Morgunblaðið - 24.06.1964, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.06.1964, Qupperneq 13
Mlðvíkudagur 24. júní 1964 MORCUNBLAÐIÐ 13 Hlutverk embættismannsins eftir Jónas H. Haralz JÓNAS H. HARALZ, forstjóri Efnahagsstofnunarinnar, flutti eftirfarandi erindi á ráðstefnu Stjórnunarfélags íslands um stjórnun í opinberum rekstri. Erindið birtist í Félagsbréfi Stjórnunarfélagsins og er birt hér með leyfi höfundar. FYRIR nokkrum dögum var þess minnzt sér á landi, að sextíu ár voru liðin frá því fyrsta innlenda ríkisstjórnin tók við völdum í •landinu. Mig langar til að hefja þessar hugleiðingar um hlutverk embættismannsins einmitt með því áð rifja upp þennan atburð, því þessi dagur, 1. febrúar 1904, var ékki aðeins fæðingardagur innlendrar stjórnar, heldur einn- ig íslenzkrar embættismanna- stéttar. Embættismenn höfðu áð- ur verið til á íslandi, en þeir höfðu verið fulltrúar erlendrar stjórnar, í rauninni útlendingar í landinu, einnig þeir, sem hér voru bornir og barnfæddir. Hver voru þá viðhorf hinnar nýju ís- lenzku embættismannastéttar? Hvernig leit hún á hlutverk sitt? Og hvernig litu stjórnmálamenn- irnir í landinu og allur almenn- ingur á hlutverk hennar? Við getum að sjálfsögðu ekki svarað þessum spurningum af nákvæmni, nema að undan- geragnum ítarlegum sögulegum etbugunum, sem ekki hafa verið framkvæmdar. En við getum farið nærri um svaraið á grund- velli almennrar þekkingar um þelta tímabil og árin þar á eftir. Ég held, að telja megi, að sú skoðun, sem þá var ríkjandi í þessu efni hafi í aðalatriðum verig svipuð þeirra, sem þá tíðk- eðist í nágrannalöndunum, en þc jafnframt að verulegu leyti inótuð af sérstökum íslenzkum eðstæðum, og þá fyrst og fremst ef því, að landið var nú að öðl- ast sjálfstæði og hafði ekki áður étt innlenda embættismanna- slétt. Ég held enn fremur, að þessi skoðun hafi ekki breytzt í veigamiklum atriðum á þeim sextíu árum, sem síðan eru lið- in. Ég vil hér á eftir gera grein fyrir því, í hverju ég tel þessa skoðun vera fólgna, en hana mnætti e. t. v. nefna „hina hefð- bundnu skoðun" eða „hinn hefð- bundna skilning" á hlutverki embættismannsins. Ég vil síðan gera grein fyrir, að hvaða leyti ég tel, að þessi skoðun sé ekki lengur í samræmi við aðstæður og þarfir á sjöunda tug aldar- innar, og í hverju sá nýi skiln- ingur á hlutverki embættis- onannsins sé að mínum dómi fólg inn, sem nú hefur rutt sér til rúms í öðrum löndum, og sem hlýtur ag gæta hér á landi í vaxandi mæli. . í stuttu máli held ég megi eegja, að hinn hefðbundni skiln- ingur á hlutverki embættis- mannsins hafi verið sá, að em- bættismðaurinn ætti að fjalla «m hina formlegu hlið málanna. Hin efnislega hlið þeirra væri hins ve.gar blutverk ríkisstjórn- er og Alþingis, þ. e. stjórnmála- manna í um'boði þjóðarinnar. Alþingi og ríkisstjórn marka etefnuna og framkvæma hana. Errnbættismaðurinn gætir þess, ®ð lög, reglugerðir og einstakar Iframkvæmdaathafnir uppfylli ékveðnar formlegar kröfur. Það kemur fram á margvíslegan hátt, eð þetta hafi verið og sé að miklu leyti skilningur manna, ®g þá ekki sízt embættismann- anna sjálfra. Kröfur um mennt- un embættismanna bera