Morgunblaðið - 30.04.1964, Side 13

Morgunblaðið - 30.04.1964, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ 13 Fimmtudagur 30. aprfl 1954 Geðrænar orsakir drykkju- hneigðar og lækning eftir dr. Tdmas Helgason, yfirlækni DR. Tómas Helgason, prófessor, yfirlæknir í Kleppsspítalanum, flutti eftirfarandi erindi á ráð- stefnu um áfengismál, sem hald in var sl. laugardag. DRYKKJUSÝKI er einn af þremur stserstu geðsjúkdóma- flokkunum; hinir eru taugaveikl- un, neuroses, og meiri háttar geð- veiki eða psychoses. Það eru nú 160 ár síðan Englendingurinn Trotter skrifaði fyrst um ofnautn áfengis sem sjúkdóm, sem þyrfti lækningar við, en ekki bæri fyrst og fremst að fordæma út frá sið- ferðilegu sjónarmiði né beita við refsingum. Síðustu 70 árin a.m.k. hafa allar kennslubækur í geð- læknisfræði helgað þessum sjúk- dómum sérstaka kafla. Það er þó ekki fyrr en á síðustu 20—30 ár- um, sem fólk er almennt farið að líta á drykkjuhneigð sem sjúk- dóm eða einkenni um sjúkdóm hjá einstaklingum eða umhverf- inu. . Þá einstaklinga, sem eiga við áfengisvandamál að stríða eða skapa sjálfum sér og fjölskyldu sinni örðugleika vegna áfengis- nautnar, er einu nafni hægt að kalla ofdrykkjumenn. Þeir neyta meira áfengis heldur en hóflegt og venjulegt er í því samfélagi, sem þeir tilheyra. Slík óhófleg áfengisneyzla orsakast venjulega af einhverri ytri eða innri geð- rænni spennu eða flækju, sem á einstaklingnum hvilir. Þeir ijeyta áfengis til’að létta á spennunni, til að draga -úr kvíðanum, til að slaka á hömlum sínum, svo að þeir komist út úr eigin skel í sam band við aðra menn. Einstakling- ar með meira eða minna van- þroskað tilfinningalíf, sem erfitt eiga með að laga sig kröfum um- hverfisins og stöðu sinni í lífinu eða einstaklingar, sem ekki hafa getað myndað eðlileg tilfinn- ingatengsl við annað fólk á upp- vaxtarárum sínum og eiga þar af leiðandi við aðlögunarerfiðleika að stríða á fullorðinsárum, verða oft hugsjúkir eða taugaveiklaðir. Þeir þjást af ýmsum taugaveikl- unareinkennum, sem móta dag- legt far þeirra til þess að afstýra óbærilegum kvíða eða sífelldu innra stríði. Aðrir einstaldingar, cem eru tilfinningalega van- þroska eða einstaklingar, sem ekki geta myndað eðlileg tilfinn- ingaleg tengsl snúa sér að áfengi til að losna við kvíðann, sem er þeim ekki meðvitaður, nema kannske að litlu leyti. Verði þessi lausn að vana verður maðurinn Ofdrykkjumaður. Nefnd, sem fjallað hefur um geðheilbrigðismál á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar, hefur flokkað ofdrykkju- menn í þrjá hópa: 1) Þá, sem neyta áfengis í óhófi óreglulega vegna einhverra ytri eða innri persónulegra ástæðna; 2) ávana- ofdrykkjumenn, þ.e. menn, sem neyta áfengis að staðaldri af ein- hverjum ástæðum; 3) áráttuof- drykkjumenn, addictive drink- ers, eða alchohol addicts, sem kallaðir eru á ensku. Það eru menn, sem eru orðnir svo háðir éfengi, að þeir geta ekki hætt áfengisneyzlunni af sjálfsdáðum, ef þeir á annað borð byrja að neyta áfengis. Hve fljótt menn, tem verða áráttudrykkjumenn, missa stjórn á drykkjunni er mjög