Morgunblaðið - 24.06.1964, Page 24
J*7A/0/lSáF
^ SAUMAVÉLAR
) JÚMb LAUGAVEGI
139. tbl. — Miðvikudagur 24. júní 1964
^fBorden’s VORUR
BRAGÐAST BEZT
:-v<'-v*&v#v-rAP9mtwrv4&povi'*'-'^
m - mmmmmmrm
: í dag hefst malbikun á veg’- |
| um Reykjavíkurborgar í nýju §
I hverfunum í Háaleiti. Verður i
1 byrjað á gatnamótum Safa- |
í mýrar og Háaleitisbrautar i
i jafnfrámt því sem unnið verð i
Í ur að gatnagerð í eldri hlut- I
i um borgarinnar. Vegna bil- jj
| unar á malbikunarvél gátu §
i þessar framkvæmdir ekki \
i hafizt í gær eins og til stóð, \
i en nú verður’ hafizt handa og =
i fleiri malbikunarvélar munu i
Í bætast í hópinn á næstunni. i
i Myndin var tekin í gær inni i
i við malbikunarstöðina af |
| tjörutunnum, sem þar hefur E
| verið staflað upp fyrir mal- i
i bikun gatna í sumar.
(Ljósm. Sv. Þ.). i
Nornen sækir Draug
SIGLUFIR£>I, 23. júní. — Síð-
degis í dag kom hingað norskt
varðskip til að draga til Noregs
herskipið Draug, sem strandaði
í mynni Siglufjarðar á sunnudag.
Þetta er eitt af nýjustu varðskip-
um Norðmanna og heitir Norn-
en og er u.þ.b. 1000 lestir að
stærð og gengur um 17 mílur á
klst. Það var tæpa 52 tíma á
leðiinni frá Noriegi. Bar brottför
ina frá Noregi mjög brátt að og
var gleðskapur um borð, þar sem
helmingúr 30 manna áhafnar var
að fara í sumarleyfi. Varð að
Fyrsta fullkomna
hjartaþræðingin
I GÆR var gerð fyrsta full-
komna hjartaþræðingin á röntg-
endeild Landsspítalans. Ás-
mundur Fr. Brekkan, röntgen-
læknir, gerði aðgerðina með
nýjum tækjum spítalans á fjög-
*urra ára gömlum dreng, sem
þjáðist af meðfæddum hjartasjúk
dómi.
Tæki þessi hafa verið í notk-
un um nokkurra mánaða skeið
og gerðar með þeim rannsóknir
á hjarta og æðum. Drengurinn,
sem aðgerðin var gerð á í gær,
er með op á milli afturhólfa
hjartans og þrengsli í lungna-
slægæð. Aðalslagæðin liggur
yfir opið á milli hólfanna og tek-
ur blóð frá þeim báðum, svo að
það er aldrei fullkomlega súx-
efnisblandað. Er þetta einn al-
gengasti alvarlegi hjartasjúk-
dómurinn; sem læknar þurfa að
glíma við, og krefst uppskurðar,
sem gera þarf erlendis.
Til þessa hefur oft verið erfitt
að ganga fullkomlega úr skugga
um eðli sjúkdómsins, en með
hinum nýju tækjum hefur það
tekizt. Þrýstingsmæling er gerð
ásamt sérstakri röntgenskoðun á
hjartanu með því að þræða
slöngu inn í hjartað um æðar í
handlegg eða á læri til að mæla
þrýsting, gera súrefnismælingu
, og dæla inn skuggaefni á hen-
tugan stað fyrir myndatöku. Um
leið og þetta er gert eru teknar
sex myndir á hverri sekúndu.
Ásmundur Brekkan tjáði blað-
inu í gær, að þetta væri fyrsta
fullkomna hjartaþræðing af
þessu tagi, sem gerð væri hér-
lendis og hefði hún tekizt vel.
Er það sjúklingum og sjúkra-
samlagi til mikilla hagsbóta, að
rannsókn þessi fari fram hér í
Berkeley, Kalifomíu,
23. júní AP.
• SNARPIR jarðskjálfta-
kippir mældust milli kl. 1 og
2 í nótt (GMT) á jarðskjálfta-
mælum í Berkely og voru upp
. tök þeirra rakin til staðar í
nágrenni Japans. Styrkleiki
kippanna var 7.25—7.50 stig á
Richter skala. Ekki hafa bor-
izt fregnir um tjón af völdum
þessara jarðskjálfta.
stað þess að senda sjúklinga til
útlanda, þar sem þeir hafa oft
þurft að bíða lengi eftir rann-
sókn.
slíta hófinu án þess að menn
vissu hvað til stóð og var haldið
út á haf á fullri ferð. Á leiðinni
hittu þeir annað norskt varðskip
og fengu lánaða þar fimmtán
menn til að sigla til íslands. Ráð-
gert er, að varðskipið fari af
stað með Draug áleiðis til Noregs
á morgun og áætlar að verða.
fjóra til fimm sólarhringa á
heimleiðinni. Um borð í varðskip
inu eru fjórar aflvélar, en 'ein
skrúfa. — Áhöfnin á Draug mun
ekki gefa skýrslu um strandið
fyrr en í Noregi. — S.K.
Bifreið stolið
í Kef lavík
í FYRRINÓTT var Moskvits
bifreið, árgerð 1957,' stolið í
Keflavík. Bifreiðin G-2989, er
græn að neðan og grá að ofan.
