Morgunblaðið - 24.06.1964, Síða 23
Miðvíkudagur 24. júní 1964
MORGUNBL AÐSÐ
23
til va^^BandaríkjuhunL^MHHISPHMBl
ö Það voru nær 200 hernámsands’tæðingar sem
hófu gönguna í morgun og höfðu tilkynnt að þeir
myndu ganga alla leið. Er það ámóta fjöldi og tók
þátt í fyrstu Keflavíkurgöngu og í Hvalfjarðar-
göngunni, en allar fyrri göngur hafa vaxið smátt
og smátt og þátttakendur skipt þúsundum þegar
verðajj
Þannig tilkynnti „Pjóðviljinn“ að 200 manns hefðu hafið gönguna
„I morgun". — En þetta blað var hins. vegar prentað síðdegis á
laugardag og selt á götum Reykjavíkur a.m.k. 10—12 klst. áður en
,,gangan“ lagði af stað frá Keflavík! Við þessa tölu haida komm-
únistar sig enn — þótt tæpur helmingur ,göngumannanna“ virð-
ist hafa sofið yfir sig.
— Afturgöngur
Framh. af bls. 24
skipta sér af höfðatölu við Kefla
vík, sem ekki væri einu sinni í
hans umdæmi — en gleymdu því,
að sjálfir báðu þeir bréflega um
að ríkislögreglan væri þarna við-
stödd, og lögreglustjórinn í
Reykjavík er yfirmaður hennar!
Fundurinn 1 gær var annars
ihinn spaugilegasti, svo og allt
sem á honum kom fram, — séð
f ijósi staðreyndanna. Ragnar og
Jónas kváðust geta sannað það
með upphringingum o.s.frv. hve
nrtargir hefðu farið í afturgöngu-
vögnunum til Keflavíkur, gert
samanburð á listum o.s.frv. Full-
yrtu þeir að hópurinn hefði talið
200 manns.
Þegar fréttamaður Mbl. lagði
fyrir þá tvímenningana mjög
stækkað eintak af mynd af aftur
göngunni, sem tekin var úr flug-
vél, og bauð þeim að telja, kvað
Jtagnar Arnalds það landfrægt
að blaðamenn Morgun/blaðsins og
Alþýðublaðsins kynnu ekki að
telja. Neitaði hann að ganga úr
skugga um þá fullyrðingu með
því að telja sjálfur á myndinni,
og slíkt hið sama gerði Jónas.
Lýstu þeir síðan yfir að ekki
væri hægt að telja fólk á þess-
ari mynd!
Mlbl. leitaði til ýmissa manna
í gær og bað þá telja á myndinni,
og bar öllum saman um að á
henni væru 111 manns, — og er
iþá lögregluþjónninn á mótorhjól
inu einnig með talinn!
Þeir Ragnar og Jónas sögðu, að
sjálfir hefðu þeir enga hugmynd
um hvað margir hefðu verið í
göngunni, er hún var stödd á
þeim slóðum, sem umrædd mynd
var tekin ó. Kváðust þeir ekki
hafa talið, og harðneituðu enn
að hressa upp á vitneskjuna með
þvi að telja á myndinni.
En svo vikið sé að rúsínunni
í pylsuendanum, sem sannar að
„farsar“ eru jafnan hlægilegir
um það er lýkur, þá hefur Þor-
valdur Þórarinsson, lögfræðing-
ur kommúnista, ritað saksóknara
bréf, og samkv. fréttatilkynningu
frá „Samtökum hernámsandstæð
inga“ er í bréfinu að finna eftir-
farandi brandara:
„Telja verður að hér sé um að
ræða mjög alvarlega, óverjandi
og refsiverða misbeitingu valds
í því skyni að blekkja granda-
lausa útvarpshlustendur og vinna
frjálsum, þjóðhollum samtökum
tjón“!J
Loks er þess að geta, að þeir
kumpánar Ragnar og Jónas lýstu
því yfir af gefnu tilefni, að þeir
væru „mjög ánægðir með göng-
una“. Þegar þeir voru spurðir
hvað hefði verið svo sérstaklega
ánægjulegt við afturgönguna,
svaraði Jónas: „Líf og kraftur“!
Um mál þetta er nánar rætt í
Staksteinum, bls. 3 í dag.
— Kýpur
Framhald af bls. 1
að kominn. Fvrstu fregnir um,
að Grivas væri á Kýpur bárust
á sunnudagskvöld frá fréttarit-
ara „The Times“ í Aþenu, sagði
það helzta verkefni Grivasar að
efla aga og bæta skipulag gríska
hersins á eynni. Því var neitað
afdráttarlaust bæði í Aþenu og
Nicosia en nú tilkynnir Makarios,
að Grivas haíi dvalizt á Kýpur í
vikutíma. Á inorgun mun hann
tflytja útvarpsávarp til grískumæl
andi manna.
