Morgunblaðið - 24.06.1964, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 24. júní 1964
MORCU NBLAÐIÐ
15
Miðstöð brottfluttra Rangæinga, sem þeir hyggjast reisa að Hamragörðum undir Vestur-Eyjafjöllum.
Rangæingar koma upp
miðstöð að Hamragörðum
Efna til happdrættis til dgóða framkvæmdum
— Hlufverk
Framhald af bls. 13
og sérhagsmuni of mikils. Við
mótun stefnunnar verður emb-
œttismaðurinn því að taka að sér
að vgra fulltrúi framsýni og
heildarhagsmuna. Þegar stefnan
hefur þannig verið mótuð í sam-
einingu, er það hlutverk stjórn-
málamannsins að sannfæra al-
menning, flokka og þing um
nauðsyn stefnunnar og gera hana
þannig framkvæmanlega. Þetta
er íþrótt stjórnmálanna, og þegar
hún er vel leikin, er sú íþrótt sízt
verð minni aðdáunar en aðrar
íþróttir, og það því fremur, sem
stjórnmálamaðurinn leggur sjálf-
an sig að veði í leiknum.
Ég vil þá minnast á nokkur
þeirra atriða, sem leiða af þeim
skilningi á hlutverki embættis-
mannsins, sem ég nú hefi lýst. í
fyrsta lagi, er ástæða til þess, að
aðrar kröfur séu gerðar til mennt
unar embættismanna en verið
hefur. í rauninni held ég sé ó-
hætt að fullyrða, að fyrir utan
meðferð sjálfra dómsmálanna sé
lögfræðilegrar sérþekkingar ekki
þörf meðal embættismanna. En
þröngrar sérþekkingar af öðru
tagi er raunar heldur ekki þörf
nema á takmörkuðum sviðum.
Skoðun mín er, að sú menntun,
sem heppilegust væri fyrir þorra
embættismanna, sé af því tagi,
sem ekki er látin í té í háskólum
hér á landi né í mörgum öðrum
löndum, og imibætur á þessu
sviði séu þýðingarmikið framtíð-
arverkefni háskólanna. Það, sem
fyrir mér vakir er fyrst og fremst
menntun á breiðum grundvelli í
þjóðfélagsfræðum, lögum og einu
eða tveimur erlendum tungumál-
um. f öðru lagi þurfum við á fjöl
mennari stétt embættismanna að
halda en við höfum nú yfir að
ráða. Víðtækari verkefni hljóta
að krefjast meira starfsliðs. Þetta
á fyrst og fremst við um sjálf
ráðuneytin og að meira eða
minna leyti um aðrar ríkisstofn-
anir. Sá aukni kostnaður, sem af
þessu leiddi, mundi skila sér
margfaldlega aftur, ef rétt væri
á málum haldið, auk þess sem
slík aukning geti aðeins átt sér
stað smátt og smátt, eftir því
sem hæfir starfskraftar stæðu til
boða. í þriðja lagi tel ég það
leiða af þeim skilningi á hlut-
verki embættismannsins, sem ég
hér hefi lýst, að embættismenn
megi ekki hafa afskipti af stjórn-
málum. Þeir megi hvorki bjóða
sig fram til þings, sitja í trúnað-
arstöðum, sem skipaðar eru á póli
tiskum grundvelli, né vera með-
limir stjórnmálaflokka. Eitt aðal-
atriði þess skilnings á hlutverki
embættismanns og stjórnmála-
manns, sem ég að framan hefi
lýst, er trúnaðarsambandið á
milli þeirra. Stjórnmálaafskipti
embættismannsins hljóta að koma
í veg fyrir, að slíkt samband
myndist. Það myndi einnig geta
leitt af hinum nýja skilningi á
hlutverkum þeirra, að meiri gagn
kvæm virðing, en nú er oft fyrir
hendi, skapist á milli embættis-
manna og stjórnmálamanna.
Bandaríski blaðamaðurinn
Walter Lippmann, sem meir hef-
ur velt fyrir sér vandamálum
mannlegs þjóðfélags en flestir
aðrir, og þá alveg sérstaklega
þeim vandamálum, sem snerta
stjórn þjóðfélagsins, sagði ný-
lega í blaðagrein: „There is no
greater need for men living in
a society than to be governed,
selfgoverned if possible, well
governed if they are fortunate,
but in any event governed". Þessi
ummæli eiga við okkur íslend-
inga flestum þjóðum fremur.
Smæð okkar og aðstaða í heim-
inum skapar okkur sérstök vanda
mál, sem aðeins markviss stjórn
getur ráðið við. Sjálfstjórn hlýt-
ur það að vera, góð stjórn þyrfti
það að vera, en stjórn verður það
að vera. Að mínum dómi er ein
helzta forsenda slíkrar stjórnar
réttur skilningur á hlutverki
embættismannsins, skilningur, er
sé í samræmi við aðstæður sjö-
unda tugs aldarinnar.
RANGÆINGAFÉLAGIÐ í
Reykjavík hyggst nú'í samvinnu
við Skóigræktanfélag Rangæinga
kotma upp byggingium, sem geti
orðið gistihús og miðsitöð fyrir
brottflutta Rangæinga á Hamra
görðuim undir Vestuir-Eyjafjöll-
uim, og jafnframt munu félögin
ræikta skóg upp í heiðinni, of-
an hamranna. Er Rangæingafé-
lagið að hefja happdrætti til
ágóða fyrir þessar framkvæmd-
ir.
