Morgunblaðið - 24.06.1964, Blaðsíða 10
10
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 24. juní 1964
Hvers á Ridruejo að gjalda?
Fyrrverandi leiðtogi í flokki Franco’s hand-
tekinn við heimkomuna til Spánar
í BYRJUN spænsku borgara
styrjaldarinnar barðist Dion-
isio Ridruejo, sem þá var
réttra 25 ára gamall, í vinstri
armi breiðfylkingar Franco’s.
Undirritaður höfundur þessar
ar greinar, sem er ellefu árum
eldri, barðist þá með lýðveld
issinnum í vinstri armi einnar
sósíalistaherdeildarinnar. Sá
okkar sem náð hefði hinum á
sitt vald þá, hefði áreiðan-
lega drepið hann. En síðustu
12 árin, allt frá því er Ridru-
ejo tók þá stefnubreytingu, er
kostaði hann frelsið og kom
honum í fangelsi, höfum við
átt bréfaskipti, bókmennta-
legs eðlis og persónulegs, og
alls frá því er hinn frægi
Miinchenar-fundur var hald-
inn í júní 1962 höfum við sézt
nær daglega. Hvers vegna
skyldi ég draga dul á það??
Ég hef sjaldan um æfina fund
ið til eins náinna tengsla, til
eins mikils andlegs og persónu
legs skyldleika við nokkurn
mann annan og þessi skyld-
leiki nær meira að segja einn
ig til galla okkar, sem sverja
sig mjög til föðurhúsanna
heima á Spáni. Er þessi ein-
falda staðreynd, ekki augljóst
tákn þess enn ómetanleg ó-
gæfa, hvílík viðurstyggð borg
arastyrjöldin, sem háð var fyr
ir 28 árum, var í raun og veru?
Og er ekki vinátta okkar sem
síðar varð, tákn þeirrar von-
ar Spánar og heimsins alls
að mönnunum auðnist að lifa
saman í sátt og samlyndi?
Þeir sem nú níða Ridruejo
og eitt sinn hömpuðu honum
hvað mest, eru\að eyða tíma
sínum til einskis, því Ridru-
ejo fer ekki leynt með hvað
hann var, hvað hann er nú og
hvað hann gerir sér vonir um
að verða. Bækurnar 15, sem
eftir hann liggja (bæði í
bundnu máfli og óbundnu)
lýsa skoðunum hans eins
skýrt og vel og bezt verður á
kosið. Nýjasta bók hans, „Es-
crito en Espana“ (Skrifað á
Spáni) hefur nú vprið gefin
út eða er í þann veginn að
koma út á fleiri tungumálum.
Sú bók er einar 400 þéttritað
ar síður og í henni rekur
Ridruejo hugsanaferil sinn af
stakri hreinskilni. Það er
kannski framar öllu vegna
þessa, sem yfirvöldin geta
ekki fyrirgefið honum. Árið
1938 var hann, þá 25 ára gam
all, flokksforingi í Valladolid
héraði og hafði á hendi ýmis
trúnaðarstörf, var m.a. þjóð-
legur ráðgjafi breiðfylkingar
innar (La Falange), félagi í
miðstjórn hennar og forstjóri
áróðursskrifstofu ríkisins. En
árið 1940 voru æskuhugsjónir
hans horfnar út í buskann,
hann varð ósáttur við aftur-
haldsstefnu sigurvegaranna
og sagði af sér öllum trúnaðar
störfum fyrir flokkinn. Er
þetta einstakt fyrirbæri eða
því sem næst? Árði 1941 gerð
ist hann sjálfboðaliði í hinni
frægu „Bláu herdeild“ og barð
ist með henni í Rússlandi sem
óbreyttur hermaður. í bók
sínni lýsir hann því hverjar
voru ástæðurnar fyrir þessari
ráðabreytni og segir m.a.: —
„Tækifærið kom eins og kall
að . . . þeir voru fjölmargir
sem fóru til Rússlands eins og
ég, til þess að leita lausnar á
mikilvægum vandamálum,
vandamálum er skapazt höfðu
vegna erfiðleikanna við að að
laga sig eðlilegu lífi. Sjálfum
þótti mér þetta góð leið út
úr þeim ógöngum, sem dagleg
ar deilur og stöðug óánægja
1956 studdi hann kröfur stú-
denta og var fyrir það tekinn
höndum og dæmdur. Næsta
ár fordæmdi hann stjórnar-
kerfið og setti á stofn „Lýð-
