Morgunblaðið - 30.04.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.1964, Blaðsíða 20
MORCUNBLAÐIÐ Fímmtudagur 30. apríl 1964 frmzABtírd TeQFtAftJP7\ Cirio kinkaði kolli. — Jæja, ég býst við, að þessir tveir hafi liitzt hér, eins og umtalað var, og að Lester Ballard hafi drepið hinn manninn með því að skjóta hann í höfuðið, klætt hann síðan í sín eigin föt, en sjálfur farið í brúnu fötin og sett upp bindið, sem hneykslaði svo mjög son hans. Eg held, að því næst hafi hann borið líkið út í bílskúrinn, eftir stígnum gegn um garðinn, og komið því fyrir í bílnum. En ég hef skipt um skoðun á því, sem næst hafi gerzt. Þegar ég kom hér í morg urj, hélt ég, að það hafi verið ungfrú Seabright, sem ók bíln- uin upp í fjallið, lét þar eftir ýms merki um slys og kastaði síðan líkinu niður í gilið. Maðurinn var lítill og hún er sterk. Henni hefði alls ekki verið þetta um megn. Eg kom hingað til að spyrja hana um, hvar hinn raun verulegi Lester Ballard væri nú niður kominn, enda virtist það iiggja í augum uppi, að hún væri við málið riðin. En nú held ég, að það hafi verið Lester Ballard sjálfur, sem ók bílnum, dulbúinn í kjól hennar, höfuðklút og sól- gleraugu. Eftir að hafa losað sig við líkið, hefur hann ekið heim aftur, sett bílinn inn i skúrinn eins og venjulega, farið aftur inn í húsið og hafi verið að ijúka síðasta undirbúningnum undir að hverfa, þegar sonur hans kom inn. Eftir nokkrar mínútur enn, hefði Ballard verið horfinn. Eg veit ekki, hvernig hann ætlaði að komast burt, því að vitanlega gat hann ekki notað bílinn sinn. Það yarð að líta út eins og hann hefði ekið heim frá stöðinni, komið bílnum fyrir og síðan geng ið þessa uppáhaldsgöngu sína upp eftir fjallveginum. Hann hefur sjálfsagt verið búinn að ráðstafa undankomunni, en . . . — Nei! Nei! Bíðið þér við. Þetta er allt skakkt hjá yður. Mikill bjáni gat ég verið! Ruth stökk upp úr sæti sínu í æsingi. Kinnarnar voru kafrjóðar. Hún hafði einmitt séð veilu í rök- semdafærslu Cirios — sömu veil una og í skýringum Stephens á því, sem gerzt hafði'. — Og ég, sem hélt raunverulega, að þú hefðir framið morðið! sagði hún við Nicky. — Eg vissi, að þú varst að ljúga, en ekki um hvað. Auðvitað hefðirðu ekki getað gert það. Maðurinn hefur misskil ið þetta allt. og það hafði ég líka gert. En ég hefði bara átt að sjá það fyrir ævalöngu. Það var gripið í hana að aftan. Nicky hafði stokkið á fætur. Hann skalf eins og hrísla. — Víst gerði ég það- æpti hann. — Hlustið þið ekki á hana! Hún er bara að reyna að bjarga mér . . . — Það er hann, sem er að reyna að bjarga mér, sagði Ruth. : — Hann heldur, að ég hafi gert j það. En ég gerði það heldur ekki. j En ég get sagt ykkur, hver gerði ! það. Einhver fór að hlæja, og sá hlátur var æðisgenginn og hvell ur. Það var Ranzi. I — Þú getur það ekki! Þú getur það ekki! æpti hann og stökk upp með þessum hryllilega hlátri. — Þú getur ekki sannað það! Þú getur ekkert sannað. Hún var niðri við sjó, allan tímann. Hún kann að hafa skilið bílinn eftir þar sem hann gat tekið hann, en sjálf kom hún aldrei hingað upp eftir. Þú getur aldrei sannað, að hún hafi gert það! Hann gekk óstöðugum sl*refum út að hlið- inu. — Komið þér aftur, hr. Ranzi, sagði Cirio. — Viljið þér ekki skýra nánar það, sem þér voruð að segja? Ranzi stanzaði ekki fyrr en tveir lögreglumennirnir tóku í handleggi hans og héldu aftur af honum. — Eg get skýrt það, sagði Ruth. — Hann heldur, að konan sín hafi myrt Lester