í Aþenu er því haldið fram,
að Grivas muru nú taka við yfir-
stjórn gríska hersins á Kýpur,
l>ví að hann sé eini maðurinn,
sem hafi svo mikið persónulegt
tfylgi, að hann geti sameinað
grískumælandi menn til stórá-
taka.
Af hálfu tyrkneskra manna á
Kýpur er þvi haldið fram að
Ikoma Grivasar sýni þeim það
eitt, að ástandið muni stórum
versna. Talsmaður Dr. Kutchuks,
varaforseta, og leiðtoga tyrkn-
eskra manna, segir, að nú muni
Makarios ætla sér að hefjast
handa una markvissa útrýmingu
tyrkneskra ir.anna á eynni og
ekki linna látum fyrr en hann
hafi hrakið þá í sjó fram.
Af hálfu liðsstjórnar Samein-
Wðu Þjóðanna á Kýpur hefur ver-
ið látin í ljósi sú skoðun, að
koma Grivassr verði sízt til að
bæta friðarhorfur á eynni.
★ ★ ★
í aðalstöð runum í New York
var tiLkynnt í dag, að brezka
herdeíldin í iiði S.Þ. — á Kýpur,
eem telur 1792 menn, muni starfa
áfram næstu þrjá mánuði. Tók
brezka stjórnin ákvörðun þar
«m, eftir að hún hafði, af hálfu
Kýpurstjórnar, verið fullvissuð
um að orðrómur sá, er á kreiki
hefur verið um, að Makarios for-
seti vilji að fæ'kkað verði brezk-
um hermönnum á Kýpur, hafi
verið með öilu ósannur.
Gert er ráð fyrir, að þau lönd,
sem lið nafa lagt S.Þ. á Kýpur
muni framlengja starfstíma þess
í samræmi við ákvörðun Örygg-
isráðsins. RíIaSi eru auk Bret-
lands, Svíþjóð, Kanada, Finn-
land, Danmörk, Ástralíu, Aust-
urriki, írland og Nýja Sjáland.
Samkomula® um
„Nýja Kína“ 0«;
DVP?
Bonn, 23. júní (AP-NTB)
VESTUR-ÞÝZKA stjórnin hefur
fallizt á, að heimila kínversku
fréttastofunni .„Nýja-Kína" að
opna á ný skrifstofu sína í Bonn
— gegn því, að vestur-þýzka
fréttastofan DPA fái að senda
fréttaritara til Peking.
Bonn-skrifstofu „Nýja-Kína“
var lokað árið 1961, en þá hafði
hún verið starfandi í þrjú ár. —
Síðan hefur fréttastofan aðeins
haft skrifstofu í Austur-Berlín.
Haft er eftir góðum heimildum,
að Pekingstjórnin muni ganga að
skilyrði Bonn-stjórnarinnar.
Viðræður um mál þetta hafa
staðið yfir að undanförnu í
Moskvu, samfara viðræðum um
starfsemi DPA í Moskvu. Sem
kunnugt er, var skrifstofu DPA
I Moskvu lokað í vor eftir að
fréttin um lát Krúsjeffs, forsætis-
ráðherra, barst út. Talsmaður
DPA lét svo ummælt í dag, að
vonir stæðu til að fréttastofan
fengi að opna skrifstofu sína í
Moskvu, áður en langt um liði.
Varðskip dró
Fram til -
Akraness
AKRANESI, 23. júní. — Nýlega
var humarbáturinn Fram stadd-
ur að veiðum á miðunum austur
af Hornafirði, er gormar biluðu
í gír vélarinnar, þeir sem inni-
lokaðir voru. Skipverjar voru
svo lánsamir, að eitt af varðskip
unum var ekki langt undan.
Fengu þeir vélameistara varð-
skipsins um borð í Fram. Hann
gat þó ekki jáðið bót á vélarbii-
uninni. Varðskipið dró því Fram
hingað heim og var að minnsta
kosti 30 klst. á leiðinni.
— Oddur.
99 látast í Japan
og Thailandi
Tapei. Bangkok 22. júní (AP)
FLAK flugvélarinnar, sem ótt-
azt var um á Formósu s.l. laug-
ardag, fannst á sunnudaginn og
voru um borð í henni hefðu far-
lögreglan staðfesti, að allir, sem
izt, en þeir voru 57. Meðal far-
þega voru tuttugu Bandaríkja-
menn, og einn Breti. Hinir voru
al'lir Asíumenn. Þetta er mesta
flugslys, sem orðið hefur á For-
mósu frá því að Kínverjar tóku
við völdum þar af Japönum
1945.
