Morgunblaðið - 27.05.1964, Page 12

Morgunblaðið - 27.05.1964, Page 12
MORGUNBLADIÐ 12 Miðvikudagur 27. amí 19'64 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastj óri: Sigfús Jónsson. Ritstjorar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. ÖRLÖG TOGARA- ÚTGERÐAR F’nn á ný hefur athyglin beinzt að erfiðleikum tog- araútgerðarinnar, nú vegna þess að Bæjarútgerð Hafnar- -fjarðar hefur selt togarann Júní úr landi. Mönnum finnst að vonum sárt að sjá á bak fengsælum happaskipum og spyrja því: hvers vegna er þetta nauðsynlegt? Togaraútgerðin hefur nú í mörg ár verið rekin með stór- felldum halla. Aflabrögð tog- aranna hafa verið frámuna- lega léleg á sama tíma og báta flotinn hefur fiskað vel. Mann afli og fjármagn hefur því leitað frá togaraútgerð til báta útgerðar. Þrátt fyrir stöðugan tap- rekstur af togaraútgerð hafa ýmsir útgerðaraðilar reynt að þrauka. — Um Bæjarútgerð Hafnarfjarðar er það að segja. að hún hefur þrengt mjög að fjárhag Hafnarfjarðarbæjar og því verið þungur baggi á bæjarbúum og Ósýnt hvernig unnt yrði að standa undir á- framhaldandi skakkaföllum. Oft vill það að vísu brenna við í opinberum rekstri, að þeir, sem ábyrgð eiga að bera á honum láta sig litlu varða, þótt um sé að ræða óhagkvæm an rekstur og stórfellt tap. Þeir geta náð peningum af almenningi og láta í veðri vaka, að um þjóðþrifafyrir- tæki sé að ræða, þótt þau geri ekki annað en skerða kjör fólksins. Heiðarlegir menn reyna hinsvegar í trúnaðar- stöðum að halda þannig á valdi sínu að til hagsbóta verði fyrir umbjóðendur þeirra. Það er þetta, sem veld ur því að ráðamenn Hafnar- fjarðar telja ekki unnt að þyngja þann skuldabagga, sem þegar hvílir á bæjarfélag- inu og bæjarbúum. En þegar til þess er litið, að í rauninni var upphaf togara- útgerðar mesta tæknibylting- in hér á landi og útgerð tog- aranna grundvöllur þeirra framfara, sem einkennt hafa íslenzkt þjóðlíf síðustu ára- tugi, er ekki að furða þótt menn spyrji, hvað valdi því, að togaraútgerð sé orðin oln- bogabarn í þjóðfélaginu. Það kemur sannarlega spánskt fyrir sjónir að ekki skuli vera unnt að afla jafnmikið á 700—1000 tonna skip eins og 100—300 tonna skip. En svarið liggur raunar í augum uppi. Fiskimiðin hafa verið tekin af togurunum og friðuð fyrir bátana. Um það má auðvitað endalaust deila, hvort rétt sé og heilbrigt að útiloka togarana svo mjög frá veiðum í íslerizkri landhelgi, en hitt virðist nú vera orðið óumdeilanlegt, að annað hvort verði íslendingar að leggja togaraútgerð algjör- lega niður eða heimila þeim fáu togurum, sem enn eru eft- ir, einhverjar frekari veiðar innan landhelginnar. Það er hryggilegt að sjá á eftir góðum skipum, en ef menn ætla að ná efnahagsleg- um framförum tjóar ekki að láta tilfinningasjónarmið ráða. Það þýðir ekki að binda mannafla við framleiðslu, sem ekki skilar arði. Ef bjarga á togurunum verð ur að leyfa þeim veiðar á ein- hverjum svæðum innan 12 mílnanna og sjálfsagt líka að fækka mönnum um borð nokk urn veginn til samræmis við það, sepj er hjá keppinautum okkar. Þetta er það mat, sem menn verða að horfast í augu við nauðugir viljugir. VIRÐUM LÖGIN YTið íslendingar gerum kröfu " til þess, að á okkur sé litið sem sjálfstæða þjóð er'býr í réttarríki. Við byggðum sjálf- stæðisbaráttu okkar á réttin- um og öðluðumst frelsi vegna þeirra kenninga, sem uppi hafa verið í þjóðarétti. Um það hafa litlar deilur verið þar til .núna allra síð- ustu árin, að við yrðum að haga öllum aðgerðum okkar í samræmi við alþjóðalög og gætum því aðeins vænzt þess að varðveita sjálfstæði okk- ar, að við gættum þess dyggi- lega að hverfa ekki frá þess- ari stefnu. Þess vegna er það furðulegt að málgagni annars stærsta stjórnmálaflokks landsins skuli ritstýra maður, sem boð- ar þá stefnu, að það sé rétt- indaafsal og nánast landráð að við íslendingar höfum lýst því yfir, að við munum héðan í frá eins og hingað til hlíta alþjóðarétti'við útfærslu fisk- veiðitakmarka í framtíðinni. Bót er þó í máli, að lögfróð- asti maður Framsóknarflokks ins, varaformaður flokksins, prófessor Ólafur Jóhannesson, boðar gjörólíka stefnu, og von andi verða sjónarmið hans ofan á, en ekki sjónarmið Þórarins Þórarinssonar og Eysteins Jónssonar, umboðs- manna ofstækisins í Fram- sóknarflokknum. UTAN ÚR HEIMI Rússar og Tékkar ganga af fundi hjá SÞ New Yorfc, 2S. maí (NTB) í DAG var viðraeðum um kaeru Kambódíu á hendur Bandaríkjun um og: ástandið í SA-Asiu haldið á.fram í Öryggsráði Sameinuðu Þjóðanna. Meðal þeirra, sem tóku til máls voru Sir Patrick Dean, fulltrúi Brefa, Van Mau, fulltrúi S.