Morgunblaðið - 24.06.1964, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.06.1964, Qupperneq 12
12 MORQUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. juní 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstrseti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. NORRÆNA FISKIMÁLARÁÐ- STEFNAN TVTcrrræna fiskimálaráðstefn- ' an, sem hófst hér í Reykja- vík sL mánudag, er tvímæla- laust mjög gagnleg og merki- leg samkoma. Á henni bera fulltrúar allra Norðurlanda- þjóðanna á sviði útgerðar og fiskimála saman bækur sín- ar, skiptast á upplýsingum og ræða þau vandamál, sem þessi þýðingarmikla atvinnu- grein stendur frammi fyrir. Það er rétt sem Emil Jóns- son, sjávarútvegsmálaráð- herra, sagði við setningu ráð- stefnunnar, að ráðstefnan hefði sérstaka þýðingu fyrir okkur íslendinga, þar sem sjávarútvegurinn er sá at- vinnuvegur, sem við byggj- um afkomu okkar á að mestu leyti. Þess vegna höfum við líka mikinn áhuga á öllu, sem gæti orðið til framfara, bæði hvað snertir aukna tækni við veiðarnar, betri sölumögu- leika og vörugæða. í hinu fróðlega framsögu- erindi Davíðs Ólafssonar, fiskimálastjóra, sem var fyrsta erindi, sem flutt var á ráðstefnunni, komu einnig fram fjölmargar merkilegar upplýsingar. Davíð Ólafsson taldi að aflamagn íslendinga á sl. 50—60 árum hefði meira en nítjánfaldazt og væri það mun meiri hlutfallsleg aukn- ing en orðið hefur á rúmlesta- tölu fiskiskipaflotans á sama tíma og meiri en þekkist í nokkru öðru fiskveiðilandi í Evrópu. Afköst _ íslenzkra fiskimanna væri nú meiri en tíðkuðust meðal nokkurrar annarrar fiskveiðiþjóðar. Það er einnig athyglisvert, sem fiskimálastjóri benti á, að verðmæti afl^ okk- ar er ekki að sama skapi mikið og stafar það af því, hversu hlutfallslega mikill hluti aflans fer til fram- leiðslu mjöls til skepnufóðurs og til lýsisiðnaðar. Yfirleitt má segja, að framleiðsla ís- lenzks sjávarúsvegs sé að lang mestu leyti hálf- eða líttunn- ar vörur, sem notaðar eru sem hráefni í matvælaiðnaði þeirra þjóða, sem kaupa þær af okkur. Hraðfrystiiðnaðurinn legg- ur nú drýgstan skerf allra at- vinnugreina til gjaldeyrisöfl- unar þjóðarinnar. í svo að segja hverri sjávarbyggð um allt ísland eru hraðfrystihús- in aðalatvinnufyrirtækin, sem atvinna og afkoma alls al- mennings byggist að lang- samlega mestu leyti .á. Mörg eru þessi hraðfrystihús stór og fullkomin. En önnur eru lítil og fer fjarri því að af- köst þeirra séu nægilega mikil til þess að tryggja rekstur þeirra. Hinn stóraukni fiski- skipafloti mun að vísu á næstunni stuðla að meiri framleiðslu hraðfrystihús- anna en óhjákvæmilegt er þó að gera fiskiðnaðinn fjöl- breyttari og hagnýta það hrá- efni, sem sjávarútvegurinn aflar miklum mun betur en nú er. RAFMAGN TIL ÞINGVALLA Cl. laugardag gerðist sá ^ merkisatburður, að opnað var fyrir rafmagn frá Sogi til Þingvalla. Hafa nú bæði gisti- húsið á Þingvöllum, konungs- húsið gamla, og prests- setrið fengið raforku frá Sogi. Ennfremur er gert ráð fyrir að nokkrir bæir í Þingvalla- sveit fái fljótlega Sogsraf- magn. Oft hefur verið á það bent, að einkennilegt væri hve lagning raforkulínu frá Sogi til Þingvalla hefði dregizt lengi. Allt Suðvesturland fær eins og kunnugt er raforku frá orkuverunum við Sog, en Sogið er eins og kunriugt er afrennsli Þingvallavatns. Nú hefur verið úr þessu bætt. Þingvellir, merkasti sögustað- ur íslands að fornu og nýju, hefur nú fengið orku frá Sogs fossum. Mun það að sjálfsögðu bæta aðstöðu á staðnum á ýmsa lund, ekki sízt til gisti- húsrekstursins, sem er að fær ast þar í myndarlegt og skap- legt horf. Það er þess vegna rík ástæða til þess að fagna þeim atburði, sem gerðist sl. laugardag, er Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, opnaði fyrir raforkustraum- inn frá Sogi til Þingvalla. BANN VIÐ HNEFALEIKUM að verður að teljast til nokkurra tíðinda, að amer- íska stórblaðið New York Times, eitt virðulegasta og áreiðanlegasta blað Banda- ríkjanna, birti 19. júní sl. for- ystugrein, þar sem það ræðst harðalega á hnefaleikaíþrótt- ina, kallar hana „morð“ en Á LAUGARDAGINN varð það slys í London að hluti af krana féll ofan á lang- ferðahifreið með þeim afleið ingum að sjö menn biðu bana og tuttugu og sjö særðust. Kraninn sem liðaðist í sund- ur, var notaður við húsbygg- ingu í North Circular RoadL sem er á ieiðinni til Southend en þangað voru þrjátíu