í Bangkok varð það slys á
laugardag, að fljótabáti hvolfdi.
100 menn voru um borð í bátn-
um og þar fórust 42. Flestir far-
þegarnir voru sofandi þegar
slysið varð.
Aðeins 900 eftir
Tokíó, 23. júní. AP.
• PEKINGSTJÓRNIN lief-
ur tilkynnt, að fluttir hafi
verið frá Mongólíu 5.200 verka
menn frá 24 apríl sl. og séu
þá aðeins eftir þar um það bil
900 Kínverjar, sem fljótlega
hverfa þaðan.
Fyrsti laxinn úr
Leirvop;sá
SVO sem kunnugt er hefur
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
Leirvogsá á ieigu, og hófst veiði
þar að vanda 20. júní, eða s.I.
laugardag. Á sunnudag fékkst
fyrsti laxinn á Eyrunum svo-
nefndu. Vatn er ágætt í ánni,
enda hefur nún góða vatnsmiðl-
un úr Leirvogsvatni. Þar er
stífla, og má miðla vatninu eftir
þörfum. Ætti því að vera gott
vatn í ánni í sumar, jafnvel þótt
þurrkatíð væi i.
Stangaveiðiféiagið hefur látið
ganga frá veiðihúsi við ána. Stend
ur það á íösrrum stað í landi
Norður-Grafar, fyrir ofan gljúfr-
in. Þar geta veiðimenn haft við-
dvöl á daginn, og gist, ef þeir
óska þess. Fjórir menn geta gist
í húsinu í senn.
Búuaðarsamband
Eyfirðinga á
skemmtiferð
HÖFN 23. júní — Frá Búnaðar-
sambandi Evfirðinga er hér á
ferð 76 manna hópur, þar af
30 húsmæður. Ei þetta áætluð 8
daga ferð. Hefur fólkið verið
mjög heppið með veður nema í
gær, er það ferðaðist um Horna-
fjörð til Jökulsái á Breiðamerk-
ursandi, var þá þokuloft og lítil
fjallasýn. Opinber móttaka var
að Hrolllaugsstöðum í Suður-
sveit. Var þar mikið fjölmenni
samankomið og gleðskapur góð-
ur. f dag leggur hópurinn af stað
heimleiðis í björtu veðri og er
ætlunin að fara með fjörðum;
heimsækja Vopnafjörð og Þistil-
fjörð í bakaleiðinni.-Fararstjóri
er Ragnar Ásgeirsson ráðunaut-
ur. — Gunnar.
Chris Linde
Veitingar í
Hlé»arði
FÉLAGSHEIMILIÐ Hlégarður í
Mosfellssveit hefur nú starfað
um 11 ára skeið. Hefur húsið á
þessum tíma verið notað til alls
kyns samkomuhalds hreppsbúa,
en það er rekig af Kvenfélagi
Lágafellssóknar, Mosfellsherpps
og Ungmennafélaginu Aftureld-
ingu.
Nú er hafinn nýr þáttur í
rekstri félagsheimilsins. Danskur
hijómlistarmaður, Ohris Linde,
mun- næstu vikur leika þar á flyg
il og harmóniku og syngja með.
Veitingar, sem þau hjónin Jón
Veturliðason og María Eyjólfs-
dóttir sjá um, verða á boðstólum
á hlaðborði og geta gestir þar
valið úr fjölda tegunda og borðað
að vild. Meðan gestir njóta kaffis
og meðlætis gengur Chris Linde
á milli borða og syngur þau lög
sem menn kunna að óska eftir.
Þessar veitingar verða í Hlégarði
öli kvöld vikunnar nema mánu-
dag kl. 21—23.30 og á sunnudög-
um kl. 15—17.'
Kosmos 33
Moskvu, 23. júní AP-
NTB.
SOVÉZKIR hafa skotið enn
einum „Kosmos“ gerfihnetti-
inum á braut umhverfis jörðu.
Kallast hann „Kosmos 33.“
— Lodge
% Framh. af bls. 1
| • Sjálfur upplýsti Henry
= Cabot-Lodge í Saigon í kvöld,
= að hann segði atf sér til þess
= að geta dvalizt heima í Banda-
= ríkjunm og stutt William
H Scranton ríkisstjóra í
= framboðsbaráttu hans
| gegn öldungardeildarþing-
| manninum Barry S. Gold-
| water. Hann heldur heimleiðis
1 mjög bráðlega.