ræðishreyfinguna" sem hann
beitti til þess að vinna að
sameiningu lýðræðislegu mót
stöðuaflanna og gerbyltingu í
stjórnmálum á Spáni. í við-
tali sem hann átti við kú-
banska tímaritið „Bohemia“
nokkrum mánuðum síðar gerð
ist hann svo djarfur að lýsa
því yfir að „í gær vorum við
sigurvegararnir, nú erum við
hinir sigruðu.“ Hann hefði
getað borið af sér allar sakir
(og yfirvöldin lögðu reyndar
mjög hart að honum að gera
það) með því að segja að
blaðamaðurinn sem viðtalið
átti við hann hefði túlkað
skoðanir hans ranglega. En
Ridruejo sat við sinn keip
og var þá aftur tekinn hönd-
um og dæmdur. Þegar hann
var svo látinn laus til bráða-
birgða, hófst hann þegar
handa á nýjan leik við ötul-
Evrópu fyrir Spáni. En sann-
leikurinn er þvert á móti sá,
að skilyrðin fimm, sem sett
voru í yfirlýsingunni voru þá
og eru enn, augljós, rökrétt
skilyrði fyrir að dyr þessar
sé hægt að opna. Hindrunin
er ekki okkar megin, eins og
lýðræðisöflin á Spáni, í
Evrópu og í öllum heiminum
vita mætavel. Madrid-stjórn-
in sýndi heiminum hvar hindr
unina var að finna þegar hún
rak einn hóp Múnchenarfar-
anna suður til Kanaríeyja og
annan í útlegð. Dionisio
Ridruejo var tekinn höndum
24. apríl og látinn sæta yfir-
heyrslum í samfleytt 10
stundir en síðan látinn dúsa
í Carabanchel-fangelsinu án
án þess að mega tala við
nokkurn mann (incommuni-
cado) og nýjar sakir bornar
■ 'i
ÞAÐ hefur gengið á ýmsu fyrir spænska skáldinu og
rithöfundinum DinLsio Ridruejo, sem eitt sinn var for-
stöðumaður áróðursskrifstofu Franco’s. Hand var fyrir
skömmu tekinn höndum er hann kom aftur til Spánar
úr útlegð í Frakklandi.
Julian Gorkin, fyrrverandi ritstjóri spænska mánaðar-
ritsins „Guademos“, sem gefið er út í París, barðist í
spænsku borgarastyrjöldinni með lýðveldissinnum en
hafði á síðustu árum tengzt Ridruejo traustum vináttu-
böndum. Hann gerir sér grein fyrir handtökunni og því
hvað. af henni megi álykta. (Lausl. þýtt Mbl.).
l•l■m iii n Mi 11111111111 ii iin 1111111 iii •immuiiniiiiiiini
ii immiimimmiMimmmmimimmmmimmmiimiim
immmmmmmi
mín og vonbrgiði með spænsk
stjórnmál röfðu leitt mig út í“.
„Lýðræðishreýfingin" sett
á stofn.
Þegar hann kom aftur árið
1942 sagði hann opinberlega
skilið við stjórnina og hlaut
þá refsingu fyrir að verða að
hírast í andalúsisku smáborg-
inni Ronda undir lögreglueft-
irliti. Tveimur árum síðar var
han fluttur til þorps eins í
Katalóníu og enn undir eftir-
liti lögreglu. Þegar þessu
ferða- og heimsóknabanni
var aflétt að sex árum liðn-
um fór Ridruejo til Rómar og
var þar til 1951. Er hann kom
aftur til Madrid skrifaði hann
greinar og flutti fyrirlestra er
kunngerðu óskir hans um rétt
látari þjóðfélagsskipun _ og
frjálslegra stjórnarfar. Árið
lega baráttu fyrir lýðræðis-
legu andspyrnuhreyfingunni
innan Spánar. Og þá var kom
ið að hinum sögufræga fundi
í Munchen.
Hin ótrúlega heimska
stjórnarvaldanna varð til
þess að fundar þessa var get-
ið í blöðum um allan heim.
Þetta var í fyrsta sinn eftir
borgarastyrjöldina að fulltrú
ar allra hinni sundurleitu lýð-
ræðishreyfinga Spánar komu
saman til fundar. Fulltrúar
voru alls 118 og komu 80 frá
Spáni sjálfum en 38 fulltrúar
komu annars staðar að. Á
fundinum var gerð sáttaálykt
un sem tekið var með lófa-
klappi og miklum fagnaðarlát
um hinna eitt þúsund full-
trúa Evrópuhreyfingarinnar.
