Morgunblaðið - 24.05.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.05.1964, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. maí 1964 { JOSEPHINE EDGAR~ Þegar ég jánkaði því og roðn- aði um leið, snerti hún kinnina á mér lauslega og sagði: — Nei, maður reynir nú að finna eitt- hvað betra handa þér, elskan. Allan þennan tíma sá ég Dan mjög sjaldan og aðeins þegar við vorum i kofanum við Epsoin. Fía kom aldrei með hann í skól- ann, og jafnvel um jólin fór ég ekki í Drovnystræti. Dan og Fía voru þá á einhverju dyru huteli, og við Minna frænka fórum stundum þangað og borðuðum með þeim. Ég var aldrei sérlega hrifin af þessum hótelheimsókn- um. Ég býst við, að ég hafi verið, eins og margar stúlkur á gelgju- skeiðinu, viðkvæm og feimin, og ég gat ekki annað en tekið eftir því, að ríku fjölskyldurnar, sem þarna komu, litu niður á hávað- ann í Dan. En hér kom fleira til. Það var kominn einhver spenna milli Dans og Fíu, og framkoma hans við hana hafði breytzt. Þetta færðist smámsaman í aukana, eins og falinn eldur — tor- tryggni og grunsemdir, og stöðug afbrýðissemi, sem gat blossað upp í háarifrildi, og jókst og magnaðist fyrir kæru- leysi hennar. Ég varð alltaf hálf hrædd við það, hvernig hann leit til hennar. Hann var orð- inn upþstökkur og var farinn að drekka meira en áður. Minna frænka var farinn að bera sig upp við mig út af þessu.. „Þessi Soffi'a", sagði gamla konan og varð skuggaleg á svip inn. „Hún er að leika sér að eldinum, og endar"með því að brenna sig — taktu eftir því, sem ég segi. Ég hef sagt henni, að svona mikið getur karlmað- ur þolað, en heldur ekki meira, en hún vill ekki hlusta á mig. Ef allar konur höguðu sér svona, af því að þær hafa verið plat- aðar, þegar þær voru yngri, yrði þetta dáfallegur heimur að lifa í“. — Hvað áttu við? sagði ég. — Hver hefur platað hana? En Minna frænka vissi, að hún var búin að segja ofmikið og vildi ekki segja mér neitt meira. Árin siluðust áfram. Margt gerðist, sem ekki snerti neitt okkur þarna úti í Blackheath. Gamla drottningin dó, og frænka Marjorie fór með okkur til að sjá likfylgdina, með öllum trumbunum og hermönnunum, og svo kóngana, sem voru að fylgja. Ég man, að það olli okk- ur vonbrigðum, - að. kóngarnir skyldu líta út eins og venjulegir menn. Seinna sótti Fía okkur til að horfa á nýja kónginn koma frá krýningunni, og drottningin var eins og ofurlítil máluð dúkka, undir demantakórónunni. Seinna fór hún með okkur til hádegis- verðar í fínt gistihús, og hún var með hatt, skreyttan bláum gleym-mér-ei-blómum, og ýmsir menn komu til hennar og kysstu á hönd henni. Þetta og svo einstöku leikhúsferðir, var það markverðasta, sem gerðist á þessum fjó.rum árum. Svo var það í lok páskaleyfis- ins, þegar ég varð átján ára og Marjorie var að ferðbúast til að búa sig undir inntökupróf í Cambridge í einhvern kvenna- stúdentagarð. Ég var farin að velta því fyrir mér,_ hvað af mér ætti að verða. Ég fór að reyna að meta sjálfa mig, því að ég mundi eftir því, þegar Fía hafði komið mér í skólann fyrir fjórum árum', og þá sagt mér, að eftir fjögur ár gæti ég sjálf valið um. Valið um hvað? Til hvers var ég hæf? Jæja, nú voru þessi fjögur ár liðin og ég þóttisl sæmilega fær í flestu: dansi, tónlist, söng, frönsku. Já, sæmilega kannski, en við hliðina á Marjorie var ég hreinasti bjálfi. En ég hafði eitt til míns ágæt- is, og ég skil ekki, til hvers kvenfólk er að láta eins og það viti ekki af því. Ég var meira en rétt ásjáleg. Safllt