-Víetnam Oig fulltrúi þjóðernis sinnastjórnarinnar á Formósu. Þegar Van Mau hóf mál sitt, gengu fulltrúar Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu út og komu ekki til baka fyrr en fulltrúi þjóðemis sinna á Formósu hafði lokið má.Ii sínu . Fulltrúi Breta, Sir Patrick Dean, lýsti stuðningi við tillögu Bandaríkjamanna um gæzlu á landamærum S.-Víetnam og Kambódíu undir yfirumsjón SÞ, en hann kvaðst telja tilgangs- laust að kalla ráðstefnuna um Indókína saman á ný eins og I hlynntur því að gæzlulið undir Rússar hafa laigt til. Van Mau, stjórn SÞ yrði sent til landa- fulltrúi S.-Víetnam kvaðst vera I mæra Kambódíu. I s.l. viku samþykkti ríkisstjóm Kanada einróma að taka upp nýjan fána. Gamli fáninn (neðri á. myndinni) hefur brezka fánann í vinstra horni. Forsætisráðherra Kanada, I.ester B. Pearson, skýrði frá því, að allir ráðherrar stjórnarinnar hefðu verið á einu máli um, að á nýja fán- anum skyldu vera þrjú rauð lauf af hlyni, en bakgrunnur hefur enn ekki verið ákveðinn (efri mynd). Þrennskon- ar bakgrunnur kemur til greina, hvítur, blár eða hvítur með bláum röndum. Tillagan um nýja fánann verður lögð fyrir neðri dcild þingsins síðar í þessari viku. Luthuli verður í ferðabormi enn 5 ár Durban S. —Afríku 25. maí (AP). SUNNUDAGINN lauk fimm •a tímabili, sem Albert Luthuli, jóðemisleiðtogi blökkumanna í RÚNIR argir munu hafa haft gam- an af upplýsingum þeim n Aslak Liestöl rúnafræð- »ur frá Ósló gaf um nýleg- rúnafund í fréttum og fyr- pst.ri í sífiustu viku. S.-Afríku, hafði verið dæmdur í ferðabann. En á laugardaginn heimsóttu tvei- menn úr öryggis lögreglu S.-Afríku Luthuli og af- hentu honum skjal frá dómsmála ráðherra lanösins, Balthazar Vorster, þar sem honum er bann- að .að yfirgefa heimaþorp sitt næstu fimm árin og einnig að hafa samband við menn után þorpsins. Sem kunnugt er, hlaut Luthuli friðarverðlaun Nóbels, en fékk ekki að fara ti! Osló til þess að veita þeim viðtöku. Vinir Lut- hulis og stuðxíingsmenn vonuðu, að hann fengr að fara frjáls ferða sinna nú eftir helgina, en sem fyrr segir brást sú von og Vor- ster sendi tilskipunina um fram- lengingu ferðabannsins í tæka tíð. í hinu nýja ferðabanni eru strangari ákvæði, en í him» fyrra. Samkvæmt því mátti Lut- huli, sem ræktar sykur og rekur smáverzlun, ferðast til útibús verzlunar sinnar í næsta þorpi við heimaþorpið, en nú er sett bann við því og hann má aðeina verzla í heimaþorpinu. Kínverjor c lifti SÞ í mófti eiftir- SA-Asíu Hann sýndi þar fram á, að rúnir hafa verið notaðar í dag legum skiptum manna og raunar hefur ýmislegt kími- legt verið rist rúnaletri. Þrátt fyrir hraða nútímans fá fregnir sem þessi okkur til að staldra við og huga að upp- runa okkar. Við skiljum betur líf og háttu forfeðranna og við gerum okkur gleggri grein fyrir skyldum okkar við forna og nýja menningu, sem í raun inni er ekki svo langt á milli, þegar öllu er á botninn hvolft. Peking, 25. maí — (NTB) — AÐALMÁLGAGN kommúnista- flokks Kína „Dagblað alþýðunn- ar“, segir í dag, að tillaga Bánda- ríkjamanna um að eftirlit með landamærum Kambódíu og S- Vietnam verði í höndum Samein- uðu þjóðanna, beri vott um ill- vilja. Kínverska þjóðin geti ekki þolað, að bandarískir hcimsvalda sinnar hlutist til um málefni Indókína með milligöngu SÞ, varpi Genfarsamningnum á sorp- hauginn og spilli friðnum. Blaðið gagnrýnir ræðu Adlai’s Stevensons, aðalfulltrúa Banda- ríkjanna hjá SÞ, á fundi Örygg- isráðsins í sl. viku, en þá lagfH hann til, að SÞ hefðu yfirum- sjón með gæzlu á landamærum Suður-Víetnam og Kambódíu. Erlendir sendimenn í Peking hafa lýst undrun sinni yfir þög« ráðamanna í borginni um ástand- ið í Laos og tillögu Frakka og Rússa um, að Genfarráðstefna« verði kölluð saman á ný. Þó telja þeir PekingLstjórnina hlynntarl þeirri tillögu en tillögu Souvann* Phouma og Breta um, að Vienti- anesendiherrar ríkjanna 14, sem sæti áttu á Genfarráðstefnunni, haldi með sér fund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.