misjafnt, sumir gera það ekki fyrr en eftir margra ára of- neyzlu, aðrir fyrr. Þeir, sem hafa misst stjórn á drykkjunni mega venjulega aldrei neyta áfengis, j þar eð þeir geta ekki stoppað eftir fyrsta glasið eða jafnvel fyrsta sopann. Síðarnefndu tveir hóparnir eru hinir eiginlegu drykkjusjúkling- ar. Alþ j óðaheilbrigðismálastof n- unin hefur skýrgreint „drykkju- sjúklinga, sem þá ofdrykkju- menn, er svo oru orðnir háðir áfengi, að áfengið hefur valdið greinilegum skapgerðarbreyting- um eða er farið að hafa áhrif á andlegt og líkamlegt heilsufar, samskipti við aðra eða félagslega og fjárhagslega afkomu; þeir, sem sýna einkenni um, að yfir- vofandi sé, að áfengi hafi ofan- greind áhrif teljast og til drykkju sjúklinga og þarfnast meðferðar sem slíkir“. Meðal þessara byrj- unareinkenna er léttirinn, sem sjúklingurinn finnur við áfengis- neyzlurnar. Þennan létti þakkar hann kannske -fyrst í stað að- stæðum, en smám saman verða honum ljós áhrif áfengisins jafn- framt því sem hann þolir minni spennu og minna mótlæti án þess að flýja á náðir áfengisins. Eftir enn nokkurn tíma fer hann að þurfa meira áfengismagn til að finna þá fróun, sem hann leitar eftir. Skyndilega fer sjúklingur- inn að gleyma sér eftir tiltölu- lega litla skammta af áfengi, án þess þó að sofna, hann missir úr, veit ekki, hvað hann hefur gert eða hvar hann hefur verið. Upp úr þessu fer áfengi að verða nauð synlegt til að geta hitt annað fólk, drykkjumaðurinn reýnir að ná í nokkra snapsa án þess að eftir sé tekið, af því að hann ótt- ast, að fólk skilji ekki, að áfengi sé honum nauðsyn,- þó að hann sé enginn ofdrykkjumaður. Ef hann fer á mannamót, hugsar hann um, hvort hægt verði að ná í nóg áfengi, og fær sér kannske nokkra sopa áður til ör- yggis eða byrjar á að hvolfa í sig nokkrum sopum. Sjúklingurinn fer nú að finna til sektar vegna drykkjumáta síns, og hann fer í felur með drykkjuna og forðast að nefna áfengi í samræðum. Það, sem áður var honum hjálp til að komast í samband við aðra, verður honum nú fjötur um fót. Fræðilega séð er ekki hægt að tala um ákveðna skapgerð eða persónuleika, sem leiði til of- drykkju. Menn með hvers konar skapgerðir geta orðið ofdrykkju- menn, en þó eru líkur manna með ákveðin skapgerðarafbrigði eða skapgerðargalla meiri til að verða drykkjusjúklingar heldur en almennt gerist. Þeir brestir, sem mest ber á eru vilja- og út- haldsleysi, talhlýðni, þreyta, uppgjöf, ósjálfstæði, óeðlileg við- kvæmni, jafnvægisleysi, það má ekki orðinu halla, án þess að mönnum þyki nærri sér höggvið og þeir komist úr jafnvægi. Sum- ir eru inniluktir, þunglyndir og fáskiptnir, aðrir kannske þvert á móti miklir á lofti, þurfa að láta á sér bera. Margt fleira mætti telja upp, en flest skylt þessu. Hins vegar er engin fylgni milli greindar eða greindarskorts og ofdrykkju. Fjórðungur ofdrykkju manna, sem ég hef aflað upplýs- inga um hafði áberandi skap- gerðargalla, sem höfðu sérkennt þá alla tíð burt séð frá þeim á- hrifum, sem ofdrykkjan hafði, en eins og alkunnugt er veldur of- drykkjan líka meiri eða minni skapgerðarbreytingum. Ég