var ég ekkert montin af því. Þetta er nokkuð, sem menn ráða engu um sjálfir. En undir eins og ég gerði mér það ljóst, skildi ég líka, hvað Fía átti við þegar hún var að tala um vopn kon- unnar. Ég fór í kofann eins og ég var vön í páskaleyfinu, og Mar- jorie með mér. Hún kom með fulla tösku af bókum með sér, því að nú ætlaði hún að lesa undir inntökuprófið. Ég þurfti ekki annað en líta á þær, til þess að finna til vanmáttar míns. Það var einkennilegt, hvað við gátum verið góðir vinir, því að raunverulega áttum við sára lítið sameiginlegt — nema hvað við gátum báðar hlegið — og það býst ég -við, að hafi fyrst og fremst leitt okkur saman. Ég var í mestu vandræðum með sjlálfa mig, er ég hugsaði til sumarleyfisins. Ég hafði lært allt, sem hægt var að læra hjá Mandeville-ungfrúnum, og allt í einu fannst mér ég alls ekki vera skólastelpa lengur. Ég not- aði mestan tíma minn til að hrella Fíu með bréfaskrifum, þar sem ég grátbað hana um að lofa mér að fara úr skólan- um. f einfeldni minni, kvaðst ég vera reiðubúin til að hjálpa þeim í spilavítinu í Drovny- — Viljið þér greiða firam á ennið, upp eða skipta í miðju? | stræti, og gerði mér þá ekki ljóstj að auðvitað var það ein ástæða hennar til að halda mér sem lengst burtu. Skógarnír þarna í nágrenn- inu voru allir fullir af blaklukk um og fuglasöng. Við Marjorie fórum í langar gönguferðir eða hjóluðum, og þóttumst fínar í sportfötunum okkar. Við lásum og töluðum saman, átum eins og skarfar matinn, sem Minna frænka eldaði ofan í okkur, og þráðum að Fía kæmi að vitja okkar. 'Einn dag undir apríllok fór- um við á fætur áður en bjart var orðið. Marjorie hafði fengið þá rómantísku hugmynd að sjá sólina koma upp handan við sandhólana, svo að við fórum í kápurnar okkar, bundum ullar- trefla upp yfir höfuð, eins og sveitastúlkurnar notuðu, og fór- um út. RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD mínútna. Varnarliðið hafði sig þvi tafarlaust á brott. Hverfis- ráðshúsið stóð í björtu báli, og allir mikilvægustu staðir i borg inni voru fallnir. Jafnvel hús Khesinskayu — en dansdrottn- ingin var greinilegt tákn auð- æfa og keisaraveldis — hafði verið brotið upp. Auk þess bár- ust æsilegar fregnir frá TsarSkoe Selo þar sem keisarafjölskyldan var innibyrgð: Ivanov hershöfð- ingi hafði loksins komið þangað með vesældarlegan liðsafla sinn — eitt fylki hafði komið í stað fjögurra stórfylkja, sem lofað hafði verið — en við komuna sá hann, að setulið keistarafrúar- innar hafði gert uppreist. Hers- höfðinginn símaði til keisarans, að honum þýddi ekkert að sækja að Petrograd, og ekki væri einu sinni hægt að flytja keisara- frúna á öruggari stað, þar eð börnin hennar fimm væru lögzt í mislinga og hún væri að hjúkra þeim. Loksins var eins og Nikulás væri tekinn að átta sig á ástand- inu. Hann tilkynnti, að hann kæmi heim til Petrograd og mundi verða til viðtals um nýja stjórn — hugsanlega undir for- ustu Rodziankos. Síðan lagði hann af stað frá Mogilev og voru tvær lestar í förinni. En það var þegar um seinan — járnbraut- arverkamenn fréttu fljótlega af ferðum hans og lokuðu braut- inni. Nikulás neyddist því til að hörfa til aðalstöðva Russkys hers höfðingja í Pskov, á norðurvíg- stöðvunum, og þar varð hann í járrtbrautarvagni sínum og fjarri fjölskyldu sinni, að lifa síðustu stundir valdatíma síns. Það er ein kaldhæðni bylt- ingarinnar, að þessi einangrun Nikulásar var ekki af völdum Ex-Com, heldur Dúmunefndar- inrtar, sem hefði þó viljað