þess Jjósastan vott. Embættismenn ráðuneytanna eiga að vera lög- fræðingar. Þeir eiga að vera sér- bæfðir í list formsins, en það befur í raun og veru ekki verið talið nauðsynlegt, að þeir hefðu •érstaka þekkingu á þeim mál- efnum, sem ráðuneyti þeirra fjölluðu um. Ag því leyti sem á efnislegri sérþekkingu embætt ismanna hefur þurft að halda, — og á henni hefur að sjálfsögðu alltaf þurft að halda, þegar komið hefur verið út fyrir hið þrönga svið almennra stjórnar- athafna, — hefur verið litið þannig á, að hlutverk embættis- manna sé að veita ákveðnar efn- islegar upplýsingar, en í raun og veru ekki að marka stefnu eða framkvæma hana. Hlutverk hagfræðingsins sem embættismanns hefur verið að safna gögnum um ’landshagi, sem stjórnmálamenn geta hag- nýtt. Hins végar hefur hagfræð- ingurinn sem embættismaður ekki það hlutverk að kanna efnahagsástandið, greina orsak- ir og erfiðleika, hvað þá að móta á þeim grundvelli ákveðna stefnu í efnahagsmálum og sjá um framkvæmd hennar. Þessar Skoðanir á hlutverki hagfræð- ingsins sem embættismanns koma skýrt fram' í því, hvers eðlis starfsemi Hagstofu íslands er, en starfsemi hennar er að heita má eina hagfræðilega starf- semi í landinu, sem hefur hlot- ið samþykki og viðurkenningu jafnt hins opinbera sem almenn- ings. Önnur hagfræðilega þjón- ustan í þágu ríkisvaldsins, — og hún hefur um langt skeið verið talsverð og farið vaxandi; hefur að meiru eða minna leyti orðið að fara fram bak við tjöld in, af því hún hefur brotið í bága við hinn hefðbundna Skiln- ing á hlutverki embættismanns- ins. Mér hefur hér orðið tíðrætt um þá grein, sem ég þekki bezt. En í raun og veru gildir hið sama um aðrar. Hlutverk verk- fræðingsins er að veita upplýs- ingar um ákveðin tæknileg at- riði. Hvernig þarf hafnargarður að vera, svo ag hann standi? Hvernig á að velja vegarstæði? Á hinn bóginn hefur ekki verið til þess ætlazt, að verkfræðing- urinn, eða aðrir embættismenn, sem um samgöngumál fjalla, eigi þátt í að móta stefnu í samgöngumálum og leggja á ráð in um framkvæmd þeirrar stefnu. Sá skilningur á hlutverki em- bættismannsins, sem ég- hér hefi lýst, kemur að mínum dómi einnig fram 1 því, sem þó kann e. t. v. að þykja nokkuð undar- legt við fyrstu sýn, ag hér á fslandi hefur þáð ekki verið tal- in óhæfa, að embættismenn hefðu afskipti af stjórnmálum, en þannig er litið á í flestum öðrum löndum. Meðan embættis- maðurinn fjallar aðeins um hina formlegu hlið málanna, er til- tölulega auðvelt fyrir hann að breyta sér annað veifig í gerfi stjórnmálamannsins og fást í því gerfi við efnishlið þeirra. Hér þarf enginn árekstur að verða og samvinna embættis- mannsins við stjórnmálamenn- ina þarf ekki að spillast að ráði vegna stjórnmálaafskipta' hans. Ásókn embættismanna hér á landi í pólitísk afskipti skýrast einnig af þessu sama. Þeim finnst sér vera skorinn of þröng- ur stakkur sem embættismönn- um og leita þess vegna inn á það* svið, þar sem sams konar tak- markanir gilda ekki. Öðru máli gegndi ef embættismaðurinn ætti að meira eða minna leyti að fjalla um efnishliðina. Þá væri verksvið hans víðara og st j órnmálaaf skipti hans óhugs- ar.di, án þess