Morgunblaðið - 27.05.1964, Blaðsíða 22
22
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 27. amí 1S64
^ W ......................... ...... ............ '
........ |
Vinnur Real Madrid
í 6. sinn?
r /
UrsEiftaSeikur um Evrópubikar-
iartn í kvöid
800 LÖGREGLUMENN hafa
verið kvaddir til gæzlu á Prat-
er leikvanginn í Vínarborg í
kvöld. Þar verður háðuj úr-
slitaleikur um Evrópubikarinn í
knattspyrnu og eigast við Real
Madrid og Milan. 75 þús. að-
göngumiðar eru löngu uppseld-
ir og seldur hefur verið sjón-
varpsréttur af leiknum sem nær
til hundruð milljóna manna. —
Lögregluvörðurinn er kvaddur á
vettvang til að fyrirbyggja að
nokkuð sem líkist ólátum þeim
er urðu í Perú og urðu 350
manns að bana geti orðið.
Real Madrid ætlar sér að vinna
Evrópubikarinn í 6. sinn. Liðið
vann Evrópubikarinn 5 fyrstu
skiptin sem um hann var keppt
eða árin 1956—1960 (incl.) Liðið
hefur auk þess í 6. sinn verið í
úrslitaleik um bikarinn en þá
vann Benefica og loks komst
þýzka liðið Eintrecht í úrslit einu
sinni.
Real Madrid hefur tekið þátt í
keppninni um Evrópubikarinn
öil níu árin, sem hann hefur
verið í umferð, komizt 6 sinn-
um í úrslít og unnið 5 af þeim
leikjum. Tveir leikemnn liðsins
mæta í úrslitum um bikariinn í
6. sinn, miðherjinn di Stefani og
v .útherjinn Gento. Puskas verð-
ur einnig með í framlínu í úr-
slitaleiknura í kvöld og verður
því enginn nýliðabragur á fram-
línunni. En þetta eru „spræk
gamalmenni“ sem vel kunna að
fara með knött.
Það eru yngri menn í liði Mil-
an og liðið sem slíkt er í fyrsta
sinn komið í úrslit í þessari vin-
sælu „stjörnukeppni". Styrkur
ítalanna liggur í vörninni en
hægri armur sóknarinnar er og
sagður mjög beittur.
Illllllllllllllllllllllllilllllllillllllillllllllllllllllllllllllllllli
Nýtt sundsvæði rís í Laugardal
SUNDSVÆÐIÐ í Lauigardal
er nú loksins að taka á sig
mynd. Upphaflega 'hafði verið
ákveðið að sundsvæðið yrði
fyrsta mannvirkið sem risi á
hinu nýja íþróttasvæði en
framlkvæmdir hafa dregizt ár
frá ári. En nú rís mannvirkið
öllum til gleði og ánægju —
ekki sízt þeim þúsundum sem
sótt hafa Sundlaugarnar ár
frá ári.
Sundsvæðið I Laugardal
verður sérlega vandað. Þar
verður 50 metra laug — sem
sagt fyrsta löglega keppnis-
lauigin fyrir al'þjóðamót í
Reykajavík en tvær 50 m laug
ar eru til á landinu, í Hvera-
gerði og í Rey'kjanesi við ísa
fjarðardjúp.
Út úr aðallauginni verður
vaðlaug fyrir börn, stór og
Sérkennileg , lögun þar sem
öll börn geta fundið vatns-
dýpi við sitt hæfi.
Við laugarnar er stór bygg-
ing með búninigsklefum og
böð'um ásamt skrifstofu og
starfsmannahúsi og ofan á
þaki þess áhorfendasvæði sem
rúmar um 2000 manns í sæti.
Við þetta nýja sundsvæði
skapast möguleikar fyrir stór
um aukinn fjölda að nota úti-
böð og sól'boð en verið hefur
í gömlu laugunum. Vatnið í
hinum nýju verður hið sama
og í þeim gömlu en allur að-
búnaður nýtízkulegri og betri
þó margir uni vel við gömlu
laugarnar.
Myndin sýnir byggingar-
framkvæmdir við nýju laug-
ina, sem er hin fyrsta og lang
stærsta af 3 sundlaugum sem
fyrir'huguð eru framtiðinni á
íþróttasvæðinu í Laugardal.
Riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifitiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.tiiiiiiiiiiiiirn íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuniiinr
Cöngukeppni á SigBufirÖi
Sumarbúðir drengja í KR-
skála ■ Skálafelli
Siiglufirði, 24. maí ‘64.
SIGLUFJARÐARMÓT í skíða-
göngu var háð hér í dag, og var
mótstaður uppi á „Súlum“, (uppi
í fjöllunum sunnan Siglufjarðar-
kaupsaðar).
