Morgunblaðið - 24.06.1964, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 24. júní 1964
MORGUNBLADID
17
Sigurbjörg Gunnars-
dóttir, Utanverðunesi
Myndin er af hátíðasvæðinu á Hörðuvöllum í Hafnarfirði 17. júní. Þar mun nú hafa verið
fleira fólk þann dag en nokk ru sinni áður, enda veðrið hið á kjósanlegasta. — Að öðru leyti
fóru hátiðahöldin fram eins og ráð hafði verið fyrir gert. — Fornvaður þjóðliátiðarnefndar
var Þorgeir Ibsen skólastjóri. — Ljósmynd Herdís Guðmund sdóttir.
ÓVÍÐA getur að líta fegurra
og víðfeðrnara útsýnis um
Skagafjörð, en úr Hegranesi.
Hvarvetna blasir við hinn fagri
fjallaihringur héraðsins og aldrei
er fegurra en á kyrrlátum vor-
kvöl dum, þegar Skagatfjörður er
baðaður aftanskyni sólarinnar og
kvöldkyrrðin er rofin af ein-
staka fugli, sem er að búa um
sig í hólmum og skerjum.
Einn fegursti staður þessarar
byggðar er að Utanverðunasi.
í norðri blasir við útsýnið til
eyjanna, sem standa eins og út-
verðir héraðsins, í suðri tekur
við Nesvatnið og hæðir og kletta
borgir Hegranessins, sem gefið
hafa búpeningi skjól og athvarf
um aldaraðir.
í þessu umhverfi var Sigur-
björg frá Utanverðunesi upp-
runnin og hér vann hún merkt
æf'istarf, allt til hinztu stunda-r.
Sigurbjörg var fædd í Kefla-
vík í Hegranesi 12. júnd 1888
og var því á 75. aildursári er
hún lézt þann 7. jan. s.l.
Hún var komin út af miklum
m-annkosta ættum, sem eiga
sterkar rætur víða um Skaga-
fjörð. Foreldrar henna-r voru
hjónin Gunnar Ólatfsson, sem
jafnan var kenndur við Kefla-
vík í Hegranesi og kona hans
Sigurlaug Magnúsdóttir, er var
systir Jóns Ósmanns, ferjuimanns
frá Utanverðunesi, sem kunn-
ur var fyrrum, fyrir frækn-leik
og krafta um Skagafjorð og
víðar.
Sigurbjörg var önnur í röð
systkina sinna, sem voru 14., að
henni meðtalinni og eru flest
þeirra búsett víða um Skaga-
fjörð.
Árið 1913 fluttist Sigurbjörg
að Utanverðunesi og bjó þar
ésamt Magnúsi, hre-ppstjóra
bróður sínum, samfleytt til árs-
ins 1956, er hún flutti að Hró-
arsdal í sömu sveit, eftir lát
Magnúsar. Hefir hún því dvalið
é bernskuslóðum a-lla æfi, að
einum vetri undansk ild u,m, en
þá dval-di hún í Reykjavík.
Eins og kunnugt er var Ut-
anverðunes í þjóðbra-ut fyrr á
érum, áður en bílvegir voru
lagðir. Það féll því í h-lut Nes-
bænda, að annast ferjuna yfir
.Vesturósinn um áratugi eða þa-r
til brú var byg-gð . á Vesturós
Héraðsvatns. Var því Nesheim-
ilið löngum víðfrægt raunsar
heimili, þar sem ferðafcik víðs-
vegar að, naut gestrisni og hjálp
•emi húsbændanna í ríkum
inæli.
Hélzt þessi rausn og höfð-
ingsskapur, ja-fnan eftir að
Nessystkinin tóku þar við bús-
(orráðum,
En það sem ha-lda mun nafni
þeirra systkinanna í Nesi lengst
é lofti1 er einstök nærfærni og
ést þeirra á börnuim og óilu,
ww sérsUkiar umönnuijar
þurfti með.
