Morgunblaðið - 27.05.1964, Side 23
Miðvikudagur 27. amí 1M4
MORGUNBLAÐIÐ
23
Það njósnuðu fleiri en ég
segir Wennerström ofursti
/
Ber sakir á látinn hershöfðingja
Stjörnubíó sýnir nú myndina Síðasta sumarið, sem gerð er eítir
samnefndu verðlaunaleikriti Tennessee Williams. Aðalhlutverk
leika Elizabet Taylor, Katharine Hepburn og Montgomery Clift.
Myndin hefur átt vinsældum aðfagna allsstaðar erlendis og
einnig hér.
— Ráðstefnur
Framh. af bls. 24
skammlausa pjónustu sé hægt að
veita þekn, er taka þátt í þeim,
heldur og fyrir þá, sem að upp-
lýsingum um þaer vinna, og öðr-
um er vildu hafa not af þeim.
Benda má á að hvarvetna erlend
is er þetta ekkert launungamál.
Blaðinu er kunnugt um etfir-
taldar ráðstefnur og heimsóknir:
Hinn 1. júní koma hingað
Rotary-félagar frá Svíþjóð, 48
halsins, og dvelja hér 3 daga, en
halda siðan áfram til Canada.
Hinn 3. til 10. júni verður nor-
ræn ráðstefna lagastúdenta.
Þann 6.—9. júní kemur hópur
sókn hingað á vegum ríkisstjórn
evrópskra blaðamanna í heim-
arinnar og Alþjóðaibankans.
2.—13. júnií verður fjórða ráð-
stefna um endurskoðun kennslu-
bóka í landafræði á vegum
Evrópuráðsins og menntamála-
ráðuneytisins.
Dagana 12.—16. júní verður
fundur iþróttafulltrúa Norður-
landa hér.
21.—28. júní ráðstefna fulltrúa
norrænna farfugla.
Hinn 22.—26. júni verður hald-
in hér aliþj'óðleg ráðstefna um
fiskimál.
Þann 30. júní heimsækir prins
Philip, eiginmaður Bretadrottn-
ingar, ísland.
30. júní koma hingað fulltrúar
é vegum Krábbameinsfélagsins.
Á tímabilinu 27. júní til 24. júlí
verður rekinn norrænn lýðhá-
skóli í Reykjavík, sem endar með
viku ferðalagi um ísland.
2.—14. júlí verður haldinn hér
tfjórði fundurinn um landafræði-
bækur á vegum Evrópuráðsins.
Dagana 6—9 júlí verður ráð-
stefna þingmannanefndar NATO
hér í Reykjavik.
Haldin verður norræn æsku-
lýðsráðstefna dagana 10. júlí til
8. ágúst.
11.—26. júli verður skandinav
ísk ráðstefna bindindismanna
hér.
Hinn 27. júli hefst hér ráð-
ítefna norrænu bændasamtak-
anna NBC og stendur 2 daga.
Hinn 1. ágúst efnir Landssam-
band íslenzkra verzlunarmanna
til ráðstefnu hér.
4.—8. ágúst 40 ára hátíð Rauða
kross íslands með ráðstefnu nor
rænu Rauða kross samtakanna.
9.—15. ágúst 4. norræna ráð-
etefna vatnasérfræðinga.
Um miðjan ágúst verður fund
ur blaðafulltrúa utanrikisráð-
herra Norðurlandanna hér í borg.
Dagana 24.—26. verður hér
ráðstefna norrænna rafmagns-
verktaka.
Hinn 30. ágúst verður hér þing
lútherska allþjóðasamibandsins
(LWF) og stendur til 5. sept.
Fleiri ráðstefnur kunna að
verða hér í sumar, en ekki hefur
blaðinu tekizt að afla séi upp-
lýsinga um þær enn sem komið
er.
! Þá skal hér gotið helztu rann-
sóknarleiðangra, sem hingað eru
væntanlegir í sumar.
Helztu erlendir rannsóknarleið
angrar, sem Rannsóknarráð rikis
ins hefur veitt leyfi til að stunda
rannsóknir hér á landi í sumar
eru þessir:
Frá Englandi:
Dr. George Walker, ásamt
Iþremur öðrum til framhaldsrann
sókna í landafræðilegum efnum.
Hópur brezkra vísindamanna
til bergsegulfræðilegra rann-
sókna sumurin 1964 og 1965. For
ingi leiðangursins er dr. R.L.
Wilson. VerQa aðallega á Aust-
fjörðum. Koma um mánaðamót
júní—júlí og verða 3 mánuði.