að til árekstra kæmi á milli starfs hans sem embættismanns og stjórnmála- manns. Þar með væri einnig grundvellinum kippt undan gagnkvæmu trúnaðartrausti hans og þeirra stjórnmálamanna, sem hann á að vinna með sem em- bættismaður. Það er margt, sem leiðir af þeim skilningi á hlutverki em- fcættismannsins, sem ég hér hefi lýst. Eitt hið þýðingarmesta er, að á embættismanninum hvílir ekki skylda til framtaks. Em- bættimaðurinn bíður. Málin leita til hans, en hann leitar þau ekki uppi. Honum ber að hafa upplýsingar til reiðu og veita formlega aðstoð, þegar á þarf að halda, og honum ber að afgreiða mái eftir settum fyrir- nælum, þegar þau berast til hans. Honum ber hins vegar ekki skylda til að kanna hver vandamálin séu, greina orsakir þeirra -og afleiðingar og marka stefnu til að leysa þau. Og það er ekki aðeins svo, að honum beri ekki skylda til að gera þetta. Jónas H. Haralz. Það væri beinlínis brot á skyld- um hans að gera'það. Það leiðir einnig af þessum skilningi á hlutverki embættis- mannsins, að haégt er að kom- ast af með fámenna embættis- mannastétt. Hér í stjórnarráð- inu fæst einn ráðuneytisstjóri ásamt örfáum fulltrúum, jafn- vel stundum ekki nema einum fulltrúa, við heljarstóra mála- flokka, samgöngumál, iðnaðar- mál, menntamál, heilbrigðismál, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þetta er aðeins hugsanlegt, vegna þess hversu takmarkað verkssvið ráðuneytanna er í samræmi við hinn hefðbundna skilning á hlutverki embættis- nannsins. Ráðuneytin fjalla í raun og veru ekki um þá mála- flokka, sem þau eru kennd við. Þau fjalla aðeins um ákveðin formsatriði í tengslum við þessa málaflokka. Að því leyti, sem um þessa málaflokka er fjallað í heild og reynt að kanna vanda- mál þeirra og móta stefnu, er það gert á öðrum vettvangi, og þá fyrst og fremst með skipun nefnda undir yfirstjórn ráðherra eða Alþingis. Hinn hefðbundni skilningur á hlutverki embættismannsins, sem ríkjandi hefur verið hér á landi fram á þennan dag, er að sjálfsögðu sprottinn af sérstök- um sögulegum og þjóðfélagsleg- um aðstæðum. Ekkert er eðli- legra en menn vildu halda sem mestu af því valdi sem í langri baráttu hafði verið sótt í hend- ur erlendra aðila, hjá þjóðinni sjálfri og umbjóðendum hennar, Alþingi og ríkisstjórn, og tak- marka sem mest valdssvið em- bættismanna, en á þá hlaut að sjálfsögðu að vera litið tor- tryggnisaugum sem eins konar arftaka þess erlenda embættis- mannavalds, sem áður hafði ríkt í landinu. Þessari skoðun var hægt að fylgja eftir í fram- kvæmd, vegna þess hversu fá- brotið þjóðfélagið var og hversu takmarkað verkssvið rikisvalds- ins var. Þau vandamál, sem við blöstu í upphafi aldarinnar voru sannar lega stórfelld. Nútí'ma atvinnu- hættir voru rétt að byrja að halda innreið sína og framkvæmdir í samgöngumál- um og menntámálum rétt að hefjast. Lífskjör þjóðarinnar voru enn hin bágbornustu. En þo vandamálin væru stórfelld, voru þau ekki að sama skapi margbrotin né' þau tæki fjöl- breytt, sem ríkisvaldinu stóðu til boða til ag ráða við þau. Ríkið var í rauninni ekki ábyrgt fyrir þróun efnahagsmála né velferð almennings. Starfsemi þess var einskorðuð við