Morgunblaðið - 24.05.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.05.1964, Blaðsíða 13
Sunnudagur 24. maí 1964 MOX**!Nn' AOIÐ 13 Séð yfir innri hluta Hítardals frá Smjörhnúkum. í forgrunni er Grafheiöi og Grafheiðartindar. Dökha fellið sem ber í Hítarvatn hægra megin er Foxufell. Fyrir enda vatnsins t.v. er Hólmuriun og upp af honum Klifsandur. Vatnshlið heitir hiibln handan vatnsins. — (Ljósm.: Ó. K.). ' * • Oltar Kjartansson: HfTARDALIJR | ELZTI ÍBÚI Hítardals sem E sögur fara af, mun vera tröll- S kona sú er dalurinn hefur S nafn af: „í þann tíma var Hít | tröllkona uppi ok byggði H Hundahelli í þeim dal, er síð- S ar var kallaður Hítardalur". g Svo hijóðar upphaf kaflans er = segir frá jólaveizlu Hitar, í = Bárðar sögu Snæfellsáss. Var = veizla þessi setin af tröllum = og þursum viðsvegai- að, önd- 1 vegi skipaði Bárður Snæfells- = ás, sjáif gekk Hít um beina. Í Þá er mat, og ekki síður drykk = höfðu verið gerð verðskuld- 5 uð skil, var gengið til skinn- B leiks. Aikunnugt er af göml- E um sögum, að þeim leik iykt- E aði ekki ætíð friðsamiega, = fór svo hér: Kolbjörn þurs | úr Breiðdaisbotnum varð fyr- E ir íótbragði Gests Bárðarson- E ar í hita leiksins, „svá at þurs- = inn hraut þegar út á bergit | svá hart, at brotnaði í hon- | um nefit. Féll þá bióð um | hann ailan. Varð þá upphlaup | og hruðningar heldr sterklig- | ar“. Hítardalur verður ailtaf of- | arlega á lista, þegar upp eru “ taldir íslenzkir sögustaðir = fornaldarinnar: Þar bjó að | Völlum og síðar að »Hóimi, E Björn Hítdælakappi sem fræg = ur varð af afrekum sínum, E bæði utaniands og innan, og | þar var hann að lokum veg- | inh eftir frækilega vörn, þá | naerri sjónlaus orðinn, þótt | ekki væri hann gamall að ár- = um. Og samtíroamaður Björns | og vinur, Grettir Ásmundar- = sen, dvaldi þrjá vetur útlegð- | arára -sjnna i Fagraskógar- = fjalli. Við Hítará veitti Grett-' | ir, Gísla Þorsteinssyni hin,um | sjálfhælna háðuiega ráðn- | ingu, og á sömu slóðum barð- | ist hann síðar við ofurefli liðs = Mýramanna. Bærinn Hitardalur er höf- = uðból frá fornu fari, og hafa | margir stórmerkir menn alið = þar aldur sinn. Sennilegt er = talið að jörðin sé iandnáms- = jörð, þótt raunar muni hvérgi = standa skýrum stöfum hvar = Þórhallur Steinason reisti bú I sitt, en hann „nam Hitardal = allan ofan til Grjótár fyrir = sunnan ok fyrir norðan, allt = á milli Hitár ok Kaidár til 1 sjóvar“, eins og segir í Hauks- = l)ók. í fornum sögum, þ.á.m. = Bjarnar sögu Hitdælakappa = er bærinn nefndur Húsafell. Kirkja var í Hítardal fram- undir síðustu aldamót, en ár- ið 1857 var sóknin sameinuð Staðarhrauni. Enn er staður- inn vel setinn, þótt merki um forna frægð hans sjáist ekki mjög í dag. Þó geymir núver- andi ábúandi tvo gamla og merkilega legsteina ásamt þriðja steininum, sá er með út höggnu andliti, haía menn viljað tengja það nafni Bárð- ar Snæfellsáss. í Hítardal hefur orðið mann skæðasti húsbruni sem um get ur á íslandi. Var það árið 1148, á dögum Þorleifs bgis- kalda er þá sat staðinn. Þá lét þar iíf sitt við áttugasta og annan ,mann, Magnús Einars- sin Skáiholtsbiskup. Sjö þeirra er fórust, aðrir en Magnús biskup, voru prestar. Þorleifur beiskaldi slapp naumlega úr bruna þessum, varð hann gamall maður. Á dögum Þorleifs, tveim ára- tugum eftir brunann, var stofn að kiaustur í Hítardal, mun það hafa staðið skamma hríð. Ólíkindlega sögu um dauða Þorieifs beiskalda má lesa í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Meðal merkustu ábúenda i Hítardal á seinni öidum var séra Jón prófastur Halldórs- son, hann þjónaði þar árin 1691—1736. Sér Jón var mik- ill fræðimaður og afkasta- sagnaritari á sinni tíð. Hafa verið prentuð eftir hann mörg rit, svo sem Hirðstjóraann- á.11, Biskupasögur, Hítardals- annáll og fleira, einnig mun, mikið liggja eftir hann óprent að. Tvéir synir séra Jóns náðu fullorðinsaldri, var ann ar þeirra Finnur, síðar Skál- holtsbiskup. Haft er eftir Ögmundi Sig- urðssyni, skólastjóra, sem lengstum var fylgdarmaður Þervaldar Thoroddsens á ferðum hans um landið að Hítardalur sé einn fegurstur dalur á íslandi (Árni Óla, Blárra tinda blessað land). Ummæli í þessum dúr verða víst seint sönnuð eða afsönn- uð tölulega, enda óþarft, því