Morgunblaðið - 24.05.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.05.1964, Blaðsíða 11
Sunnudagur 24. maí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 11 •w íslenzkur listmálari í eftirfarandi grein um mik ið ritverk um malarann Gunn laug Blöndal, sem lézt árið 1962, gefur rithöfundurirm Poul M. Pedersen bæði mynd af höfuðpersónu bókarinnar og drepur í leiðinni á eina af aukapersónum hennar, þ.e. þann, sem hefur þýtt bókina á dönsku. í ÝMSUM dönskum einkamál- verkasöfnum getur að líta mál- verk eftir Gunnlaug Blöndal, lem lézt sumarið 1962. Hann hélt oft málverkasýningar í Dan- mörku, sem vöktu mikla athygli. Eftir eina af sýningum hans •krifaði Chr. Rimestad bók um hann, þar sem hann dáði mjög hinn íslenzka listamann. Sú bók kom út árið 1938. Gunnlaugur Blöndal og ís- lenzka hókaútgáfufélagið Helga- fell, sem er eign hins mikla lista áhugamanns og listasafnara Ragnars Jónssonar sömdu um það sín á milli, að útgáfufélagið *kyldi gefa út bók um hann með litmyndað sýnishorna úrval af verkum hans frá æskuárum hans og fram tíl þess dags. Yrði höfð um þetta náin samvinna við listamanninn. En þegar listmál- arinn dó, var undirbúningsstarf- inu enn ekki lokið. Bókin kemur því út nú sem minningarbók. Bókin hefur að geyma 44 lit- myndir af málverkum listamanns ins, ennfremur nokkrar ágætar dráttmyndir, m.a. af móður hans og sjálfsmynd, báðar frá ánnu 1920. Talið er, að Gunnlaugur hafi lært mest íslenzkra málara af frægum frönskum samtíðar- málurum. En það ljós, sem gerir liti hans sterka, stundum jafnvel nokkuð íburðarmikla, hefur hann ekki þurft að sækja til útlanda í»að er ósvikið íslenzkt ljós, hann hefur dregið það í sig á bernsku árum sínum. Ef maður opnar bókina, þá leggur maður hana ó- gjarnan fljótt frá sér aftur. Hvað eftir annað staðnæmist maður við íslenzkar landslagsmyndir t.d. margar frá Þingvöllum, dá- samlega mynd frá Reykjavíkur- höfn (1928), maður heilsar upp á vorið í Barcelona (1954) og grannvaxin sænsk birkitré (1946) Enn má telja margar andlits- myndir; af sjómanni, síldar- ítúlku, fjölmörgum fyrirsetu- ítúlkum svo og sjálfsmynd frá líðasta ári, sem málarinn lifði. Gunnlaugur Blöndal fæddist á Sævarlandi á norð-austanverðu íslandi, þar sem faðir hans var læknir. Af Blöndalsætt eru margir bráðgáfaðir menn með hæfileika til lista- og vísinda- iðkana. Árið 1916 hélt hann til Osló, og þar var Chr. Krough kennari hans um nokkur ár. Meðan hann dvaldi í Osló var haldin málverkasýning þar á verkum Renior og Matisse Gleymdi hinn ungi íslendingur aldrei þeim kynnum sínum af hinum miklu frönsku listamönn- um. Náttúran og sannreynsla listamannsins átti alltaf dýpst ítök í honum. Hið sterka ljós fékk hann sem áður getið í vöggugjötf á Norður-íslandi, ekki fjarri heimsskautsbaugnum. Eftir námsdvölina í Noregi hélt hann um Þýzkaland og Aust urríki til Parísar, þar sem hann •tundaði m. a. nám hjá Andre Lhote. JJann dvaldi alls 5 ár í Frakklandi. Eitt ár dvaldi hann á Ítalíu á milli þess sem hann •tundaði . námið í Frakklandi. Fyi-stu sýningu sína hélt hann í París 1926. Sama ár hélt hann •ýningu í Tokio í félagi við franska málara, svo sem Braque Picasso, Dufy, Millet og Lhote. Síðar héít hann margar sýningar í Skandinavíu og víðar í Evrópu, og málverk eftir hann eru á mörgum