að sjá fyrir þjón- ustu, sem enn var mjög ófull- komin, á sviði mennta-, heil- brigðis- og samgöngumála og að veita atvinnuvegunum, landbún- aði og sjávarútvegi nokkra en þó í rauninni mjög takmarkaða fyrir greiðslu. Hversu gjörólíkar eru ekki aðstæðurn’ar nú á sjöunda tug aldarinnar. Ríkið er ábyrgt fyrir því, að fullri atvinnu sé haldið í landinu, og það er að sjálfsögðu ábyrgt fyrir því, að það sjálft og stofnanir þess standi við marg- háttaðar skuldbindingar gagn- vart öðrum löndum. Það er enn- fremur skylda þess, — samkvæmt þeim sjónarmiðum, sem nú eru orðin ríkjandi, — að stuðla að til- tölulega örum og jöfnum vexti þjóðarframleiðslu. Þá hefur rík- ið víðtækar skyldur varðandi vel ferð þegna sinna, sem fyrst og fremst koma fram í starfsemi al- mannatrygginga. Verkefni ríkis- ins á sviði menntamála, heil- brigðismála og samgöngumála eru einnig miklu víðtækari en nokkru sinni áður. Bein og ó- bein áhrif ríkisvaldsins á atvinnu lífið eru margfalt meiri en áður tíðkaðist. Loks má nefna enn eina grein málefna, sem ekki var komin til sögunnar á fyrstu ára- tugum aldarinnar, en það voru samningar og viðskipti við aðrar þjóðir og þátttaka í starfsemi alþjóðastofnana. Þessi marghátt- aða starfsemi ríkis og sveitarfé- laga krefst þess, að mikill hluti þjóðarteknanna fari um hendur opinberra aðila, en það krefst á hinn bóginn mikillar skatt- heimtu. Öll þessi margþætta starfsemi ríkisvaldsins í nútíma þjóðfélagi er ykkur áheyrendum mínum kunnari en svo, að ég þurfi að lýsa henni með mörgum orðum. Ég hefi aðeins viljað draga upp í sem fæstum dráttum mynd af hlutverki ríkisins nú og bera það saman við hlutverk þess í upp- hafi aldarinnar. En hvernig geng- ur íslenzka ríkinu að sinna þess- um margháttuðu og flóknu verk- efnum? Dómurinn um það held ég geti aðeins verið á eina lund. Erfið- leikar okkar í stjórn efnahags- mála undanfarin tuttugu til þrjá- tíu ár eru alkunnir. En svipaða sögu er- einnig að segja af öðrúm greinum. Ég hefi á undanförnum tveimur árum nokkuð kynnzt ástandi optnberra framkvæmda í landinu, byggingu vega, hafna, skóla og rafveitna. Hversu sann- gjarn, sem ég vil vera, held ég að mér sé ómögulegt að fella annan dóm en þann, að í þessum grein- um ríki ástand, er nálgist full- kominn glundroða, jafnt í fram- kvæmdúm sem fjármálum. Vand ræðaástand skatta- og tollheimtu er daglegt umræðuefni í land- inu. Þannig má halda áfram að nefna hverja grein á fætur ann- arri. Alls staðar blasa við verk- efni, sem við ráðum ekki við, vandamál, sem virðast fara vax- andi frekar en minnkandi. Það er í sjálfu sér undrunar- efni, að lítil ríki standi frammi fyrir meiri vandamálum nú en í upphafi aldarinnar. Sjálf þjóðfé- lags- og atvinnuþróunin, sem hefir lagt svo miklar og nýjar skyldur á hið opinbera, leggur tiltölulega meiri byrðar á lítil ríki en stór. Það er þetta, sem m.a. felst í ummælum Halldórs Laxness, „að það sé dýrt að vera íslendingur“. Þrátt fyrir fjölgun þjóðarinnar og mjög aukna vel- megun, held ég í rauninni að það sé erfiðara fyrir íslendinga að halda uppi sjálfstæðu ríki og þjóðfélagi nú en það var fyrir sextíu árum. En einmitt vegna þess, hve