Náttúrurannsóknir í Glerárdal
sumarið 1964. Tveir vísindamenn
frá Croydon Natural History and
Scientific Society.
Hópur frá Nottingham. Landa-
fræðirannsóknir á sunnarverðu
landinu. Leiðangursstjóri er Har
old Radage.
Hópur frá British School Ex-
ploring Society kemur hér í kynn
is- og rannsóknarleiðangur, alls
80 manns. Mun aðallega dveljast
við Langjökuil og Hofsjökul.
Frá Frakklandi:
Gert er ráð fyrir að franskir
vísindamenn komi í sumar að
skjóta upp mælingaeldiflaug til
rannsókna á elektrónum og pró-
tónum í ytra Van Allenbeltinu.
Frá Belgíu.
H. Tazyeff kunnur eldfjalla-
vísindamaður kemur til rann-
sókna á hinum nýju eldfjöllum
út af Vestmannaeyjum.
Frá Þýzkalandi:
Hr. Gerhard Zech frá háskól-
anum í Göttingen, kemur til berg
segulfræðilegra rannsókna í sam
ráði við Eðlisfræðistofnun H. í.
Stokkhólmi, 26. maí
(AP—NTB).
SÆNSKA lögreglan gaf í dag
nýjar upplýsingar um réttarhöld
in í máli njósnarans Stig
Wennerström, ofursta. Kemur
þar fram, að Wennerström
kveðst ekki vera eini her-
foringinn í Svíþjóð, sem stund-
aði njósnir fyrir erlend ríki,
heldur sakar hann hershöfðingj-
ann Bengt Jacobsson um njósn-
ir í þágu Bandaríkjanna og
NATO. Jacobsson er látinn, og
getur því ekki sjálfur svarað
fyrir sig, en talsmenn varnar-
mála í Sviþjóð segja að enginn
fótur sé fyrir ásökununum.
Wennerström segir að þegar
hann var flugmálafulltrúi við
sænska sendiráðið í Moskvu árið
1943 og stundaði njósnir bæði
fyrir Austur og Vestur, hafi
Jacobsson . verið millgöngu-
maður milli hans og bandarísku
leyniþjónustunnar. Einnig segir
Wennerström að þegar rúss-
neskir yfirboðarar hans í leyni-
þjónustunni fóru fram á að
hann útvegaði upplýsingar um
varnarmd á Norðurlöndum og
afstöðu Norðurlandanna til
NATO, hafi Jacobsson gert hon-
um kleift að ljósmynda leyni-
gögn um þessi mál.
„Það má segja að framkoma
hans (Jacobssons) við mig hafi
verið eins og framkoma yfir-
manns við undirmann", sagðl
Wennerström. Hann bætti því
við að hann hafi reiðst Jacobs-
son og það hafi verið ein ástæð-
an fyrir því að hann ákvað að
njósna aðeins fyrir Sovétríkin
í framtíðinni.
Bo Westin ofursti, formaður
sérfræðinganefndarinnar, sem
rannsakar hver áhrif njósnir
Wennerströms hafa á varnir
Svíþjóðar, lýsti því yfir í dag
að þessi ummæli Wennerströms
um Jacobsson væru lýgi og upp-
spuni. Jacobsson hafi aldrei ná-
lægt njósnum komið, en Wenner
ström væri sá níðingur, að bera
slíkar ásakanir á látinn mann.
Frá Bandaríkjunum.
Mr. Jack A. WoJfe frá U.S.
Department of the Interior til
grasafræðilegra rannsókna og
plön tusöf nunar.
Mr. William C. Steere, frá
New York Botanical Garden,
kemur til jurtafræðilegra rann-
sókna.
Landbúnaðarráðstefna
á Hellu um helgina
SAMBAND ungra Sjálfstæðis-
manna og Fjölnir FUS í Rang-
árvallasýslu efna ti’l helgarráð-
stefnu um landbúnaðarmál á
Hellu n.k. sunnudag 31. maí og
hefst ráðstefnan kl. 15.00 stund-
víslega. Á ráðstefnu þessari
munu flytja framsöguerindi Ing-
ólfur Jónsson, landbúnaðarráð-
herra og tveir unigir búvísinda-
■menn, þeir dr. Bjarni Helgason
og dr. Sturla Friðriksson. Að
loknum framsöguræðum verður
'þátttakendum skipt í umræðu-
hópa, en síðan fara fram almenn-
ar umræður.
