Morgunblaðið - 24.06.1964, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 24. júní 1964
Litið inn í frystihús, rætt um lax og
stöðlun á fiski og fiskafurðum
Annar
dagur norrænu fiskimálaráðslefnunnar:
Ingvar Vilhjálmsson (t.h.), útgerðarmaðnr, fylgdi gestum sin-
um um frystihúsið ísbjörninn i gærmorgun.
að heimturnar yrðu meiri ef
seyðin væru umfram 13 senti-
metra að lengd.
Hult sagði, að verðmæti þess
lax sem væri veiddur og upp-
runninn væri í upþeldisstöðv-
unum, væri meira en kostnað-
urtnn við uppeldi hans, en út-
lendir fiskimenn við Eystrasalt
veiddu um helming þess lax,
sem Svíár hefðu alið upp.
f>á gat ræðumaðúr þess og, að
sjúkdómar í stofninum væri
eitt aðalvandamálið og hefði
Laxforskningsinstitutet komið
upp sérstakri deild til að rann-
saka þá.
Þór Guðjónsson, veiðimálastjórl, og Svíinn Jöran Hult, sem töl-.
uðu iuu laxinn og uppeldi hans. (Myndirnar tók Ól. K. M.)
AI'íNAR dagur 9. norrænu fiski
málaráðstefnunnar, sem nú er
haldin í Reykjavík, hófst með
þvi kl. 9 í gærmorgun, að þátt-
takendum og frúm þeirra var
boðið að heimsækja þrjú frysti-
hús í Reykjavík, ísbjörninn,
Bæjarútgerð Reykjavíkur og
Júpiter og Marz hf. að Kirkju-
sandi.
Ælmargir notuðu tækifærið
til að kynnast nokkuð islenzka
frystiiðnaðinum, én líklegt er
að hið slæma veður um morg-
uninn hafi orðið þess valdandi,
að færri gerðu það en búast
mátti við.
Fundur átti að hefjast klukk-
an 10 árdegis í hátíðasal háskól-
ans, en honum var seinkað um
rúman hálftíma sökum frysti-
húsaheimsóknanna.
Fundarstjóri á ráðstefnunni í
gær var norski sjávarútvegs-
málaráðherrann, Magnus And-
ersen. Eftir að hann hafði sett
fundinn gaf hann Svíanum Jör-
an Hult, forstjóra, orðið. Fyrir-
lestur Hults fjallaði um sænsku
laxarannsóknarstofnunina og
starfsemi hennar.
Áður en Jöran Hult flutti
fyrirlesturinn sýndi hann mjög
fróðlega og skemmtilega kvik-
mynd í litum frá starfi sænsku
laxarannsóknarstofnunarinnar.
Kult sagði, að mörg ár væru
liðin frá því Svíar hófu fyrst að
reyna að bæta laxastofninum
það tjón, sem hann hefur orðið
fyrir í Svíþjóð, einkum vegna
raforkuframleiðslu með Virkj-
unum ánna, sem hefði einkum
haft slæm áhrif á göngufiskinn.
Þó hefði þessi þróun fyrst tekið
stökkbreytingum á árunum
upp úr 1940 og árið 1945 hefði
verið komið á fót stofnun til að
koma í veg fyrir frekari áföll
laxastofnsins. Það væri laxa-
rannsóknarstofnunin, — Lax-
forskningsinstitutet, sem að
stæðu rafmagnsveiturnar og
samtök veiðimanna.
Hult sagði, að í fyrstu hefðu
rannsóknir á stofninum farið
fram á mörgum stöðum, en svo
hefði verið byggð stór rann-
sóknarstöð og kostaði rekstur
hehnar mikið fé, sem aðallega
væri greitt af rafmagnsveitun-
um.
Hlutverk þessarar laxarann-
sóknarstofnunar væri fyrst og
fremst klak, uppeldi seyða, rann
sóknir á stofninum og göngu
laxsins, svo og sjúkdómum
hans.
Jöran Hult sagði, að í fyrstu
hefðu margvíslegir erfiðleikar
háð rannsóknarstofnuninni, en
einkum þó fóðurvandamálin, en
þau hefðu nú verið leyst. Þá
mætti geta þess, að með reynsl-
unni hefði sýnt sig, að hver
veiðiá hefði sinn laxastofn, ef
svo mætti að orði komast, og að
beztur árangur fengist með því
að sleppa laxaseyðunum í þær
ár, sem þau væru upprunnin
frá.
Yarðandi uppeldisseyðin sagði
hann, að flestum væri sleppt
eftir tvö ár, en þó talsverðu
magni þegar eftir eitt ár og nú
orðið væri það sjaldgæft að
sleppa seyðum fyrr en þau væru
orðin 13 sentimetrar að lengd
og þar yfir. Nú væru endur-
heimt um 12% þeirra laxa, sem
sleppt væri, og færi hlutfallið
vaxandi og eftirtektarvert væri
Daninn Poul Fr. Jensen flytur
fyrirlestur sinn um stöðlun á
fiski og fiskivörum.