listasöfnum. Síðustu tuttugu árin átti Blön- dal fastan bústað á f=landi. og bjó á þéirh stáð, « - Reykjavík, rétt í námuuua vio ■ hinn tilkomumikla Sjómanna skola, en þaðan er útsym gott til allra átta. En hann gerði tíðreist til útlanda og það gerðu myndir hans einnig. Meðal annars hélt hanh sýningar í Stokkhólfni 1949, Helsingfors 1950, Brussel 1952 og Barcelona 1955. Hann gleymdi aldrei því, sem hann nam ungur af Chr. Krogh eða af verkum Renior og Matisse. Námsárin í Frakklandi höfðu haft varanleg áhrif á hann. En hann glataði þó eigi sjálf- um sér. Hinn íslenzki upprum hans villir alcfrei á sér sýn. Blön- dal er heimborgarinn í íslenzkri málaralist, en ekki minni íslend- ingur fyrir það, að dómi Krist- jáns Karlssonar, sem skrifar for mála að hinni nýútkomnu minn ingarbók. Sem áður var getið, skrjfaði Chr. Rimestad bók um Blöndal. Þar minnist hann m. a. á fyrstu sýningu listamannsins í Kaup- mannahöfn og segir, að Blöndal „hafi sótt meirihluta fyrirmynda að málverkum þeim sem hann sýndi til Parísar, en það var eitt- hvað ákveðið í tjáningarmátan- um, sem var hreinnorrænt, há- norrænt! Myndir þessar voru málaðar með sakleysi í hjarta. Og þetta sakieysi kemur alls staðar fram í síðari verkum Blön dals“. Gunnlaugur Blöndal í bókinni er greinargóð per sónulýsing á listamanninuir eftir gamlan vin hans, söngvar ann og rithöfundinn Egger Stefánsson, ennfremur hugleið ingar um listamanninn og verl hans eftir Tómas Guðmundssoi skáld, og loks er vinarkveðj frá Ríkarði Jónssyni. Ásamt mei formáJa Kristjáns Karlssona veitir þetta ágætar upplýsinga um málarann og glæðir skilninj manns á honum. Greinar Eggert Stefánssonar og Tómasar Guð mundssonar eru auk islenzkum ar á dönsku, ensku, frönsku oj þýzku. Tómas Guðmundssoi heldur því réttilega fram. að ís lenzkir nútímamálarar s*u ekk síður landnámsmenn, en þeii sem tóku land á íslandi fyri: 1000 árum. Þeir kenna núlifand kynslóðum að sjá og njóta lands lagsins á þann hátt, 'sem fyrsti landnámsmönnunum var ekk tiltækur. Að lokum langar mig til at minnast á dönsku þýðingarnar þessari annars spotru bók. Ac sjálfsögðu er ekkert athugaver við stílinn á hinum íslenzkt texta greinanna, ehda yrði þa£ þá að skrifast á reikning við- komandi greinahöfunda. En hvei ber ábyrgð á hinum dönsku þýð- ingum, sem vægast sagt virðasl heldur klaufalegar? Gætir þess i báðum aðalgreinunum í bókinni. Hin stutta en ágaeta grein Tóm- asar Guðmundssonar byrjar svo í dönsku þýðingunni. „Har vi givet det e" skyldig omtaiiKe, cu det zand, oom í dag er vort fædreland, er i som vis forstand af en meget senere til- blivelse end man skulle tro í fþrste omgang“? Ef ég fletti upp hinum upp- runalega íslenzka texta, kemur í ljós að viðkomandi málsgrein ætti að sjálfsögðu að hljóða svo:“ „Har vi skænket det opmærk- somhed nok, at det land, der i dag er vort fpdeland, i en vis henseende er af langt senere oprindelse, enda man umiddel- bart skulle tro.“ Seinna gefur að líta í hinum danska texta: „Ingen to genera- tioner opfatter de samme om- givelser pa samme made . . .“ Það ætti að hljóða svo: „To generationer ser aldrig ganske ens pa de samme omgivelser. . .