Utanverðunes hefir um langt
skeið verið Kristfjárjörð, en
hún varð það með þeim hætti,
er hér skal greint frá: Síra
Benedikt Vigfússon, prófastur
á Hólum í Hjaltadal miss-ti dæt-
ur sínar þrjár með fárra vikna
miilibili í október — nóvem-ber
1837. Dæturnar hétu Sesselja
Hólmfríður, og Kristín. Hólm-
fríður bað föður sinn í banaleg-
unni, að gefa eina jörð til fram
færslu munaðarlausum börnum
í Skagafirði Þá ákvað prófast-
ur að gefa eignarjörð sína Ut-
anverðunes, í þessu skyni, og
ákvað í gjafabréfin-u, sem mun
hafa verið undirritað 1837 eða
1838, að eftirgjald jarðarinnar
skyldi varið til framtfærslu mun
aða-iiausum börnum í Skaga-
fjarðarsýslu, eink-um í Hóla-
hreppi — ef það þar fyrir-
finnst — eftir thlögum prófasts
Og sýslum-anns.
En þetta er rakið hér, af því
að það er eins og forsjón-in hafi
tengt- á hinn fegu-rsta hátt, hið
göfuga takmark gefa-nd-ans og
hið merkilega starf systkinanna
í Nesi, en á heimili þeirra mu-nu
hafa dvalið eigi færri en 70
börn um lengri eða skemmri
tíma, víðs vegar að. Verður eigi
með n-okkru móti sýnt fram á
þau góðu og kærleiksríku á-hrif
sem þau urð-u aðnjótandi undir
leiðsögn þeirra sytkinanna.
Standa því margir 1 mikilli
þakkarskuld við Nassystkinin er
leiðir hatfa skilizt. Á engan hátt
væri verðugra, að minnast hinna
merku systkina, en að í Ut-
anverðunesi yrði komið á fót
barnaheimili eða uppeldisstofn-
un ungtinga, er ten-gd yrði nafni
þeirra og hinu göfu-ga takmarki
er jörðinni var ætlað í upphafi.
Sigurbjörg í Nesi var fágæt
mann-kosta kona, hjartahlý og
kærleiksrík. Eins og áður er get-
ið var ást hennar á börnum
miki-1, en-dia und-u þau vel á
heimili hennar. Hún var mikill
dýravinur, sem ekkert aumt
mátti sjá og eru marg-ar ferð-
irnar, sem hún gerði sér til þess
að huga að og hlynna að dýrun-
um þegar þau þurftu hjálpar
við.
Hvergi hefir só, er þetta ritar
séð jafn vel fa-rið með dýrin og
þau meiri vinir mannanna, enda
í fullu samræmi við lífsskoðun
og trú húsbændanna.
Nesheimilið var jafna-n opið
öllum er hjálpar og aðhlynn-
ingar þurftu með, gilti hið sama
um menn og dýr.
Yfir þessu merka skaigfi-rzka
sveitaheimili hvíldi fegurð og
ró, sem svo víða virðist skorta
á, í nútimanum, en einungis
fæst fyrir einlægt Guðstraust og
fölskvalausa trú á al.t, sem feg-
urst er í fari mannanna.
Síðustu árin, sem Sigurbjörg
lifði helgaði hún starfskra-fta
sína móðurlausum börnum, er
móðirin var fallin f-rá á bezta
aldri. Gekk hún þeim í mörgu
í moðurstað. Þannig lét Sig-ur-
björg í Nesi ekki sitt eftir liggja
til hinztu stundar, að græða sár
og þerra tár þeirra er harmi
u-rðu lostnir, end-a beindist hug-
ur hennar æ meir til þeirrar
sannfæringar að án trúar og
kærieika er lífið svo sáralltils
virði.
Minningin uim góð-a og göfuga
konu, mun lengi lifa í hug-um
allra þeirra er urðu aðnjótandi
hja-rtahlýju hennar og umönn-
unar.
Henni skal að leiðarlokum
þökbuð löng og traust vinátta
við mi-g, foreldra mína og syst-
kin og margar og bjartar sam-
verustundir á liðnum árum.
Systkinum hennar og frænd-
um skulu færðar inn-ilegustu
hluttekning við fráfaill hennar,
um leið og ég bið henni bless-
unar Guðs í æðri heimi.
Árni Sigurðason
— Kaupmanna-
samtökin
Framhald af bls. 3.
kaupmaður á Selfossi, og odda-
maður í stjórn Kaupmannasam-
takanna kosinn af aðalfundi var
einróma kjörinn Sigurður Magn-
ússon, kaupmaður í Reykjavík.