gat um það í upphafi, að drykkjusýkin væri einn af þrem- ur algengustu geðsjúkdómaflokk- unum. Drykkjusýkin ér miklu algengari hjá körlum en konum. Hins vegar eru taugaveiklun og hugsýki miklu algengari hjá kon- um en körlum. Mér hefur reikn- azt til, að líkur íslenzkra karla til að verða drykkjusjúklingar væru 6.51%, en líkur þeirra til að verða ofdrykkjumenn ein- hvern tíma ævinnar væru 9.78%. Líkur kvenna til að verða of- Dr. Tómas Helgason. drykkju að bráð hafa hins vegar ekki verið nema 0.5%, þ.e.a.s. ekki nema 1/20 hluti af líkum karlanna. Ef lyfjanotkun og of- drykkja eru hins vegar tekin saman eru sjúkdómslíkur kvenn- anna 1/10 hluti af sjúkdómslík- um karlanna. Við athugun og samanburð á einstökum sjúklingum með drykkjusýki annars vegar og taugaveiklun hins vegar hefur komið í ljós, að þessi kvillar hafa oftast þróazt á svipuðum grunni. Við hópathuganir finnast líka mörg samkenni með drykkjusýki og taugaveiklun. Út frá slíkum hópathugunum er einnig hægt að draga nokkrar ályktanir um á- hrif umhverfisins á hlutfallslega tíðni drykkjusýki og taugaveikl- unar. Tíðnin er eins og þegar .er á minnzt mjög misjöfn eftir kynj- um. Ef hins vegar tíðni ofdrykkj- unnar og taugaveiklunarinnar eru lagðar saman hjá körlum og konum hvorum fyrir sig, kemur í ljós, að samanlögð tíðni þess- ara kvilla er mjög svipuð hjá körlum og konum. Tíðni þessara sjúkdóma er líka misjöfn eftir því, hvar, einstaklingarnir alast upp, hvort þeir hafa alizt upp í sveit eða þéttbýli. Þeir eru al- gengari meðal þeirra, sem hafa alizt upp í bæjum og þorpum, heldur en meðal þeirra, sem alast upp í sveit. Tíðnin er einnig breytileg eftir því, hvort menn flytja og þá einnig eftir því hvert flutt er. Hún er meiri meðal þeirra, sem flytja til Reykjavík- ur heldur en meðal þeirra, sem flytja til annarra staða á landinu. Þessir kvillar eru miklu algeng- ari meðal fólks, sem býr í þétt- býli á fullorðinsárum, heldur en meðal sveitafólks, einkum of- drykkjan. Tíðnin er nokkuð óháð stéttum, ef þeim, sem landbúnað stunda er sleppt, en meðal þeirra virðast þessir kvillar koma held- ur sjaldnar fyrir en ella. Þó eru þeir kannske heldur algengari meðal þeirra karla, sem betur eru settir þjóðfélagslega. Loks er lítill munur á tíðni kvillarina meðal þeirra, sem ekki hafa gifzt annars vegar og meðal hinna, sem einhvern tíma hafa gifzt. Hér er þess þó að geta, að ofdrykkjan leiðir oft til hjúskap- arslita, svo að meðal þeirra, sem skilið hafa eru margir drykkju- sjúklingar. Ef líkur karla og kvenna til að verða taugaveiklaðir eða of- drykkjumenn eru athugaðar eft- ir uppeldisstað, aðsetursstað, stétt eða hjúskaparstétt kemur í ljós, eins og áður, að heildarsjúkdóms- líkurnar eru svipaðar fyrir bæði kynin. Yfirleitt er um helmingur af sjúkdómslíkum karlanna fyrir taugaveiklun (neuroses), en hinn helmingurinn fyrir misnotkun áfengis. Undantekning frá þessu eru þó karlar, sem búsettir eru í sveit. Þeir hafa lægstar heildar- líkurnar til að fá þessa kvilla og aðeins rúmur fjórðungur af þess- um heildarlíkum er fyrir of- drykkjuv í sambandi við þessar athugan- ir má benda á, að athuganir í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós, að tíðni drykkjusýki og tauga- veiklunar er mismunandi meðal hinna ýmsu þjóðarbrota og trú- •arflokka. Þannig er drykkjusýki talin mun algengari meðal íra heldur en meðal Gyðinga, en hins vegar er taugaveiklun mun algengari meðal Gyðinga. Einnig er drykkjusýki sjaldgæfari meðal þeirra, sem eru Gyðingatrúar, þó að áfengisneyzla þeirra sé nokk- uð almenn, heldur en meðal hinna rómverskkaþólsku og mótmæl- enda. Það er hægt að setja fram ýms- ar getgátur um, af hverju sumir sérstaklega karlar snúa sér að áfengi og aðrir, einkum konur, verða taugaveiklaðir, út frá hóp- athugunum. Bandaríkjamaðurinn Jellinek hefur sett fram eftirfar- andi tilgátu, sem mínar athugan- ir renna stoðum undir. I hópum þeim, sem óviðeigandi þykir að neyta mikils magns af áfengi verða aðallega þeir, sem eiga við miklar geðrænar truflanir að etja, og þeir, 'sem hafa tilhneig- ingu til að ganga á móti almenn- ingsálitinu vegna mikilla skap- gerðargalla, drykkjusýkinni að bráð. En í hópnum, þar sem lítt þykir athugavert, þó að mikið áfengi sé drukkið, þarf ekki nema minni háttar geðrænar eða aðrar truflanir til þess að mönn- um sé hætta búin vegna ofnautn- ar. í þeim aldursflokki, sém at- huganir mínar taka til, hefur það yfirleitt þótt mesta hneysa fyrir konur að láta sjá á sér vín, enda stafaði ofdrykkja 90% kvenn- anna af öðrum áberandi geðsjúk- dómum eða meiri háttar skap- gerðargöllum. Hins vegar hefur alltaf þótt mun minna athuga- vert, þó að vín sæist á körlum, enda verða miklu fleiri karlar ofdrykkjumenn án þess að hafa meiri háttar skapgerðargalla fyr- ir. Það hefur og jafnan þótt mjög óviðeigandi, að bændur hirtu ekki bú sín vegna drykkju. Auk þess, sem þegar hefur ver- ið sagt um samkepni ofdrykkju og taugaveiklunar, er nauðsyn- legt að minna á, að af ofdrykkj- unni hljótast oft aðrir alvarlegri geðsjúkdómar samfara vefja- breytingum í taugakerfi. Um það bil helmingur drykkjusjúkling- anna, ávana- og áráttudrykkju- mannanna, sem athugun mín tók til, fékk ýmsar slíkar truflanir, skapgerðar- og geðslagstruflanir, minnisleysi, óróa, sljóleika eða ofskynjunar og óráð. Ennfremur ýmsar skyntruflanir, lifrar- skemmdir og meltingartruflanir. Áður en ég sný mér að með- ferð drykkjusjúklinga vil ég ekki láta undir höfuð leggjast að geta þess, að á síðastliðnum áratugum hefur einnig mikið verið tmnið að rannsóknum á drykkjusýk- inni með lífefnafræðilegum, líf- eðlisfræðilegum og lyfjafræðileg- um athugunum. Enn sem komið er hafa' þessar rannsóknir ekkl leitt til neinna skýringa á orsök- um drykkjusýkinnar, nema í ein- stökum sjaldgæfum tilfellum, þar sem getur verið um að ræða skyldléika við flogaveiki. Meðferð: Á núverandi þekkingarstigi verður því ekki um neina skyn- samlega meðferð, sem miðar að því að uppræta orsakir sjúkdóms ins, að ræða nema geðlæknisað- ferð, sem miðar að því að upp- ræta áfengisvanann og að gera sjúklinginum unnt að aðlaga sig kröfum lífsins á eðlilegan hátt, og ráða við vandamál sín án þess að leita á náðir áfengisins. Fyrr á árum var meðferð drykkjusjúklinga aðallega-fólgin í því að koma þeim fyrir til lang- dvalar í drykkjumannaheimilum. Þá höfðu menn ekki gert sér nægilega ljóst, að nauðsynlegt væri að bæta hina almennu að- lögunarhæfni drykkjusjúkling- anna og að til þess þyrfti lang- varandi stuðning utan sjúkra- húsa. Þá var og oft ruglað saman orsökum og afleiðingum drykkju sýkinnar eins og mjög er hætt við, að margir geri enn í dag, vegna þess að skapgerðargallar valda oft drykkjusýki og öfugt við veldur drykkjusýkin oft mjög svipuðum skapgerðartrufl- unum eins og t.d. úthalds- og viljaleysi. Hugsunin með þessari meðferð var, að við langvarandi innilokun og þvingað bindindi mundi afstaða sjúklinganna til áfengisins og þjóðfélagsins breyt- ast. Slík meðferð ein dugir eng- an veginn, heldur verður að fylgja mikil geðlæknismeðferð fyrir hvern einstakling svo og hópmeðferð, ásamt eftirmeðferð eftir að sjúklingurinn útskrifast af stofnuninni. Á seinni árum hafa menn horf- ið meira frá því að láta áfengis- sjúklinga dveljast langdvölum í hælum, nema þá, sem mjög langt eru leiddir af drykkjusýkinni og eru búnir að fá miklar vefrænar skemmdir. Leiti sjúklingurinn læknis nógu snemma er iðulega reynt við lækningu án þess að leggja sjúklinginn í sjúkrahús, en oft getur slíkt f>ó verið nauð- synlegt vegna lélegs ástands sjúklingsins, yfirvofandi krampa, óráðs eða annarra geðtruflana. Markmið meðferðarinnar er allt- af margþætt og aðferðirnar til að ná takmarkinu eru margvíslegar. Fullkomnastir eiga möguleikarn- ir til meðferðar að vera, ef hún er rekin í góðu geðsjúkrahúsi eða geðsjúkradeild eða í mjög nánum tengslum við slíkar stofnanir. Um tíma óttuðust sumir, að áfengissjúklingar fengjust ekki til að leita meðferðar, ef með- ferðin ætti að vera tengd geð- sjúkrahúsum. Hafi sá ótti átt við rök að styðjast virðist hann hafa horfið að mestu eða öllu á sein- ustu árum. Ekki má heldur gleyma því, að eitt meginskilyrði til þess að meðferð megi takast, er að sjúklingnum og aðstandend um hans sé ljóst, hvers eðlis sjúkdómurinn er. Fyrsta tak- markið er alltaf að stöðva drykkj una og fleyta sjúklingnum yíir hin andlegu og líkamlegu eftir- köst hennar. Til þessa getur iðu- lega þurft að nota lyf og aðra meðferð eins og við meiri háttar geðsjúkdóma auk þess sem byggja þarf líkamlegt þrek sjúkl- ingins upp. Næsta markið er að brjóta áfengisvanann, hann verð- ur að brjóta algjörlega og sjúkl- ingurinn verður að fara í ævi- langt bindindi, ef hann á ekki að eiga á hættu að veikjast á nýjan leik. Hvaða leið, sem farin er til að brjóta vanann verður alltaf að miða við ævilangt bindindi. Ekki hefur enn tekizt að finna neina leið til að bæta drykkjusjúkling svo, að hann verði fær um að neyta áfengis í hófi að nýju. Til þess að brjóta áfengisvanann eru farnar ýmsar leiðir. Hægt er að skapa skilorðsbundin viðbrögð hjá sumum sjúklingum, svo að þeir fái ógeð á áfenginu, jafnvel bara á að sjá það. Antabus var mikið notað og er nokkuð notað enn. en er engan veginn einhlítt. Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.