Stjórnin x Madrid sakaði
okkur um að loka dyrum
á hann. Er þetta ekki ein sönn
unin enn fyrir því að Spánn
eins og hann er í dag er þess
ekki verðugur að teljast til
Evrópu?
Það sem í húfi er.
Hvaða sakir eru bornar á
þennan spænska rithöfund
og skáld? Á Spáni hafði hann
allan veg og vanda af skipu-
lagningu hins sögulega fund-
ar í Miinchen, en hann fékk
ekki vegabréf til ferðarinnar
og varð að fara ólöglega yfir
tvenn landamæri til þess að
komast á fundinn. Hann var
dæmdur til útlegðar og
franska stjórnin veitti honum
ferðaskilríki og dvalarleyfi,
en þegar hann sendi opinbera
umsókn til Madrid um vega-
bréf, svo hann gæti horfið
aftur heim að landslögum,
var honum synjað um það.
Spánverjinn Dionisio Ridruejo
gat ekki fengið þau lagalegu
skilríki sem til þurfti til þess
að komast aftur til Spánar.
Þessvegna fór hann aftur
heim á ólöglegan hátt og
bjóst til að taka afleiðing-
unum. Er nú verið að sækja
hann til saka fyrir þátttöku
hans í Evrópufundinum í
Munchen? Nei, við skulum
ekki gera okkur neinar grill-
ur um slíkt, maðurinn sem
stendur í stúku sakbornings
er Ridruejo, en það er öll
Evrópuhreyfingin sem verið
er að yfirheyra í han-s nafni
— og það einmitt á þeirri
stundu er Spánn leggur æ
meiri áherzlu á nauðsyn þess
að ganga í Markaðsbandalag-
ið.
Samkvæmt fréttastofu-
fregnum eru meðal saka
þeirra er á hann eru bornar,
grein er hann skrifaði í „Le
Monde“ fyrir ári um aftöku
kommúnistaleiðtogans Juliáns
Grimau. í grein þeirri for-
dæmir hann það s‘em ég hef
sjálfur fordæmt og hef eg þó
verið staðfastur and-kommún
isti síðastliðin 35 ár, þ. e. það
að maður skyldi vera dæmd-
ur og tekinn af lífi fyrir at-
burði er áttu sér stað í borg-
arastyrjöldinni, og það ’af
stjórnarvöldum ■ sem fyrir
skemmstu héldu hátíðlegt
„25 ára afmæli friðarins".
Það Var þá friður! í máli
Grimaus var mikið rætt um
„samfellda glæpastarfsemi"
og nú er sömu aðferðinni
beitt við Ridruejo því ákær-
andi hefur enn tekið upp við
tal hans við kúbanska tíma-
ritið „Bohemia“ sem fyrr get
ur. Með því að ráðast svona
á Ridruejo er verið að ráðast
á frjálsa blaðamennsku um
allan heim. Og með því að
sækja hann til saka fyrir
bókarkorn er hann gaf út í
París í fyrra, fæ ég ekki
betur séð en verið sé að ráð-
ast á rithöfunda og mennta-
menn yfirleitt. Síðastliðin
tvö ár höfum við í sífellu
heyrt talað um að nú ríki
meira frjálsræði á Spáni og
að landið sé æ að nálgast
Evrópu í öllum háttum sín-
um. Það eru svo margir ósk-
hyggjumenn innan Spánar og
utan sem bíða þess með svo
mikilli óþreyju að þetta reyn-
ist satt vera, að þeir eru farn-
ir að halda að svo sé. En sann
leikurinn er sá, að eini mað-
urinn sem er í raun og veru
frjálslyndur og hlynntur
nánari tengslum við Evrópu,
Dionisio Ridruejo, situr nú í
fangelsi. Og þessvegna á hann
skilið samúð og virkan stuðn-
ing allra þeirra Spánverja
sem vilja lifa í sátt og sam-
lyndi og allra þeirra manna
annarra, sem trúa því að
frelsið sé nauðsynlegt til við-
gangs lífi manna og þjóða.
Julian Gorkin.
Bréf til IVflorgunblaðsins:
Ég segi nei
ÉG dáðist að Bjarna Benedikts-
syni, er hann stöðvaði sigur-
göngu komimúi.ismanis á íslandi
við bæjarstjórnarkosningarnar
1945—’46.