“ Fleiri dæmi: „opstaet blandt os mange udmærkede kunstnere." „Blandt os“ ætti að standa þarna síðast. .......hentet det ud í naturen", á að vera „ude i naturen“, „. . . . omsonst at stille det spurgsmál hvem af dem er den mest islandske, ætti að vera: „hvem af dem der er“ ..... Stuttu síðar stendur: „Og selv- om de hver for sig, har í deres arbejder givfet 'os et nyt og í mange henséender et forskelligt fædreland, sá vil det hurtigt ga op for os, at vi kan ingen af dem undvære, fordi de er hver for sig blevet et fælles fædre- land for os alle“. Samkvæmt íslenzka textanum ætti þetta að hafa hljóðað svo: „Og sk0nt de hver for sig í deres værker har givet os et nyt og i mange henseendér ánd- erledes fædreland vil det hurtigt blive os klart, at vi ikke kan lade nogen af dem ude af betragtning, eftersom de hver for sig samtidig er blevet et fælles fædreland for os alle“. Að öðru leyti er hin skraut- lega bók vel úr garði gerð. Hún er í stóru broti, vel prentuð á góðan pappír með fallegum myndum. En þýðandinn eða þýð endurnir hafa greinilega haft álíka hraða á og geimfari á ferð kringum jörðu, en hafa þó greini lega ekki verið jafnvel undirbún ir til starfsins! Eftirlit hins vel- metna íslenzka útgáfufyrirtækis með gæðum þýðingaripnar hef- ur sennilega brugðizt í önnunum áður en allsherjarverkfallið í árs lok 1963 stöðvaði einnig alla bókaútgáfu. En því miður þá berum við hér í Danmörku talsverða ábyrgð á þessu. f sumarhefti danska tímaritsins „Nyt fra Islend“ skrifaði Erik S0nderholm, fyrr- verandi lektor Dana á íslandi. um það, hvernig íslenzkir kenn- arar, sem óskuðu eftir að veita staðbetri dönskukennslu nytu ekki neinskonar hjálpar til slíks frá Dana hálfu. Henning Fons- mark ræddi ýtarlega grein S0nd erholms i Berlingske Aftenavis og í leiðara i Kristilegu dagblaði var hún einnig tekin til með- ferðar. Nú hefur K. Helveg Pet ersen kennslumálaráðherra tek- ið málið til athugunar, og stuttu fyrir jól kallaði hann saman ýmsa áhrifamenn og sérfræðinga á ráðstefnu um málið. Er nú að vænta skynsamlegra aðgerða. Auk þessa er vitað, að Jul.^Bom holt menntamálaráðherra er mjög bjartsýnn á möguleika á samstarfi milli íslands og Ðan- merkur á sviði lista, bókmennta og vísinda. Margir íslendingar óska eftir að læra eitt Norðurlandamál. auk síns eigin máls, sem þeir eru flestir ágætlega færir í. Af hagkvæmnisástæðum meðal ann ars kjósa þeir flestir dönskuna, en aúk þess vilja þeir læra eitt af heimsmálunum. Það er sjálf- sagður hlutur, að Danmörk verði ó-’-. * 1 -s:-,rra um stuðn ing við bctua dönskukennslu, I Myndin eftir Gunnlaug Blöndal á hlífðarkápu bókarinnar enda þótt við getum varla vænzt þess að vinna okkur nýja ú.t- flutningsmarkaði á íslandi og við höfum sem stendur mestan áhuga á vanþróuðu löndunum í þessum efnúm. Að lokum skal lögð áherzla — Hítardalur Framhald af bls. T3 ið Svínbjúgsdalur til forna. Leiðin ínn í Hítardalsbotn og yfir Svínhjúgsheiði ligg- ur inn með Hítarvatni vestan verðu, austur með vatninu er allt torfarnara. Úr Hítardal gengur mikill þverdalur til austur, heitir hann Þórarinsdalur og tengist Hítardal á móts við suður- enda Hítarvatns. Á Þórarins- dal hafði Björn Hítdælakappi hrossagöngu, og mun þar enn í dag vera gott beitiland. Þar Sem dalirnir mætast eru mikl af eldstöðvar, margir gígar, þ'eir stærstu undir svoköll- uðum Löngubrekkum, beint i austur frá Hólminum. Þessir gígar biasa vel