður fyr- ir Afríku, þar sem hann sveig- ir í austur og aftur í norður. Eftir hryggnum endilöngum er víða sprunga, og sams kon- ar sprunguhryggur liggur suð- ur Kyrrahaf. Talið er að meg- inlöndin fljóti á hinu seigfljót- andi efni — hreyfing þeirra er ógn hæg, en þó hafa mæl- ingar sýnt, að Atlantshafið muni breikka um nokkra sentimetra á ár hverju og Kyrrahafið mjókka að sama skapi. Þegar árið 1620 vakti Francis Bacon athygli á því, að Suður-Ameríka og Afríka væru þannig lagaðar, að svo virtist, . sem mætti fella þær saman í eina heild. Næstum þrem öldum síðar, árið 1920, tóku Þjóðverjinn Alfred Wegener og S-Afríkumaður- inn Du Toit upp hugmynd þessa og renndu undir hana jarðfræðilegum stoðum. Kenn ingar þeirra fengu lítinn byr, og það var ekki fyrr en fyrir tíu árum, er jarðeðlisfræðing- ar fóru að mæla jarðsegulsvið í gömlu bergi — sem henni var verulega sinnt. Þeir fundu þá, að segul„norður“ berglaga Inn á þetta kort eru merkt helztu jarðskjálfta- og eldsumbrota svæði heimsins. Þannig hefur rafeindaheili vísindamanna í Cambridge raðað upp heimsálfunum. benti oft og tíðum í allt aðra átt en þá, sem nú er viður- kennt „segulnorður“. Og þeg- ar mælingar voru bornar sam- an, hvaðanæva úr heiminum fóru menn að íhuga betur hug myndina um rek meginland- anna. Sú skýring leitaði á, að afstaða meginlandanna hvers til annars og til pólanna hefði breytzt. Síðan hefur margt komið fram kenningunrii til stuðnings. Fyrir nokkrum vikum var haldin í London ráðstefna vís- indamanna um þá nýju heims- mynd, sem við blasir, vegna nýjustu rannsókna á þessu sviði. Þar kom m.a. fram, að rafeindaheili hefði verið lát- inn reikna út hvernig raða skyldi meginlöndunum saman, þannig að þau félli sem bezt í eina heild. Útkoman var eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Sir Edward Bullard frá Cam- bridge skýrði frá þessum rann sóknum og því með, að raf- eindaheilinn væri nú önnum kafinn að reikna saman Ástralíu og Suðurskautsland- ið. — Þá hafa frekari rannsóknir á sjávarbotninum gefið hinar merkilegustu upplýsingar, einkum rannsóknir á sprung- unum miklu. Hreyfing megin- landanna er talin stafa af því, að seigfljótandi berg stígur upp undir yfirborð jarðar i Atlantshafssprungunni og ýt- ir sundur meginlöndunum sitt hvorum megin Atlantshafsins. Er talið, að áður fyrr, fyrir svo sem hálfri annarri milljón ára, hafi Ameríka, Evrópa og Afríka legið saman. Umbrota- samt er 'í sprungusvæðinu, svo sem íslendingar þekkja öðrum betur. Þar sem meginlöndin fjar- lægjast þannig Atlantshafs- megin hljóta þau að nálgast Kyrrahafsmegin. Er þau ýta á undan sér jarðskorpunni undir Kyrrahafinu leggst hún í fell- ingar og myndast ýmist fjall- garðar eða djúpar lægðir. Þar sem fjallgarðarnir springa brjótast gosefnin upp á yfir- borð jarðar. Alaska er á mótum þriggja rekandi hluta jarðskorpunnar. N-Ameríku rekur til suðvest- urs, hluta af botni Kyrrahafs- ins rekur til norðvesturs og N- Asíu rekur til suðausturs. Á þessum mótum er svokölluð Fairweather-sprunga með- fram strönd Alaska, þar sem jarðskjálftar eru tíðastir — og Aleutaboginn, sem myndazt hefur við það, að Síbería þrýst ist í suðausturátt, en á Aleuta- eyjum h.afa eldgos sem kunn- ugt er verið mjög tíð. Fair- weather-sprungan og Aleuta- boginn skerast í nágrenni Anchorage. 3 — Farið i fjós Framhald af bls. 3 komu blaðamanna, svo að hann hefði getað „ þrifið til og haft allt í röð og reglu.“ „Á sumrin er oft margt í heimili hjá okkur gömlu hjón unuim,“ sagði Grímur, er við gengum yfir túnið á- leiðis að gróðurhúsunum. „Stundum erum vig 10 eða 12. Alls eru á sumrin um 50 manns að Syðri-Reyfcjum. Svo býr Grétar, sonur rninn, Ihér líka með konu sinni og þremur börnum. Hann er núna með vörubílinn okkar í Þorlálkshöfn að keyra fisk. Þama sjáið þið s«n hans, nafna minn, með hjól'börurnar. Hann er fjögurra ára. Við erum í 'hálfgerðum vandræð- um með hann, því að hann setur í gang öll tækin hérna hjá okkur. í fyrra vissum við ekki fyrri til en hann var bú- inn að setja af stað vöru'bíl- inn.“ Það bregður fyrir afa- stolti í svip Grims, er hann ræðir um sonarson sinn. „Við höfum flest hentug- ustu tæ'kin til að heyja,“ hélt Grímur áfram .„Þrjár dráttar vélar, jeppa og vörubíl. Svo eigum við gnýblásara, sem blæs votu og þurru heyi I hús. Ef við höfum 6 manns I heyvinnu, þá getum við I góðri tíð heyjað 80 til 100 hesta á dag.“ Þá sýndi Grímur olckur frystígeymslu fyrir 100 skrokka, sem eru á jarðhæð íbúðarhúss Grétars. Hann hef ur á 4. hundrað fjár au!k kúnna. Fjöldi smærri bygg- inga eru að Syðri-Reykjum og eru þau öll með sama snyrti- lega yfirbragðinu og fjósið. Sængur fylltar með Acryl-ull, — Nylon-ull og Dralon-ulL Koddar og sængur í mis- munandi stærðum. —• Marteinn Einarsson & Co. Laugav. 31. Sími 12816.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.