Ranigæingafélaginu hefur
lengi leikið hugur á að korna
sér upp nokkurs konar miðstöð
fyrir brottflutta Rangæinga
heirna í héraðinu, að því er Árni
rBöðvarsson, formaður félagsins
tjáðd fréttamönnuim. Svo gerðist
það að Erlendur Guðjónsson
bóndi í Hamragörðum, gaf
Skógræktartfélagi Rangæinga
jörð sína til skógræktar og
menningarstarfseani. Tókst þá
samvinna milli Rangæingafélags
ins og Skógræktarfélagsins um
að nota gjöfina þannig að byggja
gistihús neðan hamra, en rækta
skóg ofan hamra að Hamragörð-
um. Hafa verið gerðir frum-
drættir að gistihúisi með 20 her-
bergjum. Er ætlunin að Rang-
æingar gangi fyrir um notkun
þeirra, t.d. í sumarleyfum, en
í öðrum verði seld gisting
Hamragarðar eru vel staðsett
ir, rétt austan við Markarfljóts-
brúna, mlili Gljúfrafoss og Selja
landsfoss. Er þar mjög fagurt
landslag, stutt upp fyrir harnra-
beltin í heiðina og hægt að
ganga þar upp á Eyjafjallajökul.
Er ætlunin, að þarna geti menn
notið kyrrðar og náttúruifegurð-
ar í fríum og er sérstaklega tek-
ið fram í samningi félaganna,
að lögð verði áherzla á menn-
ingarstarfsemi í þessari miðstöð
Rangæinga, en húsin ekki rek-
in sem venjuleg skemmtihús.
Kjartan Sveinsson hefur teikn-
að húsið.
En til þess að koma þessu
upp þarf fé og nú eru fél.ögin
að hefjast handa um það. Er
Rangæingafél-agið í Reykjavík
að efna til happdrættis, þar
sem verða góðir vinningar, Opel
Record bíll, sem virtur er á
200 þús. kr. og reiðhestur með
reiðtygjum, 30. þús. kr. virði.
Er þetta 6 vetra móáióttur gæð-
ingur frá Artúnum á Rangár-
völlum.
Aðrar fjáöflunarleiðir verða
einnig farnar. T.d. verður því
vel tekið að Rangæingar að heim
an geti Jagt fram fé, annað
hvort sem lán er seinna verði
tekið út í gistingu eða öðru
visi. Verður hafizt handa um
byggingarframkvæmdir eins
eins fljótt og fé hefur safnast.
Hafa bæði fétögin kosið fram-
kvæmdanefnd. Frá Skógræktar-
félagi Rangæinga eru 'í henni
Ámi Árnason, hreppstjóri í
Stóru-Mörk, Indriði Indriðason,
skógarvörður á Tumastöðum,
Pálmi Eyjólfsson, sýsluskrifari
á Hvolsvelli og frá Rangæinga-
félaginu í Reykjavik, Ámi Böðv
arsson, form. félaigsins, Andrés
Andrésson og Ingólfur Jónsson,
sem er framkvæmdastjóri happ
drættisins.
Breiðavíkur-
kirk ja vígð
BREIÐAVÍKURKIRKJA var
vígð í gær af biskupunum yfir
íslandi og voru 3 prestar við-
staddir vígsluná, þeir Tómas
Guðmundsson á Fatreksfirði,
Grímur Grímsson, fyrrv. prestur
í Sauðlauksdal, og Sigurpáll frá
Bíldudal.
Á þriðja hundrað manns var
við vígsluna. Kirkjan er mjög
myndarlegt og vandað hús og er
nú fullgerð, en smíðin hófst
1058.
Kirkjunni hafa borizt margar
veglegar gjafir, þ.á.m. altari,
altaristafia, hitunartæki, róðu-
kross, hökull og ýmislegt fleira,
auk peningagjafa.
Vistheimilið að Breiðavík bauð
öllum kirkjugestum til kaffi-
drykkju eftir vígsluna.
Séra Tómas Guðmundsson á
Patreksfirði þjónar í Breiðavík
sem stendur, en Sauðlauksdals-
prestakall er prestslaust nú.
Sóknarnefnd kirkjunnar send-
ir gefendum og velunnurum
kirkjunnar innilegustu þakkir
fyrir gjafirnar og vinarhug til
hennar. — Þórður.
í DAG (miðvikudag) hefst
sala í Þjóðleikhúsinu á að-
göngumiðum á Kíev-Ballett-
inn, en listafólkið kemur til
landsins eins og fyrr segir
30. þ.m. Selt verður á fjórar
fyrstu sýningamar samtímis,
en alls eru fyrirhugaðar sex
sýningar hjá ballettflokkn-
um. N.k. föstudag kemur
hljómsveitarstjóri Kíev-Ball-
ettsins til landsins og byrjar
hann að æfa með Sinfóníu-
bljómsveitinni á laugardag-
inn kemur. ,
Fyrstu tvö kvöldin, sem
ballettinn sýnir, verður sama
efnisskráin, en þá verður
breytt um efnisskrá. Mikil
eftirspurn hefur að undan-
förnu verið eftir aðgöngumið
um á ballettinn og er ekki að
efa að að mikið annríki verð-
ur á næstunni hjá aðgöngu-
miðasölu Þjóðleikhússins.
Myndin er af Kiev-dónsur-
unum.
m.a. mikið úrval af tvískiptum kjólum
í flcstum stærðum.
ENSKIR STRIGAKJÖLAR
Verð frá kr, 695.—
EIMSKIR SAMKVÆMIS-
KJÓLAR
DANNIIVIAC - regnkápur
mikið úrval
MARKAÐURINN
Laugavegi 89.