Ráðstefna þessi er fyrst og
fremst ætluð Sjálfstæðismönnum,
yngri sem éldri, í Suðurlands-
kjördæmi. Þeir sem hyggjast
taka þátt í henni geta tilkynnt
þátttöku til skrifstofu SUS í
Reyikjavík, sími 17100, Óla Guð-
Kjartssonar, Selfossi, formanns
FUS í Árnessýslu og Jóns Þor-
gilssonar, Hellu, formanns Fjöln-
ir FUS í Rangárvallasýslu.
Sérstakar ferðir verða skipu-
laigðar frá Selfossi á ráðstefnuna
og gefur Óli Guðbjartsson allar
upplýsingar um þær. Ungir sjálf
stæðismenn i Suðurlandskjör-
dæmi eru eindregið hvattir til
þess að fjölmenna á Hellu n.k.
sunnudag.
Árni Grétar Finnsson, formað
ur Sambands ungra Sjálfstæðis
manna mun setja ráðstefnuna
n:eð stuttri ræðu.
S jálfvirk símstöð
sett upp á Húsavík
Húsavík 25. maí.
f DAG komu hingað fjórir menn
frá Landssímanum, þrír íslend-
ingar og Svíi, til þess að setja
upp sjálfvirka símstöð hér á
Húsavík. Áætiað er að uppsetn-
ing stöðvarinnar muni taka 4
mánuði, er hún er komin í gagn-
ið eiga Húsvíkingar, Reykvík-
ingar og Akureyringar að geta
valið símanúmer á stöðunum
milliliðalaust. — Fréttaritari.
— Minning
Framh. af bls. 15
hjá þeim, sem bezt þekktu Freyju
að hún var ekki lengur heil
heilsu, þó mun engan hafa grun-
að að hún sem var aðeins 33 ára
gömul, ætti svo skammt eftir ó-
lifað. En vegir guðs eru órann-
sakanlegir.
Eg bið góðan guð að sty^kja
móður Freyju, sem var svo fjarri
heittelskuðu barni sínu síðustu
stundir þess og hefur nú misst
svo mikið. Þeim, sem vildu senda
móður hennar samúðarkveðju,
skal bent á það, að móðir hennar
heitir Margarethe Búrmeister, og
himilisfang hennar er:
HAMBURG-SASEL
SASELBECKSTRASSE 86.
Freyja Búrmeister var hjúkrun
arkona atf lífi og sál, nærgætin
og elskuleg við sjúklinga sína.
Allir, sem nutu umönnunar henn
ar munu ávallt minnast hennar
með þakklæti.
Hildigard Kolbeinsson.
Síld til Akraness
Akranesi, 26. maí.
JÖRUNDUR II. kom hingað inn
í dag með tæpar 100 tunnur xaf
síld, sem landað var í bræðslu,
og Höfrungur III. með 400 tunn-
ur ag góðri síld, sem verður
hraðfryst. Skírnir fékk 100 tunn-
ur síldar. Síldin sú er smá, svo
að hann heldur sjó og kemur
ekki inn. — Oddur,
I wiiiii/ii^ icmh i guua I
veðrinu á þriðjudag niðrt við i
höfn. Svarta skipið til vinstri .
er þýzka eftirlitsskipið
(,,Fischereischutzboot“) Meer !
katze (Marköttur), en ljósa j
| skipið til hægri er enskur vig- t
dreki.
(Ljósm. Mbl. Ól.K.M.).
- Kinverjár
Framh. af bls. 1.
var gerð, og að Bandaríkjamenn
hafi með eftirlitsflugi sínu yfir
stöðvar Pathet Lao á Krukku-
sléttu stigið fyrsta sporið í átt-
ina til beinnar aðildar að hern-
aðaraðgerðunum.
í tillögu Breta um að boða til
ráðstefnu er haldin í Laos og að
hana sitji sendiherrar ríkjanna
14 í Vientiane, sem eru manna
kunnugastir um ástandið þar.
Varðandi afskipti Kínverja af
aðgerðum kommúnista í Laos,
segir Chen Yi, utanrikisráða,
í svari sínu til Breta að því mið-
ur sjái kínverska stjórnin sér
ekki fært að verða við þeim til-
mælum. Segir Chen Yi að Bretar
mistúlki orsök óeirðanna í Laos.
Bardagar hafi brotizt út að nýju
á Krukkusléttu eftir að her
stjórnarihnar og hægrisinna
réðst á stöðvar kommúnista,
segir ráðherrann. Árás þessi mis
tókst, og kommúnistum tókst að
ig segir ráðherrann að ógnaröld
hrekja stjórnarherinn frá
Krukkusléttu. Því miður geta
Kínverjar því ekki orðið við psk
Breta um að reyna að stöðva
framsókn kommúnista.