náttúrufegurð, er sem betur fer, fyrst og fremst matsat- riði hvers og eins. En nokkuð hefur sá merki maður til síns máls, um það munu flestir sammála, er Hítardal líta aug um. Hið forna höfuðból, Hítar- dalur, er nú efsti bærinn í daln um. Svo heíur þó ekki alltaf verið, því býlum hefur farið þar fækkandi allt fram á þessa öld. Vestan Hítarár, und ir Fagraskógarfjalli stóðu Vellir, en þar bjó Björn Hít- dælakappi um tíma, áður en hann flutti að Hólmi. Vellir fóru í eyði laust eftir síðustu aldamót. Nokkru innar í daln um, einnig vastan Hítarár, voru Hróbjargarstaðir, þeir voru í ábúð fram til 1920 eða þar um bil. Þá voru einnig heiðarbýli lengst inni í botni dalsins, við norðurenda Hít- arvatns. Tvö býli, Gínandi og Bjúgkot hafa verið í byggð einhverntíma fyrr á öldum, mun fátt vera kunnugt um sögu þeirra, eða þá sem þar Við Bjarnarhelli i Hítardal. háðu Hfsbaráttu sína. Á sömu slóðum byggðist svo Tjald- brekka árið 1840, sá sem þar reisti bú hét Sigurður Jóns- son (f. 1800, d. 1870), hann bjó þar í 25 ár við góðan orð stír og kom upp stórum barna hópi. Sigurður flutti frá Tjald brekku árið 1865. Eftir hann bjuggu þar fimm bændur, hver eftir annan, allt fram til ársins 1891, en þá fór býl ið í eyði og hefur verið það síðan. Um Tjaldbrekkubænd- ur skrifaði Gunnlaugur Jóns- son ýtarlega, í bók sinni Bónd inn á heiðinni. Frá bænum Hítardal, inn að Hítarvatni, eru nálægt átta kílómetrar í beina línu. Þessa leið hefur ekki verið gerður bílvegur, en flestir ferðabíl- ar aka inn með Hólmshrauni svo langt sem komizt verður, er þá ekki langur gangur að Hólmi, þar sem bú Hítdæla- kapparre stóð í eina tíð. Að Hólmi er nú leitarmannaskáli, er talið að rústirnar af bæ Bjarna sé að finna þar skammt norðan við. Skálinn stendur á sléttri flöt sem sam kvæmt því mundi vera hið forna túnstæði, á eystri bakka Hítará, skammt frá upptök- um hennar úr Hítarvatni. — Þessi staður er undir vestur- horni samnefnds fells, Hólms eða Hólmsfjalls eins og það er nefnt í Bjarnar sögu Hít- dælakappa. Fell þetta stend- ur hér þvert í miðjum dal, gengur Hítarvatn fast að því að norðanverðu. Hólmurinn er eitt af mörg- um stökum móbergsfjöllum í Hitardal, hlýlegt fell, algró- ið, og er vegna staðsetningar sinnar ágætasti útsýnisstaður, enda munu flestir sem að Hít- arvatni kema, leggja leið sína þar upp. í Vesturhlíð Hítardals, gengt Hólminum, rís annað allmikið og sérkenmlegt mó- bergsfell. Heitir það Klifsand ur. Hítará fellur fast upp að rótum. Klifsands, þar -hefur hún grafið sig inn í hlíðina, gengið á lagið vegna þess hve bergið er mjúkt. Stóreflis björg hafa brotnað úr fjall- inu og liggja þau nú niðri i ánni. Og enn er hún að verki slípar mjúkan steininn og skapár, með aðstoð veðurs og vinda, ný og ný listaverk, misjafnlega merkileg eins og gengur. Innan við Klifsand tekur við Klifsgil. Gilmegin er all- hátt standberg í fjallinu, þar vekur athygli manna sér- kennileg lagskipting móbergs ins. Norðan Klifsgils eru svo Hvítingshjallar, þar var Björn Hítdælakappi veginn, er hann gekk til hrossa að „skera þeim mön“, eins og sagan gegir. Hafði hann til þeirra hluta skæri mikil, ný- hvött, urðu þau honum það vopn er hann beitti síðast í lífinu. Þegar Hvítingshjöllum sleppir tekur við Vatnshlíð, nær hún meðfram öllu Hítar vatni vestanverðu, nálægt 5 kílómetra veg. Nokkur und- irlendisræma er meðfram öllu vatninu, en annars rís Vatnshlíðin þverbrött upp í allt að 743 metra þar sem (Ljósmynd: Ó. K.) hún er hæst. Þótt Vatnshlíðin sé brött, mun vera þar gott beitiland. Fjallvegur sem nú mun fáfarinn, liggur milli Hítardals og Hörðudals. Til forna hét það að fara Hitar- dalsheiði, samanber Bjarnar- sögu Hítdælakappa, en nú kall ast það Svínbjúgur eða Bjúg urinn. Svínbjúgurinn er all- mikið fjall, þvert fyrir botni Hítardaisins. Þar framundir, fyrir botni Hítarvatns, eru eyðibýlin sem áður hafa verið nefnd. Þegar farið er norður yfir Svínbjúgsheiði, er fyrst komið í dal sem nú kallast Burstadalur, en mun hafa heit Á slóðunt Ferðafélagsins Framh. á bls. 11. ■r HJiiiiiiniiihiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiitmitiiimmiiiiiiiiiiiiimiiiiiuiHiiiMiiimiHiiiiiHimiiiiiiiimntiiiiiiiiiitiiiitiiiiiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.