Aðalfundurinn gerði ýmsar
samþykktir og ályktanir, m. a.:
1) Áskorun til Atvinnumálaráðu
neytisins um endurskoðun lög-
gjafar um verzlun og verzlunar-
atvinnu. 2) ítrekaðar voru íyrri
áskoranir til ríkisstjórnarinnar
og stjórnar Seðlabankans um að
hluast verði til um að Verzlun-
arbanka íslands verði sem altra
fyrst veitt heimild til þess að
verzla með erlendan gjaldeyri.
3) Áherzla var á það lögð, að
halda bæri áfram þeirri stefnu,
er núverandi stjórnarvöld hafa
tekið til aukins frjálsræðis í verð
lagsmálum og innflutningsmál-
um. 4) Fullum stuðningi fundar-
ins var lýst við stefnu stjórnar
Kaupmannasamtakanna og að-
gerðir í lokunarmálunum, jafn-
framt beindi fundurinn áskorun
til borgarstjórnar Reykjavíkur
um að aðhafast ekki í lokunar-
málunum, neitj; það sem til þess
f. 8. apríl 1960
d. 19. júni 1964.
Aðeins fjög-ur ár, — og svo er
ævin öll. Enn þá einu sin-ni erum
við á það minnt, hve allt er
hverfult og fallvalt í heimi hér.
Með bros á vör og æskugleðina
geislandi úr augum hljóp lítill,
fjögurra ára drengur að heiman
út í sólvermdan vord-aginn, þar
sem vi-nirnir og viðfangsefnin
mörgu biðu hans. En örskömmu
síðar hljómuðu dimmar dánar-
klukkur í stað bjartra og sak-
la-usra gleðihlátra.
Það var sem vordagurinn
bjarti hefði í einni svipan
breytzt í niðdimma vetrarnótt.
Það var svo erfitt að trúa því
— og þó en-n þá erfiðara að sælta
sig við það, að hann Birgir litli,
ljósgeislinn, sem alis staðar stráði
birtu í kringum sig og fyiiti allt
umhverfi sitt heitri Mfsgleði,
væri ekki lengur í tölu lifenda.
Og þó er þetta staðreynd, sem
við verðum að lúta.
Djúpur er söknuðurinn og sorg
in er sár. En bjart er yfir minn-
ingu-nm um þennan litla, elskaða
vin. Hann var svo skýr og
skemmtilegur. Það var alveg ótrú
legt, hvað honum gat dottið í
hug, og alltaf þurfti að koma hug
myndunu-m í framkvæmd, þótt
fjarstæðar væru þaer stundum
frá sjónarmiði stóra fólksins. En
hugarhei-mur Htils drengs hefur
sín óskráðu lög, og þeim verður
hann umfraim ailt að lúta.
Stundum eru litlir drengir
óþægir og gera allt annað en
það, sem pa-bbi sagði eða mamma
væri fallið að auka á misrétti
verzlana. 5) Fundurinn mót-
mæltj þeirri hækkun sem orðið
hefur á söluskatti og smásölu-
verzluninni er gert að inn-
heimta, og ítrekaði fyrri álykt-
anir um að lögbundið yrði algert
jafnrétti í skattamálum, þannig
að öll atvinnufyrirtæki hafi
sömu skyldu til skattgreiðslu,
hvort sem þau væru í einkaeign,
félaga eða opinberra stofnana.
Á fundi stjórnar Kaupmanna-
samtaka íslands 23. þ.m. fór
fram kosning framkvæmda-
stjórnar fyrir næsta ár þannig:
Formaður: Sig. Mangússon.
Varaformaður: Edvard Frí-
mannsson. Ritari: Lárus Bl. Guð-
mundsson. Gjaldkeri: Ásgrímur
P. Lúðvíksson. Meðstjórnandi:
Stefán Sigurðsson.
Madrid, 23. júní NTB.
• FERTUGUR maður, Luis
Martin, var í nótt handtekinn
í Madrid, grunaður um að
hafa átt þáti í hinum tíðu
sprengingum í Mad-rid að und-
anförnu. Herma áreiðanlegar
fregnir, að mikið magn
sprengiefnis hafi fundiz-t í fór
u-m Martins.
vildi. í því efni var Birgir alls
engin undantekning. En það var
ómögulegt að erfa við hann þau
axarsköft, sem honum urðu á.