Ballard. En það gerði hún ekki og getur ekki hafa gert. Hún var allan seinni- partinn á klettunum við sjóinn. — En þér þykizt geta sagt mér hver framdi morðið? sagði Cirio háðslegur á svip. — Já, svaraði Ruth, — en fyrst vildi ég segja yður, hversvegna það hefði ekki getað verið Nicky og hversvegna saga hans hlýtur að vera ósönn. Cirio leit á hana og óþolinmæð in sauð niðri í honum. Hann hélt sýnilega, að þetta væri bara bragð til að beina athyglinni frá Nicky. En hann sagði ekkert, svo að Ruth hélt áfram: — Lester Ballard var það mik ilvægt, að allt skyldi líta út eins og venjulega? Það sögðuð þér sjálfur. Það eina óvenjulega var, að hann skyldi koma svona snemma heim, en hjá því varð ekki komizt. En að öllu öðru leyti mundi hann gæta þess vel, að skilja þannig við allt, að ekk ert óvenjulegt gæti virzt hafa verið á ferðum. Er það ekki rétt hjá mér? — Jú, vitanlega, sagð Cirio. — Hann vildi láta allt líta út eins og hann hefði bara komið heim af stöðinni, skilið bílinn eft ir við húsið og síðan gengið sér til hressingar upp eftir fjallveg inum, en orðið þar fyrir slysi og dáið. ó 4 < A 4 [ 7* 4 II VHlfeMS 4 1 • • s'i'í M h. I 111 I I" il1 !* ii i* I *‘i '1*1 i!»;i ■ i»• * ii" ‘i i'1 >,iii 11. i ,©PIB | CÐPl MH*[j rwyi "i'i' i i1111:»,11 • J • i j j 11»i j > | |11, * i • • 1111 í i11 •. ^ilslL"'!",;" •'" ': •1 * I !ií:iiiii!i!: i; te :;i !i!!i!'.!::!ii i1 11 *! i!, * • • i»"1 'í' !".!i'H" i"i', 'i i 111*'• <•■ "i . 1 • C0SP6R.' — Já, ég var að segja það. — En, þegar hann var búinn að fleygja líkinu niður í gilið og kom svo heim — hversvegna setti hann þá bílinn inn í skúr- inn? Hversvegna skildi hann hann ekki eftir við hliðið? Ces- are! Hún snarsneri sér að hon- um. Cesare sleikti varirnar með tungubroddinum. Ofurlitlir högg ormar reiði og ótta sáust í aug um hans. — Já, ungfrú? — Setti hr. Ballard nokkurn tíma sjálfur bílinn sinn inn í skúr? — Nei, ungfrú. — Skiljið þér það þá? sagði hún við Cirio. — Lester Ballard vildi láta aðra snúast kring um sig. Hann gerði aldrei sjálfur handarvik, sem hann gat skip að öðrum að gera. Honum hefði fundizt það fullkomlega óeðli- legt að koma bílnum fyrir í skúrnum. Hann hefði komið aft ur ofan af fjallveginum, skilið bílinn eftir við hliðið og gengið beint inn. Gamia konan í búð- inni sér ekki þetta hlið, heldur aðeins bílskúrinn. Þá hefði hún getað séð mann í brúnum fötum og með glannalegt bindi og ef BYLTINGIN RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD draga líkið inn í húsið. Á meðan i hafði Yusupov fengið áköf upp j köst, en nú kastaði hann sér yf ir líkið og barði það með járni. Ennþá sást lífsmark með því ann að augað var enn opið. Dátarnir drógu Yusupov frá og hann var afhentur þjónum sínum, algjör- lega ósjálfbjarga. Nú var ætlunin að koma lík inu í ána og losna þannig við það. Að sögn Purishkevich var það enn volgt, þegar það var vafið inn í blátt gluggatjald, og síðan óku þeir út á brúna út í eina eyjuna í Neva, og þar var því loks fleygt í ískalt vatnið. í flýtinum höfðu samsærismenn- irnir gleymt farginu, sem þeir höfðu ætlað að festa við líkið, en tekið með sér, og nú var því ásamt loðkápu Rasputins, fleygt á eftir, ennfremur öðru snjóstíg vélinu hans. Þeir tóku ekki eftir því fyrr en heim var komið, að hitt stígvélið og bláa gluggatjald ið var enn í bílnum, og svo brenndu þeir hvorttveggja. Daginn eftir, laugardaginn 3. desember, var fregnin komin út um alla borgina, en það var ekki fyrr