Þeir, sem kynnu að hafa orðið
hennar varir, eru beðnir að gera
lögreglunni 1 Keflavík eða
Reykjavík viðvart. ‘
Tvítugur píltur
hverfur í sjóinn
í Þorlákshöfn
Þorlákshöfn, 23. júní.
U M eitt-leytið í nótt varð
fólk vart við, að maður hékk
á legufærum mb. Þorláks II.
hér í höfninni. Var þá brugð-
ið skjótt við og fór mb. Sæ-
borg frá Rifi, sem lá hér í
höfninni, út að mb. Þorláki II.
og náði manninum, Pálma
Jónssyni úr Reykjavík. Var
hann'þá nær rænulaus, en gát
Þeir Ragnar og Jónas á blaðamannafundinum í gær. Þeir voru
þreytulegir, sem von er.
| Veður að 1
batna á
I sildarmið- |
unum
| BRÆLA Vaf á síldarmiðun-1
\ um fyrir austan í fyrrinótt |
| og í gærdag, en í gærkvöldi:
I var veður tekið að batna og \
\ bátar teknir að halda aftur út |
| á miðin. Samkvæmt upplýs- i
§ ingum síldarleitarinnar á i
| Raufarhöfn voru bá.tar farnir i
\ að kasta í gærkvöld um 17 i
I sjómílur austur af Borgar- i
i firði. Ekki var þó kunnugt i
i um neina veiði hjá þeim.
Z w
Mteiri síld
á austur-
svæðinu ?
SEYÐISFHtBI 23. júni. — f dag
lauk hér fundi ísftnzkra, norskra
og rússneskra fiskifræðinga, sem
að undanförnu hafa stundað síld
arrannsóknir hér við land. Fund
urinn hófst á mánudag og verða
skýrslur fiskifræðinganna birtar
á morgun. Jakob Jakobsson fiski
fræðingur, skýrði fréttamanni
blaðsins svo frá í kvöld, að búizt
væri við meiri síld á austurmið-
unum en i fyrra. Yið Langanes
er einnig mikillar síldar að
vænta, en hún er styggari. Fiski
rannsóknir taldi Jakob vera
mjög hagstæðar. Þá mun sjórinn
við Austurland vera hlýrri en í
fyrrasumar. Fyrir norðan Langa
nes er svo til átulaus sjór.
L.H.
Afturgöngur enn á kreiki
Bdðu lögreglustjóra bréílega um að ÍYlgj-
ast með göngunni — Heimta nú rannsókn
ó afskiptum hans
MENN hafa skemmt sér konung
lega undanfarna daga við það að
fylgjast með aíturgöngusirkusn-
um og forystumönnum hans, sem
vægast sagt hafa verið harla
skrítnir til orðs og æðis. En grín
ið er ekki á enda enn, svo er
fyrir að þakka þeim Keflavikur-
förum Jónasi Árnasyni og Ragn-
ari Araalds, sem í gærdag köU-
uðu blaðamenn á sinn fund til
þess að greina frá því siðasta við
fangsefni göngiunóðra hafi verið
að hcimta rannsókn á því hversu
leiðrétting í útvarpinu um fyrri
frétt þess um tölu göngumanna
í upphafi, hafi til orðið, og hvaða
heimildir lögreglustjóri hafi haft
fyrir því að „innan við 120
menn“ efðu lagt af stað í göng-
una frá Keflavík. Þeir Ragnar
og Jónas skýrðu svo frá í gær,
að göngumenn hefðu verið um
200, sem af stað lögðu. Slíkt hið
sama sagði kommúnistamálgagn-
ið á sunnudaginn, — en það blað
var raunar prentað síðdegis á
laugardag og fékkst á götum
Reykjavíkur a.m.k. 10 tíma áður
en afturgöngurnar lögðu af stað
frá Keflavík. Vart teljast það því
undur þótt þeir félagar vilji enn
halda sig við þessa tölu. Þá fjarg
viðruðust þeir á blaðamanna-
fundinum í gær yfir því, hvað
löereglustjóri væri yfirleitt að
Framhald á bls. 23
þó skýrt frá því, að tvítugur
piltur, Gunnar Gunnarsson,
háseti á mb. Kiæng, hefði ver-
ið með. honum á árabát. Ætl-
uðu þeir um borð í vélbátinn,
en talið er að Gunnar hafi
náð taki á öldustokknum,
spyrnt árabátnum frá og fall-
ið síðan í sjóinn. — Pálmi
missti aðra árina, en komst að
legufærunum, og hékk þar,
er honum var bjargað. Ligg-
ur hann með lungnabólgu í
sjúkrahúsinu á Selfossi og
var erfitt að taká af honum
skýrslu í dag. Leit var þegar
hafin að Gunnari og gengið á
fjörur. Fannst báturinn rek-
inn inni á Háfnarskeiði, en
pilturinn fannst hvergi. — í
dag hefur höfnin verið slædd,
en það hefur engan árangur
borið. Slæmt veður var, er
slys þetta varð. — Magnús.
Myndin, sem Ragnar Amaíds og
Jónas Árnason neituðu að telja
afturgöngurnar á í gær. Fram
skal tekið, að frummyndin er öllu
skýrari en hin prentaða mynd
hér, en á henni sjást 111 manns
— að lögreglunni meðtalinni!