og níu farþegar bifreiðarinnar að fara til þess að sóla sig. Lög- regluþjónn, sem varð sjónar- vottur að slysinu sagði síðar, að það hefði verið eins og að horfa á kvikmynd, sem sýnd er hægar en venjulega. Kvaðst hann þess fullviss, að bifreið- arstjórinn hefði getað forðað slysinu með því að auka hrað- ann, hefði hann séð, að kran- inn var að detta. Mannkynið skiptir mestu máli Vatikanið, 8. júní AP PÁLL páfi lýsti þvi yfir ný- lega ag hin mikla iðnvæð- ing og tækniþróun nútímans hefði sett þjóðfélagið allt úr skorðum og skoraði á Hlenn að vinna að þjóðfélagsumbótum í anda kristninnar. Fulltrúar á þingi kristinna iðn- rekenda og framkvæmdastjóra hiutu nýlega áheym hjá Páli páfa VI. og flutti hann þeim þá ávarp er talsmenn í páfagarði töldu „sprengiefni". Páfi varaði menn" við því að beita fyrir sig trúarbrögðunum til þess að draga úr öfund og missætti með hinum ýmsu stéttum þjóðfélags- ins. Hann sagði að trúarbrögðin hlytu að leiða í Ijós galla þess kerfis er liti samskipti mannanna í Ijósi iðhvæðingarinnar og úr- lausn þeirra sjálfsagða og sjálf- krafa. „Eruð þið ekkj kallaðtr kapí- talistar og ásakaðir um rang- indi?’ sagði páfi „Það er eitthvað mikið bogið við það þjóðfélags- kerfi er lætur mönnum líðast að bera slíkar sakir hverjir á aðra. Það er einhver spilling í sjálfum kjarna þess. Þeir sem tala um kapítalism- ann eins og hann var á öldinni er leið, eru á eftir tímanum“, sagði páfi. En þjóðfélagskerfi, sem byggir á hugmyndinni um ein- hliða eignarhald á framleiðslu- möguleikum og efnahagskerfi sem miðar að einstaklingsgróða er ekki fulikomnun, er ekki frið- ur, er ekki réttlæti.” • Páfi er sagður einkum hafa haft í huga hið alvarlega ástand í efnahagsmálum á Ítalíu en þar ríkir nú mikil verðbólga. Þá drap hann á páfabréfin um þjóðfélagsmál og kvaðst sann- færður um að fulltrúarnir hefðu skilið inntak. þeirra. Hann kvað brýna nauðsyn bera til þess að komast nú yfir frumstig iðn- væðingarinnar, hina sjálfselsku- fullu gróðafikn og leita sam- ræmis í þjóðfélaginu. JOSIP Tító, forseti Júgóslavíu, og Georghe Gehorghiu-Dej, for- seti Rúmeníu, héldu í dag fund í Piscia í Rúmeníu, skammt frá landamærum Júgóslavíu. Haft er eftir áreiðanlegum heimild- um, að forsetarnir hafi fyrst og fremst rætt ágreining sovézkra og kínverskra kommúnista, og hvort útlit væri fyrir alger vin- slit og klofning innan heims- kommúnismans. sagði páfi, „þeirri velmegun er byggist á efnahagslegum gæðum eða veraldlegum, er ekki einung- is að kenna þeim er byggja á úreltri díalektískri efnishyggj u, heldur einnig hinum er dýrka gullkálfinn í stað drottins him- ins og jarðar”. Páfi lauk lofsorði á forvígis- menn viðskipta og tæknimála nú á dögum fyrir framtak þeirra og þær fórnir er þeir færðu til þesj að skapa iðnþjóðfélag nútímán3, en lagði ríkt á við þá að gleyma ekki manninum sjálfum og vinna í hugsjón kristinnar. „Mannkyn- ið skiptir mestu máli allt annað kemur á eftir” sagði páfi. Innan skamms heldur Tító til Póllands til viðræðna við pólska ráðamenn. Pólskir komm únistar hafa síðustu vikur veitt tillögu Krúsjeffs, forsætisráð- herra Sovétríkjanna um alþjóð- lega ráðstefnu kommúnista, aukinn stuðning, en áreiðanlegar heimildir herma, að bæði júgó- slavneskir kommúnistar séu á móti þessari tillögu. „Leit manna að velmegun,’ Títd og Dej ræða dgreininginn innon heimskommúnismans ekki íþrótt og mælir með því að hnefaleikakeppni verði bönnuð. Tilefni þessarar af- stöðu blaðsins er að daginn áður birti það fregn um að þrír hnefaleikakappar hefðu á 24 klukkutímum látizt ný- lega af meiðslum, sem þeir hefðu orðið fyrir í hnefaleika keppni. í þessu sambandi má gjarn- an minnast þess, að árið 1956, hinn 27. desember, var með lögum frá Alþingi bönnuð öll keppni eða sýningar á hnefa- leikum á íslandi. Ennfremur var með lögum þessum bann- að að kenna hnefaleika hér á landi. Loks var bönnuð sala og notkun hnefaleikaglófa og annarra tækja, sem ætluð eru til þjálfunar hnefaleikara. — Það var Kjartan J. Jóhanns- son læknir, þáverandi þing- maður ísfirðinga, sem beitti sér fyrir þessum ráðstöfunum, sem hafa mælzt vel fyrir hér á landi. Þessi löggjöf Alþingis ís- lendinga um bann við hnefa- leikum hefur vakið athygli víðsvegar um heim. Virðist þeirri skoðun vaxa mjög fylgi, að hnefaleikum og hnefaleika- keppni beri að útrýma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.