Hann sagði, að rannsóknir
hefðu leitt í ljós, að mjög mikið
hefði að segja, hvernig seyðin
væru meðhöndluð í flutningum
og hvenær þeim væri sleppt.
Það hefði sýnt sig, að bezt væri
að sleppa þeim síðári hluta maí-
mánaðar eða í byrjun júní, en
hins vegar borgaði sig ekki að
sleppa þeim á haustin, árangur-
inn væri verri.
Að loknu erindi Jöran Hults
tók til máls Þór Guðjónsson,
veiðimálastjóri, og talaði um
veiðar nytjafisks í íslenzkum
ám og vötnum. Sagði hann frá
uppeldisstöð rikisins í Kolla-
firði og sýndi myndir þaðan.
Gaf hann fulltrúum kost á því,
að heimsækja Kollafjörð eftir
hádegið. Einnig tók til máls
veiðimálastjóri Noregs, Joakim
Harstad, og Daninn Henry Sör-
ensen, formaður í Dansk Fiskeri
forening.
Upp úr hádegi lauk morgun-
fundi ráðstefnunnar og var boð-
að til fundar aftur kl. 2.30 síð-
degis.
Daninn Poul Fr. Jensen, verk
fræðingur, var fyrstur á mæl-
endaskrá á síðdegisfundinum og
fjallaði fyrirlestur hans um
aiþjóðlega stöðlun á fiski og
fiskafurðum.
Sagði Jensen m.a.- að það
skipti miklu að Norðurlöndin
hefðu samstöðu varðandi hina
alþjóðlegu áætlun um stöðlun á
fiski og fiskafurðum og að þessi
samstaða kæmi til að bera ár-
angur, því Norðurlöndin hefðu
með höndum svo stóran hlut í
heimsverzluninni með fisk og
fiskafurðir, að ekki yrði hjá því
komizt að taka tillit til sjónar-
miða þeirra.
Sagði Jensen, að nauðsynlegt
væri að samræma umbúðir mat-
vara fyrir hinn alþjóðlega mark
að. Eins og væri giltu þessar
reglur í einu landinu, en aðrar
í hinu, og ylli þetta bæði erfið-
leikum og kostnaði. Talsvert
hefði verið gert í því á undan-
förnum árum að bæta úr þegsu
og hefði Norðurlandaráð m.a.
haft forgöngu um að koma á fót
norrænni nefnd til að fjalla um
þessi mál í sambandi við hina
alþjóðlegu þróun varðandi
stöðlun á matvælum. En nánari
samræming í þessum efnum
væri þó nauðsynleg.
Ræðumaður sagði, að innan
Matvæla- og landbúnaðarstofn-
unar Sameinuðu þjoðanna —
FAO væri starfandi nefnd til að
reyna að samræma stöðlun og
setja reglur um umbúðir, vigt
og frágang á matvörum, m.a.
væri þegar mörg lönd búin að
fallast á alþjóðlegar reglur um
stöðlun á mjólkurvörum.
Jensen sagði, að starfið í
þessum efnum væri svo að
segja nýbyrjað og því enn of
snemmt að segja fyrir um ár-
angurinn, en hér væri um það
mikið hagsmunamál Norður-
landa að ræða, ekki sízt varð-
andi stöðlun á fiski og fiskaf-
urðum, að þau yrðu að taka
málið fösjum tökum, enda
kynni það að hafa mikil áhrif
varðandi alþjóðlega verzlun í
framtíðinni.
Að fyrirlestri Poul Fr. Jensen
loknum tóku nokkrir fundar-
manna til máls og Urðu nokkr-
ar umræður, en að þeim lokn-
um sýndi Daninn Paul' H. Han-
Daninn Paul M. Hansen flytur
skýringar með kvikmynd sinnL
sen, dr. phil., litkvikmynd um
fiskirannsóknir við Austur-
Grænland. Flutti hann skýring-
ar með og sagði frá kynnum
sínum af Grænlandi og Græn-
léndingum og voru margar svip-
myndir frá lífi fólks þar í landi.
Að sýningunni lokinni til-
kynnti fundarstjóri, Magnus
Andersen, ráðherra, að þátttak-
endum öllum, svo og konum
þeirra, væri boðið til kvöld-
veizlu að Hótel Sögu kl. 7.30 af
samtökum íslenzkra fiskfram-
leiðends og fiskútflytjenda.
Fjölmargir þáttakendur í ráð
stefnunni tóku konur sínar með
til Reykjavíkur og var þeim í
gærmorgun boðið að skoða
frystihúsin í fylgd með mönn-
um sínum, en kl. 2.30 fóru kon-
urnar í heimsókn í Þjóðminja-
safnið og skoðuðu borgina.
í dag hefst ráðstefnan klukk-
an 10 árdegis og þá mun Svíinn
Carl Lindskog, forstjóri, halda
fyrirlestur um aðstoð við van-
þróuðu löndin á sviði fiskveiða.
Klukkan 2 síðdegis er þátt-
takendum og konum þeirra
boðið í siglingu i hvalstöðina I
Hvalfirði.