halda einræðinu við líði, hefði hún get að. Dúmunefndin hafði útnefnt sem sinn samgöngumála-komm issar hægri-þingmann að nafni Alexander Bublikov, og klukkan 2 e.h., hinn 13. marz, tók hann á sig þá ábyrgð að síma til allra járnbrautarstöðva, að Dúman hefði tekið völdin (sem var nú annars enn ekki sannleikur). Hann skoraði á járnbraútar- verkamenn að veita lið, og skip aði þeim að stöðva alla herflutn- inga innan 250 versta frá Petro- graij. Þetta voru fyrstu fregnir, er bárust til afskekktra staða um það, sem var að gerast í höf- uðborginni, og verkuðu eins og raflost. Járnbrautarverkamennlrnir brugðu við án tafar og það var afleiðing af skeytum Bublikovs, að lest Nikulásar var beint af- leiðis til Pskov. En þetta atvik var á annan hátt mikilvægt. Skeyti Bublikovs gaf í skyn, að byltingin væri fullkomnuð, en ekkert var þar á það minnzt, að Ex-Com og sovéttið væru að gegna neinu hlutverki í Petro grad. Þegar hershöfðingjarnir á vígstöðvunum fengu fréttirnar, tóku þeir það sem gefinn hlut, að Dúman ein væri við völdin. Og undir vald Dúmunnar voru þeir fúsir að beygja sig. Rodziako hafði þegar leitað hófanna hjá Alexeiev, hinum raunverulega yfirhershöfðingja og Russky á norðurvígstöðvun- um, og þeir höfðu tjáð sig fúsa til að styðja afsögn Nikplásar. KALLI KUREKI ~Xr~ Teiknari; FRED HARMAN Z' — Hvaða heimskupör hafið þér á prjónunum? Hættið nú þessum kjána skap og reynið að finna einhverja leið til þéss að koma mér aftur heim í menninguna. ■— Ef þér ekki væruð farlama, myndi ég ekki láta mig hafa svona móðganir. En ég skal líka ná mér niðri á yður þegar fóturinn er kom- inn í sarnt lag. Klukkustundu síðar: — Jæja, þar er þá komin sjúkra- bifreiðin yðar, hestasleði .. það sem Indíánar kalla „travois“. Þér getið setið ofan á hlassinu, rétt eins og á beztu dúnsæng. — Ég verð að viðurkenna að þið sléttubúar eigið töluverða hug- kvæmni til að bera. Nú er komið að 14. marz. Á strætunum í Petrograd var kom- in nokkru meiri ró, en í Tauris- höilinni var allt í bráða-upp- námi. Innan um alla rihgulreið- ina og smáfundi í hverju horni voru Velferðarnefnd Dúmunnar og Ex-Com að berja fram hvor sína stefnu Kerensky var eins kohar milligöngúmaður og virð- ist, samkvæmt frásögn sjónar- votta, vera minnisstæðasti mað- urinn frá þessum dögum. Hann átti í æðisgengnu annríki, og hvorki svefnleysi né hamagang- urinn kring um hann vann neitt á honum. Náfölur, ofsafenginn, með leiftrandi augu þaut hann úr einum staðnum á annan, ýmist karpandi við Dúmunefnd- ina eða Ex-Com-menn, en ínn á milli flutti hann mannfjöld- anum úti fyrir ræður. Múgurinn héilsaði honum með fagnaðar- ópum: hann virtist á þessum stundum vera sjálf byltingin holdi íklædd. Sovéttið var nú tekið að leggja undir sig aðra álmu hall- arinnar (og lofaði Dúmumönn- um að fara sínu fram í apnari álmu). Hermenn voru hvar- vetna á ferli. Þeir sváfu á gólf- inu. Komu þrammandi gegn um slabbið í húsagörðunum og eld- uðu matinn sinn í öllum drag- súgnum í göngunum. Þeir komu stikandi inn í salinn þar sem Ex-Com var að, reyna að hafast eitthvað að. Sendimenn frá verk smiðjum og herfylkjunum voru sífellt að koma, í tugatali, allir heimtuðu fyrirmæli, og varla liðu fimm mínútur án þess að inn kæmi einhver sendimaður Tilboð AUGLÝSENDUR, sem tilboð eiga í afgreiðslu Morgun- blaðsins, eru beðnir að biðja um samband við númer 40 (innanhússsímans) ef þeir hringja og vilja spyrjast fyrir um tilboð sin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.