= Á blaðamannafundinum las
|É Johnson forseti upp bréf frá
ji Lodge, dagsett 19. júní sl. þar
j| sem hann baðst lausnar frá
= embætti. Orðrómur hafði
g þegar komizt á kreik um
H miðja sl. viku um, að hann
= hygðist segja af sér og var
S þá skýrt frá því í bandaríska
= stórblaðinu „New York Tim-
ff es“, að Robert Kennedyý nú-
= verandi dómsmálaráðherra
j| hefði boðizt til að taka að sér
s embættið — eða þjóna ein-
S hverju öðru embætti í S-
^ Vietnahm, ef Johnson, forseti,
s vildi. Þessu boði Kennedys
3 hafnaði Johnson afdráttar-
1 laust og bag hann að halda
= áfram í núverandi embætti
1 sínu. Fylgdi þeirri fregn, að
É| samband Johnsons og Kenne-
§{ dys hafi batnað mjög veru-
3 lega síðustu mánuðina.
| • Nýtt embætti — aðstoðar
sendiherra.
= Þá skýrði Johnson frá því
H í dag, að skipaður hefði verið
= aðstoðar-sendiherra i Saigon,
aMMBBHWmMM
„Diekofrúnni“
synjnð um
vegnbréfs-
óritun
París, 23. júní AP
• Tilkynnt var í dag af hálfu
bandaríska sendiráðsins í París
að frú Ngo Dinh Nhu, „Dreka-
frúnni“ svorzi ndu frá S-Viet- -
nam, hafi verið neitað um vega-
bréfsáritun til Bandaríkjanna.
Hún skýrði frá því fyrir
nokkru, að hún væri á förum til
Bandaríkjanna til að að-
stoða öldungardeildarþingmann-
inn, Barry S. Goldwater, í kosn-
ingabaráttunni. Mundi hún m.a.
skýra frá framkomu Bandaríkja-
stjórnar í S-Vietnam, meðan
maður hennar og mágur Ngo
Dinh Nhu og Ngo Dinh Diem,
forseti fóru þar meg ÖU völd.
imHiiimHimiiiiiiiHiimiiiiiimimiiimimmiuuiiimi
: E
De Gæulle
j lieldur blaða- j
manuafund
París, 23. júní NTB.
] DE GAULLE, Frakklandsfor- ;
= seti mun lialda blaðamanna- s
É fund í París 23. júlí nk. að því |
| er Alain Peyrefitte, upplýs-1
i ingamálaráðherra tilkynnti í;
1 dag. Er það annar blaða-1
É mannafundur forsetans á ár- \
i inu.
13 stórir top;arar
fyrir áramót
Tokíó, 23. júní. NTB.
• FYRIR lok þessa árs munu
Japanir hafa komið sér upp
heimsins stærsta togaraflota, er
veiðir við vesturströnd Afríku.
Hefur stjórn fiski- og veiðimála
þar í landi ákveðið, að smíðaðir
skuli þrettán stórir togarar í
þessu skyni og verði þeir teknir
í notkun fyrir áramót, helzt í
lok október n.k.
sem. er nýtt embætti og tæki |j
við því Alexis Johnson, sem =
um árabil hefur starfað í §É
utanrikisþjónustu Bandaríkj- §§
anna. Við starfi Maxwells §§
Taylors í herráðinu tekur §§
Earle Wheeler hershöfðingi. j§
Johnson fór mjög • lofsam- §§
legum orðum um Henry =
Cabot Lodge og sagði hann =
hafa unnið mikið og erfitt =
starf í S-Vietnahm, einkum =
síðasta árið. Maxwell Taylor ||
kvað hann þekkja ástandið í s
S-Vietnahm ágæta vel, hann §§
hefði farið þangað margar 3
eftirlitsferðir, auk þess, sem =
hann hefði góða þekkingu á 3
baráttuaðferðum kommún- 3
ískra skæruliða.
Á Bandaríkjaþingi varð sú =
skoðun þegar hávær, að s
skipan Taylors í embættið 5
muni hafa í för með sér §§
herta sókn gegn kommúnist- 5
um í S-Vietnahm .Meðal 3
demokrata í öldungadeildinni 3
var skipan hans faganað. 3
Mike Mansfield sagði John- =
son ekki geta fengið betri 3
mann og Hubert Humphrey 3
kvað Taylor og Alexis John- =
son vera heppilegustu menn, =
sem völ væri á til starfa í S- |
Vietnahm, Einn öldungadeild- s
arþingmaður demokrata, {§
Wayne Morse frá Oregon var s
á öndverðri skoðun og sagði s
skipan þeirra í embættið stór- §
kostleg mistök, Taylor væri §§
einskonar tákn um áhrif §§
bandaríska hermálaráðuneyt- 3
isins á. Bandaríkjastjórn og 3
yrði vísast lögð á það áherzla 3
erlendís.