erfiðleikarnir eru miklir, þurfum við á mikilli ein- beitingu að halda. Það er aug- ljóst, að þessa einbeitingu skort- ir, að við gerum okkur stjórn opinberra mála miklu erfiðari en hún þyrfti að vera. Það er skoð- un mín, að veigamikil ástæða fyrir þessu sé einmitt sú, að skiln ingur okkar á hlutverki embættis mannsins sé ennþá í aðalatriðum sá sami og í upphafi aldarinnar. Þessi skilningur hafi ekki breytzt nema að litlu leyti til samræmis við stórfelldar breytingar þjóð- félags- og atvinnuhátta. Hver er þá sá skilningur á hlutverki embættismannsins, sem er í samræmi við þarfir nútima þjóðfélags? Ég ætla að reyna að lýsa í stórum dráttum sjónarmið- um mínum í þessu efni. Það er þá fyrst það að segja, semí skipt- ir mestu máli, að ekki er hægt að takmarka hlutverk embættis- mannsins við hina formlegu hlið málanna á þann hátt, sem ' hinn hefðbundni skilningur gerir. Embættismaðurinn verður að fjalla um efni ekki síður en form. Málin eru orðin of um- fangsmikil og of flókin til þess að það sé á nokkurra annarra manna færi að fást við þau en þeirra, sem geta helgað sig þeim að öllu leyti og fengið hafa til þess nauðsynlega sérhæfingu. Jafnframt verður afstaða emb- ættismannsins sjálfs að breytast. Áhugi og framtak verður að koma í stað drunga og afskipta- leysis. Embættismaðurinn verður að líta á það sem skyldu sína að leita málin uppi í stað þess að bíða þess, að þau leiti hans. Hann verður að kanna vandamálin, greina orsakir og afleiðingar, móta stefnuna, leggja á ráðin og sjá um framkvæmd hennar. Geri hann það ekki, gerir það enginn. Þetta starf verður embættismað- urinn að leysa af hendi í náinni og traustri samvinnu við stjóm- málamennina og þá fyrst og fremst við þá, sem í ríkisstjórn sitja. Því þessi nýi skilningur á hlutverki embættismannsins rýr- ir ekki hlutverk stjórnmála- mannsins. Þvert á móti mundi ég telja, að aðeins í þeim mæli, sem þessa skilnings gæti, sé stjórn- málamanninum gert kleift að vinna sitt hlutverk. Ekkert er fjær mér en að aðhyllast þær kenningar „technokrata“, að nú- tíma þjóðfélag sé svo flókið, að nauðsynlegt sé að fela stjórn þess sérfræðingum. Stjórnin verð ur að vera í höndum stjórnmála- manna og embættismanna í sam- einingu, þar sem hver og einn fer með sitt sérstaka hlutverk, sem hinn getur ekki tekið að sér. Ég hefi hér að .framan lýst skoðunum mínum á hlutverki embættismannsins. En hvert er þá hlutverk stjórnmálamannsins? Það er í fyrsta lagi að leiðbeina embættismanninum í starfi hans við að móta stefnuna. í öðru lagi að skapa stjórnmálalegan grund- völl fyrir því að hægt sé að fram kvæma hana. Og í þriðja lagi, og það er það, sem mestu máli skipt- ir, er það hlutverk stjórnmála- mannsins að taka endanlegar á- kvarðanir um stefnuna og bera ábyrgð á henni og framkvæmd hennar. Stjórnmálamaðurinn starfar á vettvangi flokka, þings, blaða og á meðal almennings. Hann er í meiri snertingu við þjóðlífið en embættismaðurinn, sem starfar í kyrrþey og í nokk- urri einangrun. Stjórnmálamaður inn flytur þess vegna hræringar utan að. En jafnframt hættir hon- um við að meta stundarsjónarmið Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.