£g dáðist líka að honum, er
hann bar fram á fundi í Fulltrúa-
ráði Sjálfstæðisfélaganna 1946
tiWöguna um stofnun Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur, um rekstur
togara. Hann vissi um andúð
margra flokksmanna á bæjar-
rekstri, en gerði það, sem hann
taldi rétt. Ég flýtti mér að taka
undir mál hans, vissi um hug
mnargra verkamanna og sjó-
xnanna.
Nú er verið að tala um það,
að leggja Bæjarútgerðina niður.
Eg segi nei. Og ég vona, að
verkamenn og sjómenn taki þar
hressilega undir, svo þeirri
heimsku verði hætt. Það kann að
vera, að reiknings'lega sé hægt
að sýna halla á rekstri Bæjarút-
gerðarinnar. En ég sé ekki, að
raunverulegur halli hafi enn orð-
ið fyrir bæjarfélagið, svo mikla
og vel borgaða vinnu hefir Bæj-
arútgerðin veitt borgarbúum, sjó
mönum, verkamönnum og verka
konum.
Því miður hefir einstak'lings-
framtakið í útgerð ekki sýnt þá
yfirburði og framkomu, að það
sé sérstaklega verðugt fyrir það 1
traust, sem borið var til þess.
Það er stöðugt að rukka þjóð-
félagið um tryggingar og fyrir-
greiðslu, og imyndaðan eða
raunverulegan halla, sem það
segist hfa orðið fyrir. Það vil’l
ekki bera ábyrgð á neinu, láta
aðra bera ha.'lann, en hrifsa til
sín ágóða er vel gengur.
Vegna útfærslu landhelginn-
ar hefir afli á grunnmiðum stór-
aukizt. Síldveiði hefir líka marg-
faldazt vegna aukinnar veiði-
tækni. Þetta getur breytzt. Það
hefir kornið fyrir, að enginn
fiskur var á grunnmiðum árum
saman, og enein síld vegna ó-
tíðar. Eldgos var við Reykjanes
1879, og þá var fiskleysi í 10 ár
á eftir. Nú gaus við Vestmanna-
eyjar.
Það er nauðsynlegt að gera út
á íslandi, ef ekkj á að vera hung-
ursneyð og hailæri. Og þá eru
togveiðar á djúpmiðum og fjar-
1 lægum miðum eina athvarfið, ef
annað bregzt. Eí hal'li er á togara
útgerð er eins gott, að hann sé
hjá bæjarútgerðum. Þá þarf eng
an að rengja, og alþýða mnna
verður að borga hvort sem er.
Sem barn sá ég afleiðingar
hörmunganna á síðustu öld, og
vil því vera við öllu búinn. Það
góða skaðar ekki. Eg fór um borð
í fyrsta togarann,_ er hann kom.
fyrst til lndsins. Ég hefi séð, að
togaraútgerðin var hornsteinn
hirma miMu framfara, sem hafa
orðið í Reykjavík.
Ég dáðist að stjórnvisku Ólafs
Thors 1952, er hann færði út
landhelgina, og fékk friðaða firði
og flóa. Það var örugg undir-
staða takmarksins um tólf mílna
landhelgi, sem nú hefir náðst.
öll sú barátta hefir verið örlitlu
fslenzku þjóðinni til sóma, í bar
áttu við stórveldi. Þessum sigri
má aldrei g’ata. Það má ekki
koma fyrir, að íslendingar eyði-
leggi fyrir sjálíum sér, pieð því
að veita eigin skipum undanþágu
ti'l togveiða í landhelgi. Allt
annað verður að reyna.
HANNES JÓNSSON.
Verkaskipting í
skipulagsstjórn
SKIPULAGSSTJÓRN rí'kisins,
sem ákveðin er í skipulagslögum
nr. 19, 21. maí 1964, hefir skipt
raeð sér verkum þannig:
Formaður: Hörður Bjarnason,
húsameistari ríkisins, varafor-
maður: Sigurður Jóhannsson,
vegamálastj.óri, ritari Páll Lín-
dal, lögfræðingur. Aðrir stjórn-
armeim eru: Aðalsteinn Júlíus-
son, vita- og hafnarmálastjóri og
Bárður Daníeisson, verkfræðing-
ur.
(Frétt frá félagsmálaráðu-
neytinu)