Morgunblaðið - 31.07.1964, Blaðsíða 24
Uuigavegi26 simi 200 70
177. tbl. — Föstudagur 31. júlí 1964
bilaleiga
magnúsar
skipholt 21
Wmap: 21190 -21105
0 0 0
0 0 0
z z z I
w » »
C C C I
rrr
0 0 0
0 0 o I
Z 3 Z
II
I
II
Bóndi veröur undir
dráttarvél og bíöur
bana
SAUÐÁRKRÓKI, 3.0. júlí.
KL. 16.45 sl. miðvikudág voru
fjórir menn frá Sauðárkróki
staddir á þjóðverginum í fram-
anverðum Laxárdal í Skagafirði,
gegnt bænum Herjólfsstöðum.
Menn þessir, sem allir voru
kunnugir bóndanum á Herjólfs-
stöðum, Hirti Magnússyni, veittu
þvi athygli, að hann var aldrei
þessu vant, hvergi sjáanlegur á
túninu eða í nágrenni við íbúðar
húsið. Héldu þeir félagar áfram
ferðinni, en er þeir komu móts
við suðurmörk túnsins, sáu þeir,
að dráttarvél bóndans lá þar á
hvolfi. ■ Brugðu þeir skjótt við,
fóru að dráttarvélinni, og kom
þá í ljós, að Hjörtur lá undir
henni örendur.
Þeir félagar hringdu þegar í
sýslumanninn á Sauðárkróki, sem
brá fljótt við og kom innan
skamms ásamt yfirlögregluþjón-
inum á Sauðárkróki. Líklegt
þykir, að slysið hafi átt sér stað
um hádegisbilið sama dag, og bor
ið að með þeim hætti, að dráttar-
vélin hafi runnið með Hjört
aftur á bak ásamt múgavél, sem
við hana var tengd, en túnjaðar-
Tekinn i
landhelgi
NESKAUPSTAÐ, 30. júlí.
1 dag kom varðskipið Þór
hingað með vb. Frey NK 16
til Neskaupstaðar, en hann
hafði verið staðinn að ólög-
legum dragnótaveiðum innar-
lega á Mjóafirði.
Málið var tekið fyrir í dag
hjá settum bæjarfógeta, Jó-
hanni Níelssyni, og hefur skip
stjórinn þegar játað brot sitt.
Málið verður sent saksóknara
ríkisins til fyrirsagnar. — Á.L.
inn þarna er snarbrattur; og jörð
var rök. Vélin hafi síðan steypzt
fram af allháum stalli og Hjört-
ur orðið undir.
- Hjörtur, sem var 51 árs að
aldri, hefur búið einn á Herjólfs
stöðum á annan tug ára. Hann
átti aldraða foreldra á lífi og sjö
systkin. Hann var fjölhæfur at-
orkumaður og drengur hinn
bezti. — jón.
Mikill borgarísjaki á Skallarifi
MYNDIRNAR af þessum risa-
vaxna borgarísjaka voru tekn
ar á Skallarifi nyrzt í Húna-
flóa, undan Rifsnesi, sl. mánu-
dag, og hefur eitthvað gengið
á, þegar hann brotnaði úr
Grænlandsjökli. Jakinn var
þarna enn í gær, og héldu
Aluminíumverksmiðjan
verði í Hafnarfirði
HAFNARFIRÐI. — Á fundi viðbótartillögu þess efnis að
bæjarstjórnarinnar sl. miðviku-
dag lá fyrir tillaga svohljóðandi:
Bæjarstjóm Hafnarfjarðar sam-
þykkir að fela bæjarráði og
bæjarstjóra að athuga alla mögu
leika á því að fyrirhugaðri alu-
miníumverksmiðju verði valinm
staður innan iögsagnarumdæmis
Hafnarfjarðar.
Um tillöguna urðu allmkilar
umræður, og fluttu kommúnist-
ar og Framsókn sameiginlega
Gæöasíld veiðist
undan Langanesi
SÓLARHRINGINN frá miðviku-
dagsmorgni til fimmtudagsmorg
uns var allsæmileg síldveiði
75 — go sjómílur austur að
norðri frá j,,. janesi. Sildin var
mjög góð og álitin sú bezta, sem
veiðzt hefur fram að þessu í
sumar. Alls fengu 38 skip 38.650
tunnur.
Lítil veiði var í gærdag. Skip-
in voru þá aðallega um 100 sjó-
mílur austur að suðri frá Langa-
nesi. Mörg skip voru að kasta
i gær, en gekk illa að ná henni.
Gott veður var þar en þoka. Ás-
björn RE fékk 1100 tunnur og
Eiiiði 1251 tunnu af stórri og
góðri síld. Einnig höfðu Hamra-
vík, Vonin og Skagaröst fengið
eitthvað.
• Stúlkurnar vilja komast
aftur til Raufarhafnar
RAUFARHÖFN, 30. júlí.
Búizt er við, að hér hafi verið
•altað í um 7 þús. tunnur í dag.
Það skiptist þannig milli stöðv-
anna: Óðinn 900, Borgir 1200,
Óskarsstöð 700, Norðursíld 950,
Síldin um 450, Hafsilfur 1550,
Gunnar Halldörsson 400, Skor
400, Björg 340, Hólmsteinn
Helgason 40 og Möl 40.
Stúlkurnar sóttust mikið eftir
því á tíma að fara héðan austur
á firði, en nú þykir þeim væn-
legar horfa á Raufarhöfn. Hafa
fjöimargar þeirra sótt um að fá
að koma hingað aftur, og þykir
það góðs viti. — E. J.
• Fyrsta síldin til Dalvíkur
DALVÍK, 30. júlí.