en 1. janúar, að stígvél Ras- putins fannst rekið á ísnum, og kafarar fóru til að ná líkinu upp. Samkvæmt einni frásögn hafði Rasputin losað af sér kaðalinn, sem bundinn hafði verið um hann, og likskoðun leiddi í ljós, að lungu hans voru full af vatni, en það gefur til kynna, að hann hafi ekki verið alveg dauður, þeg ar honum var fleygt í ána. En nú var hann þó að minnsta kosti dauður; lík hans lá í Ches- mé kapellunni á leiðinni út til Tsarskoe Selo, og keisarafrúin kraup hjá því á bæn. Á nýársdag 1917 kom Nikulás af skyndingi heim frá vígstöðvunum, til að hugga hana. Og nú, þegar þess ar fréttir bárust til Berlínar, varð Þýzkalandskeisari vongóð- ur um að geta fengið Rússland út úr ófriðnum. Rasputin hafði að vísu sjálfur verið andvígur ófriði, en nú virtist líklegt, að hin pólitíska ókyrrð, sem fylgdi í kjölfar andláts hans, gæti orð ið málstað Þjóðverja ennþá gagn legri. 8. kafli. BYLTINGARNETIÐ ÞÝZKA. I ringulreiðinni, sem varð í Þýzkalandi í lok heimsstyrjald arinnar, síðari, gerðist atburður, sem varð sagnfræðingum mikil- vægur: skjalasafni utanríkisráðu neytisins í Berlín var bjargað frá eyðileggingu, og er því nú að- gengilegt fræðimönnum. Þarna er um að ræða gííurlegan fjölda skjala, sem er sérstaklega merki legur fyrir það, að þessi skjöl varpa nýju Ijósi á vinnubrögð ut anríkisþjónustunnar þýzku á fyrstu árum þessarar aldar. Viku fyrir viku má rekja hin breyti- legu markmið og viðleitni ríkis stjómarinnar þýzku, eftir bréf- um sendiherra hennar erlendis KALLI KÚREKI —* — —>f — Teiknari; FRED HARMAN AG-REED/’BUTI MUW HAVE A&EttUE MOUNT, SIWCE I AM NOT A» — Og haldið þér að rústir þessar bafi ekki verið eyðilagðar? — Auðvitað hefur allt verið eyði- lagt — annars væru það engar rústir! Þakið er farið veg allrar veraldar, veggirnir hrundir — en þarna eru einhver leirker og kornkvarnir og þurrkaður skrokkur vafinn i gamlar tuskur. — Múmía! Hafið nú hraðann á, maður minn. Við skulum vinda bráð- an bug að þessu. Ég geri ráð fyrir að þér getið lagt okkur til viðlegu- útbúnað? — Mikil ósköp! Pönnu, tvö teppi og segldúksyfirbreiðslu — hvers annars þarfnast maður eiginlega? — Reyndar þurfir þér líka klyfja- hest og reiðhest með — en þeir kosta yður einn dal á dag aukreitis. — Það er samþykkt. En ég verð þá að þiðjast þægs klárs, bví ég er ekki mikill reiðmaður. og fyrirmælum þeim er þeim voru send frá Wilhelmstrasse; einnig má mikið fræðast um áætl anagerð Þjóðverja og heimildir upplýsinga þeirra. Yfirleitt er þetta saga leyniþjónustu stór- veldis á valdatindi þess, eins og litið var á það þá — af sjtórn- málamönnum, hershöfðingjum og diplómötum þeim, sem þá voru við völd. Vitanlega er það tímabilið fróð legast, sem hefst með upphafi heimsstyrjaldarinnar fyrri, sum arið 1914 og leiðir til byltingar- innar í Rússlandi 1917 — árin þegar Þýzkaland hafði næstum náð heimsyfirráðum. Skjölin leiða í ljós, hverju Þýzkaland hætti í byltingunni: hvernig það undirbjó hana, hjálpaði til að kosta hana og reyndi til að stjórna henni, með heilu neti af njósnurum og rússneskum bylt- ingarmönnum. Að sjálfsögðu er það engin ný bóla þó að stríðsaðilar eða vænt anlegir stríðsaðilar reyni að koma af stað byltingu, hver hjá öðrum. Á átjándu öld veittu Frakkland, Spánn og Holland, AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjafjörð og víðar. Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Akureyri er Stef-. án Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.