Hann var svo einlægur, blíður
og góður. Brosið hans hlýja og
bjarta hlaut að bræða hvert ein-
asta hjarta.
Þannig var hann alla tíð, eins
og glettinn og síkátur sólargeisli.
Líf hans allt var foreldrunum
ótæmandi uppspretta hamingju
og hjartans gleði. Þess vegna er
það svo eðiilegt, að þau finni sig
nú umlukin vonarsnauðu myrkri
hmnar sárustu sorgar, þegar
hann, hjartans vinurinn þeirra,
er allt í einu borfinn.
En í gegnum myrkrið lýsa geisl
ar minninganna. Það hafa þau
þegar reynt — og mu-nu reyna
á komandi tímum í margfallt rik
ara mæli. Aðrir geislar eiga lika
sin-n þátt í því, að sundra sorgar
myrkrinu. Það eru geislar trúar
innar, .— geislarnir frá honum,
sem er sigrari dauðans og heims
ins ljós, — honum,.sem eitt si-nn
sagði, — og segir enn: ,.Sonur
þinn lifir“. Mætti það orð verða
huggun harmi gegn og græði-
smyrsl grættu-m hj-örtum. Mætti
myndin af Frelsara-num með iitla
drenginn í faðmi sér visa foreldr-
um og ástvinu-num út úr raun
sorgarinnar og verða bjarlasti'
geislinn á vegferð þeirra um ó-
komin æviár.
Foreldrunum Jóni E. Þorsteins
syni og Erlu F. Sigurbergsdóttur,
systnmum, Oddnýju og Inger
Lindu, svo og öðrum nónum ást-
vinum votta ég miná dýpstu og
Laxveiðin í
Elliðaánum
glæðist lieldur
f RIGNIN GUNUM undanfarna
tvo daga tók laxveiðin í Elliða-
ánum að glæðast, en hún hefur
verið mjög léleg það sem af ar,
og nær viðburður að lax fengist.
Hinsvegar brá svo við að síð-
degis á mánudag veiddust tveir
laxar, og í gærmorgun þrír. Eru
þá alls 11 laxar komnir á land
úr ánum. — Síðdegis í gær höfðu
24 laxar gengið upp fyrir teijar-
ann við rafstöðina.
Veiðimenn vona að með Jóns-
messustrumnum, sem hefst á
fimmtudag, taki laxinn kipp og
gangi í árnar, og sömu sögu er
að segja frá öðrum ám á SV-
landi. Hefur veiði í þeim öllum
verið ákaflega treg, vegna vatns
leysis að því er virðist. Rigning-
in um og eftir helgina mun hafa
bætt ástandið verulega — og nú
bíða menn sem sagt og vona.
innilegustu sa-múð og bið þeim
ölium blessunar Guðs.
Bj. J.
Kveðja frá ástvinum.
Sem ljósgeisli fagur þú li-fðir í
jörð,
nú ljómar þín minni-ngin bjarta.
Ó, elskaðr sonur, við unnum þér
heitt
og ástúð þíns saklausa hjarta,
hún breiddi á veg okkar birt* *
og yl,
og brosið í augunum þínum.
En Drottinn, sem gaf þig og
græðir öll sár,
þig geymir í faðininum sínum.
Og systir þín elskar hvevt sam-
léiðarspor,
hve sælt var að eiga þig, bróðir.
Hún lék við þig ungan og leiddi
við arm,
nú leiða þig englarnir góðir.
Hér frændfólk og hálfsystir fær»
þér þökk,
í fegurstu bænum og ljóði,
þau biðja sinn Drottinn, er
börnunum ánn
að blessa þig, vinurinn góði.
Og afa skín minning þin ástrik
og blíð,
og eins er rjá frændunum þín-um.
Þú varst eins og geisli um vor-
‘fagran dag,
sem vermir mcð yndisleik sínum,
Hjá ástvinahópnum þin elskaða
mynd,
er umvafin ljósinu bjarta.
Þér hreinutn og saklausum
himininn er,
nú heimkynni, Drottins við
hjarta.
I.S.
Birgir Steinn Jónsson