í dag barst hingað fyrsta
síldin til söltu’nar á þessu sumri.
í morgun kom vb. Loftur Bald-
vinsson með um 600 tunnur til
söltunarstöðvarinnar Hafnar, og
í dag kom Björgúlfur með 800
tunnur til Söltunarfélags Dalvík
ur. Síldin, sem veiddist 70 til
Framhald á bls. 23
verksmiðjan verði eign íslenzkra
aðila. Viðbótartillaga þeirra tví-
menninga var felld með 7 gegn
tveim. Og tillagan um verksmiðj
una í Hafnarfirði var svo sam-
Stikker lætur af
störfum
í DAG er síðasti starfsdagur
Dirk U. Stikker, framkvæmda-
stjóra Atlantshafsbandalagsins.
Myndin sem tekin var fyrir
skömmu, sýnir Stikker með eig-
inkonu sinni. Stikker tók við
hinu vandasama starfi fram-
kvæmdastjóra í apríl 1961. Þykir
hann hafa gegnt því með mestu
prýði þau rúm 3 ár, sem síðan
eru liðin. — Eftirmaður Stikkers
er ítalinn Manlio Brosio.
þykkt af Sjálfstæðismönnum og
Alþýðuflokksmönnum, en á
móti greiddu kommúnistar og
Framsókn. — G. E.
sumir, að hann stæði jafnvel
fastur á grunni. Var gizkað á,
að hann Væri um 30 metra á
hæð upp úr sjó og um 130 m
á lengd. Eins og kunnugt er,
eru níu tíundu hlutar ísjaka
Framhald á bls. 23
Ný Shell-stöð í
Borgarnesi
NÝLEGA var opnuð við Brákar-
braut í Borgarnesi Shell-benzín-
stöð. Selt er þarna auk benzíns,
ö^ sælgæti og tóbak. Einnig er
þar fyllt á gashylki fyrir ferða-
fólk. Þá er þar ágæt aðstaða til
að þvo bifreiðar. Opið er alla
virka daga frá kl. 8 til 22 og
helgidaga kl. 10—22.
Týndi myndavél
SPÖNSK kona, Maria Theresa
Jover, kom að máli við blaðið
í gær, og sagðist hafa týnt Agfa
35 mm. myndavél inni við Elliða
ár um hálffimm-leytið á sunnu-
dag. í vélinni er filma Ineð
myndum m. a. af laxveiðimönn-
um við ámar. Finnandi vinsam-
legast skili vé,;—á lögreglu-
stöðina.
Ágætt mót Sjálfstædis-
í Króksfj.nesi
manna
SÍÐASTLIÐIÐ sunnudagskvöld
efndu Sjálfstæðismenn í Austur-
Barðastrandarsýslu til héraðs-
móts að Vogalandi í Króksfjarðar
nesi. Var mótið vel sótt og fór
ágætlega fram.
Samkomuna setti og stjórnaði
síðan Sveinn Guðmundsson,
bóndi, í Miðhúsum. Dagskráin
hófst með einsöntg Erlings Vig-
fússonar, óperusöngvara. en
undirleik annaðist Ragnar Björns
son, söngstjóri. Þá flutti Sigurður
Bjarnason, alþingismaður ræðu.
Sáðan söng Erlingur Vigfússon
einsöng að öðru sinni. Þessu næst
flutti Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra, ræðu. Að lokinni
ræðu ráðherrans fluttu Róbert
Arnfinnsson og Rúrik Haralds-
son, skemmtiþátt. Var ræðu-
mönnum og listamönnum mjög
vel tekið. Lauk samkomunni með
dansleik fram eftir nóttu.
f Hafnarfirði var jafnað
niður 34,460,300 kr.
Farið eftir sömu reglum og i Reykjavik
i fyrsta sinn
HAFNARFIRÐI — Nú er lok-
ið niðurjöfnun útsvara og var
jafnað niður alls 34,460,300 kr. á
2702 einstaklinga og 67 félög. Við
niðurjöfnunina að þessu sinni var
fylgt sömu reglu um niðurjöfnun
útsvara oig í Reykjavík, Garða-
hreppi og Kópavogi. Er það í
fyrsta skipti að farið er eftir
sömu reglur og í Reykjavik, en
allt til þessa hefur útsvarsskal-
inn verið hærri hér en í Rvík.
Voru útsvör lækkuð um 9 af
hundraði frá gildandi skattstiga
og allar bætur almannatrygginga
voru frádráttarhæfar nema fjöl-
skyiduibætur. Þá fengu þeir Hafn
firðingar, sem stunda atvinnu
utan staðarins, frádrátt vegna
ferðakostnaðar. Einnig fengu 70
ára og eldri lækkuð útsvörin
verulega eða felld niður. Aðstöðu
gjöld voru lætkkuð frá því í fyrra
og nema nú 3% milljón króna.
Hæstu gjöld af félögum greiða
þessi: Lýsi og Mjöl h.f. 334.700
kr., Venus h.f. 157,700, Vélsmiðja
Hafnarfjarðar 135,000 og Skipa-
vör h.f. 134,100 kr. Einstaklingar:
Sigurbjörn Ágústsson bygginga-
meistari 72,500, Guðrr Ólafsson
stýrimaður 71,700 og Guðmundur
í. Guðmundsson ráðherra 71.000
Hæstu aðstöðugjöld greiða: Jón
Gíslason s.f. 246,800 kr., Raftækja
verksmiðjan h.f. 292,600, Lýsi og
Mjöl h.f. 242,100, Dröfn h.f.
158,000 krónur. |
í fyrra voru útsvörin 26 milij.
kr. á 22&5 gjaldendur. — GJE.