Keppendur voru frekar fáir, og
vantaði t.d. tvo garpa, Þórhall
Sveinsson, Islandsmeistara í
skíðagöngu 17-19 ára, en hann
meiddist lítilsháttar á fæti fyrir
stuttu. Og Birgir Guðlautgsson,
fyrrv. íslandsmeistari í göngu,
en hann gat ekki keppt vegna
®nna við 'húsbyggingu, — svo og
eymsla í baki.
Brautina lagði Baldur Ólafs-
son, og var hún um 12 km. löng.
Fyrstur í göngu karla 20 ára og
eldri varð íslandsmeistarinn
Gunnar Guðmundsson á 50 mín.
eléttum .Annar varð Svéinn
Sveinsson á 51 mín. og 10 sek.
Þriðji varð Guðmundur Sveins-
EFNT verður til sumarbúða
fyrir drengi í skála KR í Skála-
felli í sumar með sama sniði og
áður hefur tíðkast. Tvö nám-
skeið verða höfð og er umsjón-
armaður og leiðtogi sá sami og
áður Hannes Ingibergsson
íþróttakennari.
Fyrra námskeiðið verður frá
18. júní og stendur í þrjár vikur
til 9. júlí. Síðara námskeiðið
hefst 11. júlí og stendur til 1.
ágúst.
Námskeiðin eru ætluð drengj-
um eingöngu á aldrinum 8—11
ára. Þarna er farið í íþróttir og
leiki, gönguferðir og kvöldvök-
ur skipulagðar með drengjunum
sjálfum.
Allar upplýsingar um nám-
skeiðin má fá í síma 24523 og
á skrifstofu Sameinaða sími
13025.
Sveinn Sveinsson í göngukeppni. Arangur lians er íraoær því ;
hann er á sjónum nær allt árið.
son á 51 mín. og 16 sek.
í göngu 17-19 ára varð fyrstur
Björn Ólsen á 52,26 — en sama
vegalengd og í eldri flokknum
var gengin. Veður var gott, en
sólarlaust. S.K.
Gunnar Guðmundsson.
Jónasarmótið 13. júní
Sundmót ÍR (Jónasarmótið)
fer fram í Sundlaug -Vesturbæj-
ar laugardaginn 13. júní 1964 kl.
15:00. Keppnisgreinar verða:
400 m. skriðrund karla
100 — flugsund karla
200 — bringusund karla
200 — fjórsund karla
200 — bringusund kvenna
100 — flúgsund kvenna
50 — skriðsund drengja
50 — bringusund telpna
3x50 m. þrísund kvenna
4x50 — fjórsund karla.
Aukadagur í Sundhöll Reykja-
víkur mánudaginn 15. júní kl.
20:30.
Greinar:
100 m. skriðsund karla
50 — skriðsund karla
100 — bringusund karla
100 — baksund karla
100 — skriðsund kvenna
100 — bringusund kvenna
100 — baksund kvenna
50 — bringusund drengja
50 — skriðsund telpna
3x100 m. þrísund karla.
Þátttökutilkynningar skal skil-
að til Guðm. Gíslasonar, síma
37925, við Sundthöll Reykjavíkur
fyrir þann 2. júní n.k.
Sunddeild ÍR.
M0LAR
Finnskt knattspyrnulið er
íþróttafréttamenn þar í
landi höfðu valið vann
danskt úrvalslið í Helsinki
í gær með 3—0. f hléi var
staðan 0—0. Rytkönen, sem
áður fyrr var atvinnumaður
var bezti maður leiksins og
skoraði tvö markanna. Að-
eins 5000 manns sáu leikinn
þrátt fyrir ákjósanlegt veð-
ur. —
hefur verið síðan Sonja
Henie, hin norska, sté sama
spor. —
Hollenzka skautadrottn-
ingin (listhlaup) S. Dijkstra
‘tem unnið hefur tvenn OL-
gull hefur kvatt áhuga-
mennskuna og gerzt atvinnu
listhlaupari á skautum og
mun í framtíðinni sýna list-
ir sínar hjá „Ice-show-holi-
day“ í Bandaríkjunum. —
Ekki liggja fyrir nákvæmar
upplýsingar um samning
hennar, en fullyrt er að
hann sé sá bezti sem gerður
Leitt hefur verið til lykta
málið sem upp reis er leikur
Argentínu og Perú í knatt-
spyrnu var truflaður með
óspektum og táragasi með
þeim afleiðingum að 350
manns létu lífið í Perú. —
Komust aðilar að samkomu-
lagi um að sigurinn væri
Argentínu. Argentínumenn
voru sigurstranglegastir í
keppninni og höfðu flest
stig. Þeir eru þá þegar ör-
uggir um sæti í 15 liða
keppni í Tókíó. Perú og
Brazilía eiga að bítast um
hitt sætið sem Suður-Amer-
íkuliði er ætlað í úrslita-
keppninni í Tókió. Leikur
milli Iandanna fer fram í
Ríó de Janeiro 7. júní og
hann sker úr um hvort liðið
fer til Tókíó.