við þegar geng ið er austur með Hólminum, enda skammt undan, ætti eng inn að setja sig úr færi með að skoða þá, þvi þeir eru miklu hrikalegri og fegurri en ætla mætti að óreyndu. Frá þessum eldstöðvum hefur kom ið geysimikið hraunmagn, Hólmshraun, sem nú setur Svip sinn á innanverðan Hítar dal. Hraunið hefur runnið út í Hítarvatn milli Hólmsins og Foxufelis, en svö heitir gróðurlaust móbergsfell mn með Hítarvatni austanverðu. Kannske hefur Hítarvatn ekkj verið til í þeirri mynd sem nú er, áður en hraunið rann? Hraunið hefur ruðzt um þveran Hítardal, allt vest ur að Klifsandi, og þangað hefur Hítará orðið að fylgja því nauðug viljug. Út dalinn hefur það runnið eina 6—8 kílómetra. Mjög fagurt er víða i hraun inu við Hítarvatn sunnanvert. Þar eru margir stórir og smá- ir hólmar-í vatninu, víkur og vogar. Minnir helzt á lands- lag sumstaðar við Mývatn. Foxufell er móbergfell, ekki Ósvipað Hólminum að bygg- ingu, en alger andstæða hans i gróðurfarslegu tilliti. þar sem það blasir við augum dökkt og vindsorfið. í Foxu- felli hafa vötn og vindar smíð að marga skrítna fígúru úr mjúku berginu, og hafa víst ekki allir látið af þeirn iðju ennþá F>nhig gefur har að líta nuKiar skvo.cipar og á það, að þrátt fyrir hina áber- andi gaila í nefndum þýðingum, þá vita íslendingar ávalt mun meira um dönsk málefni en Danir um íslenzk! Poul P. M. Pedcrsen. hamrasali, einkum í austan- verðu fjallinu. Við læk í sunnanverðu Foxufelli er Bjarnarheliir, þar er mannaverk að sjá, rúna ristur og „galdrastafi", og sæti hefur venð höggið þar í klöppina á einum stað. Fanga mörk og ártöl eru þar víða mörkuð í veggi og loft, þar á meðal má enn lesa; „E.O.S. 1.7.5.0.“. Mun þar vera hand arverk Eggerts Ólafssonar, en hann lýsir einmitt hellinum i ferðabók sinni. Jónas Hall- grímsson kom einnig í þenn- an helli og rannsakaði hann, hann getur um ógreinilegar hleðslur þar í gólfinu. í dag eru rúnirnar og „galdrastaf irnir“ orðnir mjög máðir, Foxufell stendur vestan til í milli heiðarbungu sem heit- ir Grafheiði, efst á henni eru Grafheiðartindar, 593 m y.s. Að norðanverðu takmarkast Grafheiði af Suðurárdal, en sá dalur, sem er allmikill, sveigir til suðausturs frá norð urenda Hítarvatns. Fyrir botni Suðurárdals raða sér þrjú mikil fjöll í hólfhring. Erq þau. talin norðan frá, Lambahnúkar, Tröllakirkja, 941 m.y.s. Þó munu Smjör- hnúkarnir laða- meira að sér augu ferðafólks í Hítardal, þar sem þeir standa framar og eru auk þess mjög fagur- lega og djarflega gerðir af skaparans hendi. Hæð þeirra y.s. er 907 metrar. Þeir hljóta alltaf að verða mikil freisting fjallgöngufólki, enda fæst þar erfiðið borgað með skemmti legri fjallgöngu og stórkost- legu og fögru útsýni, nær og fj*r. Hitardalur fer einn þeirra staða er Ferðafélag íslands hefur á ferðaáætlun sinni, í sumar ein ferð, í ágústmán- uði. Þannig gefur Ferðáfélag ið árlega nokkrum hópi fólks kost á að kynnast að eigin raun þessum dal sögu og nátt úrufegurðar, þar sem enn ber við að vængbreiður örn sést svífa hljóðlátlega hátt j lofti, hring eftir hring. Já, enn kann slika sjón að bera fyrir augu árrisuls ferða manns í Iliiardal, þótt kann- ske nálgist sá dagur, er síð- asti rtr-.mn